Maðurinn sem Biden þarf að semja við

Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.

Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Auglýsing

Þegar ljóst varð 6. jan­úar að tveir demókratar hefðu verið kjörnir sem full­trúar Georg­íu­ríkis í öld­unga­deild Banda­ríkja­þings beind­ist athygli strax að manni sem heitir Joe Manchin og situr fyrir sama flokk í öld­unga­deild­inni, sem full­trúi Vest­ur­-Virg­in­íu. 

Þegar úrslit lágu fyrir byrj­aði nafn þing­manns­ins að „trenda“ á Twitter og honum lýst í fjöl­miðlum sem einum sig­ur­veg­ara auka­kosn­ing­anna í Georg­íu, þrátt fyrir að þar hefði hann ekki tekið neinn þátt. Á­stæðan er sú að hann er almennt tal­inn íhalds­samasti öld­unga­deild­ar­þing­maður Demókra­ta­flokks­ins, sem hefur nú nauma stjórn í öld­unga­deild­inni.

Í frétta­skýr­ingu Vox frá 6. jan­úar segir að núna á næstu dög­um, þegar Joe Biden tekur við lyklunum að Hvíta hús­inu og atkvæða­vægið í öld­unga­deild­inni fær­ist demókrötum í vil, muni fyrsta nafnið á vörum frétta­manna verða Joe Manchin, þegar umdeild mál koma fyrir þing­ið. 

Auglýsing

„Hvað finnst Joe Manchin um þetta?“ munu frétta­menn hugsa, enda ljóst að áherslur Manchin og frjáls­lynd­ari arms Demókra­ta­flokks­ins ganga ekki alltaf hönd í hönd og hann hefur starfað tölu­vert „yfir gang­inn“ með kol­legum sínum úr röðum repúblik­ana síðan hann sett­ist í öld­unga­deild­ina árið 2010.

Frá því að úrslitin í Georg­íu­ríki urðu ljós hefur brand­ari gengið um á Twitter um að Vest­ur­-Virg­inía muni njóta góðs af því vog­ar­afli sem þing­mað­ur­inn mun hafa í öld­unga­deild­inni. Taki í raun stakka­skiptum og verði mjög fram­tíð­ar­leg í hví­vetna, eins og sjá má:

Demókrati sem er full­trúi stuðn­ings­manna Trumps

Að öllu gamni slepptu er Joe Manchin er gott dæmi um marg­breyti­leik­ann sem finna má í því tveggja flokka kerfi sem Banda­ríkja­menn búa við. Að vera fram­bjóð­andi demókrata í Vest­ur­-Virg­in­íu, þar sem 68,2 pró­sent atkvæða féllu Don­ald Trump í vil í byrjun nóv­em­ber, er hrein­lega ekki alveg það sama og að vera demókrati í ríkj­unum sem kusu Biden. Ein­ungis í Wyom­ing-­ríki hlaut Trump hærra hlut­fall atkvæða en í Vest­ur­-Virg­in­íu.

Þrátt fyrir að Repúblikana­flokk­ur­inn hafi átt góðu gengi að fagna í Vest­ur­-Virgínu und­an­farin ár og ára­tugi hefur Manchin náð að halda emb­ætti sínu allt frá 2010, en áður en hann varð þing­maður hafði hann verið rík­is­stjóri frá árinu 2005, sem full­trúi Demókra­ta­flokks­ins.

Byss­ur, þung­un­ar­rof og kol

Manchin er ósam­mála ýmsu sem Demókra­ta­flokk­ur­inn hefur gert að áherslu­at­riðum á lands­vísu í for­seta­tíð Trumps. Til dæmis hefur hann stutt hann bygg­ingu veggs­ins á landa­mær­unum við Mexíkó og lagst alfarið gegn ákalli sumra demókrata um að draga úr fjár­fram­lögum til lög­regl­unn­ar. 

Nýlega lýsti hann því yfir að honum þætti algjör þvæla að greiða út 2.000 doll­ara til allra Banda­ríkja­manna í stuðn­ings- og örv­un­ar­greiðslur vegna áhrifa heims­far­ald­urs­ins. 

„Ég veit ekki hvaðan í fjár­anum þessir 2.000 doll­arar munu koma. Ég sver til Guðs að ég veit það ekki. Það eru 400 millj­arðar doll­ara til við­bót­ar,“ hafði Was­hington Post eftir Manchin um dag­inn.

Kola­vinnsla og -nýt­ing er honum líka mikið hjart­ans mál enda mik­il­vægur atvinnu­vegur í heima­rík­inu Vest­ur­-Virg­in­íu. Það stemmir illa við þær grænu áherslur sem Biden boð­aði í kosn­inga­bar­átt­unni og hyggst hrinda í fram­kvæmd.

Í félags­legum mál­efnum er hann líka langan veg frá áherslum frjáls­lynd­ari demókrata; hann er á móti hjóna­böndum hinsegin fólks, hefur beitt sér gegn rétt­indum kvenna til þung­un­ar­rofs og vill verja stjórn­ar­skrár­bund­inn rétt Banda­ríkja­manna til þess að ganga með skot­vopn. And­stöðu við þessi mál setur hann á odd­inn, þegar hann sækir umboð kjós­enda í Vest­ur­-Virgínu.

Talið er öruggt að Manchin muni sjá til þess að Biden komi dóm­ara- og emb­ætt­is­manna­skip­unum sínum og fjár­hags­á­ætl­unum í gegn með 48 atkvæðum demókrata og þeirra tveggja óháðu þing­manna sem kjósa með demókrötum í öld­unga­deild­inni. Hvað ein­hverjar rót­tækar kerf­is­breyt­ingar varðar er hins vegar ólík­legt að Biden fái stuðn­ing Manchin.

Vest­ur­-Virg­in­íu­mað­ur­inn hefur til dæmis lýst þeirri afstöðu sinni að hann komi ekki til með að styðja laga­setn­ingu sem miðar að því að ein­faldur meiri­hluti dugi til þess að koma flestri almennri laga­setn­ingu í gegnum öld­unga­deild­ina. Í dag þarf almennt 60 atkvæði til þess að mál hljóti þar braut­ar­gengi, sem tryggir minni­hlut­anum mikið vægi, ólíkt því sem er í full­trúa­deild­inni.

Manchin gæti því orðið Biden-­stjórn­inni eilítið erf­iður og eflaust mun þurfa að leita veru­legra mála­miðl­ana við hann og aðra íhalds­sam­ari þing­menn Demókra­ta­flokks­ins í öld­unga­deild­inni, til þess að koma málum í gegn.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent