Mörland

Jón Gnarr fjallar um hina svokölluðu Íslandssögu í pistlaröð. Hann segir að það sé ekki að ástæðulausu sem þeir sem höfðu starfað eða búið á Íslandi hefðu á hinum Norðurlöndunum verið kallaðir Mörlandinn, eða fólkið sem dvaldist á Spik-landi.

Auglýsing

Á árunum 535 til 536 gengu miklar nátt­úru­ham­farir yfir heim­inn sem ollu afger­andi lofts­lags­breyt­ing­um. Þetta kemur fram í ýmsum heim­ildum frá þessum tíma og frá ólíkum stöð­um, frá Suður Amer­íku og Evr­ópu til Asíu. Lýs­ingar á ástand­inu eru allar frekar svip­að­ar. Ryk og grá móða fyllti him­in­inn og byrgði fyrir sólu. Móð­unni fylgdu miklir þurrkar og sums staðar var engu lík­are en rigndi ryki. Hita­stigið í heim­inum öllum lækk­aði all svaka­lega og við tóku miklir og áður óþekktir kuld­ar. Í Suður Evr­ópu snjó­aði rykugum snjó um mitt sumar og gekk á með næt­ur­frost­um. Varla hefur verið um neitt eig­in­legt sumar að ræða nokk­urs staðar á jörð­inni þessi árin og árin á eft­ir. Upp­skera brást, korn söln­aði á ökrum og fólk og búfén­aður féll víða niður einsog útaf eitr­un.

Þessu ástandi fylgdi hnatt­ræn hung­ursneyð. Bygg og hrís­grjón sem verið höfðu und­ir­staðan í fæðu flestra jarð­ar­búa buð­ust hrein­lega ekki lengur og land­bún­aður lagð­ist af. Fólk var til­neytt til að leita á önnur mið eftir mat að éta. Heilu sam­fé­lögin sem höfðu áður stundað búskap með hús­dýrum snéru sér að veið­um. Þá hefur eflaust komið sér vel að búa við sjáv­ar­síð­una og eiga bát­kríli.

Engar sam­tíma­heim­ildir geta orsakar þess­ara hrylli­legu ham­fara sem hljóta að hafa blasað við jarð­ar­búum eins og hreinn og klár heimsend­ir. Þar sem engin ein útskýr­ing var sjá­an­leg varð fólk að geta sér þess til hvað hefði gerst og þá er oft stutt í æðri mátt­ar­völd og reiði guðs og guða.

Auglýsing

Eld­gos söku­dólg­ur­inn

Lengi var talið að loft­steinn hefði jafn­vel fallið á jörð­ina með svip­uðum afleið­ingum og þeim sem urðu dínósár­unum að ald­urtila. En nýjust vís­inda­rann­sóknir sýna að söku­dólg­ur­inn var eld­virkni og þarna hefur verið um að ræða eitt­hvert mesta eld­gos á sögu­legum tím­um. Þetta má lesa úr borkjarna­sýnum sem tekin hafa verið úr Græn­lands­jökli. Við vitum ekki nákvæm­lega hvar þetta eld­gos gerð­ist, við vitum bara að það hefur verið úr almanna­leið. Lík­leg­asti söku­dólg­ur­inn er af mörgum talið eld­fjallið Krakatá í Indónesíu. Það þykir lík­legur söku­dólgur og hafa burði til að valda svona usla. En svo eru þau sem grunar önnur eld­fjöll.

Rann­sak­endur hafa verið að beina augum sínum að svoköll­uðum ofur-eld­fjöllum eða super­volcanoes. Hér á landi hefur þeirri hug­mynd verið hampað nokkuð að það hljóti að hafa verið um íslenskt eld­fjall að ræða. En það er vafasöm til­gáta. Það eru engin ofur­eld­fjöll hér. Þau eru flest í heims­álf­unni Amer­íku. Eitt þekkt­ast þeirra er þjóð­garð­ur­inn Yell­ow­stone en svo rekur hvert fjallið annað niður með Vest­ur­strönd­inni og til Síle. Það eru líka ein­hver á Ítalíu og við Mið­jarð­ar­haf en þau eru öll með fjar­vist­ar­sönnun og fólk hefði ábyggi­lega tekið eftir því ef þau hefðu verið að æsa sig. Ég er eng­inn jarð­fræð­ingur en eftir að hafa skoðað þetta laus­lega þá finnst mér trú­legt að þetta hafi verið í Amer­íku. Kannski var þetta eld­virkni á stóru svæði og sem spann­aði fleiri en eitt eld­fjall?

„Svart var þá sól­skin of sumur eft­ir, veðr öll válynd“

Hvað það var sem olli þá hafði það afger­andi áhrif á allt líf­ríki jarð­ar­innar og kúltúr all­an. Svaka­leg­ust hljóta áhrifin að hafa orðið á Norð­ur­hveli jarð­ar. Þar var kalt fyrir en varð nú jafn­vel ennþá kald­ara. Ef Ítalía hefur breyst í Ísland þá hefur Nor­egur lík­lega breyst í Síber­íu. Við eigum engar heim­ildir um það.

En það er ákveðin kenn­ing um það að þessar óút­skýrðu nátt­úru­ham­farir hafi haft áhrif á það að frið­samt norskt bænda­fólk hafi vopn­bú­ist og byrjað að ráðst á annað fólk. Það er margt virt fræða­fólk sem vill meina að þetta hafi verið inn­blást­ur­inn að Völu­spá, Eddu­kvæð­inu sem segir frá Ragnarök­um, enda­lokum heims­ins. Lýs­ing­arnar í kvæð­inu eru ekki ólíkar lýs­ing­unum af því sem gekk á 535 og árin á eftir og þeim sviðs­myndum sem vís­inda­fólk bregður upp: „Sól tér sortna ...“ og „svart var þá sól­skin of sumur eft­ir, veðr öll válynd.“

Órói og átök beinar og óbeinar afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga

Aðal­orku­efni lík­am­ans eru fita, kol­vetni og prótein. Kol­vetni fékk fólk aðal­lega úr korni, þótt það sé allur gangur á því í dag. Þegar það var ekki lengur að fá varð fólk að snúa sér að fitu og próteini og það varð ljóst að mað­ur­inn lifir ekki á brauði einu sam­an. Þegar fólk snéri sér í rík­ara mæli að veiði­mennsku en það hafði gert áður, þá varð það líka að venda vel valið á þeim dýrum sem það eyddi sinni tak­mörk­uðu orku í að veiða. Þar skipti fita mestu máli. Fita skiptir alltaf mestu máli í kulda.

Sagan segir okkur líka að órói, spenna og átök fólks á milli eru gjarnan beinar og óbeinar afleið­ing­ingar lofts­lags­breyt­inga sem raskað hafa eðli­legu jafn­vægi og haft áhrif á afkomu fólks. Eld­gosið í Laka­gígum 1783 hafði mikil áhrif á veð­ur­far í Evr­ópu og olli þar upp­skeru­bresti og dauðs­föll­um. Það var hluti af atburð­ar­rás sem leiddi til Frönsku bylt­ing­ar­innar sex árum síð­ar.

Þetta kemur skýrt fram í Völu­spá í hinu þekkta erindi: „Bræður munu berj­ast og að bönum verða.“ Ætli ham­far­irnar 535 hafi verið inn­blást­ur­inn að ljóð­inu og það hafi verið upp­runa­lega samið skömmu eftir þá tíma?

Fólk leit­aði norður á bóg­inn

Mér finnst eðli­legt að ætla að eftir þessa atburði hafi fólk í Evr­ópu leitað norður á bóg í fæðu­leit. Ég held að það hafi ekki bara verið Skand­ína­var heldur og aðrar germ­anskar þjóð­ir, Baskar og fólk frá lönd­unum við Mið­jarð­ar­haf. Þar var mesta tækni­þró­un­in, tól og tæki, og sér­stak­lega góð, haf­fær skip. Þetta fólk sigldi norður til að afla sér mat­ar. Það leit­aði að fiski, feitum fugl­um, sel, rost­ungi og jafn­vel hvöl­um. Allt sem var feitt var veitt.

Ég hall­ast að því að Ísland hafi fund­ist á þessum tímum og fólk reist útstöðvar hér sem voru virkar á sumrin en lágu meira og minna niðri yfir vet­ur­inn. Ísland hefur verið skil­greind sem ein­hvers­konar einskis­manns­land og sem eng­inn átti eða hafði til­kall til. Skand­ína­varnir áttu kannski ekki þarna sjálf skip til svona langra úthafs­sigl­inga. En þau bjuggu yfir veiði­kunn­áttu og þekktu aðstæður betur en þeir sem skipin áttu. Þegar þessu harð­inda tíma­bili lauk svo loks og korn fór aftur að vaxa hættu skipin að koma. En þá hafði fólkið svo mikla reynslu og þekk­ingu af þessum skipum að það treysti sér til að smíða skip sjálf. Kannski var þetta ekki alveg svona svart og hvítt. Það er t.d. ýmis­legt sem bendir til þess að Baskar hafi reglu­lega siglt á norð­ur­höf til veiða. Kannski var það og í sam­starfi við fólk í Nor­egi.

Uppi­staðan í vinnu­afl­inu mest­megnis þræla­afl

Forn­sögur Norð­ur­landa eru upp­fullar af til­vitn­unum um Ísland. Ég ætla ekki að rekja þær hér en þar er það oft ekki tal­inn merki­legur eða spenn­andi staður og kallað ýmist „veiði­stöð“, „eyði­byggð­ir“, eða jafn­vel „eyðisker“. En það fór nú samt svo að margir ríkir höfð­ingjar sáu sér hag í því að vera hér með rekst­ur. Ýmis­legt hlýtur að hafa komið uppí hend­urnar á þeim af því sem aðrir skildu hér eft­ir, eins og húsa­kost­ir, aðstaða og jafn­vel tæki og tól.

Meg­in­uppi­staðan í vinnu­afl­inu held ég að sé öruggt að full­yrða að hafi mest­megnis verið þræla­afl. Þegar þræla­hald fór að verða litið horn­auga í hinum sið­mennt­aða heimi og var á end­anum bannað held ég að margur höfð­ing­inn hafi sent allan þræla­her sinn hing­að. Þannig gátu þeir verið fínir kallar með hreinan skjöld í Nor­egi og eng­inn þurfti neitt að vita af aflands­fé­lög­unum sem þeir ráku hér. Kannski voru ein­staka varð­menn með þessu ves­al­ings fólki en mér þykir lík­legra að það hafi að mestu verið hér eitt og yfir­gef­ið. Fólkið reyndi sitt besta til að kom­ast af. En hvert sumar komu hrika­legir náungar siglandi frá Nor­egi. Og ef þeir fengu ekki það sem þeir vildu, einsog spik, þurrkað kjöt, salt­fisk, vefn­að­ar­vöru úr ull og járn þá fékk fólkið að gjalda þess og fólk miskun­ar­laust pyntað og drep­ið. Þetta hefur verið meira ömur­lega líf­ið. Kannski gleymd­ust ein­hverjir í afskektum víkum og fengu að vera í friði.

Það er ekki að ástæðu­lausu sem þeir sem höfðu starfað eða bjuggu á Íslandi voru á hinum Norð­ur­lönd­unum kall­aðir Mör­land­inn, eða fólkið sem dvald­ist á Spik-landi. Ísland var byggt á spiki og mör. Hingað hefur nær eng­inn komið sjálf­vilj­ugur heldur vegna vinnu eða hrein­lega verið sent hingað og ekki spurt. Að halda því fram að norskir bændur hafi séð hér ein­hver stór­kost­leg tæki­færi í land­bún­aði er tóm þvæla. Það er líka bull að fólk hafi verið að flýja ein­hvern hárfagran Har­ald. Har­aldur þessi var ekki til á þessum tíma og var búinn til löngu seinna sem hluti af skáld­sög­unni Íslands­saga. Hún var samin sér­stak­lega af afkom­endum þræl­anna og til þess að hin sanna saga kæmi aldrei fram.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit