COVID-19 smit á hjartadeild Landspítalans

Sjúklingur á hjartadeild Landspítalans hefur greinst með COVID-19. Lokað hefur verið fyrir innlagnir á deildina og heimsóknum þangað frestað á meðan starfsfólk og sjúklingar hennar eru skimaðir í kvöld og á morgun.

Landspítali COVID kórónuveiran
Auglýsing

Lokað hefur verið fyrir inn­lagnir á hjarta­deild Land­spít­al­ans eftir að upp komst að sjúk­lingur hafi smit­ast á meðan hann var inniliggj­andi þar. Þetta kemur fram í nýút­gef­inni frétta­til­kynn­ingu frá Land­spít­al­an­um. 

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni kom í ljós að sjúk­ling­ur, sem legið hafði á hjarta­deild­inni hafi reynst smit­aður í kvöld. Ekki liggur fyrir hvernig hann hafi smitast, en þó liggur fyrir að það hafi gerst á meðan hann var inniliggj­andi á deild­inn­i.  

Þrátt fyrir að lokað hafi verið fyrir inn­lagnir á deild­ina verður bráðum inn­lögnum hjarta­sjúk­linga verður sinnt á öðrum legu­deild­um. Öllum val­kvæðum aðgerðum og göngu­deild­ar­heim­sóknum á hjarta­deild á morg­un, mið­viku­dag­inn 13. jan­ú­ar, hefur verið frestað. 

Auglýsing

Vegna smits­ins hefur far­sótt­ar­nefnd Land­spít­ala, ásamt stjórn­endum hjarta­deildar ákveðið að skima alla 32 sjúk­linga deild­ar­inn­ar, auk starfs­fólk henn­ar, sem telur á annað hund­rað manns. Þar að auki verður haft sam­band við aðstand­end­ur. Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni er nú þegar hafið að skima og hafa sam­band við aðstand­end­ur, en því verður haldið áfram á morg­un. Tryggt verði að þeir fari skimun sem þörf kref­ur.

Sótt­varna­læknir hefur verið upp­lýstur um málið og nú er unnið að smitrakn­ingu inn­an­húss og meðal þeirra sem deild­inni tengj­ast eftir atvik­um.

Margir starfs­menn og heim­sóknir leyfðar

Í til­kynn­ing­unni eru nefndar ýmsar mögu­legar útskýr­ingar á því að COVID-19 smit hafi komið upp á deild­inni, jafn­vel þótt ítr­ustu sótt­varna og fyllstu var­úðar og öryggis sjúk­linga sé gætt. Þar er bent á að mik­ill fjöldi starfs­manna starfi á deild­inni sem sé virkt upp að vissu marki í sam­fél­g­inu. Einnig bætir spít­al­inn við að heim­sóknir aðstand­enda séu leyfðar upp að vissu marki. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Hámarksálag á reikisímtöl verður lækkað um tæp fjögur prósent
Evrópusambandið hefur sett reglugerð sem lækkar þá upphæð sem fjarskiptafyrirtæki mega rukka fyrir umframnotkun reikisímtala. Til stendur að taka reglugerðina upp í EES-samningnum og þar með hérlendis.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent