Umhverfisvænar vörur sem stuðla að slökun

Blómkollur býður upp á hágæða vörur með umhverfisvæna gæðavottun sem stuðla að aukinni slökun. Í vörunum fara hönnun og notagildi saman. Og nú getur fólk tryggt sér rúmföt frá fyrirtækinu á Karolina fund.

blómkollur
Auglýsing

Blómkollur er nýstofnað fyrirtæki af myndlistarmanninum Sigríði Soffíu Hafliðadóttur en hún starfar kórstjóri og Ragnari Pálmari Kristjánssyni, hönnuði og athafnamanni. Markmið Blómkolls er að bjóða upp á vandaðar hágæða vörur með umhverfisvæna gæðavottun sem stuðla að aukinni slökun þar sem hönnun og notagildi fara saman. 

Fyrsta vara Blómkolls eru 400 þráða satín rúmföt sem væntanleg eru síðla sumars. Sigríður Soffía, eða Sigga Soffía eins og hún er oftast kölluð hefur lengi leitað í myndlistina sem leið til aukinnar slökunar en mandalan sem prýðir rúmfötin saman stendur af vatnslitaðri flóru Íslands og er ætlað að leiða til aukinnar slökunar. Ragnar Pálmar hefur séð um vöruþróun og hönnun. Við spurðum Siggu Soffíu nokkurra spurninga. 

Auglýsing

Hvernig vaknaði hugmyndin að þessu verkefni?

„Ég hafði lengi séð myndirnar mínar fyrir mér á fallegum vörum sem myndu stuðla að aukinni slökun. Sjálf hef ég fundið fyrir kvíða og mín leið í átt að bata hefur til dæmis verið fólgin í því að teikna og mála. Hugmyndin að rúmfatalínunni kom til mín í hreiðurgerðinni fyrir komu frumburðarins og ákvað að láta þennan gamla draum verða að veruleika. Við Ragnar fórum að skoða möguleikann á ungbarnarúmfatalínu en vegna gríðarlegrar eftirspurnar ákváðum við að bjóða einnig uppá fullorðinssett. Ferlið er búið að vera langt og strangt, við höfum prufað ótal efni og niðurstaðan varð sú að við munum bjóða upp á 100% 400 þráða satín bómull með oeko-tex gæðavottun.“Blómkollur er nýstofnað fyrirtæki af myndlistarmanninum Sigríði Soffíu Hafliðadóttur en hún starfar kórstjóri og Ragnari Pálmari Kristjánssyni, hönnuði og athafnamanni.

Hvað er heilunarkraftur mandölunnar og hvernig tengist hann sköpuninni?

„Ég hef heillast af mandöluforminu í langan tíma. Eftir að hafa kynnt mér þetta dáleiðandi, samhverfa form sá ég hversu merkingamikill táknheimur hennar var og heillaðist. Mandölur hafa verið til í mörg þúsund ár. Orðið mandala er sanskrít og þýðir hringur, marghyrningur, samfélag og tengsl. Mandala getur bæði táknað sýnilega heiminn í kringum okkur og þann ósýnilega heim sem býr innra með okkur. Upphaf mandölunnar er í miðju hennar, heildin sameinast í kring um miðju/kjarna mandölunnar sem síðar verður að einni heild. Þetta hringlaga listaverk kemur úr tíbetskum búddisma og hefur til dæmis verið notað við helgiathafnir og hugleiðslu.

Allar þessar mandöluteikningar sem ég hef verið að tekna undanfarin ár hafa verið mín persónulega hugleiðsluaðferð, ég róast við þá gjörð að teikna og svo finnst mér þetta hringlaga, mynstraða og litríka mandöluform róandi. Ásamt því að teikna mandölur langaði mig til að prufa vatnslitina og fór að mála þær íslensku plöntur sem mér þóttu fallegar, fljótlega fann ég þessu sameiginlegan farveg svo úr varð flórumandölumyndirnar.“

Hvað bjóðið þið í staðinn fyrir að heita á verkefnið ykkar?

„Hópfjáröflunin gengur ótrúlega vel inná Karolina fund síðunni getur fólk tryggt sér rúmföt á hagstæðu verði. Fólk getur valið um allskyns pakka. Frá einu ungbarnasetti yfir í BOMBUNA en þá tryggir einstaklingurinn sér tvö ungbarnasett, tvö fullorðinssett, innrammaða mandölumynd að eigin vali í stærð 50cm x 50cm teiknaða af mér. Að auki fær hann/hún fjóra einkatíma í söng og auðvitað boð í útgáfuteiti þegar sængurverasettin koma.“

Hægt er að skoða verkefnið hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiFólk