Maðurinn sem Biden þarf að semja við

Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.

Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Auglýsing

Þegar ljóst varð 6. jan­úar að tveir demókratar hefðu verið kjörnir sem full­trúar Georg­íu­ríkis í öld­unga­deild Banda­ríkja­þings beind­ist athygli strax að manni sem heitir Joe Manchin og situr fyrir sama flokk í öld­unga­deild­inni, sem full­trúi Vest­ur­-Virg­in­íu. 

Þegar úrslit lágu fyrir byrj­aði nafn þing­manns­ins að „trenda“ á Twitter og honum lýst í fjöl­miðlum sem einum sig­ur­veg­ara auka­kosn­ing­anna í Georg­íu, þrátt fyrir að þar hefði hann ekki tekið neinn þátt. Á­stæðan er sú að hann er almennt tal­inn íhalds­samasti öld­unga­deild­ar­þing­maður Demókra­ta­flokks­ins, sem hefur nú nauma stjórn í öld­unga­deild­inni.

Í frétta­skýr­ingu Vox frá 6. jan­úar segir að núna á næstu dög­um, þegar Joe Biden tekur við lyklunum að Hvíta hús­inu og atkvæða­vægið í öld­unga­deild­inni fær­ist demókrötum í vil, muni fyrsta nafnið á vörum frétta­manna verða Joe Manchin, þegar umdeild mál koma fyrir þing­ið. 

Auglýsing

„Hvað finnst Joe Manchin um þetta?“ munu frétta­menn hugsa, enda ljóst að áherslur Manchin og frjáls­lynd­ari arms Demókra­ta­flokks­ins ganga ekki alltaf hönd í hönd og hann hefur starfað tölu­vert „yfir gang­inn“ með kol­legum sínum úr röðum repúblik­ana síðan hann sett­ist í öld­unga­deild­ina árið 2010.

Frá því að úrslitin í Georg­íu­ríki urðu ljós hefur brand­ari gengið um á Twitter um að Vest­ur­-Virg­inía muni njóta góðs af því vog­ar­afli sem þing­mað­ur­inn mun hafa í öld­unga­deild­inni. Taki í raun stakka­skiptum og verði mjög fram­tíð­ar­leg í hví­vetna, eins og sjá má:

Demókrati sem er full­trúi stuðn­ings­manna Trumps

Að öllu gamni slepptu er Joe Manchin er gott dæmi um marg­breyti­leik­ann sem finna má í því tveggja flokka kerfi sem Banda­ríkja­menn búa við. Að vera fram­bjóð­andi demókrata í Vest­ur­-Virg­in­íu, þar sem 68,2 pró­sent atkvæða féllu Don­ald Trump í vil í byrjun nóv­em­ber, er hrein­lega ekki alveg það sama og að vera demókrati í ríkj­unum sem kusu Biden. Ein­ungis í Wyom­ing-­ríki hlaut Trump hærra hlut­fall atkvæða en í Vest­ur­-Virg­in­íu.

Þrátt fyrir að Repúblikana­flokk­ur­inn hafi átt góðu gengi að fagna í Vest­ur­-Virgínu und­an­farin ár og ára­tugi hefur Manchin náð að halda emb­ætti sínu allt frá 2010, en áður en hann varð þing­maður hafði hann verið rík­is­stjóri frá árinu 2005, sem full­trúi Demókra­ta­flokks­ins.

Byss­ur, þung­un­ar­rof og kol

Manchin er ósam­mála ýmsu sem Demókra­ta­flokk­ur­inn hefur gert að áherslu­at­riðum á lands­vísu í for­seta­tíð Trumps. Til dæmis hefur hann stutt hann bygg­ingu veggs­ins á landa­mær­unum við Mexíkó og lagst alfarið gegn ákalli sumra demókrata um að draga úr fjár­fram­lögum til lög­regl­unn­ar. 

Nýlega lýsti hann því yfir að honum þætti algjör þvæla að greiða út 2.000 doll­ara til allra Banda­ríkja­manna í stuðn­ings- og örv­un­ar­greiðslur vegna áhrifa heims­far­ald­urs­ins. 

„Ég veit ekki hvaðan í fjár­anum þessir 2.000 doll­arar munu koma. Ég sver til Guðs að ég veit það ekki. Það eru 400 millj­arðar doll­ara til við­bót­ar,“ hafði Was­hington Post eftir Manchin um dag­inn.

Kola­vinnsla og -nýt­ing er honum líka mikið hjart­ans mál enda mik­il­vægur atvinnu­vegur í heima­rík­inu Vest­ur­-Virg­in­íu. Það stemmir illa við þær grænu áherslur sem Biden boð­aði í kosn­inga­bar­átt­unni og hyggst hrinda í fram­kvæmd.

Í félags­legum mál­efnum er hann líka langan veg frá áherslum frjáls­lynd­ari demókrata; hann er á móti hjóna­böndum hinsegin fólks, hefur beitt sér gegn rétt­indum kvenna til þung­un­ar­rofs og vill verja stjórn­ar­skrár­bund­inn rétt Banda­ríkja­manna til þess að ganga með skot­vopn. And­stöðu við þessi mál setur hann á odd­inn, þegar hann sækir umboð kjós­enda í Vest­ur­-Virgínu.

Talið er öruggt að Manchin muni sjá til þess að Biden komi dóm­ara- og emb­ætt­is­manna­skip­unum sínum og fjár­hags­á­ætl­unum í gegn með 48 atkvæðum demókrata og þeirra tveggja óháðu þing­manna sem kjósa með demókrötum í öld­unga­deild­inni. Hvað ein­hverjar rót­tækar kerf­is­breyt­ingar varðar er hins vegar ólík­legt að Biden fái stuðn­ing Manchin.

Vest­ur­-Virg­in­íu­mað­ur­inn hefur til dæmis lýst þeirri afstöðu sinni að hann komi ekki til með að styðja laga­setn­ingu sem miðar að því að ein­faldur meiri­hluti dugi til þess að koma flestri almennri laga­setn­ingu í gegnum öld­unga­deild­ina. Í dag þarf almennt 60 atkvæði til þess að mál hljóti þar braut­ar­gengi, sem tryggir minni­hlut­anum mikið vægi, ólíkt því sem er í full­trúa­deild­inni.

Manchin gæti því orðið Biden-­stjórn­inni eilítið erf­iður og eflaust mun þurfa að leita veru­legra mála­miðl­ana við hann og aðra íhalds­sam­ari þing­menn Demókra­ta­flokks­ins í öld­unga­deild­inni, til þess að koma málum í gegn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einungis Tyrkir og Pólverjar máttu þola meiri verðhækkanir en Íslendingar í fyrra af löndunum sem Eurostat mælir
Verðbólgan á Íslandi hærri en í flestum Evrópulöndum
Verðhækkanir hérlendis voru langt umfram þróun flestra annarra Evrópulanda í fyrra, en verðbólgan í síðasta mánuði var aðeins hærri í Tyrkland og Póllandi, samkvæmt nýjum mælingum Eurostat.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Úrskurður um að afhenda héraðssaksóknara gögn frá endurskoðanda Samherja ómerktur
Landsréttur hefur ómerkt úrskurð um að embætti héraðssaksóknara eigi að fá gögn varðandi bókhald og reikningskil allra félaga Samherja frá KPMG, fyrrverandi endurskoðanda félagsins, og gert héraðsdómi að taka málið aftur fyrir.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent