Kóralrifið mikla á ekki afturkvæmt

Óraunhæft er, samkvæmt sérfræðingum, að bjarga kóralrifinu mikla sem er staðsett norður af Queensland í Ástralíu.

kóralrif
Auglýsing

Kóralrifið mikla, eða The Great Barrier Reef, sem staðsett er norður af Queensland, Ástralíu, hefur lengi barist við afleiðingar hlýnunar jarðar. Rifið hefur verið undir smásjá vísindamanna og árið 2015 var áætlun hrint í framkvæmd af áströlskum yfirvöldum sem miðaði að því að bjarga rifinu og öllu lífkerfi þess. Því miður virðist þessi metnaðarfulla áætlun ekki ætla fram að ganga.

Samkvæmt sérfræðingum áætlunarinnar er óraunhæft að stefna á að bjarga rifinu. Nú þarf að líta á allar aðgerðir sem björgunaraðgerðir og bjarga því sem bjargað verður. Rifið hefur undanfarið lent í hverju hvíttunar-atvikinu á fætur öðru, en slík atvik eiga sér stað þegar lífverur innan rifsins lenda í miklu stressi, eins og t.d. hækkun hitastigs eða breytingu á seltu svo dæmi séu tekin.

Þessi tíðu hvíttunar-atvik hafa sannfært vísindamenn um að ef raunverulega á að ná árangri við verndun rifsins þarf að beita kröftunum í að standa vörð um líffræðilegt hlutverk rifsins í lífkeðju hafsins. Líffræðilegt hlutverk rifsins er að viðhalda þeim ótal tegundum sem í því, og allt um kring, lifa. Kóralrifið mun kannski ekki viðhalda öllum sínum líffræðilega fjölbreytileika en hlutverk þess við að viðhalda aðstæðum á svæðinu verður haldið á lofti.

Auglýsing

Sérfræðingar áætlunarinnar benda á að í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar var lítil áhersla lögð á að sporna við hlýnun jarðar og losun gróðurhúsalofttegunda. Hnignun kóralrifja, alls staðar í heiminum, mun því miður halda áfram meðan jörðin heldur áfram að hlýna.

Það má því segja að við séum komin á ákveðinn vendipunkt í baráttunni gegn hlýnun jarðar með þessari ákvörðun ástralskra yfirvalda og vísindamanna. Þegar björgunaráætlanir snúast ekki lengur um að bjarga vistkerfinu heldur einungis að reyna að takmarka skaðann erum við stödd á tímapunkti sem kallast á slæmri íslensku „the point of no return“.

Enn of aftur erum við minnt á hversu ótrúlega mikilvægt það er fyrir alla að taka höndum saman við að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og sporna við hlýnun jarðar með öllum ráðum. Vonandi verður þetta skref sem stíga á í Ástralíu eini „point of no return“ í aðgerðum okkar gegn hlýnun jarðar.

Fréttin birtist fyrst á Hvatanum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk