Í þá tíð… Gósentíð mafíósanna

Bannárin í Bandaríkjunum höfðu ekki tilætlaðan árangur, þar sem Al Capone og fleiri glæpaforingjar möluðu gull á smygli og sprúttsölu.

Al Capone.
Al Capone.
Auglýsing

Bann­árin í Banda­ríkj­unum voru skrít­inn tími. Ekki þarf að leita lengra en að „Charleston-þema“ á árs­há­tíð um það bil hvers ein­asta íslenska fyr­ir­tækis og stofn­unar síð­ustu ár, til að sjá að þessi tími er sveip­aður ákveðnum gleð­iljóma þrátt fyrir að raun­veru­leik­inn hafi verið nokkuð harð­ari og óvægn­ari.

Fram eftir nítj­ándu öld­inni óx bind­ind­is­hreyf­ing­unni fiskur um hrygg, enda var áfeng­is­of­neysla talin rót hinna ýmsu sam­fé­lags­meina. Nokkur ríki tóku af skarið og bönn­uðu áfeng­is­sölu innan sinna landamæra og varð Kansas fyrst til þess árið 1881.

Dreif­býlli ríki voru jafnan hlynnt­ari áfeng­is­banni, en fylgið gekk þvert á flokkalínur þannig að það varð til­tölu­lega seint að póli­tísku bit­beini á lands­vísu. Í for­seta­kosn­ing­unum 1916 tóku Demókrat­inn Woodrow Wil­son og Repúblikan­inn Charles Evans Hug­hes hvor­ugur beina afstöðu til máls­ins, en á þingi hafði mynd­ast sterkur meiri­hluti innan beggja flokka og í báðum deildum þings­ins til þess að leggja þá veg­ferð að banna áfeng­is­sölu í Banda­ríkj­unum með stjórn­ar­skrár­við­auka.

Ályktun þess efnis var sam­þykkt í árs­lok 1917 og send ríkj­unum til stað­fest­ingar (lög kveða á um að 2/3 beggja deilda og 3/4 rík­is­þinga, hið minnsta, þurfi til að stað­festa). Það var svo í jan­úar 1919 að átj­ándi stjórn­ar­skrár­við­auk­inn slapp í gegn, þegar Nebr­aska varð 36. ríkið til að sam­þykkja til­lög­una. Á end­anum voru það bara tvö ríki af 48 sem lögð­ust gegn stjórn­ar­skrár­bundnu áfeng­is­sölu­banni, Rhode Island og Conn­ect­icut.

Í októ­ber það sama ár sam­þykkti þingið í Was­hington DC frum­varp um lög til að fram­fylgja bann­inu, hin svoköll­uðu Vol­stead lög. Wil­son for­seti beitti neit­un­ar­valdi gegn lög­un­um, en þingið ógilti neit­un­ina og lögin gengu í gegn. Í þeim fólst meðal ann­ars bann á sölu og flutn­ingi á áfengum drykkjum (yfir 0,5% að styrk­leika), en ekki á neyslu, og skil­grein­ing á und­an­tekn­ing­um, þ.e. til notk­unar í lækn­is­fræði­legum til­gangi eða við rann­sókn­ir, við trú­arat­hafnir og ýmis­legt fleira.

Við gild­is­töku lag­anna í jan­úar 1920 voru rúm­lega 1.500 alrík­is­lög­reglu­menn settir í að fram­fylgja þeim.

Auglýsing

Glæpa­gengin stíga inn í mynd­ina

Eins og svo oft áður þegar lög­gjöf gengur gegn lög­mál­inu um fram­boð og eft­ir­spurn, voru til ein­stak­lingar og hópar sem voru meira en til í að svala þorsta Banda­ríkja­manna eftir að bannið gekk í gildi.

Johnny Torrio var mikill frumkvöðull að sprúttsölu í Chicago á bannárunum.Einn af frum­kvöðl­unum var maður að nafni Johnny Torrio. Hann hafði unnið sig upp innan raða glæpa­gengis í New York en tók við rekstri ölstofa og vænd­is­húsa í Chicago 1909. Þegar áfeng­is­sölu­bannið skall á árið 1920 var hann fljótur til að hasla sér völl í sprútt­sölu og tryggði sér yfir­ráð yfir drjúgum hluta mark­að­ar­ins í Borg Vind­anna, eins og Chicago kall­ast jafn­an.

Það var þó ekki hann sem varð hold­gerv­ingur mafíósa á bann­ár­un­um, heldur var það und­ir­maður hans, Al Capo­ne.

Mað­ur­inn með örið

Capone er eins konar sam­nefn­ari fyrir mafíósa á þessum tíma. Feit­lag­inn, vel klæddur maður af ítölskum ætt­um. Honum hefur enda verið gerð skil í fjölda kvik­mynda og þátta, sem hafa fóðrað goð­sögn­ina ríku­lega.

Capone fædd­ist og ólst upp í Brook­lyn og fór að vinna fyrir Torrio strax að loknum sjötta bekk. Í einum af mörgum áflogum sem hann lenti í við „skyldu­störf“ sín var hann skor­inn í kinn­ina með rak­hníf. Hann fékk af því mynd­ar­legt ör og hlaut fyrir vikið við­ur­nefnið „Scarface“.

Þegar Al var tví­tug­ur, árið 1909, kall­aði Torrio á hann til að aðstoða sig við vænd­is­húsa­rekst­ur­inn í Chicago. Eftir að bann­árin gengu í garð ákváðu helstu glæpa­hópar borg­ar­innar að skipta með sér hverfum til að koma í veg fyrir átök. Stærsta og öfl­ug­asta geng­ið, sem kennt var við for­sprakk­ann Dion O'Banion, stjórn­aði norð­ur­borg­inni, þar sem flott­ustu hverfin voru og lang­flestir veit­inga­stað­irn­ir. Torrio stjórn­aði svo suð­ur­borg­inni og aðrir minni aðilar fengu líka sinn skerf.

Þannig gekk sprútt­brans­inn fyrir sig fyrstu þrjú árin, en þá kom að því að O'Banion þótti Ítal­irnir í suðr­inu vera að gera full­góða hluti. Sam­komu­lag var gert til að friða O'Banion, meðal ann­ars átti hann að fá sneið af ágóða Torri­os, en það varð ekki til að stilla til friðar því að O'Banion hafði stundað það að ræna vín­send­ingum frá Kanada sem voru á leið til Genna-klíkunn­ar.

Genna-bræður og Torrio ákváðu að taka höndum saman og losa borg­ina við O'Banion. Því nýttu þeir sér tæki­færið í tengslum við jarð­ar­för eins félaga þeirra (sem O'Banion lét einmitt kála) og fóru inn í blóma­búð­ina sem var skálka­skjól O'Banions og skutu hann til bana. Þetta var í nóv­em­ber 1924.

Upp úr því hófst mikið og blóð­ugt gengja­stríð sem stóð yfir í mörg ár. Norð­an­menn sótt­ust eftir að hefna síns fallna for­ingja og reyndu að stytta Torrio aldur í jan­úar 1925, þegar hann var að koma heim úr versl­un­ar­ferð með konu sinni. Byssu­kúlum rigndi yfir bíl Torrios og stór­særði hann. Meðal ann­ars fékk hann skot í kjálka, nýru, lungu, kvið og í fæt­ur, og var lam­inn all­hressi­lega í kjöl­far­ið. Engu að síður lifði Torrio af, en fékk skömmu síðar árs fang­els­is­dóm fyrir sprútt­sölu.

Sviðið var því í höndum sjálfs Als Capo­ne, sem tók við tíma­bundið en eftir að Torrio slapp úr fang­elsi ákvað hann að snúa baki við mafíu­líf­inu og valdi Capone sem eft­ir­mann sinn áður en hann hélt sjálfur til fæð­ing­ar­lands síns, Ítal­íu, með konu sinni og móð­ur.

Nýi kóng­ur­inn í Chicago

Al Capone var ekki lengi að festa sig í sessi sem grimmasti og ófyr­ir­leitn­asti glæpafor­ing­inn í Chicago og breiddi stöðugt út yfir­ráða­svæði suð­ur­borg­ar­klíkunnar þar sem sprútt­sala, veð­mál og vændi voru í for­grunni.

Hann víl­aði ekki fyrir sér að salla niður and­stæð­inga sína og sprengja upp veit­inga­staði sem neit­uðu að kaupa af honum vín. Þannig náði hann undir sig sífellt fleiri svæði og nýtti sér um leið mútur til að koma sér í mjúk­inn hjá borg­ar­yf­ir­völdum og lög­reglu til að sleppa við óþarfa afskipti af lög­brot­un­um.

apone steig sem fullskapaður inn í hlutverk glæpaforingjans. Hann barst mikið á með sín fínu föt og skartgripi og passaði sig á því að kasta ölmusu til þeirra sem minna máttu sín. Með því skapaði hann sér sess sem eins konar Hrói Höttur í Chicago.Þrátt fyrir það var Capone alls ekki að láta lítið fyrir sér fara. Þvert á móti. Hann barst mikið á, klædd­ist glæsi­legum klæð­skera­saum­uðum jakka­fötum og skart­gripum og var jafnan umkringdur glæsi­meyj­um.

Hann gekkst upp í eins konar Hróa Hattar ímynd af sjálfum sér þar sem hann dreifði ölm­usu af sínum gríð­ar­miklu, illa fengnu, auð­æfum til fátækra víða um borg. Hann mætti á kapp­leiki og var oft fagnað eins og hetju. Hann hafði oft á orði að hann væri ein­fald­lega kaup­sýslu­mað­ur. „Ég gef fólk­inu bara það sem það vill!“ var algengt við­kvæði hjá hon­um.

Á meðan geys­aði grimmi­legt stríð milli klíku Capo­nes og norð­ur­borg­ar­klíku O'Banions heit­ins. Hjaðn­inga­víg gengu á víxl þar sem margir lyk­il­menn beggja vegna lutu í gras, meðal ann­ars bíl­stjóri Capo­nes sjálfs og einn dag­inn mættu fjöldi norð­ur­borg­ar­manna fyrir utan höf­uð­stöðvar hans og létu kúlum rigna úr Thomp­son-­vél­byssum, hinum frægu Tommy-g­uns sem eru eins og tákn­mynd þessa ára.

Ofbeldið stig­magn­að­ist og náði hámarki árið 1929 þegar Capone fyr­ir­skip­aði morð á Bugs Mor­an, sem þá var for­ingi norð­an­manna. Hópur Capo­ne-­manna réð­ist inn í vöru­skemmu Mor­ans og yfir­bug­aði sjö manns sem þar voru að vinnu. Þegar mönn­unum hafði verið stillt upp við vegg komu fleiri menn inn, vopn­aðir vél­byssum og hagla­byssum og hrein­lega brytj­uðu menn­ina nið­ur.

Valentínusarmorðin voru mikið grimmdarverk þar sem sjö manns voru myrtir með köldu blóði. Ímynd Capones var aldrei söm eftir það og löggæslustofnanir lögðu mikið uppúr að klekkja á honum.Dag­blöðin birtu slá­andi myndir af vett­vangi og köll­uðu ódæðið „Sa­int Val­entine's Day Massacre“, enda var fjöldamorðið framið á Val­ent­ínus­ar­dag. Þetta kastaði rýrð á orð­spor Capo­nes sem vel­gjörð­ar­manns, og í fram­hald­inu lögðu lög­gæslu­stofn­anir miklu meiri áherslu á að klekkja á hon­um.

Enda­lokin nálg­ast

Yfir­völd reyndu allt til að fá Capone dæmdan þar sem hann var hand­tek­inn og/eða kærður fyrir alls konar brot, allt frá ver­gangi upp í brot á Vol­stea­d-lög­un­um. Það sem varð honum hins vegar að falli voru skatta­mál.

Árið 1927 hafði Hæsti­réttur Banda­ríkj­anna stað­fest að tekjur af ólög­legri starf­semi væru sann­ar­lega skatt­skyld­ar. Þegar hinn frægi lög­reglu­maður Eliot Ness, ásamt sér­sveit sinni, Hinum Vamm­lausu, hafði um ára­bil ham­ast í starf­semi Capo­nes í Chicago var breytt um stefnu og ákveðið að hamra á skatta­mál­un­um. Capone var svo ákærður og síðar sak­felldur fyrir skatt­svik og hlaut ell­efu ára fang­els­is­dóm árið 1931.

Hann hóf afplánun árið 1932. Við kom­una í fang­elsið var hann greindur með sára­sótt og lek­anda sem átti eftir að hafa gríð­ar­leg áhrif á hann á næstu árum. Hann átti erfitt með að fóta sig aleinn í fang­els­inu og varð fyrir tals­verðu áreiti, þannig að hann var fluttur yfir í Alcatr­az-fang­elsið utan við San Frans­isco.

Capone var loks sakfelldur fyrir skattsvik. Hann veiktist í fangelsi og var ekki hálfur maður þegar út var komið.

Síð­ustu árin í afplánun var and­legri heilsu hans farið að hraka tals­vert vegna tauga­hrörn­unar sem var afleið­ing sára­sótt­ar­inn­ar.

Honum var sleppt úr haldi árið 1939, en var sjúk­lingur allt til ævi­loka. Hann bjó í húsi sínu í Miami þar sem hann fékk heila­blóð­fall árið 1947 og nokkrum dögum síðar varð hjarta­á­fall glæpafor­ingj­anum fyrr­ver­andi að ald­urtila, 48 ára að aldri.

Afnám áfeng­is­banns gróf undan glæpa­hóp­unum

Þegar Capone var sendur í fang­elsi árið 1932 var orðið ljóst að áfeng­is­sölu­bannið hafði ekki borið til­ætl­aðan árang­ur. Glæpir höfðu auk­ist og glæpafor­ingjar eins og Capone höfðu efn­ast gríð­ar­lega, án þess að dregið hefði sér­stak­lega úr drykkju meðal almenn­ings.

Því lögðu þing­menn í Was­hington í að fella átj­ánda við­auka stjórn­ar­skrár­innar úr gildi með öðrum við­auka, sem varð sá tuttug­asti og fyrsti. Málið fékk hefð­bundna afgreiðslu í báðum deildum þings­ins, en í stað þess að leggja málið fyrir rík­is­þingin eins og venja var, var ákveðið að nota aðra aðferð, þ.e. að stofna til sér­stakra sam­kunda í hverju ríki þar sem málið var rætt. Það var gert vegna þess að talið var að rík­is­þing­menn væru of háðir bind­ind­is­hreyf­ing­unni til að málið fengi nokkurn tíma eðli­legan fram­gang.

Almenningur fagnaði vel þegar áfengissölubanninu var aflétt.

Það var svo í árs­lok 1933 að 21. stjórn­ar­skrár­við­auk­inn, til afnáms áfeng­is­sölu, var stað­festur með sam­þykki Utah, sem varð 36. ríkið sem velti síð­asta hlass­inu.

Eftir það féll að sjálf­sögðu botn­inn úr sprútt­sölu glæpa­hópa, en eft­ir­mönnum Capo­nes lagð­ist ýmis­legt til og þeir héldu yfir­ráðum yfir und­ir­heimum Chicago í áraraðir eftir það.

Eftir stendur ímynd um tíma þar sem gleðin var vissu­lega við völd, en undir niðri geis­aði for­dæma­laus ofbeld­is­alda um allt land þar sem morð, lim­lest­ingar og dauði voru dag­legt brauð. Hugsið endi­lega um það þegar þið setjið upp kúlu­hatt og axla­bönd og stingið dóta­byssu í buxna­streng­inn á næstu árs­há­tíð.

Erfitt að losna úr bransanum

Torrio sneri aftur til Banda­ríkj­anna þremur árum síð­ar, árið 1928, og var lyk­il­maður í stofnun National Crime Synd­icate, sam­bands glæpa­sam­taka um gjörvöll Banda­ríkin sem skiptu með sér svæðum og sviðum til að draga úr hætt­unni á átökum milli hópa. Torrio lenti aftur í stein­inum undir lok fjórða ára­tug­ar­ins fyrir skattsvik, en eftir að hafa afplánað tveggja ára dóm sneri hann blað­inu við á ný og var lög­hlýð­inn að mestu allt til dauða­dags 1959.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Mannréttindadómstóll Evrópu: Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, gegn íslenska ríkinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Harvey Weinstein
Harvey Weinstein fundinn sekur
Kviðdómur í New York hefur sakfellt Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Rauður dagur í kauphöllinni – Icelandair féll um tæp níu prósent
Heildarvirði félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað dróst saman um tugi milljarða í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiÍ þá tíð...