Maðurinn sem Biden þarf að semja við

Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.

Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Auglýsing

Þegar ljóst varð 6. jan­úar að tveir demókratar hefðu verið kjörnir sem full­trúar Georg­íu­ríkis í öld­unga­deild Banda­ríkja­þings beind­ist athygli strax að manni sem heitir Joe Manchin og situr fyrir sama flokk í öld­unga­deild­inni, sem full­trúi Vest­ur­-Virg­in­íu. 

Þegar úrslit lágu fyrir byrj­aði nafn þing­manns­ins að „trenda“ á Twitter og honum lýst í fjöl­miðlum sem einum sig­ur­veg­ara auka­kosn­ing­anna í Georg­íu, þrátt fyrir að þar hefði hann ekki tekið neinn þátt. Á­stæðan er sú að hann er almennt tal­inn íhalds­samasti öld­unga­deild­ar­þing­maður Demókra­ta­flokks­ins, sem hefur nú nauma stjórn í öld­unga­deild­inni.

Í frétta­skýr­ingu Vox frá 6. jan­úar segir að núna á næstu dög­um, þegar Joe Biden tekur við lyklunum að Hvíta hús­inu og atkvæða­vægið í öld­unga­deild­inni fær­ist demókrötum í vil, muni fyrsta nafnið á vörum frétta­manna verða Joe Manchin, þegar umdeild mál koma fyrir þing­ið. 

Auglýsing

„Hvað finnst Joe Manchin um þetta?“ munu frétta­menn hugsa, enda ljóst að áherslur Manchin og frjáls­lynd­ari arms Demókra­ta­flokks­ins ganga ekki alltaf hönd í hönd og hann hefur starfað tölu­vert „yfir gang­inn“ með kol­legum sínum úr röðum repúblik­ana síðan hann sett­ist í öld­unga­deild­ina árið 2010.

Frá því að úrslitin í Georg­íu­ríki urðu ljós hefur brand­ari gengið um á Twitter um að Vest­ur­-Virg­inía muni njóta góðs af því vog­ar­afli sem þing­mað­ur­inn mun hafa í öld­unga­deild­inni. Taki í raun stakka­skiptum og verði mjög fram­tíð­ar­leg í hví­vetna, eins og sjá má:

Demókrati sem er full­trúi stuðn­ings­manna Trumps

Að öllu gamni slepptu er Joe Manchin er gott dæmi um marg­breyti­leik­ann sem finna má í því tveggja flokka kerfi sem Banda­ríkja­menn búa við. Að vera fram­bjóð­andi demókrata í Vest­ur­-Virg­in­íu, þar sem 68,2 pró­sent atkvæða féllu Don­ald Trump í vil í byrjun nóv­em­ber, er hrein­lega ekki alveg það sama og að vera demókrati í ríkj­unum sem kusu Biden. Ein­ungis í Wyom­ing-­ríki hlaut Trump hærra hlut­fall atkvæða en í Vest­ur­-Virg­in­íu.

Þrátt fyrir að Repúblikana­flokk­ur­inn hafi átt góðu gengi að fagna í Vest­ur­-Virgínu und­an­farin ár og ára­tugi hefur Manchin náð að halda emb­ætti sínu allt frá 2010, en áður en hann varð þing­maður hafði hann verið rík­is­stjóri frá árinu 2005, sem full­trúi Demókra­ta­flokks­ins.

Byss­ur, þung­un­ar­rof og kol

Manchin er ósam­mála ýmsu sem Demókra­ta­flokk­ur­inn hefur gert að áherslu­at­riðum á lands­vísu í for­seta­tíð Trumps. Til dæmis hefur hann stutt hann bygg­ingu veggs­ins á landa­mær­unum við Mexíkó og lagst alfarið gegn ákalli sumra demókrata um að draga úr fjár­fram­lögum til lög­regl­unn­ar. 

Nýlega lýsti hann því yfir að honum þætti algjör þvæla að greiða út 2.000 doll­ara til allra Banda­ríkja­manna í stuðn­ings- og örv­un­ar­greiðslur vegna áhrifa heims­far­ald­urs­ins. 

„Ég veit ekki hvaðan í fjár­anum þessir 2.000 doll­arar munu koma. Ég sver til Guðs að ég veit það ekki. Það eru 400 millj­arðar doll­ara til við­bót­ar,“ hafði Was­hington Post eftir Manchin um dag­inn.

Kola­vinnsla og -nýt­ing er honum líka mikið hjart­ans mál enda mik­il­vægur atvinnu­vegur í heima­rík­inu Vest­ur­-Virg­in­íu. Það stemmir illa við þær grænu áherslur sem Biden boð­aði í kosn­inga­bar­átt­unni og hyggst hrinda í fram­kvæmd.

Í félags­legum mál­efnum er hann líka langan veg frá áherslum frjáls­lynd­ari demókrata; hann er á móti hjóna­böndum hinsegin fólks, hefur beitt sér gegn rétt­indum kvenna til þung­un­ar­rofs og vill verja stjórn­ar­skrár­bund­inn rétt Banda­ríkja­manna til þess að ganga með skot­vopn. And­stöðu við þessi mál setur hann á odd­inn, þegar hann sækir umboð kjós­enda í Vest­ur­-Virgínu.

Talið er öruggt að Manchin muni sjá til þess að Biden komi dóm­ara- og emb­ætt­is­manna­skip­unum sínum og fjár­hags­á­ætl­unum í gegn með 48 atkvæðum demókrata og þeirra tveggja óháðu þing­manna sem kjósa með demókrötum í öld­unga­deild­inni. Hvað ein­hverjar rót­tækar kerf­is­breyt­ingar varðar er hins vegar ólík­legt að Biden fái stuðn­ing Manchin.

Vest­ur­-Virg­in­íu­mað­ur­inn hefur til dæmis lýst þeirri afstöðu sinni að hann komi ekki til með að styðja laga­setn­ingu sem miðar að því að ein­faldur meiri­hluti dugi til þess að koma flestri almennri laga­setn­ingu í gegnum öld­unga­deild­ina. Í dag þarf almennt 60 atkvæði til þess að mál hljóti þar braut­ar­gengi, sem tryggir minni­hlut­anum mikið vægi, ólíkt því sem er í full­trúa­deild­inni.

Manchin gæti því orðið Biden-­stjórn­inni eilítið erf­iður og eflaust mun þurfa að leita veru­legra mála­miðl­ana við hann og aðra íhalds­sam­ari þing­menn Demókra­ta­flokks­ins í öld­unga­deild­inni, til þess að koma málum í gegn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent