Líneik Anna vill leiða Framsókn í Norðausturkjördæmi

Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður býður sig fram til þess að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Þórunn Egilsdóttir sem hefur leitt Framsókn í kjördæminu tilkynnti í síðustu viku að hún myndi hætta á þingi.

Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður.
Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður.
Auglýsing

Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður býður sig fram í fyrsta sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hún tók fyrst sæti á þingi árið 2013 og sat til ársins 2016, en kom síðan aftur inn á þing eftir kosningarnar 2017.

Hún var í öðru sæti á lista Framsóknarflokksins í kjördæminu fyrir síðustu kosningar. Þórunn Egilsdóttir, sem leiddi listann, hefur sem kunnugt er boðað að hún ætli ekki fram að nýju vegna veikinda. 

Í framboðstilkynningu frá Líneik Önnu segir að hún berjist fyrir jafnrétti og jafnræði íbúa landsins og þar með góðum samgöngum, bæði í raunheimum og netheimum. Samgöngur séu lykill að tækifærum og samfélagsþróun. Ein

Auglýsing

„Sjálfbær nýting náttúruauðlinda er grundvöllur íslensks efnahagslífs og því þarf samspil manns og náttúru að vera viðvarandi viðfangsefni stjórnmálanna. Markvissar aðgerðir í umhverfismálum eru mikilvægar og þurfa að byggja á upplýstri umræðu,“ segir einnig í fréttatilkynningu þingmannsins. 

Póstkosningar fara fram í mars

Framsóknarflokkurinn í Norðausturkjördæmi mun kjósa á lista með póstkosningu, sem stendur yfir í mars. Kosið verður um efstu sex sætin á framboðslista flokksins. Framboðsfrestur rennur út sunnudaginn 14. febrúar.

Líneik Anna á heima á Fáskrúðsfirði í Fjarðabyggð þar sem hún hefur búið í aldarfjórðung. Hún er uppalin á Fljótsdalshéraði en hefur auk þess búið um tíma á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi. Líneik er líffræðingur með kennsluréttindi og hefur lengst af starfað við fræðslumál og stjórnun; við kennslu, verkefnastjórn og sem skólastjóri á Fáskrúðsfirði.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Hver er stefna stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum?
Kjarninn 16. september 2021
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Boðuð útgjaldaaukning Pírata er ekki fullfjármögnuð
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Halldóru Mogensen um að kosningaloforð Pírata séu fullfjármögnuð með nýjum tekjuöflunarleiðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jón Steindór Valdimarsson
Drifkraftur nýrra lausna í loftslagsmálum
Kjarninn 16. september 2021
Mikil skekkja er í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunarleiðinni sem flokkurinn sá fyrir að fjármagna kosningaloforð sín með.
Tugmilljarða skekkja í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunaraðgerð þeirra
Þingmaður Pírata segir að flokkurinn sé að endurskoða útreikninga sína á áhrifum 3,75 prósentustiga hækkunar efsta þreps tekjuskattskerfisins, eftir að bent var á að þar skeikaði tugmilljörðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jóhann S. Bogason
Vesalings Færeyingarnir
Kjarninn 16. september 2021
Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald
Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“
Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent