Hrifst af ófullkomleika og frumlegu tónlistarfólki

Hildur Vala Einarsdóttir er að fara að gefa út plötu með tónlist eftir sjálfa sig. Hljóðmynd hennar verður lágstemmd til að söngrödd hennar fái að njóta sín sem best. Hún safnar nú fyrir gerð plötunnar á Karolina fund.

Auglýsing

Hildur Vala Einarsdóttir vinnur nú að fjármögnun sinnar þriðju sólóplötu en ansi langt er um liðið frá því þær fyrri komu út (2005 og 2006). Fjölbreyttur hópur íslenskra hljóðfæraleikara leggur henni lið.

Hvenær byrjaðir þú fyrst að semja lög?

„Það eru þó nokkuð mörg ár síðan ég byrjaði að semja tónlist en á löngu tímabili var ég önnum kafinn í öðru; háskólanámi og barneignum og hafði ekki sérlega mikla þörf fyrir að gefa hana út. Nú hins vegar hefur tónlistaráhuginn blossað upp á ný og ég læt bara vaða, nýt þess að skapa og syngja.“

Auglýsing

Hvers konar stemmningu verður að finna á plötunni?

„Ætli megi ekki segja að melankólían sé dálítið undirliggjandi á plötunni; ljúfsár lög en einnig glaðleg inn á milli.  Ég leyfi mér að fara úr einu í annað og er ekkert að binda mig við eitthvað eitt ákveðið í þessum efnum.  Textarnir ráða auðvitað dálítið för en þeir koma úr ýmsum áttum til dæmis frá Degi Hjartarsyni, ljóðskáldi og Hjalta Þorkelssyni úr Múgsefjun.“

Hvað er það sem hrífur sjálfa þig mest við tónlist?

„Allskyns tónlist hrífur mig, oft hrífst ég af einfaldleika og einlægni, stundum af orku og miklum krafti, og ófullkomleika en einnig af frumlegu tónlistarfólki sem hugsar út fyrir rammann.  Annars er allskonar samspil sem veldur því að tónlist hrífur mig sérstaklega en kannski fyrst og fremst góð túlkun og sönn tilfinning.“

Síðasta sólóplata þín kom út árið 2006 og þessi mun líta dagsins ljós 12 árum síðar eða snemma árs 2018.  Verður nýja platan gjörólík því sem þú hefur áður sent frá þér?

„Hún er fyrst og fremst ólík að því leyti að ég sem alla tónlistina sjálf en á fyrri plötunum flutti ég lög eftir aðra höfunda.  Ég réð lagavalinu auðvitað samt sem áður en ég lagði miklu minna til málanna þegar kom að sjálfum upptökunum heldur en ég geri núna þegar ég er viðstödd allt sem gerist og hef hönd í bagga með lokaútkomu og ákvarðanir.   Þetta er ótrúlega skemmtilegt og skapandi ferli.

Og auðvitað lærdómsríkt.“

Má íslensk þjóðin eiga von á því að sjá meira af þér á næstu árum en þau síðustu?

„Ég reikna nú frekar með því. Fyrir það fyrsta mun ég halda útgáfutónleika í Salnum, Kópavogi, 15.febrúar 2018 og mig langar auðvitað að flytja músíkina mína sem víðast.“

Hægt er að styrkja verkefnið hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFólk