Mörland

Jón Gnarr fjallar um hina svokölluðu Íslandssögu í pistlaröð. Hann segir að það sé ekki að ástæðulausu sem þeir sem höfðu starfað eða búið á Íslandi hefðu á hinum Norðurlöndunum verið kallaðir Mörlandinn, eða fólkið sem dvaldist á Spik-landi.

Auglýsing

Á árunum 535 til 536 gengu miklar nátt­úru­ham­farir yfir heim­inn sem ollu afger­andi lofts­lags­breyt­ing­um. Þetta kemur fram í ýmsum heim­ildum frá þessum tíma og frá ólíkum stöð­um, frá Suður Amer­íku og Evr­ópu til Asíu. Lýs­ingar á ástand­inu eru allar frekar svip­að­ar. Ryk og grá móða fyllti him­in­inn og byrgði fyrir sólu. Móð­unni fylgdu miklir þurrkar og sums staðar var engu lík­are en rigndi ryki. Hita­stigið í heim­inum öllum lækk­aði all svaka­lega og við tóku miklir og áður óþekktir kuld­ar. Í Suður Evr­ópu snjó­aði rykugum snjó um mitt sumar og gekk á með næt­ur­frost­um. Varla hefur verið um neitt eig­in­legt sumar að ræða nokk­urs staðar á jörð­inni þessi árin og árin á eft­ir. Upp­skera brást, korn söln­aði á ökrum og fólk og búfén­aður féll víða niður einsog útaf eitr­un.

Þessu ástandi fylgdi hnatt­ræn hung­ursneyð. Bygg og hrís­grjón sem verið höfðu und­ir­staðan í fæðu flestra jarð­ar­búa buð­ust hrein­lega ekki lengur og land­bún­aður lagð­ist af. Fólk var til­neytt til að leita á önnur mið eftir mat að éta. Heilu sam­fé­lögin sem höfðu áður stundað búskap með hús­dýrum snéru sér að veið­um. Þá hefur eflaust komið sér vel að búa við sjáv­ar­síð­una og eiga bát­kríli.

Engar sam­tíma­heim­ildir geta orsakar þess­ara hrylli­legu ham­fara sem hljóta að hafa blasað við jarð­ar­búum eins og hreinn og klár heimsend­ir. Þar sem engin ein útskýr­ing var sjá­an­leg varð fólk að geta sér þess til hvað hefði gerst og þá er oft stutt í æðri mátt­ar­völd og reiði guðs og guða.

Auglýsing

Eld­gos söku­dólg­ur­inn

Lengi var talið að loft­steinn hefði jafn­vel fallið á jörð­ina með svip­uðum afleið­ingum og þeim sem urðu dínósár­unum að ald­urtila. En nýjust vís­inda­rann­sóknir sýna að söku­dólg­ur­inn var eld­virkni og þarna hefur verið um að ræða eitt­hvert mesta eld­gos á sögu­legum tím­um. Þetta má lesa úr borkjarna­sýnum sem tekin hafa verið úr Græn­lands­jökli. Við vitum ekki nákvæm­lega hvar þetta eld­gos gerð­ist, við vitum bara að það hefur verið úr almanna­leið. Lík­leg­asti söku­dólg­ur­inn er af mörgum talið eld­fjallið Krakatá í Indónesíu. Það þykir lík­legur söku­dólgur og hafa burði til að valda svona usla. En svo eru þau sem grunar önnur eld­fjöll.

Rann­sak­endur hafa verið að beina augum sínum að svoköll­uðum ofur-eld­fjöllum eða super­volcanoes. Hér á landi hefur þeirri hug­mynd verið hampað nokkuð að það hljóti að hafa verið um íslenskt eld­fjall að ræða. En það er vafasöm til­gáta. Það eru engin ofur­eld­fjöll hér. Þau eru flest í heims­álf­unni Amer­íku. Eitt þekkt­ast þeirra er þjóð­garð­ur­inn Yell­ow­stone en svo rekur hvert fjallið annað niður með Vest­ur­strönd­inni og til Síle. Það eru líka ein­hver á Ítalíu og við Mið­jarð­ar­haf en þau eru öll með fjar­vist­ar­sönnun og fólk hefði ábyggi­lega tekið eftir því ef þau hefðu verið að æsa sig. Ég er eng­inn jarð­fræð­ingur en eftir að hafa skoðað þetta laus­lega þá finnst mér trú­legt að þetta hafi verið í Amer­íku. Kannski var þetta eld­virkni á stóru svæði og sem spann­aði fleiri en eitt eld­fjall?

„Svart var þá sól­skin of sumur eft­ir, veðr öll válynd“

Hvað það var sem olli þá hafði það afger­andi áhrif á allt líf­ríki jarð­ar­innar og kúltúr all­an. Svaka­leg­ust hljóta áhrifin að hafa orðið á Norð­ur­hveli jarð­ar. Þar var kalt fyrir en varð nú jafn­vel ennþá kald­ara. Ef Ítalía hefur breyst í Ísland þá hefur Nor­egur lík­lega breyst í Síber­íu. Við eigum engar heim­ildir um það.

En það er ákveðin kenn­ing um það að þessar óút­skýrðu nátt­úru­ham­farir hafi haft áhrif á það að frið­samt norskt bænda­fólk hafi vopn­bú­ist og byrjað að ráðst á annað fólk. Það er margt virt fræða­fólk sem vill meina að þetta hafi verið inn­blást­ur­inn að Völu­spá, Eddu­kvæð­inu sem segir frá Ragnarök­um, enda­lokum heims­ins. Lýs­ing­arnar í kvæð­inu eru ekki ólíkar lýs­ing­unum af því sem gekk á 535 og árin á eftir og þeim sviðs­myndum sem vís­inda­fólk bregður upp: „Sól tér sortna ...“ og „svart var þá sól­skin of sumur eft­ir, veðr öll válynd.“

Órói og átök beinar og óbeinar afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga

Aðal­orku­efni lík­am­ans eru fita, kol­vetni og prótein. Kol­vetni fékk fólk aðal­lega úr korni, þótt það sé allur gangur á því í dag. Þegar það var ekki lengur að fá varð fólk að snúa sér að fitu og próteini og það varð ljóst að mað­ur­inn lifir ekki á brauði einu sam­an. Þegar fólk snéri sér í rík­ara mæli að veiði­mennsku en það hafði gert áður, þá varð það líka að venda vel valið á þeim dýrum sem það eyddi sinni tak­mörk­uðu orku í að veiða. Þar skipti fita mestu máli. Fita skiptir alltaf mestu máli í kulda.

Sagan segir okkur líka að órói, spenna og átök fólks á milli eru gjarnan beinar og óbeinar afleið­ing­ingar lofts­lags­breyt­inga sem raskað hafa eðli­legu jafn­vægi og haft áhrif á afkomu fólks. Eld­gosið í Laka­gígum 1783 hafði mikil áhrif á veð­ur­far í Evr­ópu og olli þar upp­skeru­bresti og dauðs­föll­um. Það var hluti af atburð­ar­rás sem leiddi til Frönsku bylt­ing­ar­innar sex árum síð­ar.

Þetta kemur skýrt fram í Völu­spá í hinu þekkta erindi: „Bræður munu berj­ast og að bönum verða.“ Ætli ham­far­irnar 535 hafi verið inn­blást­ur­inn að ljóð­inu og það hafi verið upp­runa­lega samið skömmu eftir þá tíma?

Fólk leit­aði norður á bóg­inn

Mér finnst eðli­legt að ætla að eftir þessa atburði hafi fólk í Evr­ópu leitað norður á bóg í fæðu­leit. Ég held að það hafi ekki bara verið Skand­ína­var heldur og aðrar germ­anskar þjóð­ir, Baskar og fólk frá lönd­unum við Mið­jarð­ar­haf. Þar var mesta tækni­þró­un­in, tól og tæki, og sér­stak­lega góð, haf­fær skip. Þetta fólk sigldi norður til að afla sér mat­ar. Það leit­aði að fiski, feitum fugl­um, sel, rost­ungi og jafn­vel hvöl­um. Allt sem var feitt var veitt.

Ég hall­ast að því að Ísland hafi fund­ist á þessum tímum og fólk reist útstöðvar hér sem voru virkar á sumrin en lágu meira og minna niðri yfir vet­ur­inn. Ísland hefur verið skil­greind sem ein­hvers­konar einskis­manns­land og sem eng­inn átti eða hafði til­kall til. Skand­ína­varnir áttu kannski ekki þarna sjálf skip til svona langra úthafs­sigl­inga. En þau bjuggu yfir veiði­kunn­áttu og þekktu aðstæður betur en þeir sem skipin áttu. Þegar þessu harð­inda tíma­bili lauk svo loks og korn fór aftur að vaxa hættu skipin að koma. En þá hafði fólkið svo mikla reynslu og þekk­ingu af þessum skipum að það treysti sér til að smíða skip sjálf. Kannski var þetta ekki alveg svona svart og hvítt. Það er t.d. ýmis­legt sem bendir til þess að Baskar hafi reglu­lega siglt á norð­ur­höf til veiða. Kannski var það og í sam­starfi við fólk í Nor­egi.

Uppi­staðan í vinnu­afl­inu mest­megnis þræla­afl

Forn­sögur Norð­ur­landa eru upp­fullar af til­vitn­unum um Ísland. Ég ætla ekki að rekja þær hér en þar er það oft ekki tal­inn merki­legur eða spenn­andi staður og kallað ýmist „veiði­stöð“, „eyði­byggð­ir“, eða jafn­vel „eyðisker“. En það fór nú samt svo að margir ríkir höfð­ingjar sáu sér hag í því að vera hér með rekst­ur. Ýmis­legt hlýtur að hafa komið uppí hend­urnar á þeim af því sem aðrir skildu hér eft­ir, eins og húsa­kost­ir, aðstaða og jafn­vel tæki og tól.

Meg­in­uppi­staðan í vinnu­afl­inu held ég að sé öruggt að full­yrða að hafi mest­megnis verið þræla­afl. Þegar þræla­hald fór að verða litið horn­auga í hinum sið­mennt­aða heimi og var á end­anum bannað held ég að margur höfð­ing­inn hafi sent allan þræla­her sinn hing­að. Þannig gátu þeir verið fínir kallar með hreinan skjöld í Nor­egi og eng­inn þurfti neitt að vita af aflands­fé­lög­unum sem þeir ráku hér. Kannski voru ein­staka varð­menn með þessu ves­al­ings fólki en mér þykir lík­legra að það hafi að mestu verið hér eitt og yfir­gef­ið. Fólkið reyndi sitt besta til að kom­ast af. En hvert sumar komu hrika­legir náungar siglandi frá Nor­egi. Og ef þeir fengu ekki það sem þeir vildu, einsog spik, þurrkað kjöt, salt­fisk, vefn­að­ar­vöru úr ull og járn þá fékk fólkið að gjalda þess og fólk miskun­ar­laust pyntað og drep­ið. Þetta hefur verið meira ömur­lega líf­ið. Kannski gleymd­ust ein­hverjir í afskektum víkum og fengu að vera í friði.

Það er ekki að ástæðu­lausu sem þeir sem höfðu starfað eða bjuggu á Íslandi voru á hinum Norð­ur­lönd­unum kall­aðir Mör­land­inn, eða fólkið sem dvald­ist á Spik-landi. Ísland var byggt á spiki og mör. Hingað hefur nær eng­inn komið sjálf­vilj­ugur heldur vegna vinnu eða hrein­lega verið sent hingað og ekki spurt. Að halda því fram að norskir bændur hafi séð hér ein­hver stór­kost­leg tæki­færi í land­bún­aði er tóm þvæla. Það er líka bull að fólk hafi verið að flýja ein­hvern hárfagran Har­ald. Har­aldur þessi var ekki til á þessum tíma og var búinn til löngu seinna sem hluti af skáld­sög­unni Íslands­saga. Hún var samin sér­stak­lega af afkom­endum þræl­anna og til þess að hin sanna saga kæmi aldrei fram.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
Kjarninn 8. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Samskiptasaga Kína og Íslands
Kjarninn 8. desember 2021
Stjórnmálaflokkar fá rúmlega 3,6 milljarða króna úr ríkissjóði á fimm árum
Níu stjórnmálaflokkar skipta með sér 728 milljónum krónum úr ríkissjóði árlega. Áætluð framlög voru 442 milljónum krónum lægri í upphafi síðasta kjörtímabils.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiÁlit