Gagnrýna að ráðherra hafi ekki auglýst embættisstöður

Bandalag háskólamanna gagnrýnir að Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra hafi ekki auglýst þær þrjár embættisstöður sem hann skipaði í nýlega. BHM segir að undantekningarheimildir við auglýsingar á lausum störfum dragi úr gagnsæi.

Ásmundur Einar Daðason
Auglýsing

Félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, Ásmundur Einar Daða­son, skip­aði nýlega í tvö emb­ætti innan vænt­an­legs nýs félags­mála­ráðu­neytis auk þess að skipa í emb­ætti for­stjóra Vinnu­eft­ir­lits rík­is­ins. Banda­lag háskóla­manna hefur sent frá sér yfir­lýs­ingu þar sem gagn­rýnt er að þau störf hafi ekki verið aug­lýst. Í yfir­lýs­ing­unni segir að þótt til­teknar und­an­tekn­ingar frá aug­lýs­inga­skyldu geti átt rétt á sér í sér­stökum til­vikum þá hafi of langt verið gengið í því að lög­festa slíkar und­an­tekn­ingar á síð­ustu árum á kostnað gagn­særrar stjórn­sýslu.

Und­an­tekn­ing­ar­heim­ildir draga úr gagn­sæi í stjórn­sýsl­unni

Í yfir­lýs­ingu frá BHM segir að við ráðn­ingu í áður­nefnd emb­ætti hafi þau ekki verið aug­lýst laus til umsóknar heldur ráð­herra nýtt heim­ild í lögum um rétt­indi og skyldur starfs­manna rík­is­ins þar sem segir að ­stjórn­vald, sem skipað hefur mann í emb­ætti, geti flutt hann í annað emb­ætti sem undir stjórn­valdið heyrir og þurfi þá ekki að aug­lýsa það.

Banda­lag­ið bendir á að aug­lýs­inga­skylda er meg­in­regla við ráðn­ingar í störfum hjá rík­inu. Aug­lýs­inga­skyldan er í sam­ræmi við þá skyldu sem hvílir almennt á stjórn­völdum að gæta jafn­ræðis milli borg­ar­anna og stuðla að því að ríkið hafi ávallt á að skipa sem hæf­ustu starfs­fólki. 

Í yfir­lýs­ingu er lagt áherslu á að enda þótt til­teknar und­an­tekn­ingar frá aug­lýs­inga­skyldu geti átt rétt á sér í sér­stökum til­vikum þá telji þau að of langt hafi verið gengið í því að lög­festa slíkar und­an­tekn­ingar á síð­ustu árum á kostnað gagn­særrar stjórnsýslu.

Auglýsing

Gera kröfu á stjórn­völd um vand­aða stjórn­sýslu­hætti

Í yfir­lýs­ing­unni segir að Banda­lag háskóla­manna geri kröfu til stjórn­valda um vand­aða stjórn­sýslu­hætti við ráðn­ingar í störf. „­Þrátt fyrir að lög heim­ili annað þá eru það vand­aðir stjórn­sýslu­hættir að aug­lýsa þegar til stendur að ráð­stafa tak­mörk­uðum gæð­um, sem fyr­ir­sjá­an­legt er að færri geta fengið en vilja. Með aug­lýs­ingu er öllum sem áhuga hafa og upp­fylla skil­yrði gefið tæki­færi á að sækja um. Að mati banda­lags­ins brjóta rúmar und­an­tekn­ing­ar­heim­ildir við aug­lýs­ingar á lausum störfum hjá hinu opin­bera í bága við jafn­ræð­is­reglur stjórn­sýslu­réttar ásamt því að draga úr gagn­sæi í stjórn­sýsl­unn­i.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent