Viltu vinna við íslensku hjá Amazon?

Amazon leitar að íslenskufræðingi með forritunarkunnáttu til að búa til íslenskt raddstýringarkerfi.

Siri talar ekki enn íslensku.
Siri talar ekki enn íslensku.
Auglýsing

Banda­ríska stór­fyr­ir­tækið Amazon leitar nú að starfs­krafti á tungu­mála­tækni­deild sína til þess að stjórna íslensku­þýð­ingum Alexu, radd­stýr­ing­ar­tækni fyr­ir­tæk­is­ins.

Íslenska hefur ekki átt stóran sess í tölvu­tækni hingað til. Gerðar hafa verið þýð­ingar á stýri­kerfi tölva eftir að þær urðu almenn­ings­eign. Það hefur hins vegar reynst of dýrt að upp­færa tungu­mála­kunn­áttu stýri­kerf­anna síðan fram­leið­endur þeirra fóru að upp­færa kerfin eins reglu­lega og nú er gert.

Sömu sögu er að segja um annan hug­búnað og vef­lausnir: Þær eru yfir­leitt ekki þýddar á íslensku og þess vegna þurfa íslend­ingar oft að bregða fyrir sig ensku þegar for­ritum eru gefnar skip­an­ir.

Auglýsing

Af þessu hafa íslensku­fræð­ingar haft tölu­verðar áhyggj­ur, ekki síst vegna hraðrar þró­unar tækj­anna. Hingað til hefur tölvum einna helst verið stjórnað með svoköll­uðum snerlum; þe. með því að þrýsta á hnappa og velja skip­anir úr val­mynd­um.

„Í framtíð­inni verður tungumálið hins vegar meg­in­stjórntækið – bún­að­inum verður stjórnað með því að rita skip­anir á lykla­borð eða tala þær í hljóð­nema,“ segir í ályktun íslenskrar mál­nefndar um stöðu íslenskrar tungu síðan 2012.

Í dag, árið 2017, má sjá ýmis merki að þessi spá sé að verða að veru­leika. Banda­ríska stór­fyr­ir­tækið Google hefur til dæmis kynnt nýj­ungar sem byggja á þeirri hug­mynd að hægt sé að gefa radd­skip­an­ir, frekar en að þrýsta á hnappa. Í flestum snjall­tækjum má finna ein­hvern „per­sónu­legan aðstoð­ar­mann“ sem hægt er að gefa skip­an­ir.

Í snjall­tækjum frá Apple er þessi aðstoð­ar­maður Siri. Hún skilur hins vegar enga íslensku, en talar útbreidd­ustu tungu­mál heims­ins. Þar má finna arab­ísku, kín­versku, ensku, frönsku, þýsku, ítölsku, japönsku, kóresku, portú­gölsku, rúss­nesku, spænsku, tælensku og tyrk­nesku. Það má einnig finna dönsku, finnsku og sænsku.

Kollegi Siri er Alexa hjá Amazon. Sem stendur talar Alexa aðeins ensku og þýsku en aug­lýsir nú eftir mál­vís­inda­fólki til þess að aðstoða við hönnun radd­stýr­ing­ar­tækni fyrir 14 tungu­mál til við­bót­ar. Þeirra á meðal er íslenska.Fjallað er um aug­lýs­ing­una á vef þýing­ar­stof­unnar Skopos. Í aug­lýs­ing­unni er aug­lýst eftir mál­fræð­ingum sem tala íslensku að móð­ur­máli, hafa góða þekk­ingu á hljóð­fræði og hljóð­kerf­is­fræði og eru vel að sér í for­rit­un, meðal ann­ars reglu­legum segðum og skip­ana­línum í Unix/L­in­ux.

Áhuga­samir ættu að hafa hraðar hendur því umsókn­ar­frest­ur­inn rennur út á föstu­dag­inn, 31. mars næst­kom­andi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFólk
None