Í þá tíð… Þegar „Púðurtunna Evrópu“ sprakk

Eftir fjögurra alda veru í Evrópu stóð veldi hinna tyrknesku Ottómana á brauðfótum. Deilur þjóðarbrota á Balkanskaga eftir brottrekstur Tyrkja í upphafi aldarinnar, höfðu varanleg áhrif á valdahlutföll í Evrópu.

Þjóðarbrot á Balkanskaga hafa borist á banaspjót um langa hríð með miklum afleiðingum fyrir alla Evrópu.
Þjóðarbrot á Balkanskaga hafa borist á banaspjót um langa hríð með miklum afleiðingum fyrir alla Evrópu.
Auglýsing

Balkanskagi er stórmerkilegur fyrir margra hluta sakir. Þar er meðal annars að finna fallegt landslag, ríka menningararfleifð og fjölbreytt mannlíf þar sem þjóðarbrotum og trúarhópum ægir saman.

Þessi fjölbreytni hefur einnig haft sína ókosti en hún var einmitt ein ástæðan á bak við ófriðinn sem geisaði í fyrrum ríkjum Júgóslavíu á tíunda áratug síðustu aldar og jafnvel í dag er ástand þar viðsjárvert, sérstaklega í Bosníu Hersegóvínu þar sem langt í frá er gróið um heilt milli þjóðarbrota.

Raunar er hugtakið Balkan-væðing (e. Balkanization) notað um það þegar ríki eða svæði skiptist upp í minni einingar sem troða svo illsakir hvor við aðra.

Auglýsing

Balkanskagi var um aldir undir yfirráðum Ottómanaveldisins tyrkneska, sem réði einnig ríkjum í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Það var á valdatíð Suleimans um miðbik sextándu aldar sem veldi Ottómana stóð sem hæst og þeir höfðu lagt undir sig landsvæði þar sem í dag eru Grikkland, Búlgaría, Ungverjaland, Makedónía, Rúmenía, Serbía, Albanía og Svartfjallaland.Ottómanaveldið tyrkneska hafði ráðið yfir landsvæði á Balkanskaga í um fjórar aldir þegar þeir voru endanlega reknir á brott árið 1912. Mynd:Britannica.com

Með upprisu þjóðernishyggju á nítjándu öld, og sífellt veikara Ottómanaveldi fór ástandið á Balkanskaga að snúast til verri vegar og í upphafi 20. aldar var ljóst að í óefni stefndi. Það var um það leyti sem fyrst var farið að tala um Balkanskaga sem „Púðurtunnu Evrópu“, í þeim skilningi að ef allt færi þar upp í háaloft, myndi sá hvellur finnast um gervalla álfuna.

Það er mikið til í þeirri kenningu að morðið á Franz Ferdinand og hans frú í Sarajevo árið 1914 hafi hrundið fyrri heimsstyrjöldinni af stað, og það hafi lagt grunninn að þeirri seinni, en í raun má rekja aðdragandann að því nokkur ár aftar í tímann þegar Fyrsta Balkanstríðið braust út.

Af litlum neista…

Stórveldin voru farin að líta Balkanskaga hýru auga fyrir aldamótin þar sem hinir tyrknesku Ottómanar voru veikir fyrir. Austurríki-Ungverjaland innlimaði Bosníu og Hersegóvínu árið 1908 og hvöttu Búlgaríu einnig til að lýsa yfir sjálfstæði. Þetta ærði Serba, sem sjálfir höfðu brotist til sjálfstæðis árið 1882 og fannst þeir eiga tilkall til Bosníu, sem og Rússa, sem voru dyggir stuðningsmenn Serba. Valdajafnvægið sem hafði tryggt sæmilegan frið í álfunni í rúm 40 ár hafði nú riðlast svo að ekki varð aftur snúið.

Árið 1912 hvöttu Rússar Serba, Búlgara, Grikki og Svartfellinga til að taka höndum saman og reka Tyrki frá Suð-Austur-Evrópu. Það var og niðurstaðan. Þau litu fram hjá deilumálum sín á milli og stökktu Tyrkjum á flótta og innan mánaðar höfðu Ottómanar misst ítök sín á Balkanskaga eftir nær fjögurra alda valdatíð.

Tyrkneskir hermenn í fullum herskrúða.Eftir atið flykktust evrópsku veldin að til að skipta sér af málalokum með það að markmiði að tryggja sér ítök í því tímarúmi sem myndaðist með brotthvarfi Tyrkja. Sáttmálinn eftir stríðslok fól í sér að Makedóníu var skipt upp milli hinna fjögurra sigursælu ríkja, en Búlgurum fannst þeir samt bera skarðan hlut frá borði miðað við Grikki og Serba. Þeir gerðu því árás á  Grikkland og Serbíu, einungis mánuði eftir að vopnahlé var lýst yfir, en mættu harðri mótspyrnu og gagnárásum frá Serbíu, Grikklandi, Tyrklandi og Rúmeníu, sem kallað er seinna Balkanstríðið, og enduðu með því að missa enn meira landsvæði.

Búlgarskir hermenn búa sig undir að varpa sprengjum á Tyrki. Búlgarir voru fyrstir til að beita flugvélum í hernaði. Mynd:Time.comÞegar þarna var komið var Balkanskagi á suðupunkti. Austurríkismenn voru orðnir afar tortryggnir í garð Serba og Rússa og því mátti lítið út af bera til að allt færi í hund og kött.

Það var í þessu spennuhlaðna ástandi sem serbneskur aðskilnaðarsinni í Bosníu á táningsaldri, Gavrilo Princip að nafni, stökk að bílalest Franz Ferdinands, ríkisarfa Austurríkis-Ungverjalands og hleypti af tveimur skotum sem enduróma um Evrópu enn þann dag í dag.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiÍ þá tíð...