Ánægja með ríkisstjórnina ekki mælst minni á árinu

Sitjandi ríkisstjórn mældist með góðan stuðning landsmanna í könnunum allra fyrirtækja sem mæla hann í apríl síðastliðnum. Síðan þá hefur stuðningurinn dregist skarpt saman og er nú sá minnsti sem mælst hefur á árinu.

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur setið að völdum síðan seint á árinu 2017.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur setið að völdum síðan seint á árinu 2017.
Auglýsing

Ánægja með störf ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur hefur ekki mælst minni en hún mælist nú á árinu 2021. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Maskínu sem birt var í gær, en fyrirtækið hefur frá áramótum spurt um ánægju fólks með bæði stjórn og stjórnarandstöðu.

Í byrjun september sögðust alls 37 prósent aðspurðra vera ánægðir með störf ríkisstjórnarinnar. Í janúar mældist ánægja með störf hennar 39,2 prósent og þegar best lét á þessu ári, í apríl, mældist ánægjan 48,2 prósent. Síðan þá hefur ánægjan með ríkisstjórnina hríðfallið um næstum fjórðung. 

Ánægja með störf stjórnarandstöðu hefur að sama skapi líka dregist saman. Í upphafi árs mældist hún 14,6 prósent og í júlí var hún 15,8 prósent. Í ágúst datt ánægja með stjórnarandstöðuna skarpt niður í 10,4 prósent og í nýjustu könnun Maskínu mældist hún 10,9 prósent. 

Auglýsing
Gallup mælir einnig stuðning við ríkisstjórnina. Í upphafi árs mældist hann 59,1 prósent og í apríl hafði hann risið upp í 60,9 prósent. Síðan þá hefur stuðningurinn fallið skarpt og mældist 54,9 prósent í lok ágúst. Stuðningur við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hafði ekki mælst minni í könnunum Gallup frá því í mars 2020, eða áður en að kórónuveirufaraldurinn skall á af fullum krafti. 

MMR mælir sömuleiðis stuðning ríkisstjórnar á hverjum tíma. Í byrjun árs var hann 50,9 prósent hjá því fyrirtæki og reis hæst í 56,2 prósent í apríl.

Líkt og hjá hinum könnunarfyrirtækjunum þá sýna niðurstöður MMR að stuðningur við ríkisstjórnina hefur verið að dala. Í lok síðustu viku mældist hann 47,7 prósent. Hann hefur ekki mælst minni í könnunum MMR síðan í febrúar í fyrra. 

Með meiri stuðning á lokametrunum en síðustu ríkisstjórnir

Þótt vinsældir ríkisstjórnarinnar hafi dalað þá nýtur hún samt sem áður meiri stuðnings en fimm síðustu ríkisstjórnin gerðu á lokaspretti tilveru sinnar. Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var að renna sitt skeið í aðdraganda kosninga 2007 sögðust 52 prósent kjósenda styðja hana samkvæmt könnun Gallup. 

Næsta ríkisstjórn, sem samanstóð af Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu og með Geir H. Haarde sem forsætisráðherra, endaði sína tilveru með einungis 26 prósent stuðning, en hún féll skömmu eftir bankahrunið. Við tók ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, sem Jóhanna Sigurðardóttir leiddi, sem varð fljótt ansi óvinsæl og síðasta könnun Gallup á stuðningi við hana fyrir kosningarnar 2013 sýndi að 34 prósent landsmanna studdu hana. 

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, undir forsæti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, var næst til að setjast í kringum ríkisstjórnarborðið. Opinberun Panamaskjalanna gerði það að verkum að hún þurfti að boða til kosninga áður en kjörtímabilinu lauk. Í síðustu könnun sem gerð var á stuðningi við hana fyrir haustkosningarnar 2016 sögðust 37,3 prósent styðja hana. 

Þá var komið að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, sem samanstóð af Sjálfstæðisflokki, Viðreisn og Bjartri framtíð sem sat frá janúar 2017 og fram í miðjan september sama ár. Í síðustu könnun Gallup á stuðningi við hana mældist hann 30,9 prósent.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdragandi alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent