Samsett mynd Leikhúsin
Samsett mynd

Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í leikhúsunum og verklag þeirra

Tæplega sex hundruð konur í sviðslistum og kvikmyndagerð skrifuðu undir áskorun í lok árs 2017 þar sem þær kröfðust þess að fá að vinna vinnuna sína án áreitni og ofbeldis. Kjarninn kannaði hvað hefur gerst í þessum málum í þremur stærstu leikhúsum landsins.

Mál Þóris Sæmunds­sonar og Atla Rafns Sig­urð­ar­sonar leik­ara, sem og mál Jóns Páls Eyj­ólfs­sonar fyrr­ver­andi leik­hús­stjóra Leik­fé­lags Akur­eyr­ar, hafa valdið fjaðrafoki í metoo-um­ræðu á Íslandi, svo vægt sé til orða tek­ið. Nokkrar konur ásök­uðu Atla Rafn nafn­laust um kyn­ferð­is­lega áreitni og ofbeldi í lok árs 2017 og tóku Kristín Eysteins­dóttir og stjórn Leik­fé­lag Reykja­víkur þá ákvörðun að reka hann í kjöl­far­ið. Mikið var fjallað um málið í fjöl­miðlum á sínum tíma.

Atla Rafni fannst að sér vegið með upp­sögn­inni og kærði ákvörð­un­ina. Eftir nokkur ár í dóms­kerf­inu komst Hæsti­réttur að þeirri nið­ur­stöðu að Leik­fé­lagið hefði gerst brot­legt og dæmdi fé­lagið til að greiða leik­­ar­an­um 1,5 millj­­ón­ir króna í miska­bæt­ur ásamt þrem­ur millj­­ón­um króna í máls­­kostn­að. Hann fékk ekki að áfrýja sam­­bæri­­legu máli gegn Krist­ínu Ey­­steins­dótt­ur leik­hús­­stjóra til Hæsta­réttar en bæði leik­­fé­lagið og Krist­ín voru sýknuð af kröf­um hans í Lands­rétti.

Mál Þóris Sæmunds­sonar þarf vart að kynna en Kveikur fjall­aði um mál hans á dög­unum og hefur sú umfjöllun verið umdeild. Í við­tali við Kveik sagð­ist leik­ar­inn vera í von­lausri stöðu. Eftir að hann var gerður brott­rækur úr Þjóð­leik­hús­inu fyrir fjórum árum kveðst hann hafa sótt um 200 til 300 störf án árang­urs. Var Þórir ásak­aður um að hafa sent ólög­ráða stúlku kyn­ferð­is­lega mynd en hann heldur því sjálfur fram að hún hafi verið orðin sjálf­ráða.

Þriðja málið olli titr­ingi innan leik­hús­sen­unnar þegar Jón Páll Eyj­ólfs­son, fyrr­ver­andi leik­hús­stjóri Leik­fé­lags Akur­eyr­ar, var dæmdur í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur í nóv­em­ber í fyrra í tveggja og hálfs árs skil­orðs­bundið fang­elsi fyrir að nauðga konu á hót­el­her­bergi í útlöndum sum­arið 2008. Jón Páll áfrýj­aði dómnum til Lands­rétt­ar.

Jón Páll til­kynnti í árs­lok 2017 að hann hefði ákveðið að hætta störfum sem leik­hús­stjóri og sagði það vera vegna fjár­hags­mála, að því er fram kemur í frétt RÚV um málið á sínum tíma. Ákveðið hefði verið að hann myndi starfa áfram þar til nýr yrði ráð­inn en honum hefði svo verið gert að hætta í árs­byrjun 2018 eftir að hann við­ur­kenndi fyrir fram­kvæmda­stjóra Menn­ing­ar­fé­lags Akur­eyrar að hann hefði verið bor­inn þessum sök­um.

Smæð brans­ans og tak­mark­aður fjöldi hlut­verka gera aðstæður erf­ið­ari

Tæp­lega sex hund­ruð konur í sviðs­listum og kvik­mynda­gerð skrif­uðu undir áskorun í nóv­em­ber 2017 þar sem þær kröfð­ust þess að fá að vinna vinn­una sína án áreitni, ofbeldis eða mis­mun­un­ar.

„Kyn­ferð­is­of­beldi, áreitni og kyn­bundin mis­munun á sér stað í sviðs­lista- og kvik­mynda­geir­an­um, rétt eins og ann­ars staðar í sam­fé­lag­inu. Þá gerir smæð brans­ans og tak­mark­aður fjöldi hlut­verka/tæki­færa aðstæður erf­ið­ari. Óþarfi er að taka fram að allir karlar ger­ast ekki sekir um áreitni eða mis­munun – en hins vegar verða nær allar konur fyrir því á starfs­ferli sínum og það er alger­lega óásætt­an­legt.

Við krefj­umst þess að karl­kyns sam­verka­menn okkar taki ábyrgð; að yfir­völd, leik­hús og fram­leiðslu­fyr­ir­tæki taki af festu á mál­inu og komi sér upp verk­ferlum og við­bragðs­á­ætl­un. Við eigum ekki að þurfa að þegja lengur né leiða ástandið hjá okk­ur. Við verð­skuldum að okkur sé trúað og sýndur stuðn­ing­ur. Fyrst og fremst á mis­rétt­inu að linna. Við krefj­umst þess að fá að vinna vinn­una okkar án áreitni, ofbeldis eða mis­mun­un­ar. Við stöndum saman og höfum hátt,“ sagði í áskor­un­inni.

Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurnir á þrjú stærstu leik­hús lands­ins, Þjóð­leik­hús­ið, Borg­ar­leik­húsið og Leik­fé­lag Akur­eyr­ar, til þess að kanna hversu margar til­kynn­ingar hefðu borist stjórn­endum og hvernig verk­ferlum væri hátt­að. Hér fyrir neðan má finna svör­in.

Birgir Þór Harðarson

Eng­inn til­kynn­ing til Magn­úsar Geirs

Stjórn­endum Þjóð­leik­húss­ins hefur ekki borist neinar til­kynn­ingar um kyn­ferð­is­lega áreitn­i/áreiti eða ofbeldi í leik­hús­inu á síð­ustu fjórum árum eða frá því Þórir var rek­inn, að því er fram kemur í svari þjóð­leik­hús­stjóra, Magn­úsar Geirs Þórð­ar­son­ar, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

„Í gildi er við­bragðs­á­ætlun sem gripið er til ef og þegar upp koma mál af þessu tagi. Sam­skipta­sátt­máli starfs­fólks lýsir vel vinnu­lagi og gildum í sam­skiptum í leik­hús­inu. Kapp­kostað er að sam­skipta­sátt­mál­inn sé alltaf aðgengi­legur og að allt nýtt starfs­fólk fái góða kynn­ingu á honum við upp­haf starfa,“ segir í svari leik­hús­stjóra.

Fram kemur í starfs­manna­hand­bók Þjóð­leik­húss­ins að til­kynn­ingu sé hægt að koma á fram­færi við næsta yfir­mann, þjóð­leik­hús­stjóra, örygg­is­trún­að­ar­mann, jafn­rétt­is­full­trúa eða trún­að­ar­mann stétt­ar­fé­lags við­kom­andi innan Þjóð­leik­húss­ins, og beri þeim að koma mál­inu í rétt ferli, enda hafi þeir verið upp­lýstir um hlut­verk sitt og ábyrgð. Meintur þol­andi getur tekið mál upp við ein­hvern þess­ara aðila og leitað ráða áður en form­leg kvörtun er lögð fram.

Sá sem verður vitni að ótil­hlýði­legri hátt­semi getur gert athuga­semd við fram­komu ger­and­ans, komið að máli við þol­and­ann og boðið fram stuðn­ing, snúið sér til næsta yfir­manns eða ein­hvers fram­an­greindra aðila og vakið athygli á mál­inu.

Allar til­kynn­ingar verða kann­aðar til hlít­ar, að því er fram kemur í hand­bók­inni. Brugð­ist verði hratt við og af nær­gætni og þag­mælsku þar sem slík mál séu við­kvæm. Sá sem til­kynnir um mál getur óskað eftir að málið fari í óform­legt eða form­legt ferli.

Óform­legt ferli: Telji starfs­maður sig verða fyrir ótil­hlýði­legri hátt­semi af hendi sam­starfs­fólks er æski­legt að hann láti mein­tan ger­anda eða ger­endur vita að honum mis­líki fram­koma hans/þeirra í sinn garð og óski eftir að slík hegðun end­ur­taki sig ekki.

Ef starfs­maður treystir sér ekki til að koma slíkri ósk á fram­færi við mein­tan ger­anda eða ger­endur skal hann óska eftir aðstoð yfir­manns/­þjóð­leik­hús­stjóra/­ör­ygg­is­trún­að­ar­manns/­jafn­rétt­is­full­trú­a/­trún­að­ar­manns stétt­ar­fé­lags við­kom­andi innan Þjóð­leik­húss­ins. Sá af þessum aðilum sem leitað er til skal upp­lýsa til­kynn­anda um rétt sinn, máls­með­ferð og úrræði. Yfir­maður skal ræða strax við mein­tan ger­anda og fara fram á að hin ótil­hlýði­lega hegðun hætti. Yfir­maður getur einnig talað við mein­tan þol­anda og mein­tan ger­anda saman til að fara yfir mál­ið.

Mik­il­vægt er að mál­inu sé fylgt eft­ir, segir í hand­bók­inni. Tak­ist ekki að ná sátt skal reynd sátta­leið með utan­að­kom­andi sér­fræð­ingi og/eða að vinnu­veit­andi leit­ast við að haga starfi við­kom­andi aðila þannig að þeir þurfi ekki að eiga nema lág­marks­sam­skipti vegna starfa sinna.

Ef ótil­hlýði­legri hátt­semi linnir ekki skal málið sett í form­legt ferli. Til­kynn­anda skal boðið að málið sé skráð í trún­að­ar­bók.

Form­legt ferli: Tak­ist ekki að leysa úr málum sam­kvæmt því sem lýst er hér að framan skal starfs­maður leggja fram skrif­lega kvörtun við örygg­is­trún­að­ar­mann eða þjóð­leik­hús­stjóra. Æski­legt er að kvörtun sé lögð fram innan þriggja mán­aða frá því að við­kom­andi telur að óæski­leg fram­koma sam­starfs­manns/-a hafi átt sér stað. Mun kvörtunin þá verða með­höndluð í sam­ræmi við eft­ir­far­andi verk­lag.

Form­legt ferli hefst alla jafna aðeins ef skrif­leg kvörtun berst frá starfs­manni. Þó geta stjórn­endur ákveðið að hefja form­legt ferli ef talið er að um ein­elti eða aðra hátt­semi sé að ræða sem ógnað geti heilsu og vellíðan starfs­fólks. Þetta má gera þrátt fyrir að sá sem hefur kvartað óski ekki eftir að fara lengra með kvörtun­ina.

Hluti af form­legu ferli getur meðal ann­ars verið að meintur þol­andi og/eða meintur ger­andi séu fluttir til í starfi eða fari í tíma­bundið leyfi til að fyr­ir­byggja álag sem fylgir því að vera á vinnu­staðnum meðan málið er rann­sakað form­lega í sam­ræmi við þessa áætl­un.

Í hand­bók­inni segir jafn­framt að nauð­syn­legt sé að yfir­mað­ur, eða sá sem fer með mál­ið, fylgi því eftir með því að fylgj­ast með líðan og félags­legri stöðu þol­anda og ger­anda á vinnu­stað og veita þol­anda og/eða ger­anda við­eig­andi stuðn­ing og hjálp. Enn fremur þarf hann að meta og end­ur­skoða árangur inn­grips.

Borgarleikhúsið

Ekk­ert nýtt mál komið á borð leik­hús­stjóra Borg­ar­leik­húss­ins

Engar ásak­anir um kyn­ferð­is­lega áreitn­i/áreiti eða ofbeldi hafa borist í tíð núver­andi leik­hús­stjóra, Bryn­hildar Guð­jóns­dótt­­ur, að því er fram kemur í svari Borg­ar­leik­húss­ins. Ein­ungis hefur þetta eina mál sem reifað var stutt­lega hér fyrir ofan er varðar ásak­anir á hendur Atla Rafni komið á borð þáver­andi leik­hús­stjóra á síð­ustu fjórum árum.

Varð­andi verk­ferla, þá er til staðar skýr stefna og við­bragðs­á­ætlun ef slík mál koma upp í Borg­ar­leik­hús­inu, segir enn fremur í svar­inu.

Í hand­bók starfs­fólks Borg­ar­leik­húss­ins kemur fram að ef starfs­maður telur sig hafa orðið fyrir ein­elti, ofbeldi og/eða kyn­ferð­is­legri áreitni beri honum þegar í stað að til­kynna næsta yfir­manni eða sam­skipta­stjóra um það. Starfs­maður getur jafn­framt leitað aðstoðar trún­að­ar­manns við að koma slíkri til­kynn­ingu á fram­færi.

Starfs­menn eru hvattir til að láta næsta yfir­mann eða sam­skipta­stjóra þegar í stað vita ef minnsti grunur vaknar um að ein­elti, ofbeldi eða kyn­ferð­is­leg áreitni eigi sér stað í leik­hús­inu.

Starfs­maður sem telur sig upp­lifa ein­elti, ofbeldi eða áreitni af ein­hverju tagi, eða hafa rök­studdan grun um slíka hátt­semi skal til­kynna málið við fyrsta tæki­færi.

Hægt er að til­kynna málið til næsta yfir­manns, sam­skipta­stjóra eða trún­að­ar­manns. Til­kynn­ingin má vera munn­leg eða skrif­leg og um hana er gætt fyllsta trún­að­ar. Áhersla er lögð á í hand­bók­inni að þol­andi njóti stuðn­ings og upp­lifi sig öruggan við með­ferð máls­ins.

Allar kvart­anir vegna ein­elt­is, kyn­ferð­is­legra eða kyn­bund­innar áreitni verða teknar alvar­lega og rann­sak­aðar um leið og þær ber­ast, að því er fram kemur í hand­bók­inni. Skal um leið meta þörf fyrir fag­legan stuðn­ing.

Sam­kvæmt verk­lag­inu eru fyrstu við­brögð ætíð að meta þörf fyrir utan­að­kom­andi aðstoð og stuðn­ing áður en ákvörðun er tekin um næstu skref. Öllum hlut­að­eig­andi ber að virða trúnað og ræða málið ein­göngu við þá sem hafa með það að gera. Sér­stakt til­lit skal tekið til óska um nafn­leynd í sér­stak­lega við­kvæmum málum og skal utan­að­kom­andi fag­að­ili þá koma að vinnslu máls­ins á fyrstu stig­um.

Máls­með­ferð getur ann­ars vegar verið í formi óform­legra aðgerða og hins vegar form­legra aðgerða:

  • Óform­leg máls­með­ferð er fram­kvæmd með þeim hætti að leitað er upp­lýs­inga hjá þol­anda og ger­anda í sitt­hvoru lagi og í kjöl­farið rætt við annað starfs­fólk ef þurfa þyk­ir. Aðrir en þeir sem málið varðar innan vinnu­stað­ar­ins eru ekki upp­lýstir um mál­ið.
  • Form­leg máls­með­ferð felur í sér hlut­lausa athugun á máls­at­vik­um. Rætt er við þá sem upp­lýs­ingar geta veitt um mál­ið. Aflað er upp­lýs­inga um tíma­setn­ing­ar, atvik og reynt eftir fremsta megni að fá fram gögn þegar við á. Leit­ast er við að finna lausn í sam­ræmi við alvar­leika máls­ins og þol­anda er boð­inn stuðn­ingur fag­að­ila. Ef aðstæður eru marg­slungnar skal kalla til utan­að­kom­andi sér­fræði­að­stoð­ar.

Öllum málum er fylgt eftir með því að kanna líðan og stöðu bæði ger­anda og þol­anda, segir í hand­bók­inni. Veita skuli við­eig­andi stuðn­ing og hjálp ásamt því að meta árangur aðgerða.

Leikfélag Akureyrar

Vilja ekki gefa upp­lýs­ingar um fjölda ásak­ana

Menn­ing­ar­fé­lag Akur­eyr­ar, sem rekur Leik­fé­lag Akur­eyr­ar, sér ekki fært að veita upp­lýs­ingar um ásak­anir um kyn­ferð­is­lega áreitn­i/áreiti eða ofbeldi sem borist hafa á borð stjórn­enda Leik­fé­lags Akur­eyrar eða leik­hús­stjóra á síð­ustu fjórum árum á grund­velli per­sónu­vernd­ar­laga. Þetta kemur fram í svari fram­kvæmda­stjóra Menn­ing­ar­fé­lags­ins, Þur­íðar Helgu Krist­jáns­dótt­ur.

Kjarn­inn ítrek­aði fyr­ir­spurn sína og var hún borin undir stjórn Menn­ing­ar­fé­lags­ins. Í nýju svari kemur fram að stjórnin sé sam­mála túlkun fram­kvæmda­stjór­ans um að þessar upp­lýs­ingar geti varðað per­sónu­vernd­ar­lög.

Menn­ing­ar­fé­lagið er með verk­ferla er varða svona mál og má finna þá á vef­síðu félags­ins. „Reglu­lega eru gerðar starfs­manna­kann­anir þar sem spurt er fyrir um hvort starfs­fólk hefur orðið áskynja, upp­lifað eða orðið fyrir kyn­ferð­is­legri áreitn­i,“ segir í svari fram­kvæmda­stjór­ans.

Á vef­síðu félags­ins kemur fram að kyn­bundið ofbeldi geti tekið á sig ýmsar myndir til að mynda með dóna­legum brönd­urum og kyn­ferð­is­legum athuga­semdum í máli, myndum eða skrif­legum athuga­semd­um, óvið­eig­andi spurn­ingum um kyn­ferð­is­leg mál­efni, snert­ingu sem ekki er óskað eft­ir, end­ur­teknum beiðnum um kyn­ferð­is­legt sam­band sem mæta áhuga­leysi eða er hafn­að, hótun um nauðgun og nauðg­un.

Ef starfs­maður verður fyrir áreiti eða ofbeldi á hann að mót­mæla og gefa skýr skila­boð um að hegð­unin sé óæski­leg. Ef hann á erfitt með að mót­mæla hegð­un­inni munn­lega þá sé hægt að skrifa bréf. Starfs­maður sem lendir í slíku er hvattir til að skrifa niður það sem gerð­ist og hver upp­lifun hans var.

„Skráðu niður atburða­rás­ina, tíma­setn­ing­ar, hugs­an­leg vitni, hvað var sagt og gert, hvernig þú brást við og hver upp­lifun þín var. Ræddu málið við fólk sem þú treyst­ir, mögu­lega hafa fleiri sömu reynslu eða hafa lent í svip­uðum aðstæð­um. Hafðu sam­band við trún­að­ar­mann á vinnu­stað, yfir­mann eða for­mann þíns stétt­ar­fé­lags allt eftir því hvað þér finnst best og greindu frá því sem gerð­is­t,“ segir á vef­síðu félags­ins.

Jafn­framt kemur fram að trún­að­ar­manni, yfir­manni á staðnum eða for­manni stétt­ar­fé­lags beri að tala eins­lega og í trún­aði við þann sem hefur orðið fyrir áreiti eða ofbeldi, við­kom­andi þarf að hafa fulla stjórn á því hvernig fram­haldið verð­ur.

Hann þarf að afla gagna um máls­at­vik, smá­skila­boð, tölvu­póstar og vitn­is­burður ann­arra og fleira. Hann þarf að meta stöð­una í sam­ráði við þol­and­ann, hversu alvar­legt var atvikið og hvort ástæða er til að kalla til ráð­gjafa/fa­g­að­ila og tala við ger­and­ann og fá hans útgáfu af því sem gerð­ist.

Ef ger­andi og þol­andi sætt­ast á það má kalla þá saman í ráð­gjöf, helst með fag­að­ila og ákvarða hvernig sam­skiptum verður háttað í fram­hald­inu. Til að koma í veg fyrir slúður og slæman starfsanda ber að bjóða upp á sam­tal við starfs­fé­laga sem eru í návígi við ger­anda og þol­anda og setja þá inn í mál­in. Eins og aðrar aðgerðir ber að gera þetta í sam­ráði við þol­anda.

Ef um alvar­legt ofbeldi er að ræða ber að styðja þol­and­ann í að leggja fram kæru, segir í verk­ferlum Menn­ing­ar­fé­lags­ins.

Trún­að­ar­manni, yfir­manni á staðnum eða for­manni stétt­ar­fé­lags ber að gera öllu starfs­fólki grein fyrir því að kyn­bundið ofbeldi, áreitni og kyn­ferð­is­leg áreitni sé ekki liðin á vinnu­staðnum og gera öllu starfs­fólki grein fyrir aðgerða­á­ætl­un­inni og birta hana á vef félags­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar