Þingmenn fengu meira en milljón í vasann fyrir að aka sínum eigin bílum

14097534298_f246440b68_z.jpg
Auglýsing

Alþingi greiddi 28 þing­mönnum sam­tals 51,5 millj­ónir króna í svo­kallað akst­urs­gjald, eða vegna akst­urs eig­in bif­reiða, á síð­asta ári. Þar af voru 18 þing­menn sem fengu greitt meira en eina milljón króna, en greiðsl­urnar eru und­an­þegnar skatti. Þetta kemur fram í skrif­legu svari skrif­stofu Alþingis við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Akst­urs­gjald er greitt sam­kvæmt akst­urs­dag­bók þar sem þing­menn halda utan um allan akstur á sínum eigin bif­reið­u­m. ­Ferða­kostn­að­ar­nefnd, sem heyrir undir fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið, ákveður akst­urs­gjald í akst­urs­samn­ingum rík­is­starfs­manna og rík­is­stofn­ana. Gjaldið skipt­ist í almennt gjald, sér­stakt gjald og svo­kallað tor­færu­gjald. Almenna gjaldið á við akstur á mal­bik­uðum vegum inn­an­bæjar og utan, sér­staka gjaldið á við akstur á mal­ar­vegum utan­bæjar og tor­færu­gjaldið mið­ast við akstur við sér­stak­lega erf­iðar aðstæð­ur, gjarnan utan vega og ein­ungis jeppa­fært.

90.000 krónur fyrir akstur til Akur­eyrar og til bakaSam­kvæmt almenna gjald­in­u eru greiddar 116 krónur fyrir hvern ekinn kíló­metra upp að tíu þús­und kíló­metrum, 104 krónur eftir það og upp að 20.000 kíló­metrum og 93 krónur fyrir hvern kíló­metra umfram þá vega­lengd. Við útreikn­ing á sér­stöku gjaldi bæt­ist við 15 pró­senta álag ofan á almenna gjald­ið, og við útreikn­ing á tor­færu­gjaldi skal bæta 45 pró­senta álagi á almenna gjald­ið.

Miðað við ofan­grein­t ­kostar því ferð þing­manns á eigin bíl til Akur­eyrar og til bak­a ­rúmar 90.000 krónur sem greið­ast úr rík­is­sjóði. Sé vinnu­ferð­inni heitið til Egils­staða og til baka, hljóðar kostn­aður rík­is­sjóðs upp á rúmar 151.000 krón­ur. Þá kostar önnur leiðin til Sel­foss rík­is­sjóð rúmar sex þús­und krón­ur, og öku­ferð úr höf­uð­borg­inni til Sauð­ár­króks kostar rúmar 37 þús­und krón­ur.

Auglýsing

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum af vef efna­hags- og fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins hefur ferða­kostn­að­ar­nefnd til þessa stuðst við ákveð­inn grunn við útreikn­ing akst­urs­gjalds. Á grund­velli hans var reikn­aður út rekstr­ar­kostn­aður bif­reiðar á heilu ári miðað við 15 þús­und kíló­metra akstur og síðan með­al­kostn­aður á hvern kíló­metra sem gjaldið tók svo mið af. Grunnur akst­urs­gjalds­ins skipt­ist í fastan kostnað og breyti­legan kostn­að. Í föstum kostn­aði voru afskrift­ir, skoð­un­ar­gjald, bif­reiða­gjald, ábyrgð­ar­trygg­ing og húf­trygg­ing, en í breyti­legum kostn­aði bens­ín, smurn­ing, olía, hjól­barð­ar, vara­hlutir og við­gerð­ir.

Gengur brösu­lega að fá þing­menn til að nota bíla­leigu­bílaRík­is­sjóður greiddi röskar 62 millj­ónir króna vegna afnota af bif­reiðum starfs­manna Alþingis árið 2013, sam­kvæmt rík­is­reikn­ingi. Árið 2012 hljóð­aði kostn­aður rík­is­sjóðs vegna þessa rúmum 54 millj­ónum króna. ­Lækk­un­ina á milli ára má skýra með ákvörðun skrif­stofu Alþingis um að greiða ein­ungis sem sam­svarar flug­far­gjaldi, ef för þing­manns var heitið þangað sem hægt var að fljúga með áætl­un­ar­flugi. Fram að því var það þing­manns­ins að ákveða hvort hann ferð­að­ist með flugi á kostnað Alþingis eða not­að­ist við einka­bíl­inn á löngum ferða­lög­um.

Skrif­stofa Alþingis hefur gripið til aðgerða til að ná þessum kostn­aði niður enn frekar, og hefur beint því til þing­manna að þeir not­ist frekar við bíla­leigu­bíla í störfum sínum heldur en sína einka­bíla. Heim­ildir Kjarn­ans herma að brösu­lega hafi gengið að fá þing­menn til að bregð­ast við til­mæl­un­um, enda um tölu­verða kjara­bót að ræða fyrir þing­menn að not­ast við sinn einka­bíl í erindum fyrir Alþingi.

Skrif­stofa Alþingis hefur gert samn­inga við bíla­leigu­fyr­ir­tæki sem eru að finna í ramma­samn­ingi Rík­is­kaupa, um afslætti af gjald­skrá bíla­leigu­bíla. Í áður­nefndu svari skrif­stofu Alþingis við fyr­ir­spurn Kjarn­ans seg­ir: „Samn­ing­arnir munu fyrst og fremst gagn­ast varð­andi akstur þing­manna sem stunda heim­an­akst­ur, það er búa ekki fjarri höf­uð­borg­ar­svæði en aka til Reykja­víkur dag­lega. Það á þó einnig við um akstur ann­arra þing­manna í lengri ferðum í eigin kjör­dæmi.“

Skrif­stofa Alþingis áætlar að hægt verði að lækka kostnað við akstur um allt að tólf millj­ónir króna á ári, með því að fá þing­menn til að not­ast meira við bíla­leigu­bíla. „Nú þegar á þessi fram­kvæmd við um nokkra þing­menn sem sýnir að þessi áætlun getur vel stað­ist. Stefnt er að setja þetta fyr­ir­komu­lag að fullu í fram­kvæmd á næst­unn­i.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
Kjarninn 17. apríl 2021
Búast má við hraðri lækkun atvinnuleysis þegar ferðamenn koma hingað aftur, samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ.
Verðbólgan gæti aukist aftur á næsta ári
Erfitt gæti reynst að stöðva þensluna í íslensku efnahagslífi eftir að faraldrinum lýkur, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Kjarninn 17. apríl 2021
Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Telur „mikilvægt að veita varaformanni Sjálfstæðisflokksins brautargengi“
Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú kjósandi í Norðvesturkjördæmi, segir að enginn eigi neitt gefið í pólitík og styður Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í komandi prófkjörsbaráttu við Harald Benediktsson.
Kjarninn 17. apríl 2021
Hvað gerist ef þú fellur í glóandi hraun?
Eigendur Icelandic Lava Show skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þessi er númer tvö.
Kjarninn 17. apríl 2021
Flugfélagið Play kynnti sig til leiks í árslok 2019. Síðan kom heimsfaraldur, en nú er komið nýtt fjármagn að borðinu og stefnt að flugi á næstu mánuðum.
Segir að það sé „sérstök orka“ og „rosalegur kraftur“ hjá Play, sem undirbýr flugtak
Birgir Jónsson, nýráðinn forstjóri flugfélagsins Play, segir að honum líði eins og allt sem hann hafi gert hingað til hafi verið uppbygging að því takast á við forstjórastarfið hjá Play. Félagið auglýsir í dag tvær yfirmannastöður lausar til umsóknar.
Kjarninn 17. apríl 2021
Í bréfinu voru skipulagsbreytingar Þjóðskrár sagðar vanhugsaðar og gerðar í litlu samráði við starfsmenn.
Kraumandi óánægja hjá Þjóðskrá – starfsmenn kvörtuðu til ráðherra
Hluti starfsmanna Þjóðskrár sendi á dögunum bréf á samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, þar sem miklar aðfinnslur voru gerðar við skipulagsbreytingar og stjórnunarhætti hjá stofnuninni. Mikilvæg verkefni voru sögð í uppnámi.
Kjarninn 17. apríl 2021
Helgi Seljan fréttamaður.
Siðanefnd RÚV segir Helga Seljan að það sé ekki hægt að áfrýja
Siðanefnd RÚV segist ekki hafa neinar forsendur til þess að endurupptaka úrskurð sinn í máli fréttamannsins Helga Seljan. Úrskurðir nefndarinnar séu endanlegir og þeim verði ekki áfrýjað.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None