Þingmenn fengu meira en milljón í vasann fyrir að aka sínum eigin bílum

14097534298_f246440b68_z.jpg
Auglýsing

Alþingi greiddi 28 þing­mönnum sam­tals 51,5 millj­ónir króna í svo­kallað akst­urs­gjald, eða vegna akst­urs eig­in bif­reiða, á síð­asta ári. Þar af voru 18 þing­menn sem fengu greitt meira en eina milljón króna, en greiðsl­urnar eru und­an­þegnar skatti. Þetta kemur fram í skrif­legu svari skrif­stofu Alþingis við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Akst­urs­gjald er greitt sam­kvæmt akst­urs­dag­bók þar sem þing­menn halda utan um allan akstur á sínum eigin bif­reið­u­m. ­Ferða­kostn­að­ar­nefnd, sem heyrir undir fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið, ákveður akst­urs­gjald í akst­urs­samn­ingum rík­is­starfs­manna og rík­is­stofn­ana. Gjaldið skipt­ist í almennt gjald, sér­stakt gjald og svo­kallað tor­færu­gjald. Almenna gjaldið á við akstur á mal­bik­uðum vegum inn­an­bæjar og utan, sér­staka gjaldið á við akstur á mal­ar­vegum utan­bæjar og tor­færu­gjaldið mið­ast við akstur við sér­stak­lega erf­iðar aðstæð­ur, gjarnan utan vega og ein­ungis jeppa­fært.

90.000 krónur fyrir akstur til Akur­eyrar og til bakaSam­kvæmt almenna gjald­in­u eru greiddar 116 krónur fyrir hvern ekinn kíló­metra upp að tíu þús­und kíló­metrum, 104 krónur eftir það og upp að 20.000 kíló­metrum og 93 krónur fyrir hvern kíló­metra umfram þá vega­lengd. Við útreikn­ing á sér­stöku gjaldi bæt­ist við 15 pró­senta álag ofan á almenna gjald­ið, og við útreikn­ing á tor­færu­gjaldi skal bæta 45 pró­senta álagi á almenna gjald­ið.

Miðað við ofan­grein­t ­kostar því ferð þing­manns á eigin bíl til Akur­eyrar og til bak­a ­rúmar 90.000 krónur sem greið­ast úr rík­is­sjóði. Sé vinnu­ferð­inni heitið til Egils­staða og til baka, hljóðar kostn­aður rík­is­sjóðs upp á rúmar 151.000 krón­ur. Þá kostar önnur leiðin til Sel­foss rík­is­sjóð rúmar sex þús­und krón­ur, og öku­ferð úr höf­uð­borg­inni til Sauð­ár­króks kostar rúmar 37 þús­und krón­ur.

Auglýsing

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum af vef efna­hags- og fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins hefur ferða­kostn­að­ar­nefnd til þessa stuðst við ákveð­inn grunn við útreikn­ing akst­urs­gjalds. Á grund­velli hans var reikn­aður út rekstr­ar­kostn­aður bif­reiðar á heilu ári miðað við 15 þús­und kíló­metra akstur og síðan með­al­kostn­aður á hvern kíló­metra sem gjaldið tók svo mið af. Grunnur akst­urs­gjalds­ins skipt­ist í fastan kostnað og breyti­legan kostn­að. Í föstum kostn­aði voru afskrift­ir, skoð­un­ar­gjald, bif­reiða­gjald, ábyrgð­ar­trygg­ing og húf­trygg­ing, en í breyti­legum kostn­aði bens­ín, smurn­ing, olía, hjól­barð­ar, vara­hlutir og við­gerð­ir.

Gengur brösu­lega að fá þing­menn til að nota bíla­leigu­bílaRík­is­sjóður greiddi röskar 62 millj­ónir króna vegna afnota af bif­reiðum starfs­manna Alþingis árið 2013, sam­kvæmt rík­is­reikn­ingi. Árið 2012 hljóð­aði kostn­aður rík­is­sjóðs vegna þessa rúmum 54 millj­ónum króna. ­Lækk­un­ina á milli ára má skýra með ákvörðun skrif­stofu Alþingis um að greiða ein­ungis sem sam­svarar flug­far­gjaldi, ef för þing­manns var heitið þangað sem hægt var að fljúga með áætl­un­ar­flugi. Fram að því var það þing­manns­ins að ákveða hvort hann ferð­að­ist með flugi á kostnað Alþingis eða not­að­ist við einka­bíl­inn á löngum ferða­lög­um.

Skrif­stofa Alþingis hefur gripið til aðgerða til að ná þessum kostn­aði niður enn frekar, og hefur beint því til þing­manna að þeir not­ist frekar við bíla­leigu­bíla í störfum sínum heldur en sína einka­bíla. Heim­ildir Kjarn­ans herma að brösu­lega hafi gengið að fá þing­menn til að bregð­ast við til­mæl­un­um, enda um tölu­verða kjara­bót að ræða fyrir þing­menn að not­ast við sinn einka­bíl í erindum fyrir Alþingi.

Skrif­stofa Alþingis hefur gert samn­inga við bíla­leigu­fyr­ir­tæki sem eru að finna í ramma­samn­ingi Rík­is­kaupa, um afslætti af gjald­skrá bíla­leigu­bíla. Í áður­nefndu svari skrif­stofu Alþingis við fyr­ir­spurn Kjarn­ans seg­ir: „Samn­ing­arnir munu fyrst og fremst gagn­ast varð­andi akstur þing­manna sem stunda heim­an­akst­ur, það er búa ekki fjarri höf­uð­borg­ar­svæði en aka til Reykja­víkur dag­lega. Það á þó einnig við um akstur ann­arra þing­manna í lengri ferðum í eigin kjör­dæmi.“

Skrif­stofa Alþingis áætlar að hægt verði að lækka kostnað við akstur um allt að tólf millj­ónir króna á ári, með því að fá þing­menn til að not­ast meira við bíla­leigu­bíla. „Nú þegar á þessi fram­kvæmd við um nokkra þing­menn sem sýnir að þessi áætlun getur vel stað­ist. Stefnt er að setja þetta fyr­ir­komu­lag að fullu í fram­kvæmd á næst­unn­i.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Ein formleg ásökun um kynferðislega áreitni eða ofbeldi hefur borist á borð Biskupsstofu síðan árið 2012 eða frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Kristinn Ágúst Friðfinnsson prestur hefur lagt róttæka tillögu fyrir kirkjuþing.
Fulltrúar almennings verði valdir handahófskennt til setu á kirkjuþingi
Prestur og sáttamiðlari hefur lagt fram róttæka tillögu til kirkjuþings þess efnis að fulltrúar almennra meðlima Þjóðkirkjunnar, sem eru í meirihluta á þinginu, verði valdir af handahófi. Hann segir biskupi Íslands þykja hugmynd sín skemmtileg.
Kjarninn 22. október 2021
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None