Breytt skipulag bólusetninga: Allir skammtar notaðir strax

Íslendingar eru að lenda í verulegum vandræðum á landamærum annarra ríkja vegna hertra reglna. Sóttvarnalæknir, landlæknir og aðstoðaryfirlögregluþjónn hvetja fólk til að fara ekki til útlanda að nauðsynjalausu.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Á síð­ast­liðnum þremur sól­ar­hringum hafa fimm ein­stak­lingar greinst með COVID-19 inn­an­lands, þar af tveir utan sótt­kví­ar. 25 hafa greinst á landa­mærum á sama tíma­bili en ekki allir þó með virk smit. Í gær greindust fjögur smit inn­an­lands. 143 eru í ein­angrun vegna COVID-19.Nú hafa 43 greinst með breska afbrigðið hér á landi, þar af sjö inn­an­lands. Allir tengj­ast þeir fólki sem greind­ist á landa­mær­un­um. Eng­inn á landa­mærum hefur greinst með suð­ur­a­fríska afbrigði veirunnar eða afbrigði frá Bras­ilíu en þau líkt og það breska eru talin meira smit­andi en fyrri afbrigði.Mjög lítið sam­fé­lags­legt smitÞórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sagði að út frá ýmsum þáttum mætti segja að mjög lítið sam­fé­lags­legt smit væri í gangi á land­inu. Sömu sögu er ekki að segja frá öðrum ríkjum og víða hefur verið hert veru­lega á aðgerðum á landa­mær­um. Er því ekki ráð­legt að fara til útlanda að nauð­synja­lausu.

Auglýsing


„Við höfum ákveðnar áhyggjur af hversu margir eru að grein­ast með smit á landa­mær­un­um,“ sagði Þórólfur á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag. Á föstu­dag­inn setti ráð­herra nýja reglu­gerð um að allir sem hingað koma þurfi að  fara í tvö­falda skim­un. „Von­andi mun það duga til þess að hindra frek­ari útbreiðslu inn­an­lands,“ sagði Þórólf­ur. Hann minnti svo á að þó að slakað hefði verið á tak­mörk­unum inn­an­lands  þyrftu allir enn að gæta að ein­stak­lings­bundnum sýk­ing­ar­vörnum og forð­ast hópa­mynd­an­ir.Um 3.500 fá bólu­setn­ingu í vik­unniÍ vik­unni munu 5.000 manns fá síð­ari skammt­inn af bólu­efni Pfiz­er, fram­línu­fólk og íbúar hjúkr­un­ar­heim­ila sem fengu fyrri skammt­inn í lok síð­asta árs.  Þá munu 3.500 manns í elstu ald­urs­hópum fá sína fyrstu sprautu af bólu­efn­inu í vik­unni  en sá skammtur kom til lands­ins í morg­un.Þegar fyrstu 10 þús­und skammt­arnir af bólu­efni Pfiz­er-BioNtech komu í lok des­em­ber var ákveðið að bólu­setja 5.000 manns og geyma hina skammt­ana til að gefa sama hópi seinni skammt­inn. Frá þeirri aðferð hefur nú verið horfið að sögn sótt­varna­lækn­is. Í síð­ustu viku komu 1.200 skammtar af bólu­efni Moderna og jafn­margir voru bólu­sett­ir. Það sama verður upp á ten­ingnum hvað varðar nýj­ustu send­ingu frá Pfizer sem barst í morg­un.

Alma Möller landlæknir. Mynd: LögreglanÞetta er að sögn Þór­ólfs óhætt núna þar sem búist er við því að aðföngin verði jafn dreifð á næstu vik­um. Dreif­ing bólu­efna var hins vegar óljós­ari í des­em­ber og því þótti ekki óhætt að bólu­setja marga með fyrri skammti og von­ast svo eftir næsta skammti á réttum tíma en um þrjár vikur þurfa að líða á milli skammt­anna tveggja.Forð­ist utan­lands­ferðirRögn­valdur Ólafs­son aðstoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjónn og Þórólfur fjöll­uðu báðir um hertar aðgerðir á landa­mærum víða um heim á fund­in­um. Skila­boð þeirra voru þau að allir ættu að forð­ast að fara erlendis að nauð­synja­lausu. Á landa­mærum sumra ríkja væri nú verið að óska eftir vott­orðum um nei­kvæða skimun með mjög tak­mörk­uðum tíma­við­mið­un­um, sem nær ómögu­legt væri að útvega. „Við erum að heyra um mjög marga sem eru að lenda í vand­ræðum á landa­mærum víða þar sem beðið er um vott­orð,“ sagði Þórólf­ur. „Það er algjör­lega ljóst að mörg lönd eru að herða veru­lega á sínum landa­mærum og nú meðan menn eru að læra á það kerfi ætti fólk að forð­ast ferðir erlend­is.“ Rögn­valdur sagði að þar sem sums staðar væri verið að óska eftir vott­orðum um mjög skamman tíma frá sýna­töku væru landa­mærin þeirra landa því í raun og veru lokuð fyrir flesta.Alma Möller land­læknir minnti á að við værum í ein­stak­legra góðri stöðu hvað far­ald­ur­inn snerti hér á landi. „En við megum samt alls ekki sofna á verð­in­um,“ sagði land­læknir og ítrek­aði mik­il­vægi þess að virða reglur og per­sónu­bundnar sótt­varn­ir. „Höfum hug­fast hvað þriðja bylgjan kom aftan að okkur og hvað lítið þurfti til. Látum það ekki ger­ast aft­ur.“Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Árfarvegur Esteron árinnar, sem er skammt frá Nice í suðurhluta Frakklands, þornaði upp í hitanum og þurrkinum sem ríkt hefur í landinu á síðustu vikum. Þessi mynd er frá því í lok júlí.
Frakkar glíma við fordæmalausa þurrka
Draga hefur þurft úr orkuframleiðslu í frönskum kjarnorkuverum vegna þess að kælivatn sem fengið er úr ám hefur verið of heitt. Talið er að ástandið muni vara í það minnsta í tvær vikur í viðbót.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Bein og blöð brotin í sögu Grand Theft Auto
Síðustu ár hefur Rockstar Games bætt aðstæður starfsmanna sína talsvert. Næsta leik í umdeildri tölvuleikjaseríu hefur seinkað sökum þess. Sá leikur fær því til viðbótar yfirhalningu, þar má helst nefna kvenkyns aðalpersónu.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent