Í þá tíð… Árás Aum Shinrikyo

Þrettán létust í hryðjuverkaárás sem sértrúarsöfnuðurinn Aum Shinrikyo gerði á lestarfarþega i Tokyo.

Fórnarlamb hryðjuverkaárásarinnar í Tókýó flutt af vettvangi. Þrettán létu lífið í árásinni sem sértrúarsöfnuðurinn Aum Shinrikyo stóð fyrir, og þúsundir veiktust.
Fórnarlamb hryðjuverkaárásarinnar í Tókýó flutt af vettvangi. Þrettán létu lífið í árásinni sem sértrúarsöfnuðurinn Aum Shinrikyo stóð fyrir, og þúsundir veiktust.
Auglýsing

Hryðju­verka­menn og aðrir ill­virkjar sem helga krafta sína því að vinna öðrum – oftar en ekki sak­lausu fólki – mein, þykj­ast oft­ast vera að vinna í þágu ein­hverra trú­ar­bragða. Gjörðir slíkra manna eru hins vegar yfir­leitt afbökun eða afskræm­ing á gam­al­grónum kenni­setn­ing­um, og eiga fátt sam­eig­in­legt með grund­vall­ar­boð­skap þeirra.  

Svo eru einnig til­vik þar sem trú­ar­hópar eru gagn­gert sam­an­settir með tor­tím­ingu í huga og draga jafn­val að sér fylgj­endur á þeim grund­velli. 

Einn af þeim hópum er jap­anski sér­trú­ar­söfn­uð­ur­inn Aum Shin­rikyo sem taldi á sínum tíma tugir þús­unda með­lima, en er í dag helst þekktur fyrir kaldrifjuð hryðju­verk sem framin voru í hans nafni á tíunda ára­tugn­um.

Auglýsing

Búdd­ismi í bland við heimsenda­boð­skap

Upp­haf Aum Shin­rikyo (sem mætti þýða sem „Hinn mikli sann­leikur Aum“) má rekja aftur til níunda ára­tug­ar­ins, senni­lega um 1984, þeg­ar Shoko Asa­hara (sem hét áður Chizuo Matsum­oto) stofn­aði hóp sem hugs­aður var til iðk­unar til hug­leiðslu og jóga. Kenn­ing­ar Asa­haras, sem byggðu að mestu á búdd­is­ma, í bland við hindúsima og kristni, hlutu þó nokkurn hljóm­grunn og fjölg­aði skarpt í fylgj­enda­hópi hans og í kjöl­farið birt­ust við­töl við hann í fjöl­miðlum og hann var beð­inn um að flytja fyr­ir­lestra í háskólum og víð­ar.

Asahara Shoko stofnaði Aum Shinrikyo á níunda áratugnum og útnefndi sig frelsara sem myndi leiða fylgismenn sína í gegnum ragnarök. Hann og tólf aðrir voru dæmdir til dauða fyrir ódæðin sem þeir frömdu, en enginn dómanna hefur enn verið fullnustaður.Ákveðin þátta­skil urðu í Aum Shin­rikyo árið 1992 þegar Asa­hara gaf út bók til grund­vallar trú­ar­bragð­anna, en þar gaf hann veru­lega í hvað varð­aði heimsenda­spár sem hann sótti í Opin­ber­un­ar­bók Bibl­í­unnar og rit Nostradamusar, og lýsti því yfir að hann væri eins konar „kristur“ sem væri þess umkom­inn að taka á sig syndir mann­kyns.

Eins og oft vill vera þegar trú­ar­leið­togar boða yfir­vof­andi heimsenda, sem í þessu til­viki átti að bera til með kjarn­orku­styrj­öld sem Banda­ríkin kæmu af stað, var svar Asa­haras ein­falt; áhan­gendur Aum Shin­rikyo kæmust einir af, en aðeins ef þeir legðu traust sitt á Asa­hara og guð­lega krafta hans. Þessi hild­ar­leikur átti að eiga sér stað árið 1997 sam­kvæmt spá leið­tog­ans.

Skugga­hliðar koma í ljós

Þegar þarna var komið hafði þegar staðið nokkur styr um starf­semi Aum Shin­rikyo, þar sem grunur lék á um að margir með­limir hefðu verið ginntir til aðildar og að þar væri margs konar kúgun í gangi. 

Lög­maður einn, Tsutsumi Sakamoto að nafni, hafði meðal ann­ars hafið und­ir­bún­ing að hóp­mál­sókn gegn hópnum í nafni meintra þolenda ofrík­is. Árið 1989, áður en málið komst á flug voru Sakamoto, eig­in­kona hans og barn hins vegar myrt af útsend­ur­um Asa­haras og spurð­ist ekk­ert til þeirra fyrr en að lík þeirra fund­ust árið 1995, en þá hafði tals­vert dregið til tíð­inda.

Auk þess er talið að Asa­hara hafi látið ráða fjölda and­stæð­inga Aum Shin­rikyo af dögum og margir aðrir særð­ust eða veikt­ust eftir til­raunir til slíks.

Á þessum árum gerð­ist Asa­hara mun her­skárri og hóf að byggja upp vopna­búr til að búa sitt fólk undir yfir­vof­andi hild­ar­leik. Hann lagði sér­staka áherslu á að fá til liðs við sig vís­inda­menn sem unnu að gerð eit­urs og efna­vopna, t.d. tauga­eit­urs­ins sar­ínsSarín var fyrst þróað sem skor­dýra­eitur í Þýska­landi á fjórða ára­tugi síð­ustu ald­ar, en síðar nýtt til gerðar efna­vopna fyrir her Þriðja rík­is­ins. Fleiri ríki tóku það svo upp eftir því sem á leið og not­aði Saddam Hussein Íraks­for­seti það meðal ann­ars gegn Kúr­dum í eigin landi og í hern­aði gegn Íran undir lok níunda ára­tug­ar­ins. Sarín er eitt virkasta tauga­eitur sem til er, þar sem dropi á stærð við títu­prjóns­haus getur orð­ið full­orðum ein­stak­lingi að ald­urtila.

Það var svo í júní 1994 þegar Aum Shin­rikyo lét fyrst til skarar skríða. Í borg­inni Matsum­oto, rétt vestur af Tókýó, komu útsend­arar fyrir vöru­bíl sem var útbú­inn til að sprauta sar­íni yfir hús þar sem voru til húsa dóm­arar sem höfðu til með­ferðar dóms­mál gegn söfn­uð­inum vegna fast­eigna­deilna. 

Það gekk eftir og eit­ur­ský lagð­ist yfir hverfið og kost­aði sjö manns­líf auk þess sem 150 aðrir urðu fyrir áhrifum af gas­inu.

Þótt grunur félli á Aum Shin­rikyo var eng­inn liðs­maður hand­tek­inn og Asa­hara gat haldið áfram skipu­lagn­ingu næsta grimmd­ar­verks. 

Hryll­ingur á lest­ar­stöð­inni

Snemma árs 1995 til­kynnti Asa­hara fylgj­endum sínum að Þriðja heims­styrj­öldin væri haf­in, og með því aðdrag­and­inn að tor­tím­ingu heims­ins, eins og spáð hafði verið fyr­ir.

Mikil skelfing greip um sig þegar áhrifa eitursins varð vart í lestarkerfi Tókýó. Enn fleiri hefðu þó getað fallið í valinn ef saríninu hefði verið dreift með beinskeittari hætti. Næsta skref Aum Shin­rikyo var árás á almenn­ing í neð­an­jarð­ar­lest­ar­kerfi Tókýó, sem flutti dag­lega um fjórar millj­ónir far­þega.

Það var svo að morgni mánu­dags­ins 20. mars 1995, á háanna­tíma, að fimm með­limir – Ikuo HayashiKen­ichi HiroseToru ToyodaMasato Yokoyama og Yasuo Hayashi – karlar á aldr­inum 27 til 48 ára, stigu hver upp í sína lest sem allar stefndu í átt að mið­borg Tókýó. Þeir höfðu með­ferðis um lítra af fljót­andi sar­íni hver, í plast­poka sem var vaf­inn inn í dag­blað. Þegar dyr lest­ar­innar opn­uð­ust á fyr­ir­fram ákveð­inni stöð, stungu þeir gat á pok­ana með regn­hlíf­ar­oddum sem höfðu verið sér­stak­lega brýndir til þess arna, og ruku svo af vett­vangi á meðan rok­gjarnt eitrið leyst­ist upp og dreifð­ist um lest­ar­vagn­inn og ganga lest­ar­stöðv­ar­inn­ar. Lest­irnar héldu svo áfram á næstu stöð og svo koll af kolli og alltaf komust fleiri í snert­ingu við eitrið Til að koma í veg fyrir að verða sjálfir sar­íni að bráð tóku þeir inn móteit­ur.

Hrylli­legar afleið­ing­ar sar­íns­ins voru fljótar að koma fram þar sem far­þegar stóðu fljótt á önd­inni, blind­aðir og ofsa­hræðsla greip um sig. Um síðir varð nær­stöddum ljóst hver upp­tökin voru og lest­irnar voru stöðv­að­ar, mis­fljótt þó. Í tveimur til­vikum stukku starfs­menn lest­anna til og fjar­lægðu pok­ana úr lest­ar­vögn­unum og guldu fyrir með lífi sínu. Í einni lest­inni spark­aði far­þegi eit­ur­pok­anum út um opnar dyrnar og út á lestar­pall­inn þar sem fjórir nær­staddir lét­ust. 

Þegar yfir lauk voru tólf látnir og sá þrett­ándi lést síðar af völdum eit­urs­ins. Um 5.500 manns þurftu á lækn­is­hjálp að halda og þó að flestir þeirra hafi náð sér að fullu voru margir sem urðu fyrir var­an­legum skaða. Afleið­ing­arnar hefðu þó getað orð­ið ennþá verri ef Aum-liðar hefðu beitt þró­aðri aðferðum til að dreifa eitr­inu, en rann­sóknir gefa til kynna að tugir þús­unda hefðu getað lát­ist.

Böndin ber­ast að Aum Shin­rikyo

Rann­sókn hófst strax, eins og gefur að skilja, og ekki leið á löngu fyrr en böndin tóku að ber­ast að Aum Shin­rikyo, sér­stak­lega í ljósi fyrri til­ræða sem gat hér að ofan. 

Tveimur dögum eftir hryðju­verkin gerði lög­reglan áhlaup á skrif­stofur safn­að­ar­ins og rann­sókn­ar­stofu þar sem fund­ust fjöl­mörg ílát undan efnum sem höfðu verið notuð til að fram­leiða sar­ínið. Í maí voru Asa­hara Shoko og á annan tug ann­arra for­víg­is­manna Aum Shin­rikyo um allt Jap­an, hand­teknir í tengslum við mál­ið. 

Eftir lang­vinn rétt­ar­höld þar sem 189 manns voru ákærð­ir, voru síð­ustu dóm­arnir kveðnir upp árið 2004. Alls voru þrettán dæmdir til dauða, þar á meðal Asa­hara Shoko sjálfur (sem hélt því fram að und­ir­menn sínir hefðu skipu­lagt árás­ina án hans vit­und­ar), fimm fengu lífs­tíð­ar­fang­elsi og 80 aðrir fengu mis­langa fang­els­is­dóma. 87 fengu skil­orðs­bundna dóma, tveir voru dæmdir til greiðslu sekta og einn ein­asti var sýkn­að­ur.

Eng­inn dauða­dómur hefur enn ver­ið fulln­u­staður yfir Aum Shin­rikyo-liðum eins og sakir standa, en Japan er eitt fárra í hópi helstu iðn­ríkja heims sem enn leggja stund á dauða­refs­ing­ar. Frá alda­mótum hafa 74 fangar verið teknir af lífi með heng­ingu, eins og tíðkast þar í landi.

Á meðan Asa­hara Shoko situr í haldi, rúm­lega sex­tugur að aldri, er söfn­uður hans klof­inn, en enn virk­ur. Félags­skap­ur­inn, undir merkjum „Aleph“ og „Hik­ari No Wa“, telur nú á annað eða þriðja þús­und með­limi að því talið er, og er ennþá undir ströngu eft­ir­liti yfir­valda. 

Þetta var mann­skæð­asta árás sem gerði hafði verið í Japan (eða á Jap­an) frá því að kjarn­orku­sprengj­unum var varpað á Hírosíma og Naga­sakí undir lok seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar, og skilur eftir sig djúp sár í þjóð­ar­vit­und Jap­ana. Til að mynda var nú í vor, þegar 22 ár voru frá atburð­un­um, vígt minn­is­merki um þá sem féllu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Ekki búið að taka ákvörðun um rannsókn á yfirráðum Samherja yfir Síldarvinnslunni
Virði hlutabréfa í Síldarvinnslunni hefur aukist um 50 milljarða króna frá skráningu og um 30 prósent á síðustu vikum. Rúmur helmingur hlutafjár er í eigu Samherja og félaga sem frummat sýndi að færu með sameiginleg yfirráð í Síldarvinnslunni.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiÍ þá tíð...