Nýta sér viðkvæma stöðu fólks til að hagnast á stríðinu í Úkraínu

Svikarar og netglæpamenn hika ekki við að nýta sér tækifærið og hagnast á stríðinu í Úkraínu. Þeir svífast einskis og óska eftir fjárframlögum í formi rafmyntar í nafni annars fólks, allt frá læknum til fólks sem starfar í mannúðarstarfi.

Fjöldi fólks hefur stutt við íbúa Úkraínu vegna stríðsins. Svikarar og netglæpamenn hafa séð sér leik á borði og hafa fé að fólki, einkum í formi rafmyntar.
Fjöldi fólks hefur stutt við íbúa Úkraínu vegna stríðsins. Svikarar og netglæpamenn hafa séð sér leik á borði og hafa fé að fólki, einkum í formi rafmyntar.
Auglýsing

Tæpir tveir mán­uðir eru síðan inn­rás rúss­neska hers­ins í Úkra­ínu hófst. Volodomír Zel­en­skí, for­seti Úkra­ínu, hét því að vera um kyrrt og berj­ast „Við munum verja okk­ur, og þegar þið gerið árás munuð þið sjá and­lit okk­ar. Ekki bök okk­ar, heldur and­lit,“ sagði Zel­en­skí í sjón­varps­ávarpi 24. febr­ú­ar, dag­inn sem inn­rásin hófst.

Rík­is­stjórn Zel­en­skí óskaði eftir fjár­fram­lögum frá heims­byggð­inni til að takast á við verk­efnið sem fram undan var. Almenn­ingur svar­aði kall­inu og sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá úkra­ínskum yfir­völdum hafa yfir 70 millj­ónir safnast, aðeins í raf­mynt.

Aldrei fleiri svika­myllur skil­greindar af net­ör­ygg­is­fyr­ir­tækjum

Svik­arar og net­glæpa­menn sáu sér fljótt leik á borði og nýta sé nú and­lit ann­ars fólks til að hagn­ast á stríð­inu. Net­ör­ygg­is­fyr­ir­tæki hafa fundið slóð tölvu­pósts­sam­skipta þar sem óskað er eftir fjár­fram­lögum til stuðn­ings þeirra sem þjást vegna stríðs­ins í Úkra­ínu. Alls hafa um 2,8 millj­ónir aðgangar þar sem óskað er eftir stuðn­ingi í formi raf­myntar verið skil­greindir af net­ör­ygg­is­fyr­ir­tækjum sem svika­myllur og hafa aldrei verið fleiri.

Auglýsing

„Ein­hverjir eru að hagn­ast á þessu og ég hafði það á til­finn­ing­unni að fólk myndi falla fyrir þessu og fólk er að falla fyrir þessu,“ segir Ax Sharma, starfs­maður hjá hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæk­inu Sona­type. Hann hefur rann­sakað slóð tölvu­pósta. Hannah Gel­bart, rann­sókn­ar­blaða­maður sem sér­hæfir sig í upp­lýs­inga­óreiðu á heims­vísu, hefur fylgt staf­rænni slóð nokk­urra net­glæpa­manna sem hafa það að mark­miði að hagn­ast á stríð­inu í Úkra­ínu og naut aðstoðar Sharma.

„Það er allt rangt við þetta“

Í einum tölvu­póst­inum eru óskað eftir fjár­fram­lögum í nafni barna­lækna­þjón­ustu í Khar­kív, sem átti að hafa eyði­lagst í loft­árásum Rússa á borg­ina. Eftir nán­ari athugun kom í ljós að engin barna­lækna­þjón­usta sem pass­aði við lýs­ing­una í tölvu­póst­inum væri til. Eftir öfuga mynda­leit af lækni sem á að starfa hjá þjón­ust­unni kom upp mynd af mexíkóskum lækni.

„Þessi mann­eskja er að nota mynd­ina af mér og mína per­sónu til að biðja um pen­inga. Það er allt rangt við þetta,“ segir Miguel Ángel Minero Hibert, barna­læknir í Mexík­ó­borg. Hann segir það mikil von­brigði að ein­hverjir geti hugsað sér að fara þessa leið til að afla fjár.

Fólk getur ekki treyst hvert pen­ing­arnir fara

Átta þús­und kíló­metrum frá þunga­miðju átak­anna býr Lindsey Novak-D­uchaine. Hún á tvo vini í Úkra­ínu sem þurfa nú að gegna her­skyldu og vildi hún gera eitt­hvað til að leggja sitt af mörk­um. Hún útbjó ýmsan varn­ing og setti á sölu og kynnti fram­takið á Twitt­er.

„Ég komst að því að ein­hver var að nota prófíl­mynd­ina mína og byrj­aði að tísta eins og ég og ósk­uðu eftir fjár­fram­lögum frá nokkrum fylgj­enda minna,“ segir Linds­ey. Hún til­kynnti aðgang­inn til Twitter sem eyddi hon­um. Lindsey seg­ist skilja að fólk haldi aftur af sér þegar kemur að því að styðja við góð mál­efni. Fólk getur ekki treyst hvert pen­ingar þess fer.

„Hætt­ið, þið bara verðið að hætta“

Upp­lýs­ingar um fjár­upp­hæðir sem safn­ast hafa í formi raf­myntar til góða­gerða­mála eru opin­ber­ar. Það var því lítið mál fyrir rann­sókn­ar­blaða­mann­inn Gel­bart að kom­ast að því hversu miklu hafði verið safnað í nafni Linds­ey. Nið­ur­stað­an: Tæpir 600 doll­ar­ar.

Það er kannski ekki há upp­hæð en þegar litið er til þess að aðgangar líkt og þessir telja nærri þremur millj­ónum verður málið öllu alvar­legra. Merki þessi efnis að um svik séu að ræða eru auð­þekkj­an­leg. Mis­mun­andi net­föng eftir því hver send­and­inn er og net­fangið sem kemur þegar hafa á sam­band við góð­gerð­ar­fé­lagið eru til að mynda dæmi um að ekki sé allt með felldu.

Einnig eru dæmi um að svika­síður séu settar upp í nafni stórra alþjóð­legra mann­úð­ar­sam­taka líkt og UNICEF. Aðspurður hvaða skila­boð ætti að senda til svik­ar­anna og net­glæpa­mann­ann segir tals­maður UNICEF þau ein­föld: „Hætt­ið, þið bara verðið að hætta. Fólk þarf á þessum fjár­fram­lögum að halda, taf­ar­laust, til að halda lífi og kom­ast í öruggt skjól.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokki