Rúmlega 1,4 milljarðar í ráðningastyrki frá því í mars

Alls voru rúmlega 511 milljónir greiddar í ráðningastyrki í síðasta mánuði en búist er við að upphæðin verði enn hærri í júlí og ágúst. Hátt í fimm þúsund umsóknir um ráðningarstyrki hafa verið afgreiddar af Vinnumálastofnun frá því í mars.

Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar.
Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar.
Auglýsing

Hátt í fimm þús­und umsóknir um ráðn­inga­styrki hafa verið afgreiddar af Vinnu­mála­stofnun frá því að átakið Hefjum störf hófst í mars á þessu ári. Heild­ar­greiðslur átaks­ins nema rétt rúmum 1,4 millj­örðum króna. Þar af námu greiðslur fyrir tíma­bilið frá mars og út júní rúmum 1,3 millj­örðum króna. „Nú er verið að vinna í reikn­ingum sem bár­ust um síð­ustu mán­aða­mót svo júlítalan á örugg­lega eftir að hækka mikið á næstu dög­um,“ segir í skrif­legu svari Unnar Sverr­is­dótt­ur, for­stjóra Vinnu­mála­stofn­un­ar, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Auglýsing

Í mars, fyrsta mán­uði átaks­ins, afgreiddi Vinnu­mála­stofnun alls 296 umsóknir og námu greiðslur í mán­uð­inum rúmum 114 millj­ónum króna. Fjöldi umsókna hefur síðan þá auk­ist í hverjum mán­uði en í júní nam fjöld­inn 1826 og heild­ar­greiðslur rúmum 511 millj­ónum króna. Líkt og áður segir eru tölur fyrir júlí­mánuð ekki til­búnar en Unnur telur það lík­legt að töl­urnar fyrir júlí verði stærri en fyrir und­an­farna mán­uði. Hingað til hafa um 87 millj­ónir verið greiddar í mán­uð­in­um.

Óvíst hversu mörg fram­tíð­ar­störf muni skap­ast

Aðspurð um hvort ábend­ingar hafi borist um að úrræðið sé mis­notað á ein­hvern hátt segir Unnur að slíkar ábend­ingar séu fáar. „Við höfum ekki fengið margar ábend­ingar um að verið sé að mis­nota úrræð­ið. Við stundum ,,fyr­ir­fram” eft­ir­lit, þ.e. við göngum úr skugga um að ráðn­ing­ar­samn­ingar séu lög­legir og laun skv. kjara­samn­ing­um. Víð stað­reynum einnig launa­greiðslur atvinnu­rek­enda til atvinnu­leit­enda áður en við greiðum styrk­inn. Þegar vís­bend­ingar ber­ast um að eitt­hvað sé í ólagi, skoðum við hvert mál sér­stak­lega og tökum svo ákvarð­anir í fram­haldi af þeirri rann­sókn.“

Unnur segir að átak sem þetta geti skapað mörg störf til fram­búðar og skili allt að 80 pró­senta árangri í venju­legu árferði. Erfitt sé að spá fyrir um hversu mörg fram­tíð­ar­störf muni skap­ast. „Við munum fylgj­ast vel með því í haust hversu mörg fram­tíð­ar­störf verða til upp úr þessu átaki. Við vonum eðli­lega að þau verði sem allra flest en eins og áður eru þetta óvissu­tímar og ekki gott að sjá fyrir þró­un­ina í far­aldr­inum í haust. Í venju­legu árferði þá hefur þetta vinnu­mark­aðsúr­ræði skilað allt upp í 80% árangri, þ.e. milli 75-80% þeirra sem hafa fengi starf með ráðn­ing­ar­styrk komu ekki aftur til okkar í atvinnu­leit. Nauð­syn­legt er að halda því til haga að þessi árangur var fyrir Covid, við sjáum hvað setur þegar fer að líða á haust­ið.“

Áætl­aður kostn­aður allt að fimm millj­arðar króna

Atvinnu­átakið Hefjum störf var sett af stað í mars á þessu ári. Þá var mark­miðið að skapa allt að sjö þús­und tíma­bundin störf í sam­vinnu við atvinnu­líf­ið, opin­berar stofn­an­ir, sveit­ar­fé­lög og félaga­sam­tök. Ráð­gert var að kostn­að­ur­inn myndi nema 4,5 til fimm millj­örðum króna þegar átakið var kynnt.

Nokkrar teg­undir styrkja eru í boði. Sam­kvæmt yfir­liti yfir styrk­ina á heima­síðu Vinnu­mála­stofn­unar geta fyr­ir­tæki fengið styrk sem nemur allt að 307.430 krónum á mán­uði að við­bættu mót­fram­lagi í líf­eyr­is­sjóð, sam­tals tæp­lega 343 þús­und krón­ur, í sex mán­uði ef fyr­ir­tækið ræður starfs­mann sem hefur verið á atvinnu­leys­is­skrá í að minnsta kosti einn mán­uð. Lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki með færri en 70 starfs­menn geta fengið enn hærri styrk. Ef slíkt fyr­ir­tæki ræður atvinnu­leit­anda sem hefur verið á atvinnu­leys­is­skrá í að minnsta kosti ár fær það styrk sem nemur fullum mán­að­ar­launum að hámarki tæp­lega 473 þús­und krónum að við­bættu mót­fram­lagi í líf­eyr­is­sjóð, sam­tals rúm­lega 527 þús­und krón­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent