Breytt skipulag bólusetninga: Allir skammtar notaðir strax

Íslendingar eru að lenda í verulegum vandræðum á landamærum annarra ríkja vegna hertra reglna. Sóttvarnalæknir, landlæknir og aðstoðaryfirlögregluþjónn hvetja fólk til að fara ekki til útlanda að nauðsynjalausu.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Á síð­ast­liðnum þremur sól­ar­hringum hafa fimm ein­stak­lingar greinst með COVID-19 inn­an­lands, þar af tveir utan sótt­kví­ar. 25 hafa greinst á landa­mærum á sama tíma­bili en ekki allir þó með virk smit. Í gær greindust fjögur smit inn­an­lands. 143 eru í ein­angrun vegna COVID-19.Nú hafa 43 greinst með breska afbrigðið hér á landi, þar af sjö inn­an­lands. Allir tengj­ast þeir fólki sem greind­ist á landa­mær­un­um. Eng­inn á landa­mærum hefur greinst með suð­ur­a­fríska afbrigði veirunnar eða afbrigði frá Bras­ilíu en þau líkt og það breska eru talin meira smit­andi en fyrri afbrigði.Mjög lítið sam­fé­lags­legt smitÞórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sagði að út frá ýmsum þáttum mætti segja að mjög lítið sam­fé­lags­legt smit væri í gangi á land­inu. Sömu sögu er ekki að segja frá öðrum ríkjum og víða hefur verið hert veru­lega á aðgerðum á landa­mær­um. Er því ekki ráð­legt að fara til útlanda að nauð­synja­lausu.

Auglýsing


„Við höfum ákveðnar áhyggjur af hversu margir eru að grein­ast með smit á landa­mær­un­um,“ sagði Þórólfur á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag. Á föstu­dag­inn setti ráð­herra nýja reglu­gerð um að allir sem hingað koma þurfi að  fara í tvö­falda skim­un. „Von­andi mun það duga til þess að hindra frek­ari útbreiðslu inn­an­lands,“ sagði Þórólf­ur. Hann minnti svo á að þó að slakað hefði verið á tak­mörk­unum inn­an­lands  þyrftu allir enn að gæta að ein­stak­lings­bundnum sýk­ing­ar­vörnum og forð­ast hópa­mynd­an­ir.Um 3.500 fá bólu­setn­ingu í vik­unniÍ vik­unni munu 5.000 manns fá síð­ari skammt­inn af bólu­efni Pfiz­er, fram­línu­fólk og íbúar hjúkr­un­ar­heim­ila sem fengu fyrri skammt­inn í lok síð­asta árs.  Þá munu 3.500 manns í elstu ald­urs­hópum fá sína fyrstu sprautu af bólu­efn­inu í vik­unni  en sá skammtur kom til lands­ins í morg­un.Þegar fyrstu 10 þús­und skammt­arnir af bólu­efni Pfiz­er-BioNtech komu í lok des­em­ber var ákveðið að bólu­setja 5.000 manns og geyma hina skammt­ana til að gefa sama hópi seinni skammt­inn. Frá þeirri aðferð hefur nú verið horfið að sögn sótt­varna­lækn­is. Í síð­ustu viku komu 1.200 skammtar af bólu­efni Moderna og jafn­margir voru bólu­sett­ir. Það sama verður upp á ten­ingnum hvað varðar nýj­ustu send­ingu frá Pfizer sem barst í morg­un.

Alma Möller landlæknir. Mynd: LögreglanÞetta er að sögn Þór­ólfs óhætt núna þar sem búist er við því að aðföngin verði jafn dreifð á næstu vik­um. Dreif­ing bólu­efna var hins vegar óljós­ari í des­em­ber og því þótti ekki óhætt að bólu­setja marga með fyrri skammti og von­ast svo eftir næsta skammti á réttum tíma en um þrjár vikur þurfa að líða á milli skammt­anna tveggja.Forð­ist utan­lands­ferðirRögn­valdur Ólafs­son aðstoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjónn og Þórólfur fjöll­uðu báðir um hertar aðgerðir á landa­mærum víða um heim á fund­in­um. Skila­boð þeirra voru þau að allir ættu að forð­ast að fara erlendis að nauð­synja­lausu. Á landa­mærum sumra ríkja væri nú verið að óska eftir vott­orðum um nei­kvæða skimun með mjög tak­mörk­uðum tíma­við­mið­un­um, sem nær ómögu­legt væri að útvega. „Við erum að heyra um mjög marga sem eru að lenda í vand­ræðum á landa­mærum víða þar sem beðið er um vott­orð,“ sagði Þórólf­ur. „Það er algjör­lega ljóst að mörg lönd eru að herða veru­lega á sínum landa­mærum og nú meðan menn eru að læra á það kerfi ætti fólk að forð­ast ferðir erlend­is.“ Rögn­valdur sagði að þar sem sums staðar væri verið að óska eftir vott­orðum um mjög skamman tíma frá sýna­töku væru landa­mærin þeirra landa því í raun og veru lokuð fyrir flesta.Alma Möller land­læknir minnti á að við værum í ein­stak­legra góðri stöðu hvað far­ald­ur­inn snerti hér á landi. „En við megum samt alls ekki sofna á verð­in­um,“ sagði land­læknir og ítrek­aði mik­il­vægi þess að virða reglur og per­sónu­bundnar sótt­varn­ir. „Höfum hug­fast hvað þriðja bylgjan kom aftan að okkur og hvað lítið þurfti til. Látum það ekki ger­ast aft­ur.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einungis Tyrkir og Pólverjar máttu þola meiri verðhækkanir en Íslendingar í fyrra af löndunum sem Eurostat mælir
Verðbólgan á Íslandi hærri en í flestum Evrópulöndum
Verðhækkanir hérlendis voru langt umfram þróun flestra annarra Evrópulanda í fyrra, en verðbólgan í síðasta mánuði var aðeins hærri í Tyrkland og Póllandi, samkvæmt nýjum mælingum Eurostat.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Úrskurður um að afhenda héraðssaksóknara gögn frá endurskoðanda Samherja ómerktur
Landsréttur hefur ómerkt úrskurð um að embætti héraðssaksóknara eigi að fá gögn varðandi bókhald og reikningskil allra félaga Samherja frá KPMG, fyrrverandi endurskoðanda félagsins, og gert héraðsdómi að taka málið aftur fyrir.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent