Rúmlega 1,4 milljarðar í ráðningastyrki frá því í mars

Alls voru rúmlega 511 milljónir greiddar í ráðningastyrki í síðasta mánuði en búist er við að upphæðin verði enn hærri í júlí og ágúst. Hátt í fimm þúsund umsóknir um ráðningarstyrki hafa verið afgreiddar af Vinnumálastofnun frá því í mars.

Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar.
Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar.
Auglýsing

Hátt í fimm þús­und umsóknir um ráðn­inga­styrki hafa verið afgreiddar af Vinnu­mála­stofnun frá því að átakið Hefjum störf hófst í mars á þessu ári. Heild­ar­greiðslur átaks­ins nema rétt rúmum 1,4 millj­örðum króna. Þar af námu greiðslur fyrir tíma­bilið frá mars og út júní rúmum 1,3 millj­örðum króna. „Nú er verið að vinna í reikn­ingum sem bár­ust um síð­ustu mán­aða­mót svo júlítalan á örugg­lega eftir að hækka mikið á næstu dög­um,“ segir í skrif­legu svari Unnar Sverr­is­dótt­ur, for­stjóra Vinnu­mála­stofn­un­ar, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Auglýsing

Í mars, fyrsta mán­uði átaks­ins, afgreiddi Vinnu­mála­stofnun alls 296 umsóknir og námu greiðslur í mán­uð­inum rúmum 114 millj­ónum króna. Fjöldi umsókna hefur síðan þá auk­ist í hverjum mán­uði en í júní nam fjöld­inn 1826 og heild­ar­greiðslur rúmum 511 millj­ónum króna. Líkt og áður segir eru tölur fyrir júlí­mánuð ekki til­búnar en Unnur telur það lík­legt að töl­urnar fyrir júlí verði stærri en fyrir und­an­farna mán­uði. Hingað til hafa um 87 millj­ónir verið greiddar í mán­uð­in­um.

Óvíst hversu mörg fram­tíð­ar­störf muni skap­ast

Aðspurð um hvort ábend­ingar hafi borist um að úrræðið sé mis­notað á ein­hvern hátt segir Unnur að slíkar ábend­ingar séu fáar. „Við höfum ekki fengið margar ábend­ingar um að verið sé að mis­nota úrræð­ið. Við stundum ,,fyr­ir­fram” eft­ir­lit, þ.e. við göngum úr skugga um að ráðn­ing­ar­samn­ingar séu lög­legir og laun skv. kjara­samn­ing­um. Víð stað­reynum einnig launa­greiðslur atvinnu­rek­enda til atvinnu­leit­enda áður en við greiðum styrk­inn. Þegar vís­bend­ingar ber­ast um að eitt­hvað sé í ólagi, skoðum við hvert mál sér­stak­lega og tökum svo ákvarð­anir í fram­haldi af þeirri rann­sókn.“

Unnur segir að átak sem þetta geti skapað mörg störf til fram­búðar og skili allt að 80 pró­senta árangri í venju­legu árferði. Erfitt sé að spá fyrir um hversu mörg fram­tíð­ar­störf muni skap­ast. „Við munum fylgj­ast vel með því í haust hversu mörg fram­tíð­ar­störf verða til upp úr þessu átaki. Við vonum eðli­lega að þau verði sem allra flest en eins og áður eru þetta óvissu­tímar og ekki gott að sjá fyrir þró­un­ina í far­aldr­inum í haust. Í venju­legu árferði þá hefur þetta vinnu­mark­aðsúr­ræði skilað allt upp í 80% árangri, þ.e. milli 75-80% þeirra sem hafa fengi starf með ráðn­ing­ar­styrk komu ekki aftur til okkar í atvinnu­leit. Nauð­syn­legt er að halda því til haga að þessi árangur var fyrir Covid, við sjáum hvað setur þegar fer að líða á haust­ið.“

Áætl­aður kostn­aður allt að fimm millj­arðar króna

Atvinnu­átakið Hefjum störf var sett af stað í mars á þessu ári. Þá var mark­miðið að skapa allt að sjö þús­und tíma­bundin störf í sam­vinnu við atvinnu­líf­ið, opin­berar stofn­an­ir, sveit­ar­fé­lög og félaga­sam­tök. Ráð­gert var að kostn­að­ur­inn myndi nema 4,5 til fimm millj­örðum króna þegar átakið var kynnt.

Nokkrar teg­undir styrkja eru í boði. Sam­kvæmt yfir­liti yfir styrk­ina á heima­síðu Vinnu­mála­stofn­unar geta fyr­ir­tæki fengið styrk sem nemur allt að 307.430 krónum á mán­uði að við­bættu mót­fram­lagi í líf­eyr­is­sjóð, sam­tals tæp­lega 343 þús­und krón­ur, í sex mán­uði ef fyr­ir­tækið ræður starfs­mann sem hefur verið á atvinnu­leys­is­skrá í að minnsta kosti einn mán­uð. Lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki með færri en 70 starfs­menn geta fengið enn hærri styrk. Ef slíkt fyr­ir­tæki ræður atvinnu­leit­anda sem hefur verið á atvinnu­leys­is­skrá í að minnsta kosti ár fær það styrk sem nemur fullum mán­að­ar­launum að hámarki tæp­lega 473 þús­und krónum að við­bættu mót­fram­lagi í líf­eyr­is­sjóð, sam­tals rúm­lega 527 þús­und krón­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Djúpu sporin hennar Merkel
Heil kynslóð hefur alist upp með Angelu Merkel á valdastóli. Á sextán ára valdatíma hefur hún fengist við risavaxin vandamál og leyst þau flest en ein krísan stendur eftir og það er einmitt sú sem Merkel-kynslóðin hefur mestar áhyggjur af.
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
Kjarninn 26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
Kjarninn 26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
Kjarninn 26. september 2021
Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, er yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í desember
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu en yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur einnig sæti á þingi.
Kjarninn 26. september 2021
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Konur enn færri en karlar á Alþingi
Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.
Kjarninn 26. september 2021
Kosningum lokið: Sigurður Ingi í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn og á nokkra möguleika
Ríkisstjórnin ríghélt í kosningunum í gær og fjölgaði þingmönnum sínum, þrátt fyrir að samanlagt heildarfylgi hennar hafi ekki vaxið mikið. Framsókn og Flokkur fólksins unnu stórsigra en frjálslynda miðjan beið skipbrot.
Kjarninn 26. september 2021
Friðrik Jónsson
Níu áskoranir á nýju kjörtímabili
Kjarninn 26. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent