Léleg einkunn frá Samtökunum ‘78 þýðir ekki að flokkar standi gegn hinsegin fólki

Samkvæmt svörum frá öllum flokkum til Samtakanna '78 vilja þeir styðja við réttindabaráttu hinsegin fólks. Stefnur flokkanna fengu þó afar ólíkar einkunnir í huglægu mati stjórnar samtakanna. Engin stig voru gefin fyrir almennar stefnur um mannréttindi.

Samtökin '78 birtu mat sitt á stefnu flokkanna í málefnum hinsegin fólks á fimmtudaginn. Mynd úr safni.
Samtökin '78 birtu mat sitt á stefnu flokkanna í málefnum hinsegin fólks á fimmtudaginn. Mynd úr safni.
Auglýsing

Stjórn Sam­tak­anna ‘78 kynnti á fimmtu­dag mat sitt á stefnu flokk­anna með til­liti til mál­efna hinsegin fólks, en um var að ræða hug­lægt mat stjórn­ar­innar á þeim stefnum sem flokk­arnir hafa birt opin­ber­lega, kosn­inga­stefnur og aðrar álykt­an­ir.

Flokk­arnir komu afar mis­jafn­lega út úr því mati. Sam­fylk­ing­in, Pírat­ar, Vinstri græn, Við­reisn og Sós­í­alista­flokk­ur­inn skor­uðu á bil­inu 77-55 pró­sent á kvarð­an­um, sem náði upp í 100, á meðan að Flokkur fólks­ins, Fram­sókn­ar­flokk­ur­ins og Frjáls­lyndi lýð­ræð­is­flokk­ur­inn fengu allir 0 pró­sent, Mið­flokk­ur­inn 3 pró­sent og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn 18 pró­sent.

Þorbjörg Þorvaldsdóttir formaður Samtakanna '78.

Kjarn­inn heyrði í Þor­björgu Þor­valds­dótt­ur, for­manni Sam­tak­anna ‘78 til þess að fá útskýr­ingar á aðferða­fræð­inni að baki mat­inu og hvernig ætti að túlka nið­ur­stöð­urn­ar.

Þor­björg segir að til­gangur mats­ins hafi fyrst og fremst verið að rýna í það hvort flokk­arnir væru með sér­tækar stefnur í mál­efnum hinsegin fólks. Hún segir að um hug­lægt mat stjórn­ar­innar hafi verið að ræða og farið hafi verið yfir stefnur hvers ein­asta flokks með 23 áherslu­at­riði í huga. Flokk­arnir fengu síðan 0-5 stig fyrir hvert áherslu­at­riði.

Almennar mann­rétt­inda­stefnur fengu 0 stig

Hún segir að stjórnin hafi reynt eftir fremsta megni að gæta sam­ræmis á milli þess hvernig flokk­arnir voru metnir eftir fram­lögðum stefnum sín­um. For­mað­ur­inn leggur áherslu á að léleg ein­kunn, jafn­vel 0 pró­sent, þýði síður en svo að flokk­arnir séu ein­hverjir hómó­fó­bar eða standi gegn rétt­indum hinsegin fólks. Þvert á móti þýði 0 stig í mat­inu ein­fald­lega að ekki sé sér­stak­lega minnst á hinsegin fólk í stefnu flokks.

Almennt orð­aðar stefnur um mann­rétt­indi allra fengu þannig engin stig í mati Sam­tak­anna ‘78, heldur ein­ungis þau áherslu­at­riði í stefnum flokk­anna sem töl­uðu um mál­efni hinsegin fólks með sér­tækum hætti.

Leyfðu flokk­unum að gera athuga­semdir

Þor­björg segir að stjórn sam­tak­anna hafi sent öllum flokk­unum nið­ur­stöðu mats­ins um síð­ustu helgi og leyft þeim að koma með athuga­semdir og ábend­ing­ar, ef stjórn­inni hefði yfir­sést eitt­hvað í stefn­unum sem taka ætti til­lit til.

Auglýsing

„Við fengum athuga­semdir sem við tókum til­lit til og einnig ein­hverjar sem við tókum ekki til greina,“ segir Þor­björg og vísar á ný til þess að engin stig hafi verið gefin fyrir að fjalla um mann­rétt­inda­mál með almennum hætti.

Þverpóli­tísk sátt um stuðn­ing við rétt­inda­bar­áttu

Auk þess að greina stefnu flokk­anna sendi stjórn sam­tak­anna spurn­ingar á hvern og einn flokk um afstöðu til bar­áttu­mála hinsegin fólks. Þor­björg seg­ist ánægð með þau svör sem þaðan bárust, enda hafi þau sýnt að allir flokkar seg­ist styðja rétt­inda­bar­áttu hinsegin fólks.

„Mér finnst rosa­lega mik­il­vægt að það sé þverpóli­tísk sátt um þessi mál­efni á Ísland­i,“ segir Þor­björg.

„Þung mál“ sem brenna á fólki

Sam­hliða kynn­ingu kosn­inga­kvarð­ans stóðu Sam­tökin '78 á fimmtu­dags­kvöld fyrir opnum pall­borðsum­ræðum með full­trúum þeirra flokka sem bjóða fram á lands­vísu.

Þor­björg segir að fund­ur­inn hafi verið gagn­legur og þar hafi verið settar fram „erf­iðar spurn­ing­ar“ um „þung mál sem brenna á hópum innan okkar sam­fé­lags, um heil­brigð­is­þjón­ustu og hat­urs­glæpi og aðbúnað hinsegin hæl­is­leit­enda.“

Hægt er að horfa á streymi frá fund­inum í heild sinni hér

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent