Ánægja með ríkisstjórnina ekki mælst minni á árinu

Sitjandi ríkisstjórn mældist með góðan stuðning landsmanna í könnunum allra fyrirtækja sem mæla hann í apríl síðastliðnum. Síðan þá hefur stuðningurinn dregist skarpt saman og er nú sá minnsti sem mælst hefur á árinu.

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur setið að völdum síðan seint á árinu 2017.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur setið að völdum síðan seint á árinu 2017.
Auglýsing

Ánægja með störf rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dóttur hefur ekki mælst minni en hún mælist nú á árinu 2021. Þetta er nið­ur­staða nýrrar könn­unar Mask­ínu sem birt var í gær, en fyr­ir­tækið hefur frá ára­mótum spurt um ánægju fólks með bæði stjórn og stjórn­ar­and­stöðu.

Í byrjun sept­em­ber sögð­ust alls 37 pró­sent aðspurðra vera ánægðir með störf rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Í jan­úar mæld­ist ánægja með störf hennar 39,2 pró­sent og þegar best lét á þessu ári, í apr­íl, mæld­ist ánægjan 48,2 pró­sent. Síðan þá hefur ánægjan með rík­is­stjórn­ina hríð­fallið um næstum fjórð­ung. 

Ánægja með störf stjórn­ar­and­stöðu hefur að sama skapi líka dreg­ist sam­an. Í upp­hafi árs mæld­ist hún 14,6 pró­sent og í júlí var hún 15,8 pró­sent. Í ágúst datt ánægja með stjórn­ar­and­stöð­una skarpt niður í 10,4 pró­sent og í nýj­ustu könnun Mask­ínu mæld­ist hún 10,9 pró­sent. 

Auglýsing
Gallup mælir einnig stuðn­ing við rík­is­stjórn­ina. Í upp­hafi árs mæld­ist hann 59,1 pró­sent og í apríl hafði hann risið upp í 60,9 pró­sent. Síðan þá hefur stuðn­ing­ur­inn fallið skarpt og mæld­ist 54,9 pró­sent í lok ágúst. Stuðn­ingur við rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur hafði ekki mælst minni í könn­unum Gallup frá því í mars 2020, eða áður en að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á af fullum kraft­i. 

MMR mælir sömu­leiðis stuðn­ing rík­is­stjórnar á hverjum tíma. Í byrjun árs var hann 50,9 pró­sent hjá því fyr­ir­tæki og reis hæst í 56,2 pró­sent í apr­íl.

Líkt og hjá hinum könn­un­ar­fyr­ir­tækj­unum þá sýna nið­ur­stöður MMR að stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina hefur verið að dala. Í lok síð­ustu viku mæld­ist hann 47,7 pró­sent. Hann hefur ekki mælst minni í könn­unum MMR síðan í febr­úar í fyrra. 

Með meiri stuðn­ing á loka­metr­unum en síð­ustu rík­is­stjórnir

Þótt vin­sældir rík­is­stjórn­ar­innar hafi dalað þá nýtur hún samt sem áður meiri stuðn­ings en fimm síð­ustu rík­is­stjórnin gerðu á loka­spretti til­veru sinn­ar. Þegar rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks var að renna sitt skeið í aðdrag­anda kosn­inga 2007 sögð­ust 52 pró­sent kjós­enda styðja hana sam­kvæmt könnun Gallup. 

Næsta rík­is­stjórn, sem sam­an­stóð af Sjálf­stæð­is­flokki og Sam­fylk­ingu og með Geir H. Haarde sem for­sæt­is­ráð­herra, end­aði sína til­veru með ein­ungis 26 pró­sent stuðn­ing, en hún féll skömmu eftir banka­hrun­ið. Við tók rík­is­stjórn Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna, sem Jóhanna Sig­urð­ar­dóttir leiddi, sem varð fljótt ansi óvin­sæl og síð­asta könnun Gallup á stuðn­ingi við hana fyrir kosn­ing­arnar 2013 sýndi að 34 pró­sent lands­manna studdu hana. 

Rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks, undir for­sæti Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, var næst til að setj­ast í kringum rík­is­stjórn­ar­borð­ið. Opin­berun Panama­skjal­anna gerði það að verkum að hún þurfti að boða til kosn­inga áður en kjör­tíma­bil­inu lauk. Í síð­ustu könnun sem gerð var á stuðn­ingi við hana fyrir haust­kosn­ing­arnar 2016 sögð­ust 37,3 pró­sent styðja hana. 

Þá var komið að rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­son­ar, sem sam­an­stóð af Sjálf­stæð­is­flokki, Við­reisn og Bjartri fram­tíð sem sat frá jan­úar 2017 og fram í miðjan sept­em­ber sama ár. Í síð­ustu könnun Gallup á stuðn­ingi við hana mæld­ist hann 30,9 pró­sent.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent