Viltu vinna við íslensku hjá Amazon?

Amazon leitar að íslenskufræðingi með forritunarkunnáttu til að búa til íslenskt raddstýringarkerfi.

Siri talar ekki enn íslensku.
Siri talar ekki enn íslensku.
Auglýsing

Banda­ríska stór­fyr­ir­tækið Amazon leitar nú að starfs­krafti á tungu­mála­tækni­deild sína til þess að stjórna íslensku­þýð­ingum Alexu, radd­stýr­ing­ar­tækni fyr­ir­tæk­is­ins.

Íslenska hefur ekki átt stóran sess í tölvu­tækni hingað til. Gerðar hafa verið þýð­ingar á stýri­kerfi tölva eftir að þær urðu almenn­ings­eign. Það hefur hins vegar reynst of dýrt að upp­færa tungu­mála­kunn­áttu stýri­kerf­anna síðan fram­leið­endur þeirra fóru að upp­færa kerfin eins reglu­lega og nú er gert.

Sömu sögu er að segja um annan hug­búnað og vef­lausnir: Þær eru yfir­leitt ekki þýddar á íslensku og þess vegna þurfa íslend­ingar oft að bregða fyrir sig ensku þegar for­ritum eru gefnar skip­an­ir.

Auglýsing

Af þessu hafa íslensku­fræð­ingar haft tölu­verðar áhyggj­ur, ekki síst vegna hraðrar þró­unar tækj­anna. Hingað til hefur tölvum einna helst verið stjórnað með svoköll­uðum snerlum; þe. með því að þrýsta á hnappa og velja skip­anir úr val­mynd­um.

„Í framtíð­inni verður tungumálið hins vegar meg­in­stjórntækið – bún­að­inum verður stjórnað með því að rita skip­anir á lykla­borð eða tala þær í hljóð­nema,“ segir í ályktun íslenskrar mál­nefndar um stöðu íslenskrar tungu síðan 2012.

Í dag, árið 2017, má sjá ýmis merki að þessi spá sé að verða að veru­leika. Banda­ríska stór­fyr­ir­tækið Google hefur til dæmis kynnt nýj­ungar sem byggja á þeirri hug­mynd að hægt sé að gefa radd­skip­an­ir, frekar en að þrýsta á hnappa. Í flestum snjall­tækjum má finna ein­hvern „per­sónu­legan aðstoð­ar­mann“ sem hægt er að gefa skip­an­ir.

Í snjall­tækjum frá Apple er þessi aðstoð­ar­maður Siri. Hún skilur hins vegar enga íslensku, en talar útbreidd­ustu tungu­mál heims­ins. Þar má finna arab­ísku, kín­versku, ensku, frönsku, þýsku, ítölsku, japönsku, kóresku, portú­gölsku, rúss­nesku, spænsku, tælensku og tyrk­nesku. Það má einnig finna dönsku, finnsku og sænsku.

Kollegi Siri er Alexa hjá Amazon. Sem stendur talar Alexa aðeins ensku og þýsku en aug­lýsir nú eftir mál­vís­inda­fólki til þess að aðstoða við hönnun radd­stýr­ing­ar­tækni fyrir 14 tungu­mál til við­bót­ar. Þeirra á meðal er íslenska.



Fjallað er um aug­lýs­ing­una á vef þýing­ar­stof­unnar Skopos. Í aug­lýs­ing­unni er aug­lýst eftir mál­fræð­ingum sem tala íslensku að móð­ur­máli, hafa góða þekk­ingu á hljóð­fræði og hljóð­kerf­is­fræði og eru vel að sér í for­rit­un, meðal ann­ars reglu­legum segðum og skip­ana­línum í Unix/L­in­ux.

Áhuga­samir ættu að hafa hraðar hendur því umsókn­ar­frest­ur­inn rennur út á föstu­dag­inn, 31. mars næst­kom­andi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiFólk
None