Tveimur málum lauk með sátt milli aðila – og eitt er nú í skoðun

Einn af skipherrum Landhelgisgæslunnar er kominn í leyfi á meðan frumrannsókn á samskiptum um borð í varðskipinu Tý fer fram. Ástæða rannsóknarinnar eru ábendingar sem bárust stjórnendum Landhelgisgæslunnar vegna gruns um kynferðislega áreitni.

Landhelgisgæslan
Auglýsing

Þrjú mál er varða kyn­ferð­is­lega áreitni hafa borist á borð stjórn­enda Land­helg­is­gæsl­unnar síð­ast­liðin 4 ár. Tveimur málum hefur verið lokið með sátt milli aðila og er eitt mál nú í skoð­un.

Þetta kemur fram í svari Land­helg­is­gæsl­unnar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Unnið er eftir stefnu og við­bragðs­á­ætlun Land­helg­is­gæslu Íslands gegn ein­elti, ofbeldi og áreitni á vinnu­stað, að því er fram kemur í svar­inu.

Auglýsing

Í svar­inu kemur jafn­framt fram að einn af skip­herrum Land­helg­is­gæsl­unnar sé kom­inn í leyfi á meðan frum­rann­sókn á sam­skiptum um borð í varð­skip­inu Tý fer fram. Ástæða rann­sókn­ar­innar séu ábend­ingar sem bár­ust stjórn­endum Land­helg­is­gæsl­unnar helg­ina 18. til 19. sept­em­ber vegna gruns um kyn­ferð­is­lega áreitni.

Tveir óháðir aðilar rann­saka málið

Kyn­ferð­is­leg áreitni er sam­kvæmt við­bragðs­á­ætl­un­inni hvers kyns kyn­ferð­is­leg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann til­gang eða þau áhrif að mis­bjóða virð­ingu við­kom­andi einkum þegar hegð­unin leiðir til ógn­andi, fjand­sam­legra, nið­ur­lægj­andi, auð­mýkj­andi eða móðg­andi aðstæðna. Hegð­unin getur verið orð­bund­in, tákn­ræn og/eða lík­am­leg.

„Land­helg­is­gæslan lítur málið alvar­legum augum og brást strax við með því að fá tvo óháða aðila til að ann­ast rann­sókn á umræddum atrið­um. Sú rann­sókn stendur yfir,“ segir í svar­inu til Kjarn­ans.

Meintir þolendur tvær ungar konur

RÚV greindi frá mál­inu þann 21. sept­em­ber síð­ast­lið­inn en í frétt RÚV kemur fram að skip­herra á varð­skipi Land­helg­is­gæsl­unnar hefði verið settur í leyfi vegna gruns um kyn­ferð­is­lega áreitni. Þá herma heim­ildir frétta­stofu RÚV að þolend­urnir í mál­inu sem nú er til rann­sóknar séu tvær ungar konur í áhöfn varð­skips­ins.

Mann­líf fjall­aði einnig um málið 18. sept­em­ber en í frétt mið­ils­ins var því haldið fram að innan sjó­deildar Land­helg­is­gæsl­unnar hefði við­geng­ist ein­elti og kyn­ferð­is­leg áreitni gagn­vart kven­kyns starfs­mönn­um. Margar hefðu „hrökkl­ast frá“ Land­helg­is­gæsl­unni í gegnum tíð­ina eða verið sagt upp.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Smitum og innlögnum fjölgað í Danmörku
Sjáanleg áhrif afléttinga sóttvarnaaðgerða í nágrannalöndunum eru misjöfn sem helgast m.a. af hlutfalli bólusettra og fjölda sýna sem tekin eru. Í Englandi og Danmörku, sem fyrst riðu á vaðið, eru blikur á lofti.
Kjarninn 19. október 2021
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent