Endurkoma róttækra stjórnmála með Jeremy Corbyn

Sviptingar hafa einkennt bresk stjórnmál undanfarið og má telja ris frægðarstjörnu Jeremy Corbyns meðal þeirra. Rithöfundurinn Richard Seymour hélt nýverið fyrirlestur um Corbyn á Íslandi og spjallaði við Kjarnann um framtíð sósíalískra hugmynda í pólitík

Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins í Bretlandi.
Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins í Bretlandi.
Auglýsing

Tölu­verðar vend­ingar hafa orðið í breskum stjórn­málum und­an­farin miss­eri og hafa fáir farið var­hluta af skyndi­legum vin­sældum stjórn­mála­manns­ins Jer­emy Cor­byn for­manns Verka­manna­flokks­ins þar í landi. Seint verður sagt að Cor­byn sé nýr í hett­unni og þess vegna vekur furðu að hug­myndir hans um sós­í­al­isma fái þann hljóm­grunn sem raun ber vitni, sér­stak­lega hjá ungu fólki. Margar ástæður virð­ast liggja þar að baki og margir sam­hang­andi þættir hafa leitt Cor­byn á þann stað sem hann er á í dag. 

Rit­höf­und­ur­inn Ric­hard Seymour hélt hádeg­is­fyr­ir­lestur í Þjóð­minja­safn­inu á vegum Sós­í­alista­flokks­ins þann 14. ágúst síð­ast­lið­inn um þennan þaul­reynda en umdeilda stjórn­mála­mann en Seymour skrif­aði bók um hann fyrir tveimur árum, Cor­byn: The Strange Rebirth of Rad­ical Polit­ics. Til stendur að end­ur­út­gefa bók­ina vegna atburða síð­ustu tveggja ára í breskum stjórn­mál­um. Kjarn­inn náði tali af Seymour og spjall­aði við hann um stöðu vinstri manna, ástæður vin­sælda Cor­byns, kosti hans og galla og fram­tíð stjórn­mála í Bret­landi.

Ný von fyrir vinstri­menn

Seymour hefur lengi verið við­loð­andi póli­tíska umræðu. Hann var í Sós­íal­íska Verka­lýðs­flokknum (SWP) en sagði sig úr honum árið 2013. Skrif hans hafa verið birt í fjölda tíma­rita og hefur hann haldið úti vin­sælu bloggi og skrifað fjöl­margar bæk­ur. Hann stofn­aði tíma­ritið Sal­vage í byrjun árs 2015 ásamt öðrum en til­gang­ur­inn með því, að hans sögn, var að benda á og vera á móti ákveðnum smá­borg­ara­hætti í breskum stjórn­málum sem lýsir sér meðal ann­ars í mót­þróa gegn fræði­mennsku og fag­ur­fræð­i. 

Auglýsing

Richard Seymour Mynd: Bára Huld BeckÁ sínum yngri árum trúði Seymour því að hver ein­ustu mót­mæli myndu breyta heim­inum en fljót­lega komst hann að því að svo er ekki. Hann segir að við þessa upp­götvun hafi hann orðið mun böl­sýnni en áður. „Sögu­lega séð er vinstrið veikt og það mun taka heila kyn­slóð að byggja það upp á ný,“ segir hann. Þó hafi atburðir síð­ustu miss­era breytt stöð­unni, þ.e. gefið honum von um að mögu­legt sé að end­ur­byggja hug­sjónir vinstri­manna. Að hans mati eru nýir mögu­leikar í kort­unum eftir síð­ustu kosn­ingar í Bret­land­i. 

Bjóst ekki við að Cor­byn yrði svo stór

Jer­emy Cor­byn kom eins og storm­sveipur inn í bresk stjórn­mál og líkja margir vel­gengni hans við hreyf­ing­una í kringum Bernie Sand­ers í Banda­ríkj­un­um. Hann fædd­ist í Chipp­en­ham árið 1949 og byrj­aði ungur í stjórn­mál­um. Hann hefur lengi verið í Verka­manna­flokknum en þrátt fyrir það hefur hann oft siglt á móti straumn­um, til að mynda var hann á móti Íraks­stríð­inu og ögraði for­ystu flokks­ins við hin ýmsu til­efni. Hann var kjör­inn for­maður Verka­manna­flokks­ins árið 2015 eftir að hafa verið á jaðr­inum ára­tugum sam­an. 

Ég hélt samt ekki að hann yrði eins stór og raun bar vitni. Ég tali hann ekki hafa þokk­ann í það


Seymour seg­ist alltaf hafa vitað af Cor­byn enda ekki annað hægt ver­andi á vinstri væng stjórn­mál­anna í Bret­landi. Hann hafi þannig alltaf verið áber­andi í umræð­unni. „Ég hélt samt ekki að hann yrði eins stór og raun bar vitni. Ég tali hann ekki hafa þokk­ann í það,“ segir Seymo­ur. Hann segir að fyrr á árum hafi Cor­byn verið of íhald­samur í Verka­manna­flokknum fyrir hans smekk. „Ég hugs­aði með mér að ef þú vilt hafa áhrif á sam­fé­lagið þá verður þú að vera utan­að­kom­andi, popúlisti eða eitt­hvað slíkt. En svo kom í ljós að hann er hálf­gerður utan­garðs­maður og hefur vel­gengni hans komið mörgum okkur á óvart. Þar á meðal honum sjálf­um,“ segir hann. 

Eft­ir­spurn eftir alvöru fólki í stjórn­málum

„Ég tel að Cor­byn sé vin­sæll meðal þeirra sem líkar við hann vegna þess að Bretar eru orðnir leiðir á kar­legóinu á vinstri vængn­um,“ segir Seymo­ur. Þannig geti góðir ræðu­menn kom­ist til valda án þess að meina í raun það sem þeir segja. Hann segir að Cor­byn sé ekki heill­andi á þennan máta, þ.e. hann sé ekki fag­ur­gali heldur í reynd and­stæðan við það. Hann sé ekki að huga að eigin frama og sé sama um eigin ímynd. Það telur Seymour honum núna til happs og fram­drátt­ar. 

Ég tel að Cor­byn sé vin­sæll meðal þeirra sem líkar við hann vegna þess að Bretar eru orðnir leiðir á kar­legóinu á vinstri vængnum

„Hann er í raun nörd, hann ein­beitir sér stans­laust að póli­tík. Ef þú lest um hann þá er honum lýst sem við­kunna­legum manni en hann eyðir öllum sínum tíma á póli­tískum fundum og les mik­ið,“ segir hann og bætir við að stjórn­mál séu líf hans. Hann sé algjör­lega óspilltur og ekki sé til græðgi í honum en á móti sé hann örlítið lit­laus. Þannig lítur Seymour á að eig­in­leikar sem voru óheppi­legir áður fyrr séu það ekki leng­ur. Núna sé eft­ir­spurn eftir alvöru fólki í stjórn­mál­u­m. 

Cor­byn er eins­konar leppur fyrir ýmsar vonir almenn­ings, að mati Seymo­urs. Hann segir að Cor­byn njóti trausts í ljósi þess að hann er ekki með per­sónu­töfra; hann sé mál­haltur og komi stundum hlut­unum illa frá sér. En á móti íhugi hann alltaf það sem hann segir og hann segi það sem hann mein­ar. Hann sé aldrei með fyr­ir­fram­gefna frasa til að mat­reiða fyrir fólkið og það legg­ist vel í almenn­ing. Seymour segir að Ther­esa May hafi gert þau mis­tök að vera með slag­orð fyrir síð­ustu kosn­ingar en ekk­ert inni­hald. Það hafi orðið henni að falli.

Jeremy Corbyn á sínum yngri árum.

Nýr veru­leiki stjórn­mál­anna

Seymour segir að ástæður fyrir breyttu við­horfi hjá almenn­ingi gagn­vart stjórn­málum séu meðal ann­ars breyttur efna­hagur fólks. Einnig telur hann að sam­fé­lags­miðlar hafi haft sín áhrif. Fólk sé á net­inu að lesa og skrifa og þrátt fyrir dökkar hliðar sam­fé­lags­miðla þá hafi þeir þau áhrif að fleiri taka þátt í póli­tískri umræðu. Henni sé ekki stjórnað lengur af fáum aðilum í gegnum hefð­bundna miðla eða af stjórn­mála­mönn­unum sjálf­um. Nú sé hægt að nálg­ast upp­lýs­ingar eftir svo mörgum leið­u­m. 

„Ég man þegar ég var fyrst að byrja í stjórn­málum og fór á mót­mæli og hugs­aði með mér að tíu þús­und manns væri að mót­mæla. Ég velti því einnig fyrir mér hvort mót­mælin myndu kom­ast í frétt­irn­ar. Ef þau komust ekki í frétt­irnar þá höfðu þau ekki þau áhrif sem þú vild­ir,“ segir hann. En núna skipti minna máli hvort helstu frétta­veitur fjalli um mót­mæli, mik­il­væg­ara sé hversu margir deila þeim á sam­fé­lags­miðl­um. Þetta breytir for­send­unum gríð­ar­lega, að mati Seymo­urs, og er frelsandi á marga veg­u. 

Í fjölda mörg ár hefur fólk sleppt því að fara á kjör­staði og stjórn­mála­kerfið sjálft hefur orðið ein­angr­aðra, að sögn Seymo­urs. Hann segir að sumir stjórn­mála­flokkar hafi bein­línis treyst á ákveðna teg­und af kjós­endum til að styðja þá og orðið öruggir og væru­kærir í því ástandi. Hann segir að Cor­byn hafi farið aðrar leið­ir. Hann hafi t.d. unnið mikið gras­rót­ar­starf og það henti honum mjög vel. Seymour telur að ein­ungis rót­tækir vinstri menn hafi þennan eig­in­leika enn­þá. Hinir hafi gef­ist upp á að ná til fólks­ins með sama hætti og áður en væru­kæran kom til skjal­anna. 

„Alt-right“ ræðst á frjáls­lynd yfir­sjálf

Seymour segir erfitt að skil­greina „alt-right“ eða „hitt hægrið“ sem ein­hverja heild­stæða hug­mynda­fræði. Það lýsir sér meðal ann­ars í svoköll­uðum tröllum á net­inu þar sem sam­fé­lög hafa mynd­ast í kringum skoð­anir hægri öfga­manna. Þær séu fjand­sam­legar minni­hluta­hóp­um, kon­um, sam­kyn­hneigðum og öðrum kyn­þáttum en hvít­um. Hann bendir á að í kosn­inga­bar­áttu Trumps hafi slíkar skoð­anir blómstrað hjá þessum hópi sem kap­ít­al­íska kerfið hefur ýtt á jað­ar­inn. 

Oft er hægt að sjá menntað ungt fólk sem ætti að vera í milli­stétt­inni en er það ekki. Það vinnur í skíta­störf­um; að hreinsa kló­sett eða bara hvað sem er eða er atvinnu­laust

Hann segir að mun­ur­inn milli hægri og vinstri sé að „hitt hægrið“ er byggt á þeirri menn­ingu að ráð­ast á frjáls­lyndu yfir­sjálfin. Sam­kvæmt þeim er margt bannað og margt póli­tískt rangt að gera eða haga sér á ákveð­inn máta. „Hitt hægrið“ nær­ist á því að gagn­rýna þessi við­horf og þetta fólk vilji ekki endi­lega vera pólítískt rétt­hugs­and­i. 

Á hinum póln­um, eða það sem Seymour kallar Cor­bynista, leiti gremjan aftur á móti í að vera á móti valdi. Hann segir að orkan fari ekki í fjáls­lynd yfir­sjálf heldur efna­hags­legt vald. Ungt menntað fólk sem oft er atvinnu­laust sé mik­il­væg­asti hóp­ur­inn á vinsti vængnum og að þetta sé hóp­ur­inn sem muni hafa mikil áhrif í fram­tíð­inni. „Oft er hægt að sjá menntað ungt fólk sem ætti að vera í milli­stétt­inni en er það ekki. Það vinnur í skíta­störf­um; að hreinsa kló­sett eða bara hvað sem er eða er atvinnu­laust,“ segir hann. Skila­boð Cor­byns ná vel til þessa hóps, að mati Seymo­ur­s. 

Jeremy Corbyn á Glastonbury. Mynd: EPA

Ein­angrun og fjar­lægð frá valdi ein orsök gremju

Hann telur að hug­mynda­fræði Cor­byns höfði alls ekki til hægri öfga­manna. Orkan þeirra fari í aðra hluti sem fela í sér ofbeldi eða vald yfir öðru fólki, eins og á kon­um, sam­kyn­hneigðum eða fólki af öðrum kyn­þætti. Eftir að hafa rýnt í tölur frá for­seta­kosn­ingum í Banda­ríkj­unum þá segir Seymour að sjá megi að helstu kjós­endur Trumps séu ekki endi­lega þeir fátæk­ustu heldur þeir ein­angr­uð­ustu. Þannig sé þetta fólk menn­ing­ar­lega, efna­hags­lega og póli­tískt útskúfað frá vald­inu eða vald­stýr­ing­unni. „Þau eru ekki endi­lega fátæk en þeim finnst eins og þau séu skilin útund­an,“ bætir hann við. Vegna þessa grass­eri ákveðin gremja sem kemur út með þessum hætti. Hann segir að fólkið vilji að ein­hver verndi hags­muni þeirra eins og Trump hafi lofað þeim. 

Þau eru ekki endi­lega fátæk en þeim finnst eins og þau séu skilin útundan


Seymour segir að Ther­esa May hafi notað sömu aðferð fyrir kosn­ing­arnar í Bret­landi. Sama sé upp á ten­ingnum þar varð­andi fólkið sem kýs hægri flokk­ana. Kjós­endur þeirra séu sam­bland af verka­mönnum í lægri mið­stétt og milli­stjórn­end­um. Þetta fólk hefur það ágætt og býr margt á afskekktum svæðum en í mörgum af þessum borgum og svæðum hefur sá iðn­aður sem var ríkj­andi farið dalandi, eins og kola- eða stál­vinnsla. Þetta hefur haft miklar afleið­ingar í för með sér. „Þessir staðir hafa verið skildir eftir til að deyja og þeir eru að ryðga,“ segir hann. Verka­manna­flokk­ur­inn hafi örlítið náð að tengja við þessa staði með því að koma með þá upp­á­stungu að stofna banka sem myndu starfa á svæð­unum og fjár­festa sér­stak­lega þar. Hug­myndin sé að störfum muni fjölga með auknu fjár­magni. Seymour telur aftur á móti að sumir þess­ara öfga­manna á hægri­vængnum muni aldrei kjósa vinstri flokka þar sem þeir séu of fjand­sam­legir hug­mynda­fræð­inni. Þeir séu of tengdir ákveð­inni þjóð­ern­is­hyggju og félags­legri stjórn. 

Cor­byn mætti vera sókn­djarfari

Þrátt fyrir að hann telji Jer­emy Cor­byn margt til tekna þá segir Seymour að hann sé ekki haf­inn yfir gagn­rýni. Í fyrsta lagi finnst honum Cor­byn ekki vera nógu aðgangs­harður í ein­staka mál­um, sér­stak­lega fyrstu tvö árin í emb­ætti for­manns Verka­manna­flokks­ins. Að hans mati ætti hann að vera sókn­djarfari gagn­vart öðrum flokk­um. Cor­byn hefur talað um stjórn­mál góð­mennsk­unnar [e. polit­ics of kind­ness] og tekur Seymour undir með Cor­byn að mörgu leyti. Þau snú­ast um að gefa öllum rými til að tjá sig og útloka engan í póli­tískri umræðu. Honum finnst aftur á móti þetta ekki eiga alltaf við. Það séu alltaf ákveðin mörk sem verði að setja, því ákveðnir hópar muni nýta sér þessa góð­mennsku og valta yfir and­stæð­ing­inn.

Við eigum að verja inn­flytj­end­ur, frjálsar ferðir milli landa, opna landa­mærin eins og við getum og bjóða alla vel­komna

Í öðru lagi telur Seymour að Cor­byn hafi ekki verið með nægi­lega skýra stefnu eftir Brex­it. Hann segir að hann hafi haft á réttu að standa að taka verði nið­ur­stöð­una sem gefna en aftur á móti sé hann ósam­mála honum varð­andi opin og lokuð landa­mæri í Bret­landi. Cor­byn hafi verið undir ákveð­inni pressu frá flokknum að taka afstöðu eftir Brexit og segir Seymour að hann hefði átt að standa með opnum landa­mærum, sem hann gerði ekki. Að loka landa­mær­unum mun ekki leysa vanda­mál­ið, að mati Seymo­urs. Inn­flytj­endum muni ekki fækka heldur verði fleiri rétt­inda­lausir með enga trygg­ingu. Slíkt hefði í för með sér að laun munu lækka og þá sér­stak­lega verka­fólks. Hann segir að þetta sé því slæmt fyrir alla, ekki bara inn­flytj­end­ur. Þess vegna telur hann að Cor­byn eigi að taka skýr­ari afstöðu í þessum mál­u­m. 

„Við eigum að verja inn­flytj­end­ur, frjálsar ferðir milli landa, opna landa­mærin eins og við getum og bjóða alla vel­komna,“ segir Seymo­ur. Þessi mál hafi fært Bret­land til hægri á síð­ustu árum og segir hann að lausnin liggi ekki í að loka landa­mærum eða útskúfa fólki. Inn­flytj­endur hafi lagt mikið til breskrar menn­ingar og skipti máli fyrir sam­fé­lagið og þess vegna ættu menn ekki að láta glepjast af áróðri. Hann segir að þrátt fyrir þessa afstöðu Cor­byn þá telji hann að ef annar leið­togi væri við stjórn­völ­inn í Verka­manna­flokknum þá væri afstaða flokks­ins enn mátt­laus­ari en hún er í dag í inn­flytj­enda­mál­um. Hann er þó bjart­sýnn að gras­rótin beiti sér og skapi þrýst­ing á Cor­byn til að taka skýr­ari afstöð­u. 

Þörf fyrir tvö kjör­tíma­bil

Richard Seymour. Mynd: Bára Huld BeckEn hvernig sér Seymour fram­tíð Cor­byns og Verka­manna­flokks­ins fyrir sér? Hann segir að ef hann hefði verið spurður út í þetta fyrir tveimur árum síðan þá hefði hann sagt að útlitið væri slæmt. Þegar hann hafi gefið bók­ina um Cor­byn út hafi aðstæður verið allt aðrar en nú. Hann taldi á þessum tíma að lík­urnar væru Cor­byn ekki í hag, að hann væri hetja fyrir að reyna en að of margir þættir spil­uðu inn í til að hann og hans hug­sjónir myndu halda velli. Við­horf Seymo­urs hefur aftur á móti breyst síð­ustu tvö árin. Nú telur hann að von sé fyrir Cor­byn og að lík­lega muni hann vinna næstu kosn­ing­ar. 

Mik­il­vægt sé þó að Cor­byn ynni stórt til að geta haldið sigrinum í alla­vega tvö kjör­tíma­bil. Til þess að breyta Bret­landi þarf tíma og telur Seymour ekki sé nóg að vera við völd í fjögur ár. Meira þurfi til og sé þetta því ákveðin áskorun fyrir Cor­byn. Rík­is­stjórnin sé of veik með lít­inn meiri­hluta í eitt kjör­tíma­bil, sér­stak­lega á erf­iðum tímum með Brexit hang­andi yfir hausa­mót­unum á þeim. 

Cor­byn gæti ein­angr­ast

Seymour telur einnig að Verka­manna­flokk­ur­inn þurfi að vera vel und­ir­bú­inn ef hann ætli að gera rót­tækar breyt­ingar og gera ráð fyrir margs konar breyt­um. Besta mögu­lega útkoman fyrir Cor­byn, að mati Seymo­ur, er að rót­tækar breyt­ingar yrðu á bresku sam­fé­lagi til vinstri. Seymour segir að auð­vitað sé hætta á að ef Verka­manna­flokk­ur­inn kæm­ist til valda þá yrði hann veikur og ekki ná í gegn þessum rót­tæku breyt­ingum sem Cor­byn boðar í átt að sós­íal­ísku sam­fé­lagi. Þá yrðu stjórn­mála­menn­irnir of hlut­lausir eða óvirkir og tæku ekki mark á gras­rót­ar­hreyf­ingu flokks­ins. Þeir myndu treysta um of á leið­tog­ann og verða væru­kær­ir. Það væri ekki góð staða fyrir Cor­byn að vera í. 

Í þriðja lagi telur Seymour mögu­legt að Cor­byn tapi næstu kosn­ingum og þurfi að gefa keflið áfram til ann­arra leið­toga. Þá þurfi flokk­ur­inn að vera með ein­hvern álit­legan til­bú­inn að taka við, ein­hvern sem væri ástríðu­fullur og kæmi ekki úr elít­unni. En þrátt fyrir að fram­tíð Cor­byns sé óráðin og sama hvernig fer fyrir Verka­manna­flokknum á næstu miss­erum þá telur Seymour að hann hafi skapað rými fyrir vinstri hug­sjónir í breskum stjórn­mál­u­m. Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk