Freyðir í munni en eyðir jörð

Aðeins nokkrum vikum eftir að hæðirnar umhverfis ítalska þorpið Miane voru settar á heimsminjaskrá UNESCO fóru undarlegir hlutir að gerast. Það hafði þó ekkert með UNESCO að gera heldur hið heimsfræga freyðivín prosecco.

Prosecco-hæðirnar, núna oft kallaðar UNESCO-hæðirnar, njóta verndar vegna menningarlangslags.
Prosecco-hæðirnar, núna oft kallaðar UNESCO-hæðirnar, njóta verndar vegna menningarlangslags.
Auglýsing

Þorsta fólks í ítalska freyði­vínið pros­ecco virð­ist vart hægt að svala. Svo mik­ill er hann að sífellt fleiri svæði þarf til að rækta gler­a-­þrúg­una sem ásamt tank­að­ferð­inni gerir vínið ferskt og ávaxta­ríkt og því kjörið í hverskyns kok­teila.

En það voru þó ekki glað­vær hlátra­sköll freyði­víns­unn­enda sem vöktu íbúa þorps­ins Miane morgun einn í júlí árið 2019. Nei, það voru keðju­sag­ir. Og verið var að nota þær til að fella ára­tuga gömul tré.

Þetta fannst þorps­búum skjóta skökku við því aðeins nokkrum vikum fyrr hafði þeim hlotn­ast sá heiður að koma hæð­unum trj­á­vöxnu umhverfis þorpið á heimsminja­skrá UNESCO.

Auglýsing

Miane er í Trevis­o-hér­aði á Ítal­íu. Það hérað er í dag þekkt­ast fyrir fram­leiðslu á hinu freyð­andi pros­ecco. Það var einmitt vegna hennar sem kveikt var á keðju­sög­un­um: Til að fella tré svo breyta mætti hæð­unum sem þau huldu í vín­ekr­ur.

Íbúar í Miane eru ekki þeir einu sem finnst nóg kom­ið. Íbúar fjórtán ann­arra þorpa í nágrenni UNESCO-hæð­anna í Conegli­ano og Valdobb­i­adene, eins og þær eru almennt kall­aðar í dag, eru á sama máli. Sumir hafa sagt rányrkju vera að eiga sér stað.

Vín­ekrur hafa í ára­tugi og jafn­vel lengur sett svip sinn á svæð­ið. „En núna er þetta komið úr bönd­un­um,“ hefur Guar­dian eftir Fabio Magro sem hefur búið þar allt sitt líf. Skógur var ruddur til að búa til vín, segir hann. Um þaul­ræktun sé að ræða, þétt­leik­inn á ekr­unum mik­ill og skor­dýra­eitur liggi í loft­inu fyrir utan her­berg­is­glugga barn­anna hans.

Prosecco er gert úr glera-þrúgunni. Mynd: UNESCO

Vín­fram­leiðsla hefur dafnað sér­stak­lega vel á þessu svæði og fleirum á Norð­aust­ur-Ítalíu eftir árið 2009 eftir að pros­ecco fékk sér­staka við­ur­kenn­ingu land­bún­að­ar­ráðu­neyt­is­ins gæðum þess til stað­fest­ing­ar. Að auki hafa styrkir til vín­fram­leiðslu í Veneto-hér­aði verið mjög drjúgir og meiri­hluti fjár­ins farið til fram­leiðslu á pros­ecco.

Þetta hefur orðið til þess að atvinnu­líf á mörgum svæðum er orðið ein­hæft. Það eru bók­staf­lega allir á kafi í pros­ecco. Reyndir bændur hafa hætt hefð­bundn­ari land­bún­aði og snúið sér að vín­rækt. Það á einnig við um fólk sem hefur ekki nokk­urra reynslu af jarð­rækt. Vín­ekrur skulu það vera.

Þegar gróður á stórum svæðum verður ein­hæf­ari skap­ast aukin hætta á hraðri útbreiðslu skor­dýra sem þessar til­teknu teg­undar girn­ast. Og þá grípa vín­fram­leið­end­urnir til notk­unar skor­dýra­eit­urs. Í frétt Guar­dian segir að 36 pró­sent meira af skor­dýra­eitri sé notað í hér­uð­unum sem fram­leiða pros­ecco nú en fyrir átta árum.

Auglýsing

Jarð­vegseyð­ing er einnig orðið vanda­mál. Nið­ur­staða rann­sóknar sem gerð var árið 2019 var sú að um 400 millj­ónir kílóa af jarð­vegi tap­ist árlega vegna fram­leiðslu á pros­ecco. Aftur er það þétt­leiki á vín­ekr­unum sem þessu veld­ur. Því það þarf mikið land – og alltaf meira – til að halda áfram að svala þorst­anum í pros­ecco. Um 500 millj­ónir flaska af því eru fram­leiddar ár hvert á Ítal­íu.

En þegar heilu hér­uðin eru farin að stóla svo mikið á eina atvinnu­grein – og eina fram­leiðslu­vöru í þeirri atvinnu­grein – þá eiga þeir sem gagn­rýna fram­leiðsl­una ekki von á góðu. Corrado Pizzi­olo, biskup í UNESCO-bænum Vitt­orio Veneto, var lát­inn heyra það eftir að hafa hvatt opin­ber­lega til meiri sjálf­bærni í pros­ecco-fram­leiðsl­unni. „Við þurfum að sýna meiri ábyrgð,“ segir hann. Hæð­irnar ofan við litlu þorpin séu gjöf­ular en þeim þurfi að sýna virð­ingu. Ein­hæf ræktun hafi nei­kvæð áhrif á umhverfið og ofræktin gæti átt eftir að koma í bakið á Ítöl­um.

Stjórn­mála­leið­togar á svæð­inu gera lítið úr áhyggjum fólks vegna fram­leiðsl­unnar og segir vel fylgst með málum og að þró­unin sé alls ekki stjórn­laus. Nýlegar við­bætur við vín­ekrurnar séu aðeins tíma­bundin aðgerð til að bregð­ast við breyti­legu (árs­tíða­bundnu) veð­ur­fari og þá einnig til að bregð­ast við hinni gríð­ar­legu eft­ir­spurn.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent