Þingmenn fengu meira en milljón í vasann fyrir að aka sínum eigin bílum

14097534298_f246440b68_z.jpg
Auglýsing

Alþingi greiddi 28 þing­mönnum sam­tals 51,5 millj­ónir króna í svo­kallað akst­urs­gjald, eða vegna akst­urs eig­in bif­reiða, á síð­asta ári. Þar af voru 18 þing­menn sem fengu greitt meira en eina milljón króna, en greiðsl­urnar eru und­an­þegnar skatti. Þetta kemur fram í skrif­legu svari skrif­stofu Alþingis við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Akst­urs­gjald er greitt sam­kvæmt akst­urs­dag­bók þar sem þing­menn halda utan um allan akstur á sínum eigin bif­reið­u­m. ­Ferða­kostn­að­ar­nefnd, sem heyrir undir fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið, ákveður akst­urs­gjald í akst­urs­samn­ingum rík­is­starfs­manna og rík­is­stofn­ana. Gjaldið skipt­ist í almennt gjald, sér­stakt gjald og svo­kallað tor­færu­gjald. Almenna gjaldið á við akstur á mal­bik­uðum vegum inn­an­bæjar og utan, sér­staka gjaldið á við akstur á mal­ar­vegum utan­bæjar og tor­færu­gjaldið mið­ast við akstur við sér­stak­lega erf­iðar aðstæð­ur, gjarnan utan vega og ein­ungis jeppa­fært.

90.000 krónur fyrir akstur til Akur­eyrar og til bakaSam­kvæmt almenna gjald­in­u eru greiddar 116 krónur fyrir hvern ekinn kíló­metra upp að tíu þús­und kíló­metrum, 104 krónur eftir það og upp að 20.000 kíló­metrum og 93 krónur fyrir hvern kíló­metra umfram þá vega­lengd. Við útreikn­ing á sér­stöku gjaldi bæt­ist við 15 pró­senta álag ofan á almenna gjald­ið, og við útreikn­ing á tor­færu­gjaldi skal bæta 45 pró­senta álagi á almenna gjald­ið.

Miðað við ofan­grein­t ­kostar því ferð þing­manns á eigin bíl til Akur­eyrar og til bak­a ­rúmar 90.000 krónur sem greið­ast úr rík­is­sjóði. Sé vinnu­ferð­inni heitið til Egils­staða og til baka, hljóðar kostn­aður rík­is­sjóðs upp á rúmar 151.000 krón­ur. Þá kostar önnur leiðin til Sel­foss rík­is­sjóð rúmar sex þús­und krón­ur, og öku­ferð úr höf­uð­borg­inni til Sauð­ár­króks kostar rúmar 37 þús­und krón­ur.

Auglýsing

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum af vef efna­hags- og fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins hefur ferða­kostn­að­ar­nefnd til þessa stuðst við ákveð­inn grunn við útreikn­ing akst­urs­gjalds. Á grund­velli hans var reikn­aður út rekstr­ar­kostn­aður bif­reiðar á heilu ári miðað við 15 þús­und kíló­metra akstur og síðan með­al­kostn­aður á hvern kíló­metra sem gjaldið tók svo mið af. Grunnur akst­urs­gjalds­ins skipt­ist í fastan kostnað og breyti­legan kostn­að. Í föstum kostn­aði voru afskrift­ir, skoð­un­ar­gjald, bif­reiða­gjald, ábyrgð­ar­trygg­ing og húf­trygg­ing, en í breyti­legum kostn­aði bens­ín, smurn­ing, olía, hjól­barð­ar, vara­hlutir og við­gerð­ir.

Gengur brösu­lega að fá þing­menn til að nota bíla­leigu­bílaRík­is­sjóður greiddi röskar 62 millj­ónir króna vegna afnota af bif­reiðum starfs­manna Alþingis árið 2013, sam­kvæmt rík­is­reikn­ingi. Árið 2012 hljóð­aði kostn­aður rík­is­sjóðs vegna þessa rúmum 54 millj­ónum króna. ­Lækk­un­ina á milli ára má skýra með ákvörðun skrif­stofu Alþingis um að greiða ein­ungis sem sam­svarar flug­far­gjaldi, ef för þing­manns var heitið þangað sem hægt var að fljúga með áætl­un­ar­flugi. Fram að því var það þing­manns­ins að ákveða hvort hann ferð­að­ist með flugi á kostnað Alþingis eða not­að­ist við einka­bíl­inn á löngum ferða­lög­um.

Skrif­stofa Alþingis hefur gripið til aðgerða til að ná þessum kostn­aði niður enn frekar, og hefur beint því til þing­manna að þeir not­ist frekar við bíla­leigu­bíla í störfum sínum heldur en sína einka­bíla. Heim­ildir Kjarn­ans herma að brösu­lega hafi gengið að fá þing­menn til að bregð­ast við til­mæl­un­um, enda um tölu­verða kjara­bót að ræða fyrir þing­menn að not­ast við sinn einka­bíl í erindum fyrir Alþingi.

Skrif­stofa Alþingis hefur gert samn­inga við bíla­leigu­fyr­ir­tæki sem eru að finna í ramma­samn­ingi Rík­is­kaupa, um afslætti af gjald­skrá bíla­leigu­bíla. Í áður­nefndu svari skrif­stofu Alþingis við fyr­ir­spurn Kjarn­ans seg­ir: „Samn­ing­arnir munu fyrst og fremst gagn­ast varð­andi akstur þing­manna sem stunda heim­an­akst­ur, það er búa ekki fjarri höf­uð­borg­ar­svæði en aka til Reykja­víkur dag­lega. Það á þó einnig við um akstur ann­arra þing­manna í lengri ferðum í eigin kjör­dæmi.“

Skrif­stofa Alþingis áætlar að hægt verði að lækka kostnað við akstur um allt að tólf millj­ónir króna á ári, með því að fá þing­menn til að not­ast meira við bíla­leigu­bíla. „Nú þegar á þessi fram­kvæmd við um nokkra þing­menn sem sýnir að þessi áætlun getur vel stað­ist. Stefnt er að setja þetta fyr­ir­komu­lag að fullu í fram­kvæmd á næst­unn­i.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Brynjar Níelsson
Villuljós
Kjarninn 30. maí 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Okkar SORPA
Kjarninn 30. maí 2020
Laugavegurinn er ein allra vinsælasta gönguleið landsins en gengið er frá Landmannalaugum.
Landinn óður í útivist
Uppselt er í margar ferðir Ferðafélags Íslands og félagið hefur þurft að bæta við ferðum. Níu af hverjum tíu ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt könnun Ferðamálastofu.
Kjarninn 30. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er á meðal þeirra þingmanna sem skrifaðir eru á álitið.
Vilja viðurlög vegna brota sem varða verulega almannahagsmuni
Stjórnarandstöðuþingmenn vilja að aðstoðarmenn ráðherra þurfi að bíða í sex mánuði eftir að þeir ljúki störfum áður en þeir gerist hagsmunaverðir.
Kjarninn 30. maí 2020
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None