Í þá tíð… Villibarnið Viktor frá Aveyron

Fyrir rúmum 200 árum fannst drengur í skóglendi í Suður-Frakklandi. Hann hafði greinilega verið á eigin vegum frá fjögurra eða fimm ára aldri og var algerlega mállaus. Læknir einn reyndi að kenna honum að tala og lifa í samfélagi manna.

Viktor2310118
Auglýsing

Í gegnum aldirnar hafa sögur farið af „villibörnum“, börnum sem hafa alist upp ein á báti í óbyggðum, jafnvel eftir að hafa verið alin upp af villidýrum. Þjóðsögur þessar hafa lagt grunninn að mörgum skáldverkum. Hver kannast til dæmis ekki við tvíburana Rómúlus og Remus,  Móglí úr sögum Kiplings eða Tarzan, sjálfan konung apanna, sem sveiflaði sér ljóslifandi af síðum Edgar Rice Burroughs (og síðar með millilendingu hjá Siglufjarðarprentsmiðju) yfir í vitund lesenda.

Villibarnið sem hittir fólk og drekkur í sig menningu og, tjah… mennsku, á mettíma er þekkt minni í bókmenntum og tengist oft vangaveltum um mannlegt eðli. Hvort maðurinn, í sínu náttúrulega ástandi, sé eins og hvert annað dýr, eins og má til dæmis lesa úr kenningum Hobbes, eða hvort hann sé meira í líkingu við „göfuga villimanninn, sem er ófær um illsku og spillist þá fyrst þegar hann kemst í snertingu við nútímamenningu.

Eitt fyrsta dæmi þess að „villibarn“ væri handsamað og reynt að koma því til manns, í fyllstu merkingu þeirra orða, átti sér stað fyrir rúmum 200 árum síðan. Það er sagan um Viktor frá Aveyron

Auglýsing

Villibarnið handsamað

Í Aveyron í Suður-Frakklandi undir lok átjándu aldar hafði gengið saga um að villidrengur hefðist við í skógum héraðsins. Árið 1797 var drengurinn handsamaður af veiðimönnum sem gripu hann niður úr tré, en hann flúði fljótt aftur úr vist hjá ekkju einni. Þremur árum síðar komst hann aftur í hendur fólks eftir að hann gaf sig sjálfur fram við fólk; sennilegast um 12 ára gamall, klæðalaus, ómálga og örum settur um allan líkamann, sem benti til þess að hann hefði lengi verið á eigin vegum í náttúrunni.

Drengurinn var fyrst um sinn afskrifaður sem þroskaskertur, en kennari hans og fóstri, Jean Marc Gaspard Itard, reyndi í sex ár að kenna honum að tala. Það gekk ekki sem skildi en rannsókn Itards markaði nokkur kaflaskil í kenningum um kennslu fatlaðra barna.Pilturinn var fyrstu mánuðina í umsjá náttúrufræðingsins Pierre Joseph Bonaterre. Bonaterre þessi gerði ýmsar tilraunir með drenginn, meðal annars leyfði hann honum að afklæðast og leika sér úti í snjónum án þess að hann léti kuldann nokkuð á sig fá, þvert á móti virtist hann kunna vel við sig þannig. Hann setti heldur ekkert fyrir sig að taka sjóðheita kartöflu út úr eldstæði og stinga henni upp í sig. Hann brást annars almennt illa við tilmælum og vildi til dæmis ekki láta baða sig, og átti til að taka æðisköst.

Ekkert var vitað um uppruna drengsins, en eftir að auglýst hafði verið eftir mögulegum aðstandendum gáfu tveir menn sig fram, en synir þeirra beggja höfðu týnst í hinum róstursömu tímum í kjölfar frönsku byltingarinnar. Hvorugur vildi gangast við honum.

Einnig gengu sögur um að hann væri óskilgetinn sonur embættismanns í héraðinu, sem hafði verið borinn út sökum þess að hann var mállaus.

Piltur var síðar fluttur á heyrnleysingjastofnun þar sem gerðar voru fleiri athuganir á honum, undir áhrifum Upplýsingarinnar og fyrrnefndrar hugmyndar um göfuga villimanninn. Hvað væri það sem gerði mann að manni?  

Lærifaðir kemur til sögunnar

Drengurinn tók ekki neinum framförum á stofnuninni og eftir að fræðimenn við stofnunina brast þolinmæði til að sinna honum voru flestir á því að hann væri þroskaheftur. Þá kom að ungur læknir, Jean Marc Gaspard Itard sem hafði unnið við stofnunina og tók pilt að sér. Hann tók hann heim og hóf að reyna að kenna honum tjáskipti. Það var Itard sem gaf honum nafnið Victor, sigurvegari.

Í bók sem Itard skrifaði um ferlið segir að skynfæri Victors hafi verið mjög óþroskuð. Hann brást til að mynda lítt við hljóðum og lykt. Hann virtist bara heyra það sem hann vildi heyra. Hann brást til dæmis ekkert við þótt hleypt væri af byssu fyrir aftan hann, en spratt upp um leið og hann heyrði einhvern brjóta skel uppáhaldshnetunnar sinnar. Augnaráð Victors var reikandi og hann virtist ófær um að einbeita sér að nokkru og hann gat ekki tjáð sig nema með stunum og hríni. „Ef hann hefur einhverntíma lært orð eða hafið menntun,“ reit Icard, „er allt slíkt horfið úr minni hans eftir einangrunina.“

Itard ályktaði út frá útganginum á pilti að hann hlyti að hafa verið á vergangi í um sjö ár, en þar sem hann var með skammt kominn á þroskabrautinni var Icard bjartsýnn um að honum myndi takast að „mennta“ drenginn með fimm markmið í fyrirrúmi, gera hann jákvæðan fyrir samfélagi manna umfram einveruna í skóginum, vekja skynfæri hans með örvun, efla hugmyndaheim hans þannig að hann finni í sér nýjar þrár og tengi við fleiri hluti í nærumhverfi sínu, kenna honum að tala og loks að þjálfa huga hans til að ná markmiðum.


Victor brást að mörgu leyti vel við kennslunni sem hann hlaut hjá Itard. Smátt og smátt fór hann að skilja nokkurn veginn það sem við hann var sagt og hann fékkst líka til að vilja fara í bað. Victor varð hins vegar lítið ágengt í málþroska og á þeim sex árum sem hann dvaldi hjá Itard náði hann aðeins að læra eitt og eitt orð, til dæmis „lait“ (mjólk).

Helstu framfarirnar urðu sennilegast í mannlegum samskiptum þar sem Victor sýndi meðal annars merki um hluttekningu með öðrum.

Á endastöð

Eftir sex ár, þegar Victor var sennilega um átján eða nítján ára gamall var Itard viss um að vera kominn á endastöð. Þrátt fyrir að vera hvorki heyrnarskertur né mállaus var andlegt og sálarlegt atgerfi hans með þeim hætti. „Það yrði því til lítils að reyna að kenna honum að tala á hefðbundinn hátt, að láta hann endurtaka hljóð, þegar hann heyrði þau ekki í raun.“

Þrátt fyrir að hafa ekki náð tilætluðum árangri með Victor, ollu rannsóknir Itards talsverðum straumhvörfum og lögðu grunninn að menntun þroskaskertra einstaklinga.

Á síðari árum hafa margir fræðimenn reynt að greina ástand Victors, sem þykir minna um margt á einhverfu, geðklofa eða annars konar geðkvilla, sem gæti allt hafa verið ástæða þess að hann var yfirgefinn úti í skógi fimm ára gamall.

Victor flutti inn til Madame Guérin, ráðskonu Itards, sem hafði gengið Victori í móðurstað.

Hann lést úr lungnabólgu á heimili fósturmóður sinnar árið 1928, sennilega um fertugt, án þess að hafa tekið nokkrum framförum í þroska.

Leikstjórinn François Truffaut gerði tíma þeirra Victors og Itards skil í mynd sinni, L'Enfant Sauvage (Villibarnið), sem kom út árið 1970.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá vígslu málverkanna í febrúar árið 2018. Síðan þá hafa þau ekki verið sýnd hlið við hlið.
Portrettmyndir Obama-hjónanna gera víðreist um Bandaríkin
Aðsóknarmet var slegið í National Portrait Gallery í Washington D.C. eftir að opinberar portrettmyndir Obama-hjónanna bættust í safneignina árið 2018. Nú eru myndirnar á leið í 11 mánaða reisu vítt og breitt um Bandaríkin.
Kjarninn 19. júní 2021
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Afnám leiguþaks gæti orðið Löfven að falli
Svíþjóð hefur, líkt og önnur lönd í Evrópu, reynt að sporna gegn hröðum leiguverðshækkunum með leiguþaki. Nú gæti farið svo að sænska ríkisstjórnin falli vegna áforma um að afnema slíkar takmarkanir fyrir nýbyggingar.
Kjarninn 18. júní 2021
Frá Akureyri.
Starfsfólki sagt upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri
Forseti ASÍ gagnrýnir hagræðingaraðgerðir sem bitna fyrst og fremst á starfsfólki að hennar mati. Heilsuvernd tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í apríl á þessu ári.
Kjarninn 18. júní 2021
Kona gengur fram hjá minningarvegg um fórnarlömb COVID-19 í London.
Delta-afbrigðið á fleygiferð á Bretlandseyjum
Tilfellum af COVID-19 fjölgaði um 50 prósent í Bretlandi á einum mánuði frá 5. maí til 7. júní. Smitum af völdum Delta-afbrigðisins svokallaða fjölgaði um tæp 80 prósent milli vikna. Ný bylgja segja sumir en aðrir benda á að hún verði aldrei skæð.
Kjarninn 18. júní 2021
Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Íslendingar eyddu minna á ferðalögum innanlands í fyrra heldur en árið 2019
Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna innanlands námu 122 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um 14 prósent frá 2019. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu dróst saman um rúmlega helming á tímabilinu, fór úr átta prósentum niður í 3,9 prósent.
Kjarninn 18. júní 2021
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
Meira úr sama flokkiÍ þá tíð...