Þórunn Egilsdóttir fer ekki fram á ný

Þingflokksformaður Framsóknarflokksins og oddviti hans í Norðausturkjördæmi mun ekki bjóða sig fram í næstu alþingiskosningum. Þórunn ætlar að einbeita sér að því að takast á við baráttu við krabbamein með bjartsýnina að vopni.

Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins.
Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins.
Auglýsing

Þórunn Egilsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi og þingflokksformaður, mun ekki gefa kost á sér í næstu alþingiskosningum. Frá þessu greinir hún í færslu á Facebook í dag. 

Þórunn sagði frá því á sama vettvangi í kringum jólahátíðina að hún hefði að nýju greinst með krabbamein, en fyrst greindist Þórunn með brjóstakrabbamein í upphafi árs 2019 og hélt það henni frá störfum síðasta vetur og fram til vors 2020. 

Í lok ársins 2020 kom svo bakslag, Þórunn fór að finna fyrir óþægindum og í ljós kom að ekki var allt með felldu.

Auglýsing

„Meinið hefur tekið sig upp að nýju en brýnt er að vera bjartsýn. Maður verður alltaf að horfa fram á við. Og maður má aldrei missa vonina. Aldrei. Framboð til Alþingis verður hins vegar að bíða betri tíma. Ég mun því ekki gefa kost á mér til að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum,“ ritar Þórunn, sem hefur setið á þingi frá því árið 2013.

Hún hafði áður boðað að hún myndi gefa kost á sér til þess að leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi á ný í kosningunum sem eiga að fara fram í september og segist hafa verið full bjartsýni og trúað því að meinið væri farið.

Þórunn segir að Framsóknarflokkurinn hafi komið miklu til leiðar með samvinnu og áræðni. „Samvinnuhugsjónin, félagsleg gildi og mikilvægi landbúnaðar og byggðar í landinu öllu eiga fullt erindi í stjórnmálin, nú sem aldrei fyrr. Þar er Framsóknarflokkurinn í lykilhlutverki,“ skrifar Þórunn og segir félagshyggju- og samvinnufólk eiga gott fólk með mikla reynslu sem sé tilbúið í verkefnið. 

„Ég vona og veit að okkur ber gæfa til að starfa saman enda er það lykillinn að árangri,“ skrifar Þórunn.

Þórarinn Ingi Pétursson varaþingmaður hefur tekið sæti Þórunnar á þingi, en hann gegndi einnig þingstörfum fyrir Framsóknarflokkinn í fjarveru Þórunnar síðasta vetur.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent