Amazon Go verslunin opnuð almenningi - Byltingarkennd ný tækni

Engir búðarkassar. Fyllt er á hillurnar í búðunum sjálfkrafa með tölvustýrðum lagerum. Fólk fer inn, nær í vörurnar og gengur út. Viðskiptin fara fram sjálfkrafa í gegnum símann.

AmazonGo220118
Auglýsing

Eftir fjórtán mánaða prufutíma, þar sem aðeins starfsmenn Amazon máttu versla, hefur hin byltingarkennda nýja Amazon Go verslun fyrirtækisins verið opnuð almenningi í Seattle í Bandaríkjunum, þar sem höfuðstöðvar fyrirtækisins eru. 

Nú getur fólkið verslað í búðinni án þess að nokkur búðarkassi sé sjáanlegur eða neitt slíkt. Fólk gengur inn, skannar símann og velur síðan vörurnar sem það vill, og gengur út. 

Viðskiptin fara fram í gegnum Amazon svæði notenda í símanum.

Auglýsing

Amazon tilkynnti um tæknina fyrir fjórtán mánuðum, og opnaði þá verslun innan starfssvæðis Amazon í Seattle en einungis starfsmenn gátu þó verslað í búðinni. 


Hefur prufun á búnaðinum í búðinni verið í gangi síðan, en flókinn hugbúnaður, sem meðal annars vinnur með myndavélum og skynjurum í lofti búðarinnar, gerir fólki það mögulegt að versla með þessum hætti.

Amazon er með einkaleyfi á notkun þessa búnaðar, og gera greinendur ráð fyrir því að fyrirtækið muni setja upp mikinn fjölda verslana, vítt og breitt um Bandaríkin á næstunni, og síðan víðar um heim þar á eftir. Engin áform hafa þó verið kynnt um það, og mikil leynd sem hefur einkennt þróunina.


Verslunin mun ekki þurfa starfsfólk á kassa, en Amazon hefur gefið það út að tæknin auki áreiðanleika í viðskiptum, geri verslanir öruggari og hagkvæmari.

Lager verslunarinnar í Seattle er tölvustýrður og að mestu sjálfvirkur, þegar kemur að því að skipta út vörum og fylla á hillur. 


Í umfjöllun New York Times, þar sem blaðamaður blaðsins heimsótti verslunina, kemur fram að ekki sé ljóst enn hvað Amazon hyggist gera nákvæmlega, með þennan búnað. Orðrómur hafi verið um það, að Whole Foods verslanirnar, sem eru í eigu Amazon, muni taka upp búnaðinn en fyrirtækið hefur ekki staðfest það. 

Þá hefur þá einnig verið nefnt, að Amazon ætli sér að selja öðrum verslunarrekendum búnaðinn til afnota, í sínum verslunum, og hafa þannig tekjur af hugbúnaðinum sérstaklega. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent