Íbúðum á „Reit 13“ fækkað um tíu og samþykkt að auglýsa deiliskipulag

Skipulagsráð Kópavogsbæjar samþykkti í upphafi mánaðarins að setja í auglýsingu deiliskipulagstillögu að svokölluðum „Reit 13“ á Kárnesi. Búið er að fækka fyrirhuguðum íbúðum á reitnum um tíu frá vinnslutillögu sem kynntar var fyrr á árinu.

kopavogurs2321.png
Auglýsing

Skipu­lags­ráð Kópa­vogs­bæjar sam­þykkti í upp­hafi mán­aðar að láta aug­lýsa deiliskipu­lags­til­lögu að svoköll­uðum „Reit 13“ á Kár­nesi. Kjarn­inn fjall­aði nýlega um vinnslu­til­lögu að skipu­lagi reits­ins og athuga­semdir sem um hana bárust, en nú er málið þar statt að nokkrar breyt­ingar hafa verið gerðar frá vinnslu­til­lög­unni.

Helstu breyt­ing­arnar sem gerðar hafa verið eru þær að bygg­ing­ar­magnið hefur verið minnkað úr 26.675 fer­metrum niður í 24.995 fer­metra og íbúðum fækkað úr 160 í 150. Land­fyll­ing í tengslum við reit­inn verður minni, eða 730 fer­metrar í stað 1.700 eins og fyr­ir­hugað var í vinnslu­til­lög­u.

Byggðin hefur verið lækkuð frá því sem lagt var upp með. Eitt hús­anna átti að vera með inn­dregna 5. hæð en hún er „far­in“ og 4. hæðin á því húsi verður gerð inn­dreg­in. Þá hefur sam­felldri húsa­lengju sem fyr­ir­huguð var við Þing­hóls­braut verið skipt upp í tvö hús, eða tvo „bygg­ing­armassa“ eins og þeir eru kall­aðir í yfir­liti yfir þær breyt­ingar sem gerðar hafa ver­ið.

Nú þegar ákveðið hefur verið að aug­lýsa skipu­lags­til­lög­una, munu íbúar og aðrir hags­muna­að­ilar aftur hafa tök á að senda inn athuga­semdir vegna skipu­lags­ins, en yfir hund­rað athuga­semdir bár­ust við vinnslu­til­lög­una.

Þeim verður ekki svarað með form­legum hætti af hálfu skipu­lags­yf­ir­valda, heldur mun nú hefjast, að feng­inni form­legri sam­þykkt bæj­ar­stjórnar Kópa­vogs, annað aug­lýs­ing­ar­ferli þar sem íbúar geta komið athuga­semdum á fram­færi.

Ekki allir á einu máli í skipu­lags­ráði

Rétt eins og þegar ákveðið var í skipu­lags­ráð­inu í Kópa­vogi um miðjan mars að láta vinnslu­til­lög­una og athuga­semdir sem við hana bár­ust verða grund­völl að áfram­hald­andi vinnu við gerð deiliskipu­lags­til­lögu, sem nú er komin fram, voru ekki allir bæj­ar­full­trúar á einu máli um hvernig ætti að standa að fram­hald­inu.

Auglýsing

Þau Sig­ur­björg Erla Egils­dóttir full­trúi Pírata og Einar Örn Þor­varð­ar­son full­trúi BF/Við­reisnar sögðu að kallað hefði verið eftir auknu sam­ráði í inn­sendum athuga­semdum eftir kynn­ingu vinnslu­til­lög­unn­ar.

„Meðal ann­ars var óskað eftir kynn­ingu á fyr­ir­hug­aðri upp­bygg­ingu og heild­ar­bygg­ing­ar­magni á stærra svæði Kárs­ness, auk stefnu um hönnun og arki­tektúr á svæð­inu. Sam­þykkt skipu­lags­lýs­ing gerir ráð fyrir 18.700 fer­metrum en í deiliskipu­lags­til­lög­unni er tæp­lega 34% aukn­ing á bygg­inga­magni. Af þessum sökum telja und­ir­rituð mik­il­vægt að staldra við og fara í meira sam­ráð við íbúa og hags­muna­að­ila á svæð­inu áður en lengra er hald­ið,“ sögðu þau Sig­ur­björg Erla og Einar Örn í sam­eig­in­legri bókun sinni um mál­ið.

Í bókun full­trúa meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks, þeirra Hjör­dísar John­son, Birkis Jóns Jóns­son­ar, Krist­ins D. Giss­ur­ar­sonar og Sig­ríðar Krist­jáns­dótt­ur, sagði á móti að tekið hefði verið til­lit til fram­kom­inna athuga­semda og „íbúðum fækk­að, hæðir húsa lækk­að­ar, byggð aðlöguð enn frekar að aðliggj­andi byggð og grænum svæðum fjölg­að.“

„Rétt er að árétta að nú hefst lög­bundið kynn­ing­ar­ferli þar sem íbúum gefst enn frek­ari kostur á að koma að athuga­semdum og ábend­ing­um,“ sagði enn­fremur í bókun full­trúa meiri­hluta­flokk­anna í Kópa­vogi, sem áður höfðu einnig tekið undir bókun Berg­ljótar Krist­ins­dótt­ur, full­trúa Sam­fylk­ing­ar, um að nota ætti „öll ráð sem til­tæk eru til að íbúar nái að kynna sér til­lög­una og þær breyt­ingar sem gerðar hafa ver­ið.“

Berg­ljót hafði lagt til að boðið yrði upp á þrí­vídd­ar­mód­el, sem auð­velt yrði fyrir íbúa „að mynda sér skoðun á hæð bygg­inga og legu þeirra í land­inu. Íbúar eru ekki sér­fræð­ingar í lestri skipu­lags­til­lagna og þurfa gögn við hæfi til að meta raun­hæfni til­lög­unn­ar.

Bæj­ar­full­trúi fékk sex blað­síðna bréf frá verk­taka

Reit­ur­inn hefur verið nokkuð hita­mál í bæj­ar­stjórn­arpóli­tík­inni í Kópa­vogi síð­ustu miss­eri, eins og raunar fleiri þró­un­ar­reitir í bæn­um. Þess má geta að sér­stakt fram­boð íbúa­sam­tak­anna Vinir Kópa­vogs, sem stofnuð voru vegna and­stöðu við ýmis skipu­lags­á­form í bæn­um, mun bjóða fram til kosn­inga í bænum í vor.

Theodóra S. Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi BF/Viðreisnar. Mynd: Kópavogsbær.

Theó­dóra S. Þor­steins­dóttir bæj­ar­full­trúi BF/Við­reisnar hefur gagn­rýnt fyr­ir­huguð upp­bygg­ing­ar­á­form á þessum til­tekna reit á Kár­nes­inu og meðal ann­ars sagði frá því í umfjöllun Kópa­vogs­blaðs­ins um reit­inn í upp­hafi mán­aðar að undir lok síð­asta árs hefði hún fengið sent bréf frá full­trúm fyr­ir­tæk­is­ins Vina­byggð, sem er einn lóð­ar­hafa á reitnum á Kár­nesi.

Lýsti hún því bréfi sem „skrið­tæk­lingu inn í stjórn­sýslu bæj­ar­ins“ sem hefði verið ætlað að draga úr trú­verð­ug­leika henn­ar. „Af bréfi þeirra má skilja að ég hafi verið illa upp­lýst í umræðu minni um reit 13. Sann­leik­ur­inn er þó sá að ég lýsti því yfir að ég væri ósam­mála vinnu­brögð­unum og til­lög­unni sjálfri enda teygja menn sig mjög langt í að auka bygg­ing­ar­magn, á lóð sem þeir hafa ekki sjálf­dæmi um að skipu­legga, þvert á vilja íbú­anna. Þá hjóla menn í mann­inn, reyna að skrifa sög­una upp á nýtt og breyta leik­regl­un­um,“ hafði Kópa­vogs­blaðið eftir Theó­dóru.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent