Tveimur málum lauk með sátt milli aðila – og eitt er nú í skoðun

Einn af skipherrum Landhelgisgæslunnar er kominn í leyfi á meðan frumrannsókn á samskiptum um borð í varðskipinu Tý fer fram. Ástæða rannsóknarinnar eru ábendingar sem bárust stjórnendum Landhelgisgæslunnar vegna gruns um kynferðislega áreitni.

Landhelgisgæslan
Auglýsing

Þrjú mál er varða kyn­ferð­is­lega áreitni hafa borist á borð stjórn­enda Land­helg­is­gæsl­unnar síð­ast­liðin 4 ár. Tveimur málum hefur verið lokið með sátt milli aðila og er eitt mál nú í skoð­un.

Þetta kemur fram í svari Land­helg­is­gæsl­unnar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Unnið er eftir stefnu og við­bragðs­á­ætlun Land­helg­is­gæslu Íslands gegn ein­elti, ofbeldi og áreitni á vinnu­stað, að því er fram kemur í svar­inu.

Auglýsing

Í svar­inu kemur jafn­framt fram að einn af skip­herrum Land­helg­is­gæsl­unnar sé kom­inn í leyfi á meðan frum­rann­sókn á sam­skiptum um borð í varð­skip­inu Tý fer fram. Ástæða rann­sókn­ar­innar séu ábend­ingar sem bár­ust stjórn­endum Land­helg­is­gæsl­unnar helg­ina 18. til 19. sept­em­ber vegna gruns um kyn­ferð­is­lega áreitni.

Tveir óháðir aðilar rann­saka málið

Kyn­ferð­is­leg áreitni er sam­kvæmt við­bragðs­á­ætl­un­inni hvers kyns kyn­ferð­is­leg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann til­gang eða þau áhrif að mis­bjóða virð­ingu við­kom­andi einkum þegar hegð­unin leiðir til ógn­andi, fjand­sam­legra, nið­ur­lægj­andi, auð­mýkj­andi eða móðg­andi aðstæðna. Hegð­unin getur verið orð­bund­in, tákn­ræn og/eða lík­am­leg.

„Land­helg­is­gæslan lítur málið alvar­legum augum og brást strax við með því að fá tvo óháða aðila til að ann­ast rann­sókn á umræddum atrið­um. Sú rann­sókn stendur yfir,“ segir í svar­inu til Kjarn­ans.

Meintir þolendur tvær ungar konur

RÚV greindi frá mál­inu þann 21. sept­em­ber síð­ast­lið­inn en í frétt RÚV kemur fram að skip­herra á varð­skipi Land­helg­is­gæsl­unnar hefði verið settur í leyfi vegna gruns um kyn­ferð­is­lega áreitni. Þá herma heim­ildir frétta­stofu RÚV að þolend­urnir í mál­inu sem nú er til rann­sóknar séu tvær ungar konur í áhöfn varð­skips­ins.

Mann­líf fjall­aði einnig um málið 18. sept­em­ber en í frétt mið­ils­ins var því haldið fram að innan sjó­deildar Land­helg­is­gæsl­unnar hefði við­geng­ist ein­elti og kyn­ferð­is­leg áreitni gagn­vart kven­kyns starfs­mönn­um. Margar hefðu „hrökkl­ast frá“ Land­helg­is­gæsl­unni í gegnum tíð­ina eða verið sagt upp.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
Það er líf eftir greiningu
Kjarninn 28. júní 2022
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent