Valdníðsla gagnvart erlendum konum viðgengst í íslensku samfélagi

Nichole Leigh Mosty er einn forsprakki Facebook-hóps þar sem konur af erlendum uppruna hafa komið á framfæri sögum sínum af kynferðislegri áreitni, mismunun og ofbeldi.

Auglýsing
Nichole Leigh Mosty
Nichole Leigh Mosty

Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, segir að valdníðsla á erlendum konum viðgangist í íslensku samfélagi. Hún segir nauðsynlegt að raddir þeirra fái einnig að heyrast í metoo-byltingunni en stofnaður var lokaður Facebook-hópur þar sem þær deildu reynslusögum sínum. 

Hún flutti sjálf til Íslands fyrir 17 árum síðan. Hún lærði tungumálið fljótt og segir hún að vegna þess hafi hún notið virðingar fyrr en margir aðrir í hennar stöðu. Hún telur að allir eigi rétt á að fá tækifæri til að sanna sig í íslensku samfélagi, burtséð frá uppruna. Kjarninn spjallaði við Nichole um hvernig það er að vera útlendingur í íslensku samfélagi og sérstaklega í ljósi þeirra frásagna erlenda kvenna sem nú eru komnar fram.

„Við þurfum að endurhugsa sem samfélag hvert við stefnum,“ segir hún og bendir á að með áframhaldandi ástandi muni samfélagið klofna enn frekar og að nú sé tími til kominn að breyta hlutunum.

Auglýsing

Verðum að gefa erlendum konum gaum

Hún segir að konur af erlendum uppruna séu víðs vegar í samfélaginu og vinni við ýmiss konar störf. Íslendingar og allir verði að gefa þeim gaum og telur hún að opinberun þessara sagna sé einn partur af ákveðinni vakningu sem verði að eiga sér stað.

Nichole hefur áður greint frá því að erfitt geti reynst að komast inn í íslenskt samfélag. „Því minni íslensku sem þú talar því erfiðara er að komst inn í samfélagið. Því meiri íslensku sem þú kannt því meira traust er borið til þín,“ segir hún.

Fólk verður fyrir útilokun

Hún segist sjálf hafa verið fljót að læra tungumálið og að eðlisfari sé hún opin og eigi auðvelt með að kynnast fólki. Það eigi þó engan veginn við alla. Hún segir að erfitt geti reynst fyrir erlent fólk að komast inn í félagsskap á vinnustöðum og að iðulega verði fólk hreinlega fyrir útilokun. Þá sé mikið um það að fólk af erlendu bergi brotið sæki í hvort annað og myndi tengsl. Hún segist aldrei á sinni ævi hafa kynnst jafn mörgum útlendingum og á Íslandi og tengir það við að hún sé sjálf erlend.

Margir sem koma til Íslands eru með menntun og mikla reynslu af ýmiss konar störfum. Nichole bendir á að mikið sé um að þessi menntun og reynsla sé ekki metin sem skyldi hér á landi. Læknar og kennarar vinni því við allt önnur störf og margir hverjir við ræstingar. „Ég þekki fólk sem hefur starfað á leikskólum erlendis, með gráðu í fræðunum, sem fá engar stöður hér eða stuðning,“ segir hún.

Hún telur mikilvægt að stjórnvöld finni leiðir til að brúa bilið milli þessara hópa og að nýta krafta þessa fólks. Hún segist vilja sjá reynslu fólks nýtast betur. Það sé slæmt fyrir samfélagið ef kraftar þess séu ekki nýttir og sé það sóun á þekkingu og tækifærum fyrir landið.

Ekki eins komið fram við íslenskar og erlendar konur

Nichole segir að sögurnar sem nú eru komnar fram hjá erlendum konum búsettum á Íslandi lýsi valdníðslu. Þær tengist ekki einungis samskiptum milli karla og kvenna heldur lýsi ákveðnu mynstri sem sjá megi í íslenski menningu gagnvart útlendingum. Fólk af erlendum uppruna eigi það til að einangrast og búi sú einangrun til rými þar sem fólk verður að fórnarlömbum. Þá verði það skotmark fyrir ofbeldi og segir hún að þetta sé vel þekkt í menningunni. Hún bendir á að margar erlendar konur búi í þögninni þess vegna. 

Hún segir að ekki sé komið fram við íslenskar konur og erlendar með sama hætti. Einnig bendir hún á að iðulega séu þessar erlendu konur háðar gerendum sínum sem setur þær í enn erfiðari aðstæður.

Nú sé aftur á móti kominn tími til að tala saman. Nichole stofnaði hóp á Facebook fyrir erlendar konur og var tilgangurinn að fá þær til að tala saman og deila sögum. Hún segir að ekki hafi allar konurnar sem slógust í hópinn treyst sér til að segja sína sögu vegna hræðslu við það að ljóstrað yrði upp um þær.

Tími til kominn að sýna skilning og kærleika

Mikill munur er á viðhorfi Íslendinga til þess sem þessar konur hafa að segja og vitnisburða þeirra íslensku, segir Nichole. „Nei, það er ekki hlustað á þessar konur. Þær eru beittar kerfisbundinni mismunun,“ segir hún og bætir því við að margar konur hafi verið hræddar við segja sögu sína og hætt við. Þær séu hræddar við afleiðingarnar. Hún vonast aftur á móti til þess að sögurnar sýni fram á að breytinga sé þörf.

Nichole segir að eitt sé víst: Þessar konur eru tilbúnar að styðja hvor aðra. Þær gefi hvor annarri ráð og samsami sig við hvor aðra. Hún segir að sumar sögurnar hafi komið sér á óvart og að hún hafi fyrst ekki viljað trúa þessu. „What the fuck, konur sem koma til Íslands í kynlífsþrældóm. Þetta er svo gróft en þetta er Ísland,“ segir hún.

„Ég vona að fólk lesi þetta og taki mið af þessari tilfinningu. Og það spyrji sig: Hvað get ég gert? Hvað þarf að gera?“ segir hún og nú vonist hún til að allir fari að sýna öðrum manneskjum kærleika og skilning. Þannig byrjum við að bæta ástandið, að miðla upplýsingum og leggja okkur fram við að hlusta á aðra og sýna áhuga. „Við þurfum öll að taka þátt til að bæta samfélagið,“ segir hún að lokum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFólk