Í þá tíð...

Í þá tíð… Villibarnið Viktor frá Aveyron
Fyrir rúmum 200 árum fannst drengur í skóglendi í Suður-Frakklandi. Hann hafði greinilega verið á eigin vegum frá fjögurra eða fimm ára aldri og var algerlega mállaus. Læknir einn reyndi að kenna honum að tala og lifa í samfélagi manna.
21. janúar 2018
Þjóðarbrot á Balkanskaga hafa borist á banaspjót um langa hríð með miklum afleiðingum fyrir alla Evrópu.
Í þá tíð… Þegar „Púðurtunna Evrópu“ sprakk
Eftir fjögurra alda veru í Evrópu stóð veldi hinna tyrknesku Ottómana á brauðfótum. Deilur þjóðarbrota á Balkanskaga eftir brottrekstur Tyrkja í upphafi aldarinnar, höfðu varanleg áhrif á valdahlutföll í Evrópu.
17. desember 2017
Í þá tíð… Dauði fjölmiðlamógúlsins
Blaðaútgefandinn Robert Maxwell var einn fyrirferðarmesti útgefandi Bretlands um árabil. Hann fór með himinskautum á hátindi veldis síns, en fallið var hátt og endalokin voveifleg.
10. desember 2017
Í þátíð... Fjöldamorðin í My Lai
Bandarískir hermenn drápu hundruð almenna víetnamska borgara í einu alræmdasta grimmdarverki hernaðarsögu landsins.
12. nóvember 2017
Í þá tíð… Sádi-Arabía og Wahhabíismi
Krónprins Sádi-Arabíu vakti mikla athygli á dögunum þegar hann talaði fyrir því að snúa landi sínu til meiri hófsemi í trúarmálum. En sagan er merkileg og önnur en margir gera sér grein fyrir.
29. október 2017
Anita Hill steig fram þegar Clarence Thomas hafði verið tilnefndur til embættis hæstaréttardómara og sakaði hann um kynferðislegt áreiti. Mál þeirra endurómar enn í dag, aldarfjórðungi seinna.
Í þá tíð… Anita Hill og árdagar þolendauppreisnarinnar
Anita Hill lét í sér heyra þegar fyrrverandi yfirmaður hennar var tilnefndur til embættis hæstaréttardómara í Bandaríkjunum árið 1991. Hún sakaði hann um kynferðislega áreitni og málið vakti mikla athygli. Hann var engu að síður skipaður í embætti.
22. október 2017
Í þá tíð… Fyrsti raðmorðinginn eða fórnarlamb samsæris
Aðalsmaðurinn Gilles de Rais var stríðshetja í Hundrað ára stríðinu og barðist meðal annars við hlið Jóhönnu af Örk. Hann var hins vegar sakfelldur fyrir morð á 140 börnum, en á seinni tímum hefur örlað á nokkrum vafa á sekt hans.
15. október 2017
Í þá tíð… Sjö sérvalin undur og stórmerki
Hin sjö undur veraldar er hugtak sem nær allir þekkja og hefur tímalausa skírskotun, þó fæstir geti nefnt þau öll. En hvernig var raðað á þennan lista og hvers vegna hefur hann lifað svo lengi óbreyttur.
8. október 2017
Rudolf Hess var einn af fyrstu fylgjendum Adolfs Hitlers og var hans hægri hönd allt fram á stríðsárin.
Í þá tíð… Örþrifaráð Rudolfs Hess
Rudolf Hess er ein af forvitnilegustu persónunum í þeim hildarleik sem Síðari heimsstyrjöldin var. Hann var lengi nánasti samstarfsmaður Adolfs Hitler en dag einn flaug hann, óumbeðinn og í leyni, til Bretlands til að semja um frið. Það gekk ekki upp.
1. október 2017
Harriet Tubman er ein af frægustu baráttukonum nítjándu aldar. Hún barðist fyrir réttindum blökkumanna og kosningarétti kvenna og frelsaði hundruð manna úr þrældómi. Fyrirhugað var að mynd af henni yrði á næstu útgáfu 20$ seðilsins.
Í þá tíð… Bakslag í baráttu fyrir kvenpeningi í Bandaríkjunum
Áður en Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna hafði verið ákveðið að hressa aðeins upp á dollaraseðlana vestanhafs. Þorgils Jónsson kynnti sér baráttukonuna Harriet Tubman og vonina um að hún fái að prýða seðil.
24. september 2017
Í þá tíð… Byltingarmanni banað með ísöxi
Byltingarmaðurinn rússneski Leon Trotský var myrtur með ísöxi af útsendara Stalíns árið 1940. Morðvopnið komst nýlega í hendur safnara sem kom því fyrir á safni.
17. september 2017
Al Capone.
Í þá tíð… Gósentíð mafíósanna
Bannárin í Bandaríkjunum höfðu ekki tilætlaðan árangur, þar sem Al Capone og fleiri glæpaforingjar möluðu gull á smygli og sprúttsölu.
3. september 2017
Í þá tíð… Berfætti hlaupagikkurinn
Eþíópíumaðurinn Abebe Bikila hljóp skólaus inn í sviðsljósið með sigri á Ólympíuleikunum í Róm árið 1960 en skildi eftir sig varanleg spor í íþróttaheiminum.
27. ágúst 2017
Fórnarlamb hryðjuverkaárásarinnar í Tókýó flutt af vettvangi. Þrettán létu lífið í árásinni sem sértrúarsöfnuðurinn Aum Shinrikyo stóð fyrir, og þúsundir veiktust.
Í þá tíð… Árás Aum Shinrikyo
Þrettán létust í hryðjuverkaárás sem sértrúarsöfnuðurinn Aum Shinrikyo gerði á lestarfarþega i Tokyo.
20. ágúst 2017
David Berkovitz
Í þá tíð... Sonur Sáms og illvirki hans
David Berkowitz hélt New York-búum í heljargreipum í rúmt ár þegar hann drap sex ungmenni og særði önnur sjö. Hann sagðist hafa verið að hlýða skipunum frá hundi nágranna síns.
13. ágúst 2017
Mikilvægustu augnablik styrjaldarinnar á hvíta tjaldið
Kvikmyndin Dunkirk um Dynamo-áætlunina 1940 er frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi í dag.
19. júlí 2017
Níkíta Krústsjeff leiðtogi Sovétríkjanna varpaði sprengju inn á landsþing kommúnistaflokksins árið 1956 þegar hann reif niður helgimyndina af forvera sínum Jósef Stalín og upplýsti um grimmdarverk hans.
Í þá tíð… Leyndarhjúp svipt af grimmdarverkum Stalíns í leyniræðu Krústsjeffs
Níkíta Krústsjeff, leiðtogi Sovétríkjanna, flutti ræðu á landsþingi Kommúnistaflokksins þar sem hann svipti hulunni af grimmd Jósefs Stalíns, forvera síns, og skefjalausri foringjadýrkun sem ástunduð var undir hans stjórn.
3. júlí 2017
Bærinn Roswell er ekki þekktur fyrir nokkuð annað en FFH-málið, en bæjarbúar skammast sín ekkert fyrir það. Í Roswell má nú t.d. finna safn um FFH.
Í þá tíð... Roswell og FFH-fræðin
Dularfullt brak fannst í Roswell í Nýju Mexíkó og hefur síðan verið uppspretta kenninga um tilvist fljúgandi furðuhluta.
25. júní 2017
Þegar þysjað er inn í eyðimörkina nyrst í Kaliforníu á vef Google Maps sjást Abrams-skriðdrekarnir í röðum.
Geyma pólitískt þrætuepli í eyðimörk í Kaliforníu
Offramleiðsla hergagna í Bandaríkjunum er geymd í eyðimörk í Kaliforníu.
11. júní 2017
Emily Davison lést af sárum sínum eftir að hafa hlaupið í veg fyrir veðhlaupahest á fullri ferð.
Í þá tíð... Dauði á veðhlaupabrautinni
Baráttukona fyrir réttindum kvenna lét lífið þegar hún varð fyrir hesti á veðhlaupabraut fyrir rúmri öld síðan. Mikið hefur verið rætt um tilgang hennar, en hún markaði sér þó spor í sögunni.
4. júní 2017
Árið 1967 – Mikilvægasta ár poppsins
Borgþór Arngrímsson skrifar um hið merka ár 1967, og sumar af þeim þekktu plötum sem eiga það sameiginlegt að hafa komið út þetta ár.
4. júní 2017
Í þátíð… Flóttinn mikli – Hinir sönnu atburðir
Djörf og þaulskipulögð flóttatilraun úr þýskum fangabúðum í seinni heimsstyrjöldinni gat af sér göng sem voru verkfræðilegt þrekvirki. 76 fangar sluppu út úr búðunum en mættu flestir grimmilegum örlögum.
28. maí 2017
Það er fátt gott að frétta af Donald Trump þessa dagana. Óvíst er þó hvort hann verði ákærður af þinginu.
Í þá tíð… Forsetaraunir fyrri tíðar
Talsvert hefur hitnað undir Bandaríkjaforseta upp á síðkastið, en þrátt fyrir umræðu um að hann muni jafnvel ekki ljúka kjörtímabilinu er óvíst hvernig fer. Sögubækur geyma tvö tilfelli um ákæru gegn forseta vegna brota í starfi, en hvorugt gekk í gegn.
21. maí 2017
Margir forsvarsmenn franska herliðsins í Alsír, með liðsstyrk svartfætlinga, evrópskra innflytjenda og afkomenda þeirra, tóku völdin í Algeirsborg og þrýstu á um breytingar í frönsku stjórnkerfi og að Charles de Gaulle yrði gerður að leiðtoga Frakklands á
Í þá tíð… Valdarán í Alsír og endurkoma DeGaulle
Uppreisn franska hersins í Alsír var fyrsta skrefið í átt að endurkomu de Gaulle hershöfðingja á valdastól og stofnun fimmta lýðveldisins
13. maí 2017
Þjófar kröfðust einnar milljónar dala fyrir að skila Ópinu. Sú áætlun gekk ekki upp og verki fannst um síðir.
Í þá tíð… Ópið endurheimt
Ópið, hið ódauðlega listaverk Edvards Munch, var endurheimt eftir að því var rænt nokkrum vikum áður. Verkið er eitt hið frægasta og dýrasta í listasögunni og var annarri útgáfu af verkinu stolið áratug síðar.
7. maí 2017
Ekki eru allar breytingar til góðs. Það fannst kókdrykkjufólki allavegana þegar New Coke var kynnt til sögunnar.
Í þá tíð… Brotlending „New Coke“
Leyniformúlunni var breytt til að bregðast við fallandi stöðu á markaði, en neytendur vildu bara sitt gamla Kók.
23. apríl 2017
Í þá tíð… Jesú kristur og upprisan
Var Jesú til í raun og veru og áttu síðustu dagar hans sér stað um páskana?
16. apríl 2017
Þýskir hermenn marsera í Bergen.
Í þá tíð… Unternehmen Weserübung – Innrásir Þjóðverja í Danmörku og Noreg
Þjóðverjar réðust inn í Danmörku og Noreg.
9. apríl 2017
Argentínski innrásarherinn á götum Port Stanley.
Í þá tíð… Argentínski herinn gerir innrás í Falklandseyjar
Hátt í þúsund manns týndu lífi í skammvinnu stríði um yfirráð yfir harðbýlum eyjaklasa í Suður-Atlantshafi.
2. apríl 2017
Óhugnanleg sjón blasti við lögreglumönnum sem komu inn í hýbýli Heaven‘s Gate þar sem lík 39 meðlima lágu, snyrtilega til lögð.
Í þá tíð… Fjöldasjálfsmorð Heaven‘s Gate
Tugir meðlima sértúarsafnaðarins Heaven‘s Gate fundust látnir eftir fjöldasjálfsmorð. Fólkið vonaðist til þess að sálir þeirra myndu hverfa upp í geimskip sem fylgdi halastjörnu sem sigldi nálægt Jörðu.
26. mars 2017
Martin Manhoff kvikmyndaði útför Stalíns úr glugga sendiráðs Bandaríkjanna við Rauða torgið í Moskvu árið 1953. Hann tók einni fjölda ljósmynda í Sovétríkjunum, sem eru mikilvægar heimildir um sovéskt samfélag á sjötta áratug síðustu aldar.
Sjónarhornið sem Kreml sýndi aldrei fannst í kassa í Seattle
Stalín er enn þriðji vinsælasti rússneski leiðtoginn í Rússlandi. Einræðisherrann lést 1953 en ímynd hans er nú haldið við í auknum mæli. Nýverið fundust litmyndir af Sovétríkjum Stalíns sem aldrei hafa áður litið dagsins ljós.
19. mars 2017
Mikil fagnaðarlæti mættu Adolf Hitler og hans mönnum er þeir óku inn í Vín eftir innlimunina.
Í þá tíð… Innlimun Austurríkis: Fyrsta fórnarlamb Hitlers?
Þýskaland innlimaði Austurríki árið 1938. Í kjölfarið fylgdi innrás í Tékkóslóvakíu og Pólland.
12. mars 2017
Fjöldamorðin í Boston urðu sannkallaður vendipunktur í sambandi Breta við nýlendurnar í Norður-Ameríku. Sjálfstæðisröddum óx ásmegin upp frá þessum atburði sem John Adams forseti sagði grunninn að sjálfstæði Bandaríkjanna.
Í þá tíð… Hildarleikur í Boston varð grunnur að sjálfstæði Bandaríkjanna
Neistinn sem varð til þess að frelsistríð amerísku nýlendanna braust út er talinn hafa verið í Boston á þessum degi árið 1770.
5. mars 2017
 Ferdinand Marcos stýrði Filippseyjum með járnhnefa í tuttugu ár áður en hann var hrakinn úr embætti fyrir réttu 31 ári.
Í þá tíð… Harðstjórinn Marcos flýr land
Ferdinand Marcos flúði Filippseyjar eftir tuttugu ár á forsetastóli. Valdatíð hans einkenndist öðru fremur af spillingu, kúgun og gripdeildum.
25. febrúar 2017
Hans og Sophie Scholl ásamt Christopher Probst. Þau voru meðlimir andófshópsins Hvítu rósarinnar á tímum nasistastjórnarinnar í Þýskalandi. Þau handtekin á þessum degi fyrir 74 árum og tekin af lífi fjórum dögum síðar.
Í þá tíð… Nasistar uppræta Hvítu rósina
Gestapo handtók Scholl-systkinin og voru þau hálshöggvin fyrir andóf gegn stjórn nasista árið 1943.
18. febrúar 2017
Innflytjendur fagna þegar Frelsisstyttan sést við innsiglinguna til New York.
Í þá tíð… Bandaríkjaþing herðir á innflytjendalögum
Bandaríkjaþing ógildir neitun forseta og staðfestir lög sem eiga að takmarka fjölda innflytjenda svo um munar.
5. febrúar 2017
Charles Starkweather myrti ellefu manns, þar af tíu á þriggja daga yfirreið yfir Nebraska og Wyoming í ársbyrjun 1958.
Í þá tíð… Glórulausi uppreisnarseggurinn
Fjöldamorðinginn Charles Starkweather skildi eftir sig ellefu fórnarlömb og goðsögn sem enn lifir.
29. janúar 2017
Svona sá pólski málarinn Woiciech Kossak fyrir sér atburði 22. janúar 1905 við Vetrarhöllina í St. Pétursborg.
Í þá tíð… Sunnudagurinn blóðugi 1905
Kröfuganga breytist í blóðbað sem grefur undan tiltrú Rússa á keisara sínum. Reyndist síðar vera forspilið að rússnesku byltingunni 1917.
22. janúar 2017
Tító marskálkur.
Í þá tíð... Tító kjörinn forseti Júgóslavíu
Tító var kjörinn forseti Júgóslavíu á þessum degi árið 1953. Í þátíð er nýr liður á vef Kjarnans þar sem merkilegir atburðir liðinnar tíðar eru reifaðir.
14. janúar 2017