Samsett mynd Leikhúsin
Samsett mynd

Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í leikhúsunum og verklag þeirra

Tæplega sex hundruð konur í sviðslistum og kvikmyndagerð skrifuðu undir áskorun í lok árs 2017 þar sem þær kröfðust þess að fá að vinna vinnuna sína án áreitni og ofbeldis. Kjarninn kannaði hvað hefur gerst í þessum málum í þremur stærstu leikhúsum landsins.

Mál Þóris Sæmunds­sonar og Atla Rafns Sig­urð­ar­sonar leik­ara, sem og mál Jóns Páls Eyj­ólfs­sonar fyrr­ver­andi leik­hús­stjóra Leik­fé­lags Akur­eyr­ar, hafa valdið fjaðrafoki í metoo-um­ræðu á Íslandi, svo vægt sé til orða tek­ið. Nokkrar konur ásök­uðu Atla Rafn nafn­laust um kyn­ferð­is­lega áreitni og ofbeldi í lok árs 2017 og tóku Kristín Eysteins­dóttir og stjórn Leik­fé­lag Reykja­víkur þá ákvörðun að reka hann í kjöl­far­ið. Mikið var fjallað um málið í fjöl­miðlum á sínum tíma.

Atla Rafni fannst að sér vegið með upp­sögn­inni og kærði ákvörð­un­ina. Eftir nokkur ár í dóms­kerf­inu komst Hæsti­réttur að þeirri nið­ur­stöðu að Leik­fé­lagið hefði gerst brot­legt og dæmdi fé­lagið til að greiða leik­­ar­an­um 1,5 millj­­ón­ir króna í miska­bæt­ur ásamt þrem­ur millj­­ón­um króna í máls­­kostn­að. Hann fékk ekki að áfrýja sam­­bæri­­legu máli gegn Krist­ínu Ey­­steins­dótt­ur leik­hús­­stjóra til Hæsta­réttar en bæði leik­­fé­lagið og Krist­ín voru sýknuð af kröf­um hans í Lands­rétti.

Mál Þóris Sæmunds­sonar þarf vart að kynna en Kveikur fjall­aði um mál hans á dög­unum og hefur sú umfjöllun verið umdeild. Í við­tali við Kveik sagð­ist leik­ar­inn vera í von­lausri stöðu. Eftir að hann var gerður brott­rækur úr Þjóð­leik­hús­inu fyrir fjórum árum kveðst hann hafa sótt um 200 til 300 störf án árang­urs. Var Þórir ásak­aður um að hafa sent ólög­ráða stúlku kyn­ferð­is­lega mynd en hann heldur því sjálfur fram að hún hafi verið orðin sjálf­ráða.

Þriðja málið olli titr­ingi innan leik­hús­sen­unnar þegar Jón Páll Eyj­ólfs­son, fyrr­ver­andi leik­hús­stjóri Leik­fé­lags Akur­eyr­ar, var dæmdur í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur í nóv­em­ber í fyrra í tveggja og hálfs árs skil­orðs­bundið fang­elsi fyrir að nauðga konu á hót­el­her­bergi í útlöndum sum­arið 2008. Jón Páll áfrýj­aði dómnum til Lands­rétt­ar.

Jón Páll til­kynnti í árs­lok 2017 að hann hefði ákveðið að hætta störfum sem leik­hús­stjóri og sagði það vera vegna fjár­hags­mála, að því er fram kemur í frétt RÚV um málið á sínum tíma. Ákveðið hefði verið að hann myndi starfa áfram þar til nýr yrði ráð­inn en honum hefði svo verið gert að hætta í árs­byrjun 2018 eftir að hann við­ur­kenndi fyrir fram­kvæmda­stjóra Menn­ing­ar­fé­lags Akur­eyrar að hann hefði verið bor­inn þessum sök­um.

Smæð brans­ans og tak­mark­aður fjöldi hlut­verka gera aðstæður erf­ið­ari

Tæp­lega sex hund­ruð konur í sviðs­listum og kvik­mynda­gerð skrif­uðu undir áskorun í nóv­em­ber 2017 þar sem þær kröfð­ust þess að fá að vinna vinn­una sína án áreitni, ofbeldis eða mis­mun­un­ar.

„Kyn­ferð­is­of­beldi, áreitni og kyn­bundin mis­munun á sér stað í sviðs­lista- og kvik­mynda­geir­an­um, rétt eins og ann­ars staðar í sam­fé­lag­inu. Þá gerir smæð brans­ans og tak­mark­aður fjöldi hlut­verka/tæki­færa aðstæður erf­ið­ari. Óþarfi er að taka fram að allir karlar ger­ast ekki sekir um áreitni eða mis­munun – en hins vegar verða nær allar konur fyrir því á starfs­ferli sínum og það er alger­lega óásætt­an­legt.

Við krefj­umst þess að karl­kyns sam­verka­menn okkar taki ábyrgð; að yfir­völd, leik­hús og fram­leiðslu­fyr­ir­tæki taki af festu á mál­inu og komi sér upp verk­ferlum og við­bragðs­á­ætl­un. Við eigum ekki að þurfa að þegja lengur né leiða ástandið hjá okk­ur. Við verð­skuldum að okkur sé trúað og sýndur stuðn­ing­ur. Fyrst og fremst á mis­rétt­inu að linna. Við krefj­umst þess að fá að vinna vinn­una okkar án áreitni, ofbeldis eða mis­mun­un­ar. Við stöndum saman og höfum hátt,“ sagði í áskor­un­inni.

Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurnir á þrjú stærstu leik­hús lands­ins, Þjóð­leik­hús­ið, Borg­ar­leik­húsið og Leik­fé­lag Akur­eyr­ar, til þess að kanna hversu margar til­kynn­ingar hefðu borist stjórn­endum og hvernig verk­ferlum væri hátt­að. Hér fyrir neðan má finna svör­in.

Birgir Þór Harðarson

Eng­inn til­kynn­ing til Magn­úsar Geirs

Stjórn­endum Þjóð­leik­húss­ins hefur ekki borist neinar til­kynn­ingar um kyn­ferð­is­lega áreitn­i/áreiti eða ofbeldi í leik­hús­inu á síð­ustu fjórum árum eða frá því Þórir var rek­inn, að því er fram kemur í svari þjóð­leik­hús­stjóra, Magn­úsar Geirs Þórð­ar­son­ar, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

„Í gildi er við­bragðs­á­ætlun sem gripið er til ef og þegar upp koma mál af þessu tagi. Sam­skipta­sátt­máli starfs­fólks lýsir vel vinnu­lagi og gildum í sam­skiptum í leik­hús­inu. Kapp­kostað er að sam­skipta­sátt­mál­inn sé alltaf aðgengi­legur og að allt nýtt starfs­fólk fái góða kynn­ingu á honum við upp­haf starfa,“ segir í svari leik­hús­stjóra.

Fram kemur í starfs­manna­hand­bók Þjóð­leik­húss­ins að til­kynn­ingu sé hægt að koma á fram­færi við næsta yfir­mann, þjóð­leik­hús­stjóra, örygg­is­trún­að­ar­mann, jafn­rétt­is­full­trúa eða trún­að­ar­mann stétt­ar­fé­lags við­kom­andi innan Þjóð­leik­húss­ins, og beri þeim að koma mál­inu í rétt ferli, enda hafi þeir verið upp­lýstir um hlut­verk sitt og ábyrgð. Meintur þol­andi getur tekið mál upp við ein­hvern þess­ara aðila og leitað ráða áður en form­leg kvörtun er lögð fram.

Sá sem verður vitni að ótil­hlýði­legri hátt­semi getur gert athuga­semd við fram­komu ger­and­ans, komið að máli við þol­and­ann og boðið fram stuðn­ing, snúið sér til næsta yfir­manns eða ein­hvers fram­an­greindra aðila og vakið athygli á mál­inu.

Allar til­kynn­ingar verða kann­aðar til hlít­ar, að því er fram kemur í hand­bók­inni. Brugð­ist verði hratt við og af nær­gætni og þag­mælsku þar sem slík mál séu við­kvæm. Sá sem til­kynnir um mál getur óskað eftir að málið fari í óform­legt eða form­legt ferli.

Óform­legt ferli: Telji starfs­maður sig verða fyrir ótil­hlýði­legri hátt­semi af hendi sam­starfs­fólks er æski­legt að hann láti mein­tan ger­anda eða ger­endur vita að honum mis­líki fram­koma hans/þeirra í sinn garð og óski eftir að slík hegðun end­ur­taki sig ekki.

Ef starfs­maður treystir sér ekki til að koma slíkri ósk á fram­færi við mein­tan ger­anda eða ger­endur skal hann óska eftir aðstoð yfir­manns/­þjóð­leik­hús­stjóra/­ör­ygg­is­trún­að­ar­manns/­jafn­rétt­is­full­trú­a/­trún­að­ar­manns stétt­ar­fé­lags við­kom­andi innan Þjóð­leik­húss­ins. Sá af þessum aðilum sem leitað er til skal upp­lýsa til­kynn­anda um rétt sinn, máls­með­ferð og úrræði. Yfir­maður skal ræða strax við mein­tan ger­anda og fara fram á að hin ótil­hlýði­lega hegðun hætti. Yfir­maður getur einnig talað við mein­tan þol­anda og mein­tan ger­anda saman til að fara yfir mál­ið.

Mik­il­vægt er að mál­inu sé fylgt eft­ir, segir í hand­bók­inni. Tak­ist ekki að ná sátt skal reynd sátta­leið með utan­að­kom­andi sér­fræð­ingi og/eða að vinnu­veit­andi leit­ast við að haga starfi við­kom­andi aðila þannig að þeir þurfi ekki að eiga nema lág­marks­sam­skipti vegna starfa sinna.

Ef ótil­hlýði­legri hátt­semi linnir ekki skal málið sett í form­legt ferli. Til­kynn­anda skal boðið að málið sé skráð í trún­að­ar­bók.

Form­legt ferli: Tak­ist ekki að leysa úr málum sam­kvæmt því sem lýst er hér að framan skal starfs­maður leggja fram skrif­lega kvörtun við örygg­is­trún­að­ar­mann eða þjóð­leik­hús­stjóra. Æski­legt er að kvörtun sé lögð fram innan þriggja mán­aða frá því að við­kom­andi telur að óæski­leg fram­koma sam­starfs­manns/-a hafi átt sér stað. Mun kvörtunin þá verða með­höndluð í sam­ræmi við eft­ir­far­andi verk­lag.

Form­legt ferli hefst alla jafna aðeins ef skrif­leg kvörtun berst frá starfs­manni. Þó geta stjórn­endur ákveðið að hefja form­legt ferli ef talið er að um ein­elti eða aðra hátt­semi sé að ræða sem ógnað geti heilsu og vellíðan starfs­fólks. Þetta má gera þrátt fyrir að sá sem hefur kvartað óski ekki eftir að fara lengra með kvörtun­ina.

Hluti af form­legu ferli getur meðal ann­ars verið að meintur þol­andi og/eða meintur ger­andi séu fluttir til í starfi eða fari í tíma­bundið leyfi til að fyr­ir­byggja álag sem fylgir því að vera á vinnu­staðnum meðan málið er rann­sakað form­lega í sam­ræmi við þessa áætl­un.

Í hand­bók­inni segir jafn­framt að nauð­syn­legt sé að yfir­mað­ur, eða sá sem fer með mál­ið, fylgi því eftir með því að fylgj­ast með líðan og félags­legri stöðu þol­anda og ger­anda á vinnu­stað og veita þol­anda og/eða ger­anda við­eig­andi stuðn­ing og hjálp. Enn fremur þarf hann að meta og end­ur­skoða árangur inn­grips.

Borgarleikhúsið

Ekk­ert nýtt mál komið á borð leik­hús­stjóra Borg­ar­leik­húss­ins

Engar ásak­anir um kyn­ferð­is­lega áreitn­i/áreiti eða ofbeldi hafa borist í tíð núver­andi leik­hús­stjóra, Bryn­hildar Guð­jóns­dótt­­ur, að því er fram kemur í svari Borg­ar­leik­húss­ins. Ein­ungis hefur þetta eina mál sem reifað var stutt­lega hér fyrir ofan er varðar ásak­anir á hendur Atla Rafni komið á borð þáver­andi leik­hús­stjóra á síð­ustu fjórum árum.

Varð­andi verk­ferla, þá er til staðar skýr stefna og við­bragðs­á­ætlun ef slík mál koma upp í Borg­ar­leik­hús­inu, segir enn fremur í svar­inu.

Í hand­bók starfs­fólks Borg­ar­leik­húss­ins kemur fram að ef starfs­maður telur sig hafa orðið fyrir ein­elti, ofbeldi og/eða kyn­ferð­is­legri áreitni beri honum þegar í stað að til­kynna næsta yfir­manni eða sam­skipta­stjóra um það. Starfs­maður getur jafn­framt leitað aðstoðar trún­að­ar­manns við að koma slíkri til­kynn­ingu á fram­færi.

Starfs­menn eru hvattir til að láta næsta yfir­mann eða sam­skipta­stjóra þegar í stað vita ef minnsti grunur vaknar um að ein­elti, ofbeldi eða kyn­ferð­is­leg áreitni eigi sér stað í leik­hús­inu.

Starfs­maður sem telur sig upp­lifa ein­elti, ofbeldi eða áreitni af ein­hverju tagi, eða hafa rök­studdan grun um slíka hátt­semi skal til­kynna málið við fyrsta tæki­færi.

Hægt er að til­kynna málið til næsta yfir­manns, sam­skipta­stjóra eða trún­að­ar­manns. Til­kynn­ingin má vera munn­leg eða skrif­leg og um hana er gætt fyllsta trún­að­ar. Áhersla er lögð á í hand­bók­inni að þol­andi njóti stuðn­ings og upp­lifi sig öruggan við með­ferð máls­ins.

Allar kvart­anir vegna ein­elt­is, kyn­ferð­is­legra eða kyn­bund­innar áreitni verða teknar alvar­lega og rann­sak­aðar um leið og þær ber­ast, að því er fram kemur í hand­bók­inni. Skal um leið meta þörf fyrir fag­legan stuðn­ing.

Sam­kvæmt verk­lag­inu eru fyrstu við­brögð ætíð að meta þörf fyrir utan­að­kom­andi aðstoð og stuðn­ing áður en ákvörðun er tekin um næstu skref. Öllum hlut­að­eig­andi ber að virða trúnað og ræða málið ein­göngu við þá sem hafa með það að gera. Sér­stakt til­lit skal tekið til óska um nafn­leynd í sér­stak­lega við­kvæmum málum og skal utan­að­kom­andi fag­að­ili þá koma að vinnslu máls­ins á fyrstu stig­um.

Máls­með­ferð getur ann­ars vegar verið í formi óform­legra aðgerða og hins vegar form­legra aðgerða:

  • Óform­leg máls­með­ferð er fram­kvæmd með þeim hætti að leitað er upp­lýs­inga hjá þol­anda og ger­anda í sitt­hvoru lagi og í kjöl­farið rætt við annað starfs­fólk ef þurfa þyk­ir. Aðrir en þeir sem málið varðar innan vinnu­stað­ar­ins eru ekki upp­lýstir um mál­ið.
  • Form­leg máls­með­ferð felur í sér hlut­lausa athugun á máls­at­vik­um. Rætt er við þá sem upp­lýs­ingar geta veitt um mál­ið. Aflað er upp­lýs­inga um tíma­setn­ing­ar, atvik og reynt eftir fremsta megni að fá fram gögn þegar við á. Leit­ast er við að finna lausn í sam­ræmi við alvar­leika máls­ins og þol­anda er boð­inn stuðn­ingur fag­að­ila. Ef aðstæður eru marg­slungnar skal kalla til utan­að­kom­andi sér­fræði­að­stoð­ar.

Öllum málum er fylgt eftir með því að kanna líðan og stöðu bæði ger­anda og þol­anda, segir í hand­bók­inni. Veita skuli við­eig­andi stuðn­ing og hjálp ásamt því að meta árangur aðgerða.

Leikfélag Akureyrar

Vilja ekki gefa upp­lýs­ingar um fjölda ásak­ana

Menn­ing­ar­fé­lag Akur­eyr­ar, sem rekur Leik­fé­lag Akur­eyr­ar, sér ekki fært að veita upp­lýs­ingar um ásak­anir um kyn­ferð­is­lega áreitn­i/áreiti eða ofbeldi sem borist hafa á borð stjórn­enda Leik­fé­lags Akur­eyrar eða leik­hús­stjóra á síð­ustu fjórum árum á grund­velli per­sónu­vernd­ar­laga. Þetta kemur fram í svari fram­kvæmda­stjóra Menn­ing­ar­fé­lags­ins, Þur­íðar Helgu Krist­jáns­dótt­ur.

Kjarn­inn ítrek­aði fyr­ir­spurn sína og var hún borin undir stjórn Menn­ing­ar­fé­lags­ins. Í nýju svari kemur fram að stjórnin sé sam­mála túlkun fram­kvæmda­stjór­ans um að þessar upp­lýs­ingar geti varðað per­sónu­vernd­ar­lög.

Menn­ing­ar­fé­lagið er með verk­ferla er varða svona mál og má finna þá á vef­síðu félags­ins. „Reglu­lega eru gerðar starfs­manna­kann­anir þar sem spurt er fyrir um hvort starfs­fólk hefur orðið áskynja, upp­lifað eða orðið fyrir kyn­ferð­is­legri áreitn­i,“ segir í svari fram­kvæmda­stjór­ans.

Á vef­síðu félags­ins kemur fram að kyn­bundið ofbeldi geti tekið á sig ýmsar myndir til að mynda með dóna­legum brönd­urum og kyn­ferð­is­legum athuga­semdum í máli, myndum eða skrif­legum athuga­semd­um, óvið­eig­andi spurn­ingum um kyn­ferð­is­leg mál­efni, snert­ingu sem ekki er óskað eft­ir, end­ur­teknum beiðnum um kyn­ferð­is­legt sam­band sem mæta áhuga­leysi eða er hafn­að, hótun um nauðgun og nauðg­un.

Ef starfs­maður verður fyrir áreiti eða ofbeldi á hann að mót­mæla og gefa skýr skila­boð um að hegð­unin sé óæski­leg. Ef hann á erfitt með að mót­mæla hegð­un­inni munn­lega þá sé hægt að skrifa bréf. Starfs­maður sem lendir í slíku er hvattir til að skrifa niður það sem gerð­ist og hver upp­lifun hans var.

„Skráðu niður atburða­rás­ina, tíma­setn­ing­ar, hugs­an­leg vitni, hvað var sagt og gert, hvernig þú brást við og hver upp­lifun þín var. Ræddu málið við fólk sem þú treyst­ir, mögu­lega hafa fleiri sömu reynslu eða hafa lent í svip­uðum aðstæð­um. Hafðu sam­band við trún­að­ar­mann á vinnu­stað, yfir­mann eða for­mann þíns stétt­ar­fé­lags allt eftir því hvað þér finnst best og greindu frá því sem gerð­is­t,“ segir á vef­síðu félags­ins.

Jafn­framt kemur fram að trún­að­ar­manni, yfir­manni á staðnum eða for­manni stétt­ar­fé­lags beri að tala eins­lega og í trún­aði við þann sem hefur orðið fyrir áreiti eða ofbeldi, við­kom­andi þarf að hafa fulla stjórn á því hvernig fram­haldið verð­ur.

Hann þarf að afla gagna um máls­at­vik, smá­skila­boð, tölvu­póstar og vitn­is­burður ann­arra og fleira. Hann þarf að meta stöð­una í sam­ráði við þol­and­ann, hversu alvar­legt var atvikið og hvort ástæða er til að kalla til ráð­gjafa/fa­g­að­ila og tala við ger­and­ann og fá hans útgáfu af því sem gerð­ist.

Ef ger­andi og þol­andi sætt­ast á það má kalla þá saman í ráð­gjöf, helst með fag­að­ila og ákvarða hvernig sam­skiptum verður háttað í fram­hald­inu. Til að koma í veg fyrir slúður og slæman starfsanda ber að bjóða upp á sam­tal við starfs­fé­laga sem eru í návígi við ger­anda og þol­anda og setja þá inn í mál­in. Eins og aðrar aðgerðir ber að gera þetta í sam­ráði við þol­anda.

Ef um alvar­legt ofbeldi er að ræða ber að styðja þol­and­ann í að leggja fram kæru, segir í verk­ferlum Menn­ing­ar­fé­lags­ins.

Trún­að­ar­manni, yfir­manni á staðnum eða for­manni stétt­ar­fé­lags ber að gera öllu starfs­fólki grein fyrir því að kyn­bundið ofbeldi, áreitni og kyn­ferð­is­leg áreitni sé ekki liðin á vinnu­staðnum og gera öllu starfs­fólki grein fyrir aðgerða­á­ætl­un­inni og birta hana á vef félags­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar