„Gagnslaust“ að tala við Pútín

Forsætisráðherra Ítalíu segir það „tímaeyðslu“ að ræða við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Hann segir viðskiptaþvinganir hingað til engu hafa skilað. „Evrópa heldur áfram að fjármagna Rússland með því að kaupa olíu og gas.“

Kona stendur við lík manns eftir árás Rússa í borginni Kharkiv.
Kona stendur við lík manns eftir árás Rússa í borginni Kharkiv.
Auglýsing

Mario Drag­hi, for­sæt­is­ráð­herra Ítal­íu, segir að við­skipta­þving­anir sem vest­ur­veldin hafi hingað til beitt til að reyna að fá Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta til að hætta stríðs­rekstri í Úkra­ínu engu hafa skil­að. „Ég er far­inn að halda að þeir sem segi gagns­laust að ræða við Pútín hafa rétt fyrir sér, það er aðeins tíma­eyðsla,“ segir for­sæt­is­ráð­herr­ann í við­tali við ítalska dag­blaðið Corri­ere della Sera. Mark­mið Pútíns virð­ist vera það að „tor­tíma mót­spyrnu Úkra­ínu­manna, her­nema landið og afhenda svo stjórn hlið­hollri sér valdataumana“.

Auglýsing

Draghi og Pútín rædd­ust við í síma 30. mars. Í sím­tal­inu seg­ist Draghi hafa reynt að sann­færa Pútín um að sætt­ast á vopna­hlé í Úkra­ínu.

„Ég spurði hann: Hvenær ætlar þú að hitta Zel­en­sky [Úkra­ínu­for­seta]? Aðeins þið tveir getið leyst hnút­inn,“ seg­ist Draghi hafa sagt við Pútín. Hann segir Pútín hafa svar­að: „Núna er ekki rétti tím­inn.“

Og þegar Draghi ítrek­aði mik­il­vægi vopna­hlés end­ur­tók Pútín orð sín: „Nei, núna er ekki rétti tím­inn.“

Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu. Mynd: EPA

Í við­tal­inu við Il Corri­ere della Sera var for­sæt­is­ráð­herr­ann spurður hvernig hægt væri að hjálpa þjóð sem væri verið að ráð­ast á. „Við­skipta­þving­anir eru mik­il­vægar til að veikja árás­armann­inn en það stoppar heri hans ekki strax. Til að gera það þurfum við að hjálpa Úkra­ínu­mönnum beint – og það er það sem við erum að ger­a.“

Draghi vill draga úr þörf Ítalíu á við­skiptum við Rúss­land m.a. með því að kaupa gas af fleirum og hefur nú samið við Alsír um kaup á umtals­verðu magni. Talið er að um 40 pró­sent alls jarð­gass sem Ítalir nota sé keypt frá Rúss­um.

Svip­aða sögu er að segja í mörgum öðrum ríkjum Evr­ópu­sam­bands­ins. Þessu verður að breyta, segir Drag­hi.

„Evr­ópa heldur áfram að fjár­magna Rúss­land með því að kaupa olíu og gas og fleira á verði sem er úr öllu sögu­legu sam­hengi og úr tengslum við fram­leiðslu­kostn­að­inn.“

ESB háð Rússum um gas

Alþjóða orku­stofn­unin (International Engergy Agency) hefur lagt fram nokkrar til­lögur um hvernig Evr­ópu­sam­bandið getur dregið úr því að þurfa að stóla á gas­kaup frá Rúss­um. Meðal til­lagna er að hætta við nýja orku­samn­inga við Rúss­land, að kaupa gas frekar af öðrum ríkj­um, að flýta fyrir upp­bygg­ingu end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa og auka fram­leiðslu í kjarn­orku­verum, svo dæmi séu tek­in.

Ítölsk stjórn­völd hafa að sögn Draghi þegar ráð­ist í auknar fjár­fest­ingar í end­ur­nýj­an­legri orku­vinnslu og fleiri aðgerðir eru í far­vatn­inu.

Úkraínskur hermaður fer um rústir húss í borginni Kharkiv. Mynd: EPA

En allt þetta tekur tíma. Og á meðan er fólk að deyja í Úkra­ínu vegna stríðs­ins. Í nótt hefur rúss­neski her­inn gert ákafar árásir á margar borg­ir. Fjórum loft­skeytum var skotið á borg­ina Lviv í morg­un, borg sem er rétt við landa­mærin að Pól­landi. Stöðugar loft­árásir hafa einnig verið gerðar í nágrenni hafn­ar­borg­ar­innar Odesa og sprengjur hafa sömu­leiðis fallið í Kharkiv. Ómögu­legt er að segja hversu mann­fallið í nótt var mik­ið.

Enn er borgin Mariu­pol í her­kví þótt Úkra­ínu­menn hafi ekki gef­ist upp líkt og Rússar kröfð­ust að þeir myndu gera ekki seinna en í gær. Borgin hefur verið lögð nán­ast í rúst. Þar er þó enn inn­lyksa fjöldi fólks.

Áfram eru gerðar árásir í aust­ur­hluta Úkra­ínu, á hinum svo­kall­aða Don­bas-­svæði. Úkra­ínsk yfir­völd hafa varað íbúa á svæð­inu við því að árás­irnar eigi eftir að verða harð­ari á næstu dögum og hafa beðið þá um að flýja þar sem „grimmi­leg“ árás Rússa sé yfir­vof­andi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent