Hafnar því að hafa beitt Sigrúnu andlegu ofbeldi eða áreitni

Prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann hafnar því eindregið að hafa beitt Sigrúnu Helgu Lund andlegu ofbeldi eða áreitni af neinu tagi. Sigrún sagði upp störfum við HÍ vegna málsins.

Sigurður Yngvi Kristinsson
Sigurður Yngvi Kristinsson
Auglýsing

Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann hafnar því eindregið að hafa beitt Sigrúnu Helgu Lund andlegu ofbeldi eða áreitni af neinu tagi. 

„Eftir farsælt samstarf komu upp erfiðleikar á milli okkar, og ég neyddist á endanum til að víkja henni úr rannsóknahóp mínum. Í kjölfarið gerði hún sig seka um tilefnislausa líkamsárás á skrifstofu minni í vitna viðurvist og hafði í hótunum við mig. Sá atburður var mér og öðru samstarfsfólki okkar mikið áfall,“ segir Sigurður Yngvi. 

Hann segir að fram til þessa hafi hann ekki viljað tjá sig opinberlega um samstarf sitt við Sigrúnu og ástæður þess að því samstarfi lauk. Í ljósi ásakana í sinn garð, sem hún hefur sett fram á samfélagsmiðlum og fjölmiðlar hafa sagt frá, vildi hann koma ákveðnum hlutum á framfæri. 

Auglýsing

Siðanefnd Háskóla Íslands tók málið til umfjöllunar að kröfu Sigrúnar. Siðanefndin gaf út ákvörðun sína í málinu 9. júlí síðastliðinn og eru ákvörðunarorð hennar eftirfarandi, samkvæmt Sigurði:

Siðanefnd Háskóla Íslands vísar frá þeim kæruatriðum sem fjallað er um undir liðum 1 og 2 þar sem kæran telst í þessum tilvikum hafa verið tilefnislaus, sbr. 4. gr. starfsreglna siðanefndar. Í lið 3 er fjallað um greinar 1.3.1 og 1.3.4., í siðareglum Háskóla Íslands. Niðurstaða nefndarinnar er að ekki sé um brot að ræða að hluta, en brot að hluta auk brots á jafnræðisreglu 1.3.2. Brotið telst ekki alvarlegt. Þá er hluta þessa liðar vísað frá vegna skorts á upplýsingum, sbr. 9. gr. starfsreglna nefndarinnar. Liðum 4 og 5 er vísað frá þar sem málsgrundvöllur er ekki til staðar, sbr. 9. gr. starfsreglna nefndarinnar.

„Eins og sést af ákvörðunarorðum nefndarinnar er öllum kæruatriðum hafnað eða vísað frá nema einu kæruatriði sem varðaði breytingu á skipan stýrihóps, sem fól í sér að Sigrún fór úr honum, sem siðanefndin taldi þó ekki alvarlegt, og var Sigrún tekin aftur inn í stýrihópinn síðar. Öllum ásökunum um áreitni var því hafnað enda enginn fótur fyrir slíkum ásökunum,“ segir Sigurður í yfirlýsingunni. 

Í frétt Kjarnans frá því í morgun kemur fram að í stöðuuppfærslu Sigrúnar hafi hún greint frá því að Sigurður Yngvi hefði brotið þrjár greinar siðareglna, þar með talda jafnræðisreglu 1.3.2:

Starfsfólk og nemendur Háskólans gæta þess að mismuna ekki hver öðrum, til dæmis vegna kyns, kynþáttar, kynhneigðar, aldurs, fötlunar, þjóðernis, trúarbragða eða skoðana. Þeir leggja ekki hver annan í einelti og eru á varðbergi gagnvart einkennum þess.

Sigurður Yngvi segir í yfirlýsingunni að honum þyki leitt að Sigrún kjósi að fara fram með rangar ásakanir í sinn garð en óski henni alls hins besta. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meiri líkur en minni á því að hægt verði að mynda miðjustjórn sem teygir sig til vinstri
Þrjár gerðir fjögurra flokka stjórna sem innihalda miðju- og vinstriflokka mælast með meiri líkur á að geta orðið til en sitjandi ríkisstjórn hefur á því að sitja áfram.
Kjarninn 20. september 2021
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent