Margir forsetar í Bandaríkjunum en einungis einn kóngur

Hann er einn þekktasti dægurlagasöngvari sögunnar. Samdi sjálfur ekki eitt einasta lag og hélt einungis fimm tónleika utan Bandaríkjanna (í Kanada). Fjörutíu ár eru síðan Elvis Presley, kóngurinn, lést á heimili sínu, Graceland.

Elvis Presley
Auglýsing

Elvis Presley átti alla tíð erfitt með svefn og aðfara­nótt 16. ágúst 1977 var þar engin und­an­tekn­ing. Auk þess var hann illa hald­inn af tann­pínu en þrátt fyrir að hafa bæði tekið svefn­lyf (sem hann gerði alltaf) og verkja­lyf kom honum ekki blundur á brá. Um nótt­ina fór hann til tann­lækn­is­ins ásamt unn­ustu sinn­i, Gin­ger Alden. Þegar þau komu til baka gat Elvis ekki sofn­að. Eftir að þau Gin­ger höfðu talað dálitla stund um fyr­ir­hug­aða gift­ingu (sem ekki var búið að dag­setja) tók Elvis bók­ina „The Sci­entific Search for the Face of Jesus“ af nátt­borð­inu og sagði við unnust­una „ég fer fram á bað að les­a.“ Hún svar­aði „allt í lagi en sofn­aðu ekki. Þá var klukkan rétt um hálf tíu, skömmu síðar sofn­aði Gin­ger. Þegar hún vakn­aði um klukkan 13.30 var Elvis ekki við hlið henn­ar. Þegar hún opn­aði dyrnar á bað­her­berg­inu lá Elvis á gólf­inu, með bók­ina. Gin­ger kall­aði strax á aðstoð­ar­mann Elvis sem reyndi lífg­un­ar­til­raunir en læknir sem kom fljót­lega á stað­inn sagði að lífi söngv­ar­ans væri lok­ið. Elvis var fluttur á sjúkra­hús en um klukkan 16 þennan sama dag kom Vernon Presley, faðir söngv­ar­ans út á tröpp­urnar við Graceland, þar sem mik­ill mann­fjöldi var sam­an­kom­inn. Vernon mælti fjögur orð „Sonur minn er lát­inn.“

Þessa frá­sögn er að finna í bók Gin­ger Aldin „and Gin­ger“ sem kom út árið 2014. Hún heldur því fram að mjög margt af því sem sagt hafi verið um síð­ustu ár söngv­ar­ans séu víðs fjarri sann­leik­anum og hún kann­ist hreint ekki við margt af því sem komið hefur fram í ótal við­tölum við marga sem þekktu Elvis. Hún segir líka að Elvis hafi átt fáa vini, en margir við­hlæj­endur hans hafi verið til­búnir að tjá sig og þiggja greiðslu fyr­ir, þegar söngv­ar­inn var lát­inn.

Ringul­reið við útför­ina

Fréttir af and­láti Elvis fóru um allan heim, eins og eldur í sinu. Mik­ill fjöldi fólks safn­að­ist saman við Graceland þennan sama dag og þegar söngv­ar­inn var bor­inn til grafar 18. ágúst voru milli 80 og 90 þús­und manns við­stadd­ir. Mikil ringul­reið ríkti á staðnum og lög­reglan átti fullt í fangi með að hafa stjórn á mann­fjöld­an­um. Elvis var jarð­settur við hlið móður sinnar (sem lést 1958) í kirkju­garð­inum í Memp­his en eftir að reynt var að ræna kist­unum tveim vikum eftir jarð­ar­för­ina voru kist­urnar fluttar til Graceland og þar hvílir söngv­ar­inn ásamt for­eldrum (fað­ir­inn lést 1979) og föð­ur­ömmu. Þar er enn­fremur minn­ing­ar­skjöldur um Jesse Garon, tví­bura­bróð­ur Elvis, en hann lést í fæð­ingu. 

Auglýsing

Ótal sögur

Strax eftir and­látið fóru ótal sögur á kreik um dán­ar­or­sök söngv­ar­ans. Hann hefði lát­ist vegna ofneyslu lyfja, hann hefði haft leyndan hjarta­galla, þjáðst af melt­ing­ar­trufl­unum sem hefðu að lokum gert út af við hann. Ein sagan sem komst á kreik var á þá leið að þyrla á veg­um FBI, banda­rísku alrík­is­lög­regl­unnar hefði komið til Graceland með kistu, sem í var gervi­lík, og söngv­ar­inn, sprell­lif­andi, hefði farið með þyrl­unni. Orð­inn þreyttur á frægð­inni og til­breyt­ing­ar­lausu lífi og ein­fald­lega látið sig hverfa. Og sög­urnar eru fleiri.

En af hverju allar þessar sög­ur?

Eins og oft ger­ist þegar þekktir ein­stak­lingar látast, ekki síst fyrir aldur fram, verða sög­urnar til. Engum duld­ist að síð­ustu mán­uð­ina sem Elvis lifði hafði hann breyst mikið í útliti, þótt röddin væri söm. Hann hafði þyngst mik­ið, var þrút­inn í and­liti, sveitt­ur. Tengd­ist það lyfja­neyslu, ofáti, sjúk­dóm­um?  

Eftir krufn­ingu var til­kynnt að dán­ar­or­sökin hefði verið hjarta­á­fall, krufn­ing­ar­skýrslan verður ekki gerð opin­ber fyrr en árið 2027, þegar fimm­tíu ár verða liðin frá dauða söngv­ar­ans.Elvis breyttist mikið í útliti síðustu árin. Hann þyngdist meðal annars mjög mikið.

Alinn upp í fátækt

Elvis Aaron Presley fædd­ist 8. jan­úar 1935 í fjöru­tíu fer­metra timb­ur­húsi í Tupelo Miss­issippi. Fjöl­skyldan var fátæk og fað­ir­inn Vernon stund­aði ýmis konar vinnu, móð­ir­in Gladys hugs­aði um heim­ilið og dreng­inn. Eins og áður sagði lést tví­bura­bróð­ir Elvis í fæð­ingu og Gladys gætti Elvis eins og sjá­ald­urs augna sinna. Árið 1948 flutti fjöl­skyldan til Memp­hisGladys var kirkju­rækin og í kirkj­unni kom­st Elvis í kynni við gospel tón­list­ina sem hann hélt mik­ið uppá alla ævi. Presley hjónin fluttu oft milli húsa í Memp­his en alltaf innan sama skóla­hverf­is, vegna son­ar­ins.

Á árs­há­tíð Humes High School 9. apríl  1953 söng Elvis í fyrsta skipti opin­ber­lega, það var lagið „Keep them Cold Icy Fingers Off Of Me“. Hann var klapp­aður upp og söng þá „Till I Waltz Again With You“. Eftir að nám­inu lauk, í júní 1953, starfaði Elvis um skeið sem vöru­bíl­stjóri.

That´s All Right   

Í júlí­byrjun árið 1954 tók Elvis upp plötu (á eigin kostn­að) í Sun Records hljóð­ver­inu í Memp­his, þar sem hann hafði sum­arið áður tekið upp tvö lög, sem hann lét þrykkja á plötu og gaf móður sinni.

Þegar hlé var gert á upp­tök­unni 6. júlí 1954 fóru Elvis og hljóð­færa­leik­ar­arnir að leika sér með „That´s All Right“, lag sem Elvis þekkti. Útsetn­ing þeirra félaga var mjög breytt frá upp­haf­legu útgáf­unni, mun rokk­aðri. Sam Phillips, eig­andi hljóð­vers­ins, hreifst af flutn­ingn­um, sér­stak­lega söngn­um. Hann sagði síðar að hann hefði lengi leitað að hvítum söngv­ara sem hljóm­aði eins og þeldökkur og þarna hafði hann fundið söngv­ara með réttu rödd­ina.

7. júlí, dag­inn eftir upp­tök­una var „That´s All Right“ leikið í svæðis­út­varp­inu WHBQ. Síma­lín­urnar hjá útvarps­stöð­inni urðu sam­stundis rauð­gló­andi og þátta­stjórn­and­inn varð að spila lagið aftur og aft­ur, sam­tals  fjórtán sinnum áður en þætt­inum lauk. Elvis gerði útgáfu­samn­ing við Sun Records, grunn­ur­inn að ferli sem ekki á sér margar hlið­stæður var lagð­ur. Hjá Sun Records tók Elvis upp tutt­ugu lög, upp­tökur tveggja þeirra hafa glat­ast.

RCA VICTOR og „Heart­br­eak Hotel

Síð­sum­ars 1955 gerð­ist maður að nafni Tom Parker um­boðs­mað­ur ElvisParker taldi að Elvis þyrfti að kom­ast á samn­ing hjá stóru útgáfu­fyr­ir­tæki, Sun Records hafði ekki það sem til þurfti, áleit Parker. Í nóv­em­ber 1955 keypti RCA út­gáfu­samn­ing­inn sem Sun Records hafði gert við Elvis, upp­hæðin var sú lang­hæsta sem nokkru sinni hafði sést vegna slíks samn­ings. Strax á fyrsta árinu hjá RCA varð Elvis frægur um víða ver­öld. RCA sá líka til þess, með útgáfu platna, að Elvis gleymd­ist ekki meðan hann gegndi her­þjón­ustu á síð­ari hluta sjötta ára­tug­ar­ins

Hér er ekki ætl­unin að rekja sögu „kóngs­ins“, frá vöggu til grafar en þó rétt að nefna að sam­tals söng hann um 800 lög inná plöt­ur, lék í 33 kvik­myndum (afar mis­jöfnum að gæð­um) hélt 1500 tón­leika, 5 þeirra í Kana­da, alla hina í Banda­ríkj­un­um. Engar tölur eru til um hve margir tón­leika­gestir sáu Elvis á tón­leikum en talið er að 1,2 millj­arðar fólks hafi horft á tón­leik­ana „Aloha from Hawai“ en þetta var fyrsta sjón­varps­út­send­ing sem náði „um víða ver­öld“.

1 millj­arður hljóm­platna

Tala seldra platna, geisla­diskar með­tald­ir, með söng Elvis Presley losar millj­arð. Eng­inn einn lista­maður hefur selt annað eins. Hann hefur átt 149 lög á banda­ríska Bill­bo­ard vin­sælda­list­anum og 90 plötur á Hot 100 list­anum í Banda­ríkj­un­um.  

Graceland og fjöl­skyldan

Elvis Presley keypti hús­ið Graceland árið 1957og flutti þangað ásamt for­eldrum sín­um. Þetta hús var heim­ili hans til dauða­dags. Hús­inu var gefið þetta nafn á dögum þræla­stríðs­ins, S.EToff sem byggði húsið skírði það eftir dóttur sinni Grace.  Núver­andi Graceland er að stofni frá 1939 en Elvis lét byggja við það, í áföng­um.

Elvis og Priscilla hittust fyrst þegar hún var einungis 14 ára gömul. Fjórum árum síðar var Priscilla flutt inn í Graceland.Þann 1. maí gift­ist Elvis Priscillu Ann Wagner. Athöfnin fór fram í Las Vegas og tók heilar átta mín­út­ur. Priscilla er fædd í New York árið 1945. Þau Elvis hitt­ust fyrst í Þýska­landi 1959 þeg­ar Elvis var í hern­um, for­eldr­ar Priscillu bjuggu þá í Þýska­landi, fað­ir­inn liðs­for­ingi í banda­ríska hern­um. For­eldrum Priscillu leist ekki meira en svo á að dóttirin væri að hitta þennan söngv­ara, sem auk þess væri tíu árum eldri en hún, og von­uðu að þau Elvis og Priscilla myndu gleyma hvort öðru þegar hann færi aftur til Banda­ríkj­anna. Það fór hins­vegar svo að Priscilla flutti til Graceland, eftir að Vernon Presley hafði lofað að líta til með henni, að beiðni for­eldr­anna. 1. febr­úar 1968 fædd­ist þeirra eina barn, dóttir­in Lise Mari­e. Elvis og Priscilla skildu árið 1973. 

Graceland er í dag safn um Elvis Presley, ævi hans og störf. Graceland safnið var opnað 1982 og síðan hafa 20 millj­ónir heim­sótt það. Fyrr á þessu ári var opnuð ný bygg­ing sem til­heyrir safn­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk