Í þá tíð… Argentínski herinn gerir innrás í Falklandseyjar

Hátt í þúsund manns týndu lífi í skammvinnu stríði um yfirráð yfir harðbýlum eyjaklasa í Suður-Atlantshafi.

Argentínski innrásarherinn á götum Port Stanley.
Argentínski innrásarherinn á götum Port Stanley.
Auglýsing

Á þessum degi fyrir réttum 35 árum, hinn 2. apríl árið 1982, gerði argent­ínski her­inn inn­rás í Falklandseyj­ar, vind­blás­inn eyja­klasa undir stjórn Bret­lands, sem liggur um 300 sjó­mílur undan ströndum Argent­ínu. Íbúar eyj­anna voru um 1.800 tals­ins, flestir ensku­mæl­andi sauð­fjár­bænd­ur.

Þessi aðgerð, sem gekk undir nafn­inu „Rosari­o“, var hápunktur margra ára­tuga deilna milli Breta og Argent­ínu­manna.

Þrátt fyrir að ekki sé talið úti­lokað að frum­byggjar Tierra del Fuego, syðsta odda Suð­ur­-Am­er­íku, hafi ein­hvern tíma siglt til eyj­anna er talið að breskir sæfarar hafi séð eyj­arnar fyrstir Evr­ópu­manna undir lok sext­ándu aldar og árið 1690 varð breskur sjó­liðs­for­ingi, John Strong að nafni, fyrsti mað­ur­inn sem sögur fara af sem steig fæti á eyj­urnar og nefndi þær eftir yfir­manni sínum í sjó­hern­um, greif­anum af Falkland. Raunar var það fyrst sundið milli stærstu eyj­anna tveggja í eyja­kla­s­anum sem var kennt við Falkland greifa, en það nafn fest­ist svo síðar við eyj­arnar í heild, í enskri tungu að minnsta kosti.

Auglýsing

Svo vildi nefni­lega til að eng­inn þeirra sem leið átti hjá Falklandseyjum fann sig sér­stak­lega knú­inn til þess að setj­ast þar að fyrr en árið 1764 þegar franski land­könn­uð­ur­inn Lou­is-Antoine de Bouga­in­ville stofn­aði fyrstu byggð­ina á eyj­un­um, sem hann nefndi Îles Malouines sem var síðar yfir­fært á spænsku sem Islas Mal­vinas.

Spánverjar og Bretar tóku yfir stjórn á sinni hvorri hinna stærstu eyja í klas­anum skömmu síð­ar, en höfðu yfir­gefið stöðvar sínar snemma á 19. öld, enda fátt um efna­hags- eða fjár­hags­lega hvata til að dvelja þarna, svo óra­langt frá heima­högum og alvöru hags­mun­um.

Deilur um yfir­ráð

1816 braust Argent­ína undan stjórn Spán­verja og lýsti yfir sjálf­stæði og fjórum árum síðar voru Falklandseyjar yfir­lýstur hluti rík­is­ins. Þar var reist her­stöð, sem var svo lögð í rúst árið 1832 af banda­rísku her­skipi í hefnd­ar­skyni fyrir upp­töku Argent­ínu­manna á banda­rískum sel­veiði­bátum á svæð­inu.

Ári síðar komu Bretar aftur og hröktu á brott þá argent­ínsku emb­ætt­is­menn sem eftir sátu og hertóku eyj­urn­ar. Áður en langt um leið var þar komið sjálf­bært sam­fé­lag sem varð form­lega bresk nýlenda árið 1892.

Fátt eitt dró til tíð­inda á Falklandseyjum næstu ára­tug­ina þrátt fyrir að Argent­ínu­menn héldu sífellt til streitu kröfum sínum um yfir­ráð yfir eyj­un­um. Ein­hverjar þreif­ingar voru víst milli Bret­lands og Argent­ínu í upp­hafi níunda ára­tug­ar­ins um að færa Falklandseyjar undir argent­ínska stjórn, en þær við­ræður náðu ekki alvöru flugi.

Stríð til heima­brúks

Þegar komið var farm á níunda ára­tug tutt­ug­ustu aldar var her­for­ingja­stjórn við völd í Argent­ínu og hafði stjórnað þar með harðri hendi frá árinu 1976. Pynt­ingar og óút­skýrð manns­hvörf voru dag­legt brauð í Argent­ínu á þessum tíma og bágt efna­hags­á­stand varð enn til að magna óánægu almenn­ings með stjórn­völd.

Ákvörð­unin um inn­rás í Falklandseyjar var því ekki síst til þess ætluð að auka vin­sældir her­for­ingja­stjórn­ar­innar með því að efla þjóð­ern­is­kennd og stilla Bretum upp sem sam­eig­in­legum óvini þjóð­ar­inn­ar.

Þrátt fyrir að eyja­skeggjar hafi í sjálfu sér ekki verið með full rétt­indi sem breskir borg­arar þykir þó ljóst að tak­mörkuð stemmn­ing var meðal almenn­ings á Falklandseyjum að kasta sér í faðm Argent­ínu.

Snörp inn­rás

Inn­rásin sjálf átti sér stuttan aðdrag­anda, en Argent­ínu­menn höfðu verið við eft­ir­lit, meðal ann­ars með kaf­bátum undan ströndum eyj­anna vik­urnar og mán­uð­ina á undan og voru ein­hverjar grun­semdir farnar að vakna meðal Breta um að eitt­hvað stæði til.

Argentínska liðið gætti þess að fella engan breskan hermann á meðan innrásinni stóð. Tugir voru hins vegar teknir til fanga.

Það var svo snemma morg­uns 2. apríl að inn­rásin hófst og hún tók skjótt af. Argent­ínu­menn höfðu á að skipa um mörg hund­ruð her­mönnum gegn 68 Bret­um. Inn­rás­ar­liðið var þó með skýr fyr­ir­mæli um að drepa enga í breska setu­lið­inu. Var það von Argent­ínu­manna að Bretar myndu þá síður beita her­valdi til að taka eyj­urnar á ný. Einn Argent­ínu­maður lést í skot­bar­daga og þrír særð­ust.

Land­stjór­inn Rex Hunt til­kynnti upp­gjöf í höf­uð­borg­inni Port Stanley þann sama morg­un.

Inn­rásin var gagn­rýnd á alþjóða­vett­vangi þar sem bæði Evr­ópu­banda­lagið og Sam­ein­uðu þjóð­irnar álykt­uðu með Bretum og Banda­ríkin beittu Argent­ínu efna­hags­legum refsi­að­gerð­um.

Ekki svo snörp við­brögð

Breska herliðið þurfti að leggja á sig langt og strangt ferðalag áður en komið var til Falklandseyja.Við­brögð Breta við inn­rásinni voru miklu harð­ari en Argent­ínu­menn höfðu reiknað með, bæði hjá stjórn­völdum og almenn­ingi, en það var eitt atriði sem tak­mark­aði nokkuð við­bragðs­flýt­inn, en það var vit­an­lega sú stað­reynd að 8.000 sjó­mílur skilja að Falklandseyjar og Bret­land.

Þó að flot­inn hafi verið sendur af stað hinn 5. apríl liðu meira en tvær vikur þar til Bretar náðu landi. Það var hinn 21. apríl sem breski her­inn hóf sókn á eyj­unni South Georgia og fjórum dögum síðar höfðu þeir hrakið inn­rás­ar­her­inn það­an.

Hörð átök

Í hönd fóru svo harka­leg átök, fyrst í lofti þar sem Argent­ínskar flug­vélar gerðu árásir á bresku skip­in, og breskar flug­vélar vörp­uðu sprengjum á flug­völl­inn í Port Stanley.

Hinn 2. maí sökkti breskur kaf­bátur svo skip­inu Belgrano en með því fór­ust um 320 argent­ínskir skip­verj­ar. Þetta var mann­skæð­asti atburður stríðs­ins.

Bretar náðu landi í San Car­los á vest­ur­hluta eyj­unnar East Falkland hinn 21. maí og tóku stefn­una á Port Stan­ley, sem var í tæp­lega 100 km fjar­lægð. Eftir nokk­urra vikna barn­ing, þar sem tugir féllu í liðum beggja, ruddu Bretar Argent­ínu­mönnum burt úr hæð­unum umhverfis Port Stanley.

Þegar Belgrano var sökkt fórust með því um 320 skipverjar.

Upp­gjöf og eft­ir­leikur

Þegar þarna var komið þótti nokkuð ljóst í hvað stefndi og hinn 14. júní var lýst yfir vopna­hléi. For­ingi argent­ínska her­liðs­ins til­kynnti um upp­gjöf að kvöldi þess dags. Falklandseyjar voru aftur komnar undir breska stjórn eftir 74 daga ófrið.

Það tók breska hermenn rúmar þrjár vikur að hrekja Argentínumenn frá Falklandseyjum eftir að þeir stigu á land í East Falkland.Áhrif stríðs­ins voru tals­verð í báðum ríkjum þar sem leið­togar áttu ólíku fylgi að fagna. Ann­ars vegar varð Margret Thatcher for­sæt­is­ráð­herra gríð­ar­lega vin­sæl og Íhalds­flokk­ur­inn vann stór­sigur í kosn­ing­unum 1983, og hins vegar átti Leo­poldo Galti­eri, for­seti og yfir­maður her­for­ingja­stjórn­ar­inn­ar, sér ekki við­reisnar von og sagði af sér emb­ætti þremur dögum eftir upp­gjöf­ina.

Bret­land og Argent­ína tóku aftur upp stjórn­mála­sam­band árið 1990 en deilan um yfir­ráð yfir Falklandseyjum er enn í dag ásteyt­ing­ar­steinn í sam­skiptum ríkj­anna. Málið er sér­stak­lega við­kvæmt í Argent­ínu þar sem rykið er reglu­lega strokið af því þegar þörf er á að slá póli­tískar keilur á heima­velli. Til dæmis var Crist­ina Fern­andez de Kirchner ófeimin við að nýta sér deil­urnar á meðan hún var for­seti Argent­ínu.

Engar líkur eru þó á því að breyt­ing verði á högum íbúa á næst­unni þar sem kjós­endur sam­þykktu, í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu árið 2013 að heyra áfram undir Bret­land. Atkvæði féllu þannig að 1.513 sögðu já, en þrír voru á móti. Lík­legt þyk­ir, að mati þeirra sem til þekkja, að einn hinna þriggja hafi frekar viljað fullt sjálf­stæði eyj­anna en ekki argent­ínsk yfir­ráð.

Fleiri markverðir atburðir 2. apríl

1900 Banda­ríkja­þing veitir Puerto Rico tak­mark­aða sjálfs­stjórn

1902 Elect­ric Theatre, fyrsta eig­in­lega bíó­húsið í Banda­ríkj­un­um, hefur starf­semi.

1912 Titanic fer í sína fyrstu prufu­sigl­ingu.

1917 Woodrow Wil­son Banda­ríkja­for­seti fer fram á það við þingið að það veiti honum leyfi til að lýsa yfir stríði gegn Þýska­landi.

1930 Halie Selassie útnefndur keis­ari Eþíóp­íu. Hann var dáður sem guð meðal Rastafara.

1972 Charlie Chaplin snýr aftur til Banda­ríkj­anna eftir tveggja ára­tuga útlegð í kjöl­far komm­ún­ista­of­sókna.

1992 Mafíu­for­ing­inn John Gotti sak­felldur fyrir morð og ýmis konar fjár­plógs­starf­semi.

2005 Jóhannes Páll II páfi deyr.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiÍ þá tíð...
None