Stærstu eigendurnir, fyrrverandi bankastjóri og Mótás á meðal þeirra sem keyptu í Stoðum

Nokkrir fjárfestar stóðu að kaupum á 12,1 prósent hlut Landsbankans í umsvifamesta fjárfestingafélagi landsins í síðasta mánuði. Þar á meðal voru stærstu eigendur Stoða, eignarhaldsfélagið Mótás og Lárus Welding fyrrverandi bankastjóri Glitnis.

Landsbankinn seldi hlut sinn í Stoðum í desember á 3,3 milljarða króna.
Landsbankinn seldi hlut sinn í Stoðum í desember á 3,3 milljarða króna.
Auglýsing

Mótás, félag í eigu Berg­þórs Jóns­sonar og Fritz Hend­riks Bernd­sen, keypti stærstan hluta þess 12,1 pró­senta eign­ar­hluts Lands­bank­ans í fjár­fest­inga­fé­lag­inu Stoðum sem seldur var í des­em­ber fyrir 3,3 millj­arða króna. Það félag keypti bréf fyrir rúman millj­arð króna. 

Á meðal ann­arra fjár­festa sem keyptu af Lands­bank­anum er eign­ar­halds­fé­lagið P1211 ehf., sem er í eigu Lárusar Weld­ing, fyrr­ver­andi banka­stjóra Glitn­is, og Ágústu Mar­grétar Ólafs­dótt­ur, eig­in­konu hans. Þau keyptu um eitt pró­sent hlut.

Frá þessu er greint í Mark­að­inum, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti, í dag. 

Á meðal ann­arra sem keyptu af Lands­bank­anum sam­kvæmt hlut­haf­alista sem Mark­að­ur­inn hefur undir höndum eru safn­reikn­ingur hjá Kviku banka (1,7 pró­sent), Kári Þór Guð­jóns­son, starfs­maður JP Morgan, sem bætti við hlut sinn og á nú 2,12 pró­sent, Lífs­verk líf­eyr­is­sjóður bætti líka við sig og á nú 1,35 pró­sent hlut. Það gerði eign­ar­halds­fé­lagið GGH, í eigu Magn­úsar Ármann, líka og það á nú 1,1 pró­sent hlut í Stoð­u­m. 

Þá segir Mark­að­ur­inn að sumir af eldri hlut­höfum Stoða hafi bætt við eign­ar­hlut sinn í gegnum félagið S121 ehf., sem er langstærsti eig­andi Stoða. Sam­kvæmt síð­asta birta árs­hluta­reikn­ingi Stoða átti félagið 64,6 pró­sent í fjár­fest­inga­fé­lag­inu um mitt síð­asta ár en sú breyt­ing hefur orðið á að TM heldur nú á hlutum í stærsta eig­anda sínum í eigin nafni, og á 12,4 pró­sent í Stoð­um. Eftir stendur að S121 á rúm­lega 55 pró­sent hlut og það þýðir að saman hefur þessi hópur bætt við sig nálægt þremur pró­sentu­stigum af eign í Stoðum við sölu Lands­bank­ans. 

Auglýsing
Stærstu end­an­legu eig­endur S121 eru meðal ann­ars félög tengd Magn­úsi Ármann og Örv­ari Kjærne­sted. Þá á Einar Örn Ólafs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Skelj­ungs, líka stóran hlut. Auk þess á eig­in­kona Jóns Sig­urðs­son­ar, núver­andi stjórn­ar­for­manns Stoða, og fjöl­skylda hennar stóran hlut. Með Jóni í stjórn Stoða sitja Sig­­­ur­jón Páls­­­son og Örvar Kjærne­sted. Fram­­­kvæmda­­­stjóri félags­­­ins er Júl­­­íus Þor­finns­­­son.

Vildu ekki upp­lýsa um kaup­endur

Kjarn­inn greindi frá því í síð­ustu viku að hvorki Lands­bank­inn né Stoðir töldu sig geta veitt upp­lýs­ingar um hvaða fjár­festar keyptu 12,1 pró­sent hlut bank­ans í Stoðum í des­em­ber síð­ast­liðn­um. Ein­ungis feng­ust þær upp­lýs­ingar að Fossar mark­aðir hefðu gert til­boð fyrir hönd fjár­festa sem tekið hafði ver­ið. Fossar töldu sig heldur ekki geta upp­lýst um hverjir nýju eig­end­urnir væru.

Þar sem Stoðir eru óskráð félag, og til­kynn­ing­ar­skylda þess því verið ein­skorðuð við hlut­hafa­fundi og birt­ingu árs- og árs­hluta­reikn­inga, er upp­færður hlut­haf­alisti ekki aðgengi­legur á heima­síðu félags­ins eins og er hjá skráðum félög­um. Enn fremur hefur gögnum um breyt­ingu á eig­enda­hópi Stoða ekki verið skilað inn til fyr­ir­tækja­skrár og því ekki hægt að sjá hverjir keyptu í slíkum gögn­um.

Mark­að­ur­inn seg­ist hins vegar vera með nýjan hlut­haf­alista undir hönd­um. 

Stórir í tveimur bönkum

Stoðir er einn umsvifa­mesti einka­fjár­festir­inn á íslenskum hluta­bréfa­mark­aði í dag. Félagið er stærsti inn­lendi einka­fjár­festir­inn í Arion banka með 4,99 pró­sent eign­ar­hlut. Eigið fé Arion banka var 192 millj­arðar króna í lok sept­em­ber síð­ast­lið­ins. 

Það er líka stærsti eig­andi trygg­inga­fé­lags­ins TM, með 9,9 pró­sent eign­ar­hlut. Í lok síð­asta árs bættu Stoðir svo veru­lega við sig í Kviku banka, og eru nú stærsti ein­staki eig­andi hans með 8,24 pró­sent eign­ar­hlut. Fyrir dyrum er að  sam­eina TM, fjár­mögn­un­ar­fé­lagið Lykil sem TM á, og Kviku á þessu ári. 

Í grunn­s­viðs­mynd mark­aðsvið­skipta Lands­bank­ans sem send var út á valda aðila seint í des­em­ber kom fram að sam­eig­in­legt félag væri metið á tæp­lega 82 millj­arða króna sam­kvæmt verð­mati deild­ar­inn­ar. 

Stoðir eru líka stærsti hlut­haf­inn í Sím­an­um, þar sem félagið heldur á 14,86 pró­sent eign­ar­hlut. 

Eignir Stoða voru metnar á 24,7 millj­­­arða króna í lok júní síð­­­ast­lið­ins og höfðu rýrnað um tæpan hálfan millj­­­arð króna frá ára­­­mót­­­um. Eignir Stoða skipt­­­ast að upp­­i­­­­stöðu í fjár­­­­­fest­ingar upp á 19,3 millj­­­arða króna, reiðufé upp á 3,3 millj­­­arða króna og veitt lán upp á rúma tvo millj­­­arða króna. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kári Stefánsson (t.v.) og Þórólfur Guðnason.
Samstarf Þórólfs og Kára „langoftast“ og „næstum því alltaf“ ánægjulegt
Mun meira máli skiptir hvernig við hegðum okkur heldur en af hvaða afbrigði veiran er, segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Sóttvarnalæknir segir þátt fyrirtækisins í baráttunni gegn COVID-19 hafa skipt sköpum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Alls störfuðu um 130 manns hjá SaltPay hér á landi áður en til uppsagna dagsins kom.
Hópuppsögn hjá SaltPay
SaltPay segir upp tugum starfsmanna hér á landi í dag, aðallega starfsmönnum sem hafa starfað við að þróa og viðhalda eldra greiðslukerfi Borgunar. SaltPay keypti Borgun síðasta sumar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Samfylking sé tilbúin með frumvarp sem skyldar komufarþega til að dvelja í sóttvarnahúsi
Formaður Samfylkingar spurði forsætisráðherra hvort til stæði að breyta sóttvarnalögum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Ekki við núverandi fyrirkomulag að sakast að mati forsætisráðherra, heldur við þá sem fylgja ekki reglum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Sigríður Ólafsdóttir verður í öðru sæti listans og Eiríkur Björn í því fyrsta.
Eiríkur Björn og Sigríður leiða Viðreisn í Norðausturkjördæmi
Fyrrverandi bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og Akureyri verður oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Harpa opnaði árið 2011. Kostnaður við rekstur fasteignarinnar og uppsafnað viðhald er að skapa alvarlega stöðu.
„Alvarleg staða“ hjá Hörpu vegna skorts á fjármagni til að sinna viðhaldi
Alls hafa eigendur Hörpu, ríki og borg, lagt húsinu til 14,4 milljarða króna í formi greiðslna af lánum vegna byggingu þess og rekstrarframlaga. Í fyrra nam rekstrarframlag þeirra 728 milljónum króna. Mikill vandi framundan vegna uppsafnaðs viðhalds.
Kjarninn 19. apríl 2021
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
44 smit um helgina – Breytingar orðið í niðurstöðum landamæraskimanna
„Atburðir helgarinnar eru vissulega vonbrigði og við höfum fengið nú staðfest svo um munar að breska afbrigðið er til staðar í samfélaginu,“ segir Alma Möller landlæknir.
Kjarninn 19. apríl 2021
Styrkir til að hjálpa fyrirtækjum í ferðaþjónustu að rifta ráðningarsambandi við starfsfólk sitt hafa staðið til boða frá því í maí 2020.
Fyrirtæki tengd Icelandair Group hafa fengið 4,7 milljarða króna í uppsagnarstyrki
Alls hafa 17 fyrirtæki hafa fengið meira en 100 milljónir króna í uppsagnarstyrki úr ríkissjóði frá því í maí í fyrra. Næstum 40 prósent upphæðarinnar hafa farið til fyrirtækja sem tengjast Icelandair Group.
Kjarninn 19. apríl 2021
Á þriðja tug smita greindust í gær
Í fyrsta sinn frá því í nóvember 2020 greindust fleiri en 20 COVID-19 smit á Íslandi á einum degi. Fjöldinn sem greindist í gær er meiri en sá sem greindist síðast þegar aðgerðir voru hertar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent