Of mikið byggingarmagn – eða hreinlega of lítið?

Skiptar skoðanir koma fram í þeim rúmlega hundrað athugasemdum sem bárust skipulagsyfirvöldum í Kópavogi um vinnslutillögu að deiliskipulagi svokallaðs reits 13, yst á Kársnesi sunnanverðu.

Þetta er framtíðarsýn lóðarhafa á svokölluðum reit 13 á Kárnesi. 160 íbúðir, þar sem í dag er gamalt atvinnuhúsnæði.
Þetta er framtíðarsýn lóðarhafa á svokölluðum reit 13 á Kárnesi. 160 íbúðir, þar sem í dag er gamalt atvinnuhúsnæði.
Auglýsing

Skipu­lags­ráð Kópa­vogs­bæjar sam­þykkti á fundi sínum síð­asta mánu­dag að vinnslu­til­laga að skipu­lagi á svoköll­uðum reit 13 á þró­un­ar­svæði á Kárs­nesi, sem nær til lóða við Bakka­braut 2 og 4, Bryggju­vör 1-3 og Þing­hóls­braut 77 og 79, auk fram­kom­inna athuga­semda frá íbú­um, verði grund­völlur að áfram­hald­andi vinnu við gerð deiliskipu­lags­til­lögu fyrir reit­inn.

Vinnslu­til­lagan, sem unnin var af Atelier arki­tektum fyrir hönd lóð­ar­hafa og kynnt fyrir íbúum í febr­ú­ar­mán­uði, felur í sér að allt að 160 íbúðir verði byggðar á þessum reit í húsum sem verði 2-5 hæð­ir. Bygg­ing­ar­magnið á svæð­inu er áætlað alls 26.765 fer­metrar ofan- og neð­an­jarð­ar. Gert er ráð fyrir 0,75-1 bíla­stæði á hverja íbúð og að um 90 pró­sent bíla­stæð­anna verði neð­an­jarð­ar.

Tveir full­trúar af sjö töldu rétt að staldra við

Ekki var ein­hugur í skipu­lags­ráð­inu um fram­haldið til­ög­unn­ar, en atkvæði féllu 5-2. Í bókun for­manns skipu­lags­ráðs­ins, Helgu Hauks­dóttur bæj­ar­full­trúa Fram­sókn­ar, sagði að mik­il­vægt væri að til­lagan yrði þróuð á þann hátt að ríkt til­lit yrði tekið til fram­kom­inna athuga­semda sem sner­ust um „of mikið bygg­ing­ar­magn, lækkun hæða, útsýn­is­skerð­ingu og skugga­mynd­un“ og að leggja þyrfti áherslu á góð almanna­rými, ekki síst við strand­lengj­una.

Berg­ljót Krist­ins­dóttir full­trúi Sam­fylk­ingar í ráð­inu greiddi atkvæði með til­lög­unni en óskaði eftir því að gert yrði „físískt“ ­þrí­vídda­módel og haft til sýnis fyrir almenn­ing þegar til­laga um deii­skipu­lag yrði til­bú­in. „Slík módel henta mjög vel til að gera sér grein fyrir raunút­liti bygg­ing­ar­reits," sagði í bókun Berg­ljót­ar.

Bæj­ar­full­trú­arnir tveir sem greiddu atkvæði gegn því að áfram yrði unnið með til­lög­una á þessu stigi máls voru þau Sig­ur­björg Erla Egils­dóttir full­trúi Pírata og Einar Örn Þor­varð­ar­son full­trúi BF/Við­reisn­ar. Þau sögðu íbúa kalla eftir meira sam­ráði um skipu­lag­ið.

Loftmynd af svæðinu eins og það er í dag. Mynd: Skjáskot úr vinnslutillögunni.

„Meðal ann­ars er óskað eftir kynn­ingu á fyr­ir­hug­aðri upp­bygg­ingu og heild­ar­bygg­ing­ar­magni á stærra svæði Kárs­ness, auk stefnu um hönnun og arki­tektúr á svæð­in­u,“ segir í bókun Sig­ur­bjargar og Ein­ars og bent á að sam­þykkt skipu­lags­lýs­ing reit­is­ins geri ráð fyrir 18.700 fm bygg­ing­ar­magni á reitnum en vinnslu­til­lagan fjalli um tæp­lega 43 pró­sent auk­ingu.

„Af þessum sökum telja und­ir­rituð mik­il­vægt að staldra við og fara í meira sam­ráð við íbúa og hags­muna­að­ila á svæð­inu áður en lengra er hald­ið," segja þau Sig­ur­björg og Ein­ar.

Til­lagan gagn­rýnd af fjölda íbúa

Alls 101 athuga­semd eða ábend­ing barst til Kópa­vogs­bæjar vegna þess­arar vinnslu­til­lögu og voru umsagn­irnar frá íbúum og öðrum hags­muna­að­ilum af ýmsum meiði. Í þeim má finna allt frá ein­dreg­inni mót­stöðu yfir í stuðn­ing við til­lög­una og reyndar jafn­vel gagn­rýni þess efnis að ekki væri nægi­lega langt í til­lög­unni gengið hvað varðar bygg­ing­ar­magn og þétt­leika íbúða.

„Ég mót­mæli því að svona mörg hús verði byggð á svæði 13,“ sagði einn nágranni reits­ins en annar sagði að ef ein­hvers­staðar ætti að þétta byggð væri það „einmitt á þessu svæði vegna fyr­ir­sjá­an­legra fjár­fest­inga í sam­göngu­innviðum á svæð­inu“ en reit­ur­inn liggur í grennd við legu fyr­ir­hug­aða legu Borg­ar­línu um Kárs­nes­ið.

Það er þó óhætt að segja að fleiri athuga­semdir hafi verið nei­kvæðar en jákvæð­ar, en margar þeirra nei­kvæðu voru sam­hljóða eða svo gott sem sam­hljóða.

Í þeirri umsögn sem margir sendu inn segir meðal ann­ars að byggðin sem teiknuð hafi verið upp sé allt of þétt og há, útsýn­is­skerð­ing og skugga­myndun sé „langt umfram þau mörk sem eru boð­leg íbú­um“, nýt­ing­ar­hlut­fall reits­ins sé „úr öllu sam­hengi við aðliggj­andi byggð“ og að þröngar íbúa­göt­ur, t.d. Þing­hóls­braut og Sunnu­braut, anni illa núver­andi bíla­um­ferð og geti „síst tekið við meiri umferð án auk­innar slysa­hætt­u“. Þá segir einnig að útsýni til sjávar hverfi „úr öllum áttum og aðgengi að sjó skerð­ist þannig að ekki verður við unað.“

Auglýsing

„Allt það sem er for­senda bíl­laus lífs­stíls og mann­lífs skortir í hverf­inu, hverf­is­versl­un, leik­skóli, skóli, dægradvöl fyrir unga sem aldna, veit­inga­hús, kaffi­hús, úti­vist og frí­stund. Sam­göngu­mál eru nú þegar í upp­námi, ekki síst fyrir hjólandi og gang­andi umferð sem á sam­kvæmt til­lögum að aukast. Nú þegar er skortur á bíla­stæð­u­m,“ segir í þess­ari sömu athuga­semd.

Of fáar íbúð­ir, segir fast­eigna­sali

Ekki voru þó allir á því máli að til­lagan gerði ráð fyrir of mik­illi byggð eða of þéttri. „Það kemur mér í raun á óvart hvað verið er að byggja lítið af íbúðum á þessum flotta reit á einum besta stað í Kópa­vogi. Þarna hefði auð­veld­lega verið hægt að koma fyrir fleiri íbúðum og það er ekki endi­lega vilji Kópa­vogs­búa sem þarna vilja búa að ein­ungis sé verið að taka til­lit til nokk­urra ein­býl­is­húsa í nágrenn­inu og hanna hverfið í kringum þeirra þarf­ir. Það þarf líka að hlusta á alla aðra sem langar að flytja á þennan flotta stað í Kópa­vogi við sjó­inn þar sem er mikil veð­ur­sæld og flott útsýni nálægt úti­vistar­perlu­m,“ segir í athuga­semd sem íbúi í Kópa­vogi, sem starfar sem fast­eigna­sali, sendi inn.

Fast­eigna­sali þessi sagð­ist þykj­ast hafa vissu fyrir því að eft­ir­spurn eftir íbúðum á þessum svæði yrði mik­il. „Ég er búinn að sýna þessa til­lögu mörgum af mínum við­skipta­vinum sem eru mjög hrifnir af til­lög­unni og hafa sýnt því áhuga að búa þarna þegar þessar íbúðir verða byggð­ar,“ segir í umsögn hans.

Lóð­ar­hafi segir kom­inn tíma til að standa við heild­ar­mynd­ina af Kárs­nes­inu

Einar Stein­dórs­son, fram­kvæmda­stjóri Vina­byggðar ehf., sem er einn lóð­ar­hafa á reit 13, leggur orð í belg með bréfi til skipu­lags­yf­ir­valda. Hann seg­ist hafa fylgst með opnum kynn­ing­ar­fundi bæj­ar­yf­ir­valda í Kópa­vogi í febr­úar og segir það sitt mat að stærstur hluti þeirrar gagn­rýni sem þar var fram sett hafi ekki beinst að vinnslu­til­lög­unni sem slíkri, heldur sé afmark­aður hópur fólks óánægður með hvernig haldið hafi verið á skipu­lag á Kárs­nesi í víð­ara sam­hengi.

„Al­menn skoðun þessa hóps er að ekki sé komið til móts við vilja og þarfir íbúa á Kár­nes­inu og að skortur sé á skipu­lagi og heild­ar­sýn fyrir hverf­ið. Stað­ar­kostir séu illa nýtt­ir, þétt­ing­ar­stefnan yfir­gengi­leg og sam­ráð við íbúa sé mark­laust og blekk­ing­ar­leikur skipu­lags­yf­ir­valda,“ skrifar Ein­ar, en bætir svo við að það rétta sé að íbúar hafi fengið að taka þátt í að móta og und­ir­búa grunn­for­sendur fyrir skipu­lag á Kárs­nes­inu. Reitur 13 sé í fullu sam­ræmi við skipu­lags­lýs­ingu sem unnin var með íbú­um, hvort sem það varð­aði fjölda íbúða eða bygg­ing­ar­magn.

Fyrirhuguð byggð á reitnum verður á 2-5 hæðum, alls 160 íbúðir, samkvæmt vinnslutillögunni. Mynd: Atelier

Einar segir að til­búið bréf hafi verið sett inn á hóp íbúa á Kár­nesi á Face­book og fólk hafi verið hvatt til að afrita það og senda inn til skipu­lags­yf­ir­valda að mót­mæla vinnslu­til­lög­unni. „Það má leiða að líkum að þarna muni ein­hverjir íbúar senda bréf í blindni án neinnar skoð­unar á til­lög­unni sjálfri og kostum henn­ar. Það er ekki væn­legt fyrir heið­ar­lega og mark­vissa umsögn,“ segir Ein­ar, sem svo svarar nokkrum af þeim athuga­semdum sem voru settar fram af íbúum í því skeyti sem margir sendu inn sam­hljóða.

Gagn­rýni á hæð og þétt­leika byggð­ar­innar svarar Einar með því að benda á að byggðin sé lágreist, á 2-3 hæðum á langstærstum hluta reits­ins en hækki í fjórar hæðir með inn­felldri fimmtu hæð nyrst á reitn­um, upp við legu Borg­ar­línu. Einnig seg­ist hann telja að útsýn­is­skerð­ing sé mjög lítil og að hönn­uður hafi tekið mikið til­lit til þeirra þátta.

„Það er auð­vitað ekki rétt að útsýni til sjávar skerð­ist úr öllum áttum þó að útsýni tak­mark­ist frá ein­staka hús­um,“ skrifar Einar einnig.

Hann segir þó umræðu um heild­ar­mynd Kár­ness­ins eiga rétt á sér, þó að fyrir vikið hafi ekki náðst að eiga sér stað mark­viss umræða um vinnslu­til­lög­una.

Segir hann að töfin sem orðið hefur á deiliskipu­lagi reits 13 sé „með ólík­ind­um“ og að til­lagan hafi fengið mikla og ítar­lega kynn­ingu ásamt því sem tölu­vert sam­ráð hafi átt sér stað.

„Það er kom­inn tími á að skipu­lags­yf­ir­völd standi við þá heild­ar­mynd af Kárs­nes­inu sem hefur verið kynnt og setji umrædda til­lögu í lög­form­legt deiliskipu­lags­ferli,“ skrifar Ein­ar.

Og í slíkt ferli var til­lög­unni einmitt vís­að, síð­asta mánu­dag, sem áður seg­ir.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent