Fjöldi atvinnulausra hefur næstum helmingast frá því í mars

Ráðningastyrkir og árstíðabundin sveifla eru meginástæða þess að atvinnuleysi hefur dregist verulega saman síðustu mánuði. Langtímaatvinnulausir eru þó enn yfir fimm þúsund talsins.

Endurkoma ferðamanna hefur skapað umtalsvert magn starfa í sumar.
Endurkoma ferðamanna hefur skapað umtalsvert magn starfa í sumar.
Auglýsing

Atvinnulausum fækkaði enn í síðasta mánuði og skráð atvinnuleysi fór úr 6,1 í 5,5 prósent milli mánaða. Alls fækkaði þeim sem voru ekki með vinnu um 1.010 í ágúst. Atvinnuleysi hefur næstum helmingast frá því mars þegar það mældist ellefu prósent og alls 21.019 voru atvinnulausir að öllu leyti. Þeir eru nú 11.499 talsins.

Atvinnuleysið er mest á Suðurnesjum, eða 9,7 prósent. Þar á eftir er mesta atvinnuleysið á höfuðborgarsvæðinu, eða 6,1 prósent. 

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar um vinnumarkaðinn á Íslandi sem birt var í dag. 

Langtímaatvinnuleysi er þó enn mikið og alls 5.038 manns höfðu verið atvinnulausir í eitt ár eða lengur í lok síðasta mánaðar. Til samanburðar þá höfðu 3.051 manns verið atvinnulausir í tólf mánuði eða lengur í ágúst í fyrra. 

Ráðningastyrkir ráðandi

Ástæður þess að atvinnuleysið hefur minnkað svona hratt eru aðallega tvíþættar. Annars vegar er um árstíðabundna sveiflu að ræða, en störfum fjölgar mikið á sumrin á Íslandi þegar háannatíma mannaflsfrekasta atvinnuvegar þjóðarinnar, ferðaþjónustu, gengur í garð. Þegar ferðamönnum fer að fækka á ný með haustinu má ætla, miðað við þróun fyrri ára, að störfum í ferðaþjónustugeiranum fækki samhliða. 

Auglýsing
Hins vegar hafa svokallaðir ráðningastyrkir verið greiddir út í tengslum við atvinnuátakið Hefjum störf sem var sett af stað í mars á þessu ári. Þá var markmiðið að skapa allt að sjö þúsund tímabundin störf í samvinnu við atvinnulífið, opinberar stofnanir, sveitarfélög og félagasamtök. Ráðgert var að kostnaðurinn myndi nema 4,5 til fimm milljörðum króna þegar átakið var kynnt.

Kjarninn greindi frá því í frétt um miðjan júlí að um fimm þúsund umsóknir um ráðningastyrki hefðu verið afgreiddar og að heildargreiðslur í tengslum við átakið á þeim tíma hefðu numið 1,4 milljarði króna. 

​​Alls komu inn 908 ný störf sem auglýst voru í vinnumiðlun hjá Vinnumálastofnun í ágúst. Um fjölbreytt störf var að ræða, flest störfin voru störf verkafólks í ýmiss konar þjónustu eða 306 störf. Í skýrslu stofnunarinnar fyrir síðast mánuði segir að flest auglýstra starfa séu átaksverkefni eða reynsluráðningar eða um 73 prósent. Af þeim 1.038 sem fækkaði um á atvinnuleysisskrá fór um 500 á ráðningastyrk.

Ráðningastyrkir renna út í haust

Nokkrar tegundir styrkja eru í boði. Samkvæmt yfirliti yfir styrkina á heimasíðu Vinnumálastofnunar geta fyrirtæki fengið styrk sem nemur allt að 307.430 krónum á mánuði að viðbættu mótframlagi í lífeyrissjóð, samtals tæplega 343 þúsund krónur, í sex mánuði ef fyrirtækið ræður starfsmann sem hefur verið á atvinnuleysisskrá í að minnsta kosti einn mánuð. Lítil og meðalstór fyrirtæki með færri en 70 starfsmenn geta fengið enn hærri styrk. Ef slíkt fyrirtæki ræður atvinnuleitanda sem hefur verið á atvinnuleysisskrá í að minnsta kosti ár fær það styrk sem nemur fullum mánaðarlaunum að hámarki tæplega 473 þúsund krónum að viðbættu mótframlagi í lífeyrissjóð, samtals rúmlega 527 þúsund krónur.

Til að setja umfang þessa átaks í einhverskonar samhengi þá greindi Vinnumálastofnun frá því í nýjustu skýrslu sinni um vinnumarkaðinn að 89 prósent allra auglýstra starfa í júlímánuði hafi verið átaksverkefni eða reynsluráðningar.

Ráðningastyrkir þeirra sem voru ráðnir á slíkum strax í upphafi renna út í október, skömmu eftir komandi kosningar. Þá á eftir að koma í ljós hversu mörgum þeirra sem hafa verið ráðnir á slíkum styrkjum verði haldið í vinnu þegar atvinnurekendur þurfa að fara að greiða laun þeirra í heild.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdragandi alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent