Stærstu eigendurnir, fyrrverandi bankastjóri og Mótás á meðal þeirra sem keyptu í Stoðum

Nokkrir fjárfestar stóðu að kaupum á 12,1 prósent hlut Landsbankans í umsvifamesta fjárfestingafélagi landsins í síðasta mánuði. Þar á meðal voru stærstu eigendur Stoða, eignarhaldsfélagið Mótás og Lárus Welding fyrrverandi bankastjóri Glitnis.

Landsbankinn seldi hlut sinn í Stoðum í desember á 3,3 milljarða króna.
Landsbankinn seldi hlut sinn í Stoðum í desember á 3,3 milljarða króna.
Auglýsing

Mótás, félag í eigu Berg­þórs Jóns­sonar og Fritz Hend­riks Bernd­sen, keypti stærstan hluta þess 12,1 pró­senta eign­ar­hluts Lands­bank­ans í fjár­fest­inga­fé­lag­inu Stoðum sem seldur var í des­em­ber fyrir 3,3 millj­arða króna. Það félag keypti bréf fyrir rúman millj­arð króna. 

Á meðal ann­arra fjár­festa sem keyptu af Lands­bank­anum er eign­ar­halds­fé­lagið P1211 ehf., sem er í eigu Lárusar Weld­ing, fyrr­ver­andi banka­stjóra Glitn­is, og Ágústu Mar­grétar Ólafs­dótt­ur, eig­in­konu hans. Þau keyptu um eitt pró­sent hlut.

Frá þessu er greint í Mark­að­inum, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti, í dag. 

Á meðal ann­arra sem keyptu af Lands­bank­anum sam­kvæmt hlut­haf­alista sem Mark­að­ur­inn hefur undir höndum eru safn­reikn­ingur hjá Kviku banka (1,7 pró­sent), Kári Þór Guð­jóns­son, starfs­maður JP Morgan, sem bætti við hlut sinn og á nú 2,12 pró­sent, Lífs­verk líf­eyr­is­sjóður bætti líka við sig og á nú 1,35 pró­sent hlut. Það gerði eign­ar­halds­fé­lagið GGH, í eigu Magn­úsar Ármann, líka og það á nú 1,1 pró­sent hlut í Stoð­u­m. 

Þá segir Mark­að­ur­inn að sumir af eldri hlut­höfum Stoða hafi bætt við eign­ar­hlut sinn í gegnum félagið S121 ehf., sem er langstærsti eig­andi Stoða. Sam­kvæmt síð­asta birta árs­hluta­reikn­ingi Stoða átti félagið 64,6 pró­sent í fjár­fest­inga­fé­lag­inu um mitt síð­asta ár en sú breyt­ing hefur orðið á að TM heldur nú á hlutum í stærsta eig­anda sínum í eigin nafni, og á 12,4 pró­sent í Stoð­um. Eftir stendur að S121 á rúm­lega 55 pró­sent hlut og það þýðir að saman hefur þessi hópur bætt við sig nálægt þremur pró­sentu­stigum af eign í Stoðum við sölu Lands­bank­ans. 

Auglýsing
Stærstu end­an­legu eig­endur S121 eru meðal ann­ars félög tengd Magn­úsi Ármann og Örv­ari Kjærne­sted. Þá á Einar Örn Ólafs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Skelj­ungs, líka stóran hlut. Auk þess á eig­in­kona Jóns Sig­urðs­son­ar, núver­andi stjórn­ar­for­manns Stoða, og fjöl­skylda hennar stóran hlut. Með Jóni í stjórn Stoða sitja Sig­­­ur­jón Páls­­­son og Örvar Kjærne­sted. Fram­­­kvæmda­­­stjóri félags­­­ins er Júl­­­íus Þor­finns­­­son.

Vildu ekki upp­lýsa um kaup­endur

Kjarn­inn greindi frá því í síð­ustu viku að hvorki Lands­bank­inn né Stoðir töldu sig geta veitt upp­lýs­ingar um hvaða fjár­festar keyptu 12,1 pró­sent hlut bank­ans í Stoðum í des­em­ber síð­ast­liðn­um. Ein­ungis feng­ust þær upp­lýs­ingar að Fossar mark­aðir hefðu gert til­boð fyrir hönd fjár­festa sem tekið hafði ver­ið. Fossar töldu sig heldur ekki geta upp­lýst um hverjir nýju eig­end­urnir væru.

Þar sem Stoðir eru óskráð félag, og til­kynn­ing­ar­skylda þess því verið ein­skorðuð við hlut­hafa­fundi og birt­ingu árs- og árs­hluta­reikn­inga, er upp­færður hlut­haf­alisti ekki aðgengi­legur á heima­síðu félags­ins eins og er hjá skráðum félög­um. Enn fremur hefur gögnum um breyt­ingu á eig­enda­hópi Stoða ekki verið skilað inn til fyr­ir­tækja­skrár og því ekki hægt að sjá hverjir keyptu í slíkum gögn­um.

Mark­að­ur­inn seg­ist hins vegar vera með nýjan hlut­haf­alista undir hönd­um. 

Stórir í tveimur bönkum

Stoðir er einn umsvifa­mesti einka­fjár­festir­inn á íslenskum hluta­bréfa­mark­aði í dag. Félagið er stærsti inn­lendi einka­fjár­festir­inn í Arion banka með 4,99 pró­sent eign­ar­hlut. Eigið fé Arion banka var 192 millj­arðar króna í lok sept­em­ber síð­ast­lið­ins. 

Það er líka stærsti eig­andi trygg­inga­fé­lags­ins TM, með 9,9 pró­sent eign­ar­hlut. Í lok síð­asta árs bættu Stoðir svo veru­lega við sig í Kviku banka, og eru nú stærsti ein­staki eig­andi hans með 8,24 pró­sent eign­ar­hlut. Fyrir dyrum er að  sam­eina TM, fjár­mögn­un­ar­fé­lagið Lykil sem TM á, og Kviku á þessu ári. 

Í grunn­s­viðs­mynd mark­aðsvið­skipta Lands­bank­ans sem send var út á valda aðila seint í des­em­ber kom fram að sam­eig­in­legt félag væri metið á tæp­lega 82 millj­arða króna sam­kvæmt verð­mati deild­ar­inn­ar. 

Stoðir eru líka stærsti hlut­haf­inn í Sím­an­um, þar sem félagið heldur á 14,86 pró­sent eign­ar­hlut. 

Eignir Stoða voru metnar á 24,7 millj­­­arða króna í lok júní síð­­­ast­lið­ins og höfðu rýrnað um tæpan hálfan millj­­­arð króna frá ára­­­mót­­­um. Eignir Stoða skipt­­­ast að upp­­i­­­­stöðu í fjár­­­­­fest­ingar upp á 19,3 millj­­­arða króna, reiðufé upp á 3,3 millj­­­arða króna og veitt lán upp á rúma tvo millj­­­arða króna. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Hámarksálag á reikisímtöl verður lækkað um tæp fjögur prósent
Evrópusambandið hefur sett reglugerð sem lækkar þá upphæð sem fjarskiptafyrirtæki mega rukka fyrir umframnotkun reikisímtala. Til stendur að taka reglugerðina upp í EES-samningnum og þar með hérlendis.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent