Í þá tíð... Dauði á veðhlaupabrautinni

Baráttukona fyrir réttindum kvenna lét lífið þegar hún varð fyrir hesti á veðhlaupabraut fyrir rúmri öld síðan. Mikið hefur verið rætt um tilgang hennar, en hún markaði sér þó spor í sögunni.

Emily Davison lést af sárum sínum eftir að hafa hlaupið í veg fyrir veðhlaupahest á fullri ferð.
Emily Davison lést af sárum sínum eftir að hafa hlaupið í veg fyrir veðhlaupahest á fullri ferð.
Auglýsing

Hvað gekk henni til? 

Hvers vegna hljóp hin fer­tuga Emily Dav­ison út á veð­hlaupa­braut­ina þar sem hún varð fyrir hest­inum Anmer? Það veit eng­inn með vissu, en mikið hefur verið rætt um og rýnt í þennan atburð sem átti sér stað hinn 4. júní árið 1913.

Dav­ison ólst upp í London og nam bók­mennta­fræði við háskóla í Oxford. Hún lauk námi en útskrif­að­ist ekki, þar sem Oxford mein­aði konum að útskrif­ast á þessum tíma. Hún fékk þó starf við kennslu eftir að nám­inu lauk.

Auglýsing

Á þessum tíma, um og eftir alda­mótin 1900, voru rétt­indi kvenna í Bret­landi í brennid­epli, en hægt hafði gengið að koma í gegn breyt­ingum til að útvíkka kosn­inga­rétt kvenna og kjör­gengi til jafns við karla. Réttur kvenna var tak­mark­aður við hér­aðs­kosn­ingar og aðeins þær sem greiddu skatt fengu að kjósa.

Davison var kennari áður en hún helgaði lífi sínu réttindabaráttu kvenna. Hún létt sér fátt fyrir brjósti brenna og var fangelsuð níu sinnum, m.a. fyrir grjótkast og íkveikjur.

Árið 1897 voru helstu bar­áttu­hópar fyrir kosn­inga­rétti kvenna sam­ein­aðir í sam­tökin National Union of Women's Suffrage Soci­eties (NUWS­S).  Þau sam­tök unnu ötul­lega að því að vekja athygli á mál­stað sín­um, meðal ann­ars með kröfu­göngum og slíku. Hvorki gekk þó né rak í þeim efnum og smám saman fjar­aði undan umræðu og umfjöllun um kven­rétt­indi í bresku sam­fé­lagi.

Árið 1903 klauf hóp­ur, undir for­ystu Emmeline Pank­hur­st, sig frá NUWSS og stofn­aði Women's Social and Polit­ical Union (WSPU) sem skyldi nota meira afger­andi aðferð­ir. Þremur árum síðar gekk Emily Dav­ison til liðs við hóp­inn og innan skamms sagði hún skilið við kennslu og helg­aði bar­átt­unni líf sitt upp frá því.

WSPU-­konur skipu­lögðu fjöl­mennan bar­áttufund í Hyde park árið 1908, en fengu engin við­brögð frá stjón­völd­um. Upp frá því fóru þær að beita skemmd­ar­verkum í mót­mæla­skyni.

Dav­ison lét ekki sitt eftir liggja og var níu sinnum hand­tekin á næstu árum, fyrir grjót­kast, ólæti og íkveikj­ur. Í fang­elsi beittu súf­fra­gett­urn­ar, eins og þær voru oft kall­að­ar, oft því vopni að fara í hung­ur­verk­fall. Yfir­völd brugð­ust við með því að koma mat ofan í þær með valdi.

Hún virð­ist svo hafa séð tæki­færi til þess að vekja enn frek­ari athygli á mál­staðnum með því að trufla Epsom kapp­reið­arnar sem voru mikið sóttur stór­við­burður á þeim tíma. 

Þegar hlaupið stóð sem hæst lét Dav­ison til skarar skríða. Hún beygði sig undir grind­verk og óð inn á braut­ina í veg fyrir hest­ana sem komu þjót­andi að henni á fullri ferð. Lík­leg kenn­ing er að hún hafi ætlað að koma borða með slag­orð­inu „Votes for Women“ fyrir á einum hest­anna. Ekki er hægt að gefa sér með vissu að hún hafi ákveðið hvaða hest hún hafi ætlað að grípa í, en það var Anmer sem varð fyrir val­inu, hestur í eigu kon­ungs­ins sjálfs.

Anmer keyrði á Dav­ison á fullum krafti. Hest­ur­inn flaug fram­fyrir sig og kastaði knap­an­um, sem hét Her­bert Jones, af baki. 

Svo merki­lega vildi til að atburð­ur­inn var festur á filmu og er eitt fræg­asta frétta­mynd­skeið þessa tíma. Dav­ison meidd­ist mikið við árekst­ur­inn, en lifði í fjóra daga á sjúkra­húsi áður en hún lést hinn 8. júní 1913.

Jones fékk heila­hrist­ing við fall­ið, en þó hann hafi náð sér fljótt lík­am­lega, leit­aði slysið á hann alla tíð og árið 1951 svipti hann sig lífi.

Tugir þúsunda fylgdu henni til grafar.

WSPU gerði mikið úr dauða Dav­isons og fylgdu tug­þús­undir henni til hvílu.

Enn er deilt um hvað henni gekk til, en það þykir lík­legt að hún hafi ekki ætlað sér að deyja þarna á braut­inni þar sem hún keypti lest­ar­miða báðar leiðir og hafði skipu­lagt sum­ar­frí með systur sinn­i. 

Eins er ómögu­legt að segja hvort þessi skelfi­legi atburður hafi haft mikil áhrif á rétt­inda­bar­áttu breskra kvenna, en það liðu fimmtán ár þangað til að allar konur yfir 21 árs aldri fengu kosn­inga­rétt með lög­um.

Hvað sem því líð­ur, þá skráði Emily Dav­ison sig ræki­lega í sögu­bæk­urn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 11. þáttur: „Að fara inn í íslenskan torfkofa opnar leið inn í heim iðandi ofurlífveru“
Kjarninn 26. október 2021
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
„Almennt má segja að skólastarf hafi gengið ágætlega frá skólabyrjun“
Ríkisstjórnin ræddi skólastarf í leik- og grunnskólum haustið 2021 vegna COVID-19 á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 26. október 2021
Hagnaður Facebook á þriðja ársfjórðungi var 9 milljarðar dollarar, eða sem nemur rúmum 1.166 milljörðum króna.
Yfir þúsund milljarða króna hagnaður í skugga uppljóstrana og fækkunar yngri notenda
Hagnaður Facebook var meiri en búist var við á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma fækkar notendum í yngsta aldurshópnum og Facebook hyggst „endurheimta týndu kynslóðina“.
Kjarninn 26. október 2021
Fyrsta sektarákvörðun fjölmiðlanefndar sem varðar hlaðvarpsmiðlun var birt í síðustu viku.
Fjölmiðlanefnd sektar og skammar hlaðvarpsstjórnendur – og fær bágt fyrir
Árslöngum eltingaleik fjölmiðlanefndar við nokkra hlaðvarpsþætti lauk fyrir helgi með einni sektarákvörðun og tveimur álitum. Sum hlaðvörp eru nú fjölmiðlar og skráðir sem slíkir en þær raddir heyrast að eftirlitið með þessum markaði sé fram úr hófi.
Kjarninn 26. október 2021
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Meira úr sama flokkiÍ þá tíð...