Í þá tíð... Dauði á veðhlaupabrautinni

Baráttukona fyrir réttindum kvenna lét lífið þegar hún varð fyrir hesti á veðhlaupabraut fyrir rúmri öld síðan. Mikið hefur verið rætt um tilgang hennar, en hún markaði sér þó spor í sögunni.

Emily Davison lést af sárum sínum eftir að hafa hlaupið í veg fyrir veðhlaupahest á fullri ferð.
Emily Davison lést af sárum sínum eftir að hafa hlaupið í veg fyrir veðhlaupahest á fullri ferð.
Auglýsing

Hvað gekk henni til? 

Hvers vegna hljóp hin fer­tuga Emily Dav­ison út á veð­hlaupa­braut­ina þar sem hún varð fyrir hest­inum Anmer? Það veit eng­inn með vissu, en mikið hefur verið rætt um og rýnt í þennan atburð sem átti sér stað hinn 4. júní árið 1913.

Dav­ison ólst upp í London og nam bók­mennta­fræði við háskóla í Oxford. Hún lauk námi en útskrif­að­ist ekki, þar sem Oxford mein­aði konum að útskrif­ast á þessum tíma. Hún fékk þó starf við kennslu eftir að nám­inu lauk.

Auglýsing

Á þessum tíma, um og eftir alda­mótin 1900, voru rétt­indi kvenna í Bret­landi í brennid­epli, en hægt hafði gengið að koma í gegn breyt­ingum til að útvíkka kosn­inga­rétt kvenna og kjör­gengi til jafns við karla. Réttur kvenna var tak­mark­aður við hér­aðs­kosn­ingar og aðeins þær sem greiddu skatt fengu að kjósa.

Davison var kennari áður en hún helgaði lífi sínu réttindabaráttu kvenna. Hún létt sér fátt fyrir brjósti brenna og var fangelsuð níu sinnum, m.a. fyrir grjótkast og íkveikjur.

Árið 1897 voru helstu bar­áttu­hópar fyrir kosn­inga­rétti kvenna sam­ein­aðir í sam­tökin National Union of Women's Suffrage Soci­eties (NUWS­S).  Þau sam­tök unnu ötul­lega að því að vekja athygli á mál­stað sín­um, meðal ann­ars með kröfu­göngum og slíku. Hvorki gekk þó né rak í þeim efnum og smám saman fjar­aði undan umræðu og umfjöllun um kven­rétt­indi í bresku sam­fé­lagi.

Árið 1903 klauf hóp­ur, undir for­ystu Emmeline Pank­hur­st, sig frá NUWSS og stofn­aði Women's Social and Polit­ical Union (WSPU) sem skyldi nota meira afger­andi aðferð­ir. Þremur árum síðar gekk Emily Dav­ison til liðs við hóp­inn og innan skamms sagði hún skilið við kennslu og helg­aði bar­átt­unni líf sitt upp frá því.

WSPU-­konur skipu­lögðu fjöl­mennan bar­áttufund í Hyde park árið 1908, en fengu engin við­brögð frá stjón­völd­um. Upp frá því fóru þær að beita skemmd­ar­verkum í mót­mæla­skyni.

Dav­ison lét ekki sitt eftir liggja og var níu sinnum hand­tekin á næstu árum, fyrir grjót­kast, ólæti og íkveikj­ur. Í fang­elsi beittu súf­fra­gett­urn­ar, eins og þær voru oft kall­að­ar, oft því vopni að fara í hung­ur­verk­fall. Yfir­völd brugð­ust við með því að koma mat ofan í þær með valdi.

Hún virð­ist svo hafa séð tæki­færi til þess að vekja enn frek­ari athygli á mál­staðnum með því að trufla Epsom kapp­reið­arnar sem voru mikið sóttur stór­við­burður á þeim tíma. 

Þegar hlaupið stóð sem hæst lét Dav­ison til skarar skríða. Hún beygði sig undir grind­verk og óð inn á braut­ina í veg fyrir hest­ana sem komu þjót­andi að henni á fullri ferð. Lík­leg kenn­ing er að hún hafi ætlað að koma borða með slag­orð­inu „Votes for Women“ fyrir á einum hest­anna. Ekki er hægt að gefa sér með vissu að hún hafi ákveðið hvaða hest hún hafi ætlað að grípa í, en það var Anmer sem varð fyrir val­inu, hestur í eigu kon­ungs­ins sjálfs.

Anmer keyrði á Dav­ison á fullum krafti. Hest­ur­inn flaug fram­fyrir sig og kastaði knap­an­um, sem hét Her­bert Jones, af baki. 

Svo merki­lega vildi til að atburð­ur­inn var festur á filmu og er eitt fræg­asta frétta­mynd­skeið þessa tíma. 



Dav­ison meidd­ist mikið við árekst­ur­inn, en lifði í fjóra daga á sjúkra­húsi áður en hún lést hinn 8. júní 1913.

Jones fékk heila­hrist­ing við fall­ið, en þó hann hafi náð sér fljótt lík­am­lega, leit­aði slysið á hann alla tíð og árið 1951 svipti hann sig lífi.

Tugir þúsunda fylgdu henni til grafar.

WSPU gerði mikið úr dauða Dav­isons og fylgdu tug­þús­undir henni til hvílu.

Enn er deilt um hvað henni gekk til, en það þykir lík­legt að hún hafi ekki ætlað sér að deyja þarna á braut­inni þar sem hún keypti lest­ar­miða báðar leiðir og hafði skipu­lagt sum­ar­frí með systur sinn­i. 

Eins er ómögu­legt að segja hvort þessi skelfi­legi atburður hafi haft mikil áhrif á rétt­inda­bar­áttu breskra kvenna, en það liðu fimmtán ár þangað til að allar konur yfir 21 árs aldri fengu kosn­inga­rétt með lög­um.

Hvað sem því líð­ur, þá skráði Emily Dav­ison sig ræki­lega í sögu­bæk­urn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÍ þá tíð...