Mikilvægustu augnablik styrjaldarinnar á hvíta tjaldið

Kvikmyndin Dunkirk um Dynamo-áætlunina 1940 er frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi í dag.

Auglýsing

Stórmyndin Dunkirk í leikstjórn Christopher Nolan er frumsýnd á Íslandi í dag. Myndin hefur þegar fengið afbragðs dóma og er sögð vera á pari við önnur stórvirki Nolans.

Og það sem meira er: Gagnrýnendur segja hana einhverja bestu stríðsmynd fyrr og síðar.

Christopher Nolan og Kenneth BrangahÍ myndinni er sögð sagan af flótta innilokaðra breskra og franskra hermanna í strandbænum Dunkirk í Frakklandi yfir Ermarsund til Bretlands árið 1940. Mikið úrval leikara leikur í myndinni, meðal annars Tom Hardy, Cillian Murphy og Kenneth Banagah svo einhverjir séu nefndir.

Þjóðverjar höfðu þá brotist í gegnum Marginot-línuna og hrundið vörnum Frakka. En þegar aðeins einn bær á meginlandi Evrópu var eftir undir stjórn bandamanna ákváðu þýsku herforingjarnir, með samþykkti Adolfs Hitlers, að stöðva sókn skriðdrekadeilda og landgönguliða um stund.

Það varð 338.226 breskum og frönskum dátum til lífs.

Ákvörðun þýskra herforingja og Hitlers að stöðva sóknina að Dunkirk, á meðan nær allt herlið Bretlands og Frakklands stóð í fjörunni og beið eftir flutningi yfir Ermarsundið, er talin vera ein versu mistök Þýskalands í stríðinu. Sagnfræðingar hafa tekist á um þýðingu þessarar ákvörðunar og vilja sumir segja að þarna hafi Hitler byrjað að tapa stríðinu.

Kjarninn ákvað að rekja í stuttu máli aðdragandann að flóttanum sem sagt er frá í kvikmyndinni Dunkirk.

Auglýsing

Þjóðverjarnir koma

Eftir að hafa ráðist inn í Pólland án teljandi mótspyrnu árið 1939 færði þýski herinn sveitir sínar á vesturvígstöðvarnar við landamæri Þýskalands að Hollandi, Belgíu, Lúxembúrg og Frakklandi.

Tilbúinn áróðursmiði úr kvikmyndinni Dunkirk.Frakkar og Bretar stóðu handan landamæranna í Frakklandi við Maginot-línuna (landamærin milli Frakklands og Þýskalands) og við landamæri Frakklands að Belgíu. Belgía var hlutlaust ríki svo breskum og frönskum hersveitum var ekki leyft að stilla upp vörnum þar.

Mikilvægt er að benda á að Bretar höfðu stærstan hluta af herafla sínum í Frakklandi á þessum tíma, á fyrri hluta árs 1940 og ætluðu að verja Frakkland fyrir árás Þjóðverja.

Bretar stilltu sér upp vestast við víglínuna enda bjuggust allir við að Þjóðverjar myndu endurtaka leikinn síðan í fyrri heimsstyrjöldinni (þ. Schleiffen plan) og marsera í gegnum Belgíu. Það varð raunin og um leið og Þjóðverjar stigu yfir landamærin til Belgíu hófu Bretar og Frakka sókn sína inn til Belgíu einnig.

Það var hins vegar ekki gert ráð fyrir að skriðdrekadeild Þýskalands kæmist í gegnum skóginn í Ardennes við nyrðri enda Maginot-línunnar og því voru takmarkaðar varnir settar upp þar. Þjóðverjarnir náðu hins vegar að komast í gegnum skóglendið með Panzer-skriðdrekana sína, brjótast þannig í gegnum línuna og koma aftan að sveitum Frakka og Breta í Belgíu.

Hersveitir bandamanna voru umkringdar; horfðu í byssukjaft Þjóðverjanna og hörfuðu hratt að ströndinni við Ermarsundið.

Frönsku hersveitirnar við Marginot-línuna áttu ekki roð í þýsku sveitirnar og gáfust fljótlega upp. Bestu herdeildir Bretlands og Frakklands voru króaðar af við Ermarsundið.

Bandamenn króaðir af í Dunkirk í maí 1940

Sókn Þjóðverja var hröð og bresku og frönsku hersveitirnar höfðu engan annan kost en að hörfa.

Operation Dynamo

Franski forsætisráðherrann Paul Reynaud hafði samband við Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands, 15. maí 1940 og lýsti yfir uppgjöf Frakklands þegar fimm dagar voru liðnir frá innrás Þjóðverja. Sama dag gafst Holland einnig upp fyrir Þjóðverjum.

Þegar ljóst var í hvað stefndi og enginn möguleiki fyrir bresku og frönsku herdeildirnar að brjótast í gegnum umsátur Þjóðverja fyrirskipar Churchill upphaf Dynamo-áætlunarinnar um flutninga herliðanna yfir Ermarsundið. Það er hins vegar stór galli á þessari áætlun því í henni er aðeins gert ráð fyrir að 45.000 hermenn, að hámarki, geti verið fluttir yfir sundið. Fjöldi innilokaðra hermanna var nærri 400.000.

Hinn 22. maí 1940 lögðu Þjóðverjar undir sig hafnarbæina í Calais og Boulogne og gerðu möguleika á björgun enn minni. Eftir það hörfuðu allir hermennirnir að hafnarbænum Dunkirk. Þjóðverjar réðust á herdeildirnar úr lofti og ráðalausir dátarnir komust ekkert annað en afturábak undan sókn Panzer-skriðdrekanna á landi.

Luftwaffe hæfði fjölda skipa á Ermarsundi.

Hinn 27. maí hófust flutningarnir yfir Ermarsundið og voru allir tiltækir bátar og fley ræst af stað yfir að strönd Frakklands til þess að sækja hermennina. Vegna grynninga undan ströndinni við Dunkirk reyndist það erfitt og tímafrekt að koma dátunum um borð í skipin. Hersveitirnar, bæði breskar og franskar, stilltu sér þess vegna upp gengt Panzer-drekunum og héldu aftur af sókn Þjóðverja.

Þýski flugherinn Luftwaffe hæfði fjölmörg skip sem silgdu hlaðin til baka yfir Ermarsundið auk þess sem flugvélarnar létu sprengjum rigna yfir ströndina.


Illa gekk að ferja stærstu skipin úr fjörunni í Dunkirk.

Þessi mynd prýðir plaggöt kvikmyndarinnar um Dunkirk. Þar sést einn af bátunum frá Ramsgate koma dátunum til bjargar.

Erfiðara reyndist þó að halda aftur af sókn þýska flughersins Luftwaffe sem lét sprengjum rigna yfir ströndina. Breski flugherinn var þess vegna sendur af stað og hófst þá einhver magnþrungnasta loftorusta allra tíma. Spitfire-vélar Bretanna eltu Stuka-vélar Þjóðverja. Þennan fyrsta dag Dynamo-áætlunarinnar var aðeins 7.669 dátum bjargað af ströndinni í Dunkirk.

Næstu daga gekk betur ferja skipin sem komu yfir Ermarsundið og vegna skýjahulu sem lagðist yfir bæinn gat þýski flugherinn ekki ráðist að strandaglópunum úr lofti. Þjóðverjar héldu áfram sókn sinni inn í Belgíu, sem gafst að lokum upp 28. maí, og suður eftir Frakklandi. Hernám Þjóðverja í Frakklandi gerði það að verkum að öflugustu herdeildirnar, bæði loftsveitir og skriðdrekadeildir, voru sendar á vígstöðvarnar sunnar í Frakklandi.

Hinn 31. maí 1940 ákváðu óbreyttir breskir borgarar að safna saman bátum til þess að sigla yfir Ermarsundið og sækja hermenn. Langflestum var bjargað þennan dag eða rúmlega 68.014 manns. Strax næsta dag áttuðu Þjóðverjarnir sig á því að breski herinn væri að komast undan, hraðar en þeir áttu von á. Það var því allt kapp lagt á að ráðast gegn dátunum næstu daga, hvort sem þeir stóðu á ströndinni eða eftir að þeir höfðu komist um borð í skipin og lagt af stað þessa fáu kílómetra sem skilja Bretland frá meginlandi Evrópu.

Aðfaranótt 5. júní var björgunaraðgerðum lokið. Þá hafði tekist að bjarga samtals 338.226 manns af ströndinni í Dunkirk. Hinn 4. júní hafði Winston Churchill flutt seina af sínum bestu og mikilvægustu ræðum á stríðstímum fyrir breska þinginu. Í ræðunni þurfti Churchill að greina frá hernaðarlegum hrakförum og hugsanlegri innrás Þjóðverja í Bretland án þess að breiða út vonleysi eða láta fólk halda að sigur gegn Nasismanum væri mögulegur.

Það á að nýta hvert tækifæri til þess að koma þessari ræðu að, enda er hún frábær. Margsinnis hefur ræðan verið dramatíseruð í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Hér sést Brendan Gleeson leika Winston Churchill í kvikmyndinni Into the Storm.


Mikilvægasta augnablik stríðsins

Björgunarstarfið í Dunkirk er oftar en ekki sagt vera eitthvað mikilvægasta augnablik Bretlands í stríðinu því megnið af þeim hermönnum sem bjargað var áttu eftir mynda kjarna herliðs Breta í seinni heimsstyrjöldinni.

Sagnfræðingar munu eflaust takast á um langt skeið hversu mikla þýðingu þessir atburðir höfðu fyrir gang stríðsins. Sumir ganga svo langt að segja að hefðu hermennirnir ekki bjargast, þá hefði Þýskaland eflaust náð að hernema Bretland í stríðinu. Eitt er víst að við munum aldrei fá að vita hvernig hefði farið.

Kvikmynd Christopher Nolan hefur verið í framleiðslu undanfarin misseri. Kvikmyndataka hófst í maí í fyrra í Dunkirk og í Los Angeles. Í myndinni má sjá eitthvað af þeim bátum sem tóku þátt í hinni raunverulegu aðgerð árið 1940 og raunverulegar flugvélar sem smíðaðar voru í anda vélanna sem flugu í styrjöldinni.

Þrátt fyrir að hafa hlotið nær eintómt lof gagnrýnenda hefur verið bent á að Nolan virðist gera lítið úr hlutverki franskra hermanna í björgunarafrekinu. Eins og rakið er hér að ofan þá tóku frakkarnir þátt í að halda aftur af Panzer-drekunum svo bjarga mætti sem flestum.

Dunkirk er sýnd í Sambíóunum.„Við viljum Hitler á lífi“.

Í kapphlaupi við tímann

Björg­un­ar­leið­ang­ur­inn var í kapp­hlaupi við tím­ann því sífellt erf­ið­ara reynd­ist að halda Þjóð­verjum í skefjum á landi og loft­árásir Luftwaffe voru skæð­ar. Nær öll her­gögn voru þess vegna skilin eftir í Dun­kirk.

Dagur Bjargað
27. maí 1940 7.669
28. maí 1940 17.804
29. maí 1940 47.310
30. maí 1940 53.823
31. maí 1940 68.014
1. júní 1940 64.429
2. júní 1940 26.256
3. júní 1940 26.746
4. júní 1940 26.175
Sam­tals 338.226

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Hver er stefna stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum?
Kjarninn 16. september 2021
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Boðuð útgjaldaaukning Pírata er ekki fullfjármögnuð
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Halldóru Mogensen um að kosningaloforð Pírata séu fullfjármögnuð með nýjum tekjuöflunarleiðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jón Steindór Valdimarsson
Drifkraftur nýrra lausna í loftslagsmálum
Kjarninn 16. september 2021
Mikil skekkja er í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunarleiðinni sem flokkurinn sá fyrir að fjármagna kosningaloforð sín með.
Tugmilljarða skekkja í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunaraðgerð þeirra
Þingmaður Pírata segir að flokkurinn sé að endurskoða útreikninga sína á áhrifum 3,75 prósentustiga hækkunar efsta þreps tekjuskattskerfisins, eftir að bent var á að þar skeikaði tugmilljörðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jóhann S. Bogason
Vesalings Færeyingarnir
Kjarninn 16. september 2021
Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald
Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“
Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Meira úr sama flokkiÍ þá tíð...