Fjöldi atvinnulausra hefur næstum helmingast frá því í mars

Ráðningastyrkir og árstíðabundin sveifla eru meginástæða þess að atvinnuleysi hefur dregist verulega saman síðustu mánuði. Langtímaatvinnulausir eru þó enn yfir fimm þúsund talsins.

Endurkoma ferðamanna hefur skapað umtalsvert magn starfa í sumar.
Endurkoma ferðamanna hefur skapað umtalsvert magn starfa í sumar.
Auglýsing

Atvinnu­lausum fækk­aði enn í síð­asta mán­uði og skráð atvinnu­leysi fór úr 6,1 í 5,5 pró­sent milli mán­aða. Alls fækk­aði þeim sem voru ekki með vinnu um 1.010 í ágúst. Atvinnu­leysi hefur næstum helm­ing­ast frá því mars þegar það mæld­ist ell­efu pró­sent og alls 21.019 voru atvinnu­lausir að öllu leyti. Þeir eru nú 11.499 tals­ins.

Atvinnu­leysið er mest á Suð­ur­nesjum, eða 9,7 pró­sent. Þar á eftir er mesta atvinnu­leysið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, eða 6,1 pró­sent. 

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Vinnu­mála­stofn­unar um vinnu­mark­að­inn á Íslandi sem birt var í dag. 

Lang­tíma­at­vinnu­leysi er þó enn mikið og alls 5.038 manns höfðu verið atvinnu­lausir í eitt ár eða lengur í lok síð­asta mán­að­ar. Til sam­an­burðar þá höfðu 3.051 manns verið atvinnu­lausir í tólf mán­uði eða lengur í ágúst í fyrra. 

Ráðn­inga­styrkir ráð­andi

Ástæður þess að atvinnu­leysið hefur minnkað svona hratt eru aðal­lega tví­þætt­ar. Ann­ars vegar er um árs­tíða­bundna sveiflu að ræða, en störfum fjölgar mikið á sumrin á Íslandi þegar háanna­tíma mann­afls­frekasta atvinnu­vegar þjóð­ar­inn­ar, ferða­þjón­ustu, gengur í garð. Þegar ferða­mönnum fer að fækka á ný með haustinu má ætla, miðað við þróun fyrri ára, að störfum í ferða­þjón­ustu­geir­anum fækki sam­hliða. 

Auglýsing
Hins vegar hafa svo­kall­aðir ráðn­inga­styrkir verið greiddir út í tengslum við atvinnu­átakið Hefjum störf sem var sett af stað í mars á þessu ári. Þá var mark­miðið að skapa allt að sjö þús­und tíma­bundin störf í sam­vinnu við atvinnu­líf­ið, opin­berar stofn­an­ir, sveit­ar­fé­lög og félaga­sam­tök. Ráð­gert var að kostn­að­ur­inn myndi nema 4,5 til fimm millj­örðum króna þegar átakið var kynnt.

Kjarn­inn greindi frá því í frétt um miðjan júlí að um fimm þús­und umsóknir um ráðn­inga­styrki hefðu verið afgreiddar og að heild­ar­greiðslur í tengslum við átakið á þeim tíma hefðu numið 1,4 millj­arði króna. 

​​Alls komu inn 908 ný störf sem aug­lýst voru í vinnu­miðlun hjá Vinnu­mála­stofnun í ágúst. Um fjöl­breytt störf var að ræða, flest störfin voru störf verka­fólks í ýmiss konar þjón­ustu eða 306 störf. Í skýrslu stofn­un­ar­innar fyrir síð­ast mán­uði segir að flest aug­lýstra starfa séu átaks­verk­efni eða reynslu­ráðn­ingar eða um 73 pró­sent. Af þeim 1.038 sem fækk­aði um á atvinnu­leys­is­skrá fór um 500 á ráðn­inga­styrk.

Ráðn­inga­styrkir renna út í haust

Nokkrar teg­undir styrkja eru í boði. Sam­kvæmt yfir­liti yfir styrk­ina á heima­síðu Vinnu­mála­stofn­unar geta fyr­ir­tæki fengið styrk sem nemur allt að 307.430 krónum á mán­uði að við­bættu mót­fram­lagi í líf­eyr­is­sjóð, sam­tals tæp­lega 343 þús­und krón­ur, í sex mán­uði ef fyr­ir­tækið ræður starfs­mann sem hefur verið á atvinnu­leys­is­skrá í að minnsta kosti einn mán­uð. Lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki með færri en 70 starfs­menn geta fengið enn hærri styrk. Ef slíkt fyr­ir­tæki ræður atvinnu­leit­anda sem hefur verið á atvinnu­leys­is­skrá í að minnsta kosti ár fær það styrk sem nemur fullum mán­að­ar­launum að hámarki tæp­lega 473 þús­und krónum að við­bættu mót­fram­lagi í líf­eyr­is­sjóð, sam­tals rúm­lega 527 þús­und krón­ur.

Til að setja umfang þessa átaks í ein­hvers­konar sam­hengi þá greindi Vinnu­mála­stofnun frá því í nýj­ustu skýrslu sinni um vinnu­mark­að­inn að 89 pró­sent allra aug­lýstra starfa í júlí­mán­uði hafi verið átaks­verk­efni eða reynslu­ráðn­ing­ar.

Ráðn­inga­styrkir þeirra sem voru ráðnir á slíkum strax í upp­hafi renna út í októ­ber, skömmu eftir kom­andi kosn­ing­ar. Þá á eftir að koma í ljós hversu mörgum þeirra sem hafa verið ráðnir á slíkum styrkjum verði haldið í vinnu þegar atvinnu­rek­endur þurfa að fara að greiða laun þeirra í heild.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent