Í þá tíð… Fjöldasjálfsmorð Heaven‘s Gate

Tugir meðlima sértúarsafnaðarins Heaven‘s Gate fundust látnir eftir fjöldasjálfsmorð. Fólkið vonaðist til þess að sálir þeirra myndu hverfa upp í geimskip sem fylgdi halastjörnu sem sigldi nálægt Jörðu.

Óhugnanleg sjón blasti við lögreglumönnum sem komu inn í hýbýli Heaven‘s Gate þar sem lík 39 meðlima lágu, snyrtilega til lögð.
Óhugnanleg sjón blasti við lögreglumönnum sem komu inn í hýbýli Heaven‘s Gate þar sem lík 39 meðlima lágu, snyrtilega til lögð.
Auglýsing

Á þessum degi fyrir réttum 20 árum síð­an, hinn 26. mars 1997, fékk lög­reglan í San Diego í Banda­ríkj­unum nafn­lausa ábend­ingu um að eitt­hvað ein­kenni­legt væri á seiði í stór­hýsi einu í úthverfi borg­ar­inn­ar. Þegar lög­reglu­menn komu á svæðið fundu þeir 39 lík, öll klædd í svarta íþrótta­galla og svart­hvíta Nike skó, með plast­poka á höfð­inu undir fjólu­bláu klæði.

­Fólkið reynd­ist vera með­limir sér­trú­ar­safn­að­ar­ins Hea­ven‘s Gate, og hafði stytt sér aldur með því að taka inn lyfja­blöndu áður en þau drógu plast­pok­ana yfir höf­uðið og köfn­uðu.

Á meðal þeirra látnu var for­víg­is­maður og annar stofn­enda safn­að­ar­ins, Mars­hall App­lewhite að nafni, en þessi sorg­ar­at­burður átti sér ald­ar­fjórð­ungs for­sögu þar sem fram­vindan virð­ist oft eins og tekin upp úr vís­inda­skáld­sögu - enda sóttu stofn­end­urnir inn­blástur í skáld­skap og sjón­varps­þætti.

Auglýsing

Tvíeykið og Geim­veruguð­inn

Upp­haf safn­að­ar­ins er rekið til þess þegar leiðir App­lewhites og Bonnie Nett­les lágu saman árið 1972. App­lewhite hafði komið víða við en hafði, þegar þarna kom við sögu, nýlega verið sagt upp störfum sem tón­list­ar­kenn­ari við háskóla í Texas vegna sam­bands síns við nem­anda. Nett­les var hjúkr­un­ar­kona á ein­hvers konar stofnun þar sem App­lewhite leit­aði sér lækn­inga vegna geð­rænna vanda­mála. 

Eftir stífar trú­speki­legar vanga­veltur töl­uðu þau sig niður á að þau væru vott­arnir tveir sem talað er um í Opin­ber­un­ar­bók Jóhann­es­ar. Þau væru verk­færi almætt­is­ins til að upp­fylla lög­mál Bibl­í­unn­ar.

Með þessa full­vissu í fartesk­inu, og fátt ann­að, lögðu þau land undir fót og ferð­uð­ust um landið þvert og endi­langt til að afla trú sinni fylgd­ar­manna. Meg­in­stefið í þeirra boð­skap var að Guð bibl­í­unnar væri í raun afar háþróuð geim­vera sem hefði í huga að „end­ur­vinna“ Jörð­ina og aðeins þeir sem hög­uðu lífi sínu og trú eftir for­skrift­inni ættu þess kost að láta lyfta sér upp á næsta til­veru­stig.

Stofnendur safnaðarins, þau Marshall Applewhite og Bonnie Nettles, gerðu víðreist um gjörvöll Bandaríkin og héldu fundi þar sem þau reyndu að sannfæra fólk um að ganga til liðs við sig. Hundruð manna létu til leiðast á þeim aldarfjórðungi sem söfnuðurinn starfaði.

Þraut­seigjan borg­aði sig

Ekki blés byr­lega fyrir þeim á ferða­lag­inu og þau voru í meira en ár að heilla fyrsta með­lim­inn um borð, sem reynd­ist þó ekki þaul­set­inn og hvarf á brott skömmu síð­ar. Eljan og sann­fær­ingin sem knúði App­lewhite og Nett­les áfram skil­aði sér þó að lokum og um miðjan átt­unda ára­tug­inn sóttu jafnan tugir eða hund­ruð manna kynn­ing­ar­fundi þeirra og undir lok ára­tug­ar­ins taldi söfn­uð­ur­inn um 70 fasta með­limi og flakk­aði milli sama­staða í Suð­ur­-Kali­forn­íu.

Applewhite sannfærði fylgjendur sína um að með því að fremja sjálfsmorð myndu þau fljúga til móts við Guð sem væri í geimskipi sem sigldi í kjölfari Hale-Bopp halastjörnunnar.Eitt af aðal­á­herslu­málum safn­að­ar­ins var ein­streng­ings­leg eins­leitni þar sem hvert smá­at­riði í dag­legu lífi safn­að­ar­með­lima var útli­stað og fylgjt eftir af mik­illi nákvæmni. Meðal ann­ars var stærð og þykkt morg­un­verð­ar­pönnu­kakanna stöðl­uð, sem og magn síróps og smjörs sem átti að nota.

Engum sögum fer af nokk­urri kúg­un, arðráni eða mis­notkun á með­limum Hea­ven‘s Gate, enda kom fólk og fór eins og því sýnd­ist og stund­aði vinnu sína á dag­inn. Raunar voru þau afar vel séð, enda stund­vís og lús­ið­in.

Inter­net­bylt­ingin og „Brott­för­in“

Nett­les lést úr krabba­meini árið 1985 og við það hrikti eilítið í kenn­ing­ar­kerfi Hea­ven‘s Gate, en við end­ur­skoðun þótti ljóst að Nett­les væri komin um borð í geim­skipið góða sem sigldi í kjöl­far hala­stjörn­unnar Hale-­Bopp og nálg­að­ist Jörð­ina óðfluga.

App­lewhite og fylgj­endur hans lögðu því mikla áherslu á að breiða fagn­að­ar­er­indið út sem víð­ast og tóku í sína þjón­ustu nýj­ustu tækni, hið svo­kall­aða Inter­net.

Söfnuðurinn var einn sá fyrsti til að koma sér upp vefsíðu, sem er enn virk en hefur verið óbreytt að uppsetningu síðan um miðjan tíunda áratuginn.

Hea­ven‘s Gate setti meðal ann­ars upp vef­síðu, sem var ekki á allra færi á miðjum tíunda ára­tugn­um, og raunar var vef­hönnun ein helsta tekju­lind safn­að­ar­ins á þeim tíma. Í gegnum síð­una var hægt að nálg­ast fræðslu­efni og mynd­skeið og er raunar enn þann dag í dag þar sem síðan er enn uppi og er við­haldið af tveimur eft­ir­lif­andi með­lim­um. Útlit hennar er hins vegar óbreytt og ber sann­ar­lega keim af þeim tíð­ar­anda sem ríkti í vef­hönnun á þessum spenn­andi mót­un­ar­tíma nets­ins.

Þegar stytt­ist í að Hale-­Bopp kæm­ist sem næst jörð­inni, á 4.000 ára spor­baug sínum um sól­ina, fóru með­limir að hugsa sér til hreyf­ings.

Hér má sjá loka­ávarp App­lewhites, sem var tekið upp nokkrum dögum fyrir „brott­för­ina“, þegar með­limir tóku inn lyf og lögð­ust til hinstu hvílu.



Eftir ítar­legan und­ir­bún­ing og eina loka­mál­tíð á veit­inga­stað í nágrenn­inu, þar sem allir fengu sér það nákvæm­lega sama að borða, hófust þeir handa við „brott­för­ina“ eins og þeir köll­uðu það, þegar þeir hugð­ust kasta af sér hlekkjum hins hold­lega og svífa til móts við örlögin og æðra til­veru­stig í geimn­um.

Í þrjá daga voru með­limir teknir í litlum hópum og aðstoð­aðir við gjörn­ing­inn, þar til eng­inn varð eft­ir, nema eins, og síðar kom í ljós, hinir tveir sem sjá um síð­una og sam­skipti við áhuga­sama.

Hea­ven‘s Gate hefur enn þann dag í dag sterka sam­fé­lags­lega skírskotun um hinn vest­ræna heim, enda vekja svo­kall­aðir „Deat­h-Cults“ alltaf mikla for­vitni. Hea­ven‘s Gate er oft til­tekið í svip­uðu sam­hengi og söfn­uður Jim Jones þar sem hund­ruð manna létu­st, Söfnuð Sól­hofs­ins í Sviss þar sem 48 létu­st, og söfnuð Dav­ids Kor­esh í Waco í Texas þar sem 80 manns lét­ust í eldi eftir skot­bar­daga við lög­reglu.

Þó að með­lim­irnir tveir séu enn í sam­skiptum við áhuga­sama segj­ast þeir alls ekki vera að leita að fleiri með­lim­um. Söfn­uð­ur­inn sé ekki til í dag og þeir ráða fólki frá því að leika eftir „brott­för­ina“, enda hafi það ekk­ert upp á sig fyrst að Hale-­Bopp er horfin á braut. Þau bíða hins vegar þol­in­móð eftir því að þeirra tími renni upp og þau fái að stíga upp á hærra stig og hitta trú­bræður og -systur sínar á ný.

Fleiri merkisatburðir 26. mars

1812

Jarð­skjálfti leggur Caracas, höf­uð­borg Venezu­ela, í rúst. 15.000-20.000 týna lífi sínu.

1827

Tón­skáldið Lud­wig Van Beet­hoven deyr.

1945

Banda­ríkja­menn reka Jap­ana frá Iwo Jima á Kyrra­hafi í Seinni heims­styrj­öld. 

1953

Dr. Jonas Salk til­kynnir upp­götvun bólu­efnis gegn mænu­sótt. 

1969

John Lennon og Yoko Ono skríða saman upp í rúm í Amster­dam og eru þar í heila viku til að mót­mæla stríðs­rekstri í heim­in­um.

1971

Aust­ur-Pakistan lýsir yfir sjálf­stæði og tekur upp nafnið Bangla­dess.

1972

Samið um bann við að ríki eigi eða þrói sýkla- og efna­vopn.

1979

Anwar Al Sadat og Menachem Begin und­ir­rita frið­ar­samn­inga milli Egypta­lands og Ísra­els og binda þannig enda á ártuga­deil­ur.

1979

Michigan State sigrar Indi­ana State í úrslita­leik banda­ríska háskóla­körfu­bolt­ans. Magic John­son vann þannig sinn fyrsta sigur á Larry Bird, en þeir félagar áttu eftir að takast enn frekar á næsta ára­tug­inn í NBA-­deild­inni.

1995

Rapp­ar­inn Eazy-E deyr úr Alnæmi.

1999

Dr. Jack Kevorkian sak­felldur fyrir að aðstoða við sjálfs­morð. 

2000

Vla­dimír Pútín kjör­inn for­seti Rúss­lands. 

Afmæl­is­börn dags­ins:

Leon­ard Nemoy: leik­ari (1931), Nancy Pelosi: stjórn­mála­kona (1940), Diana Ross: söng­kona (1944), Pat­rick Süskind: rit­höf­undur (1949), John Stockton: körfu­bolta­kappi (1962), Keira Knight­ley: leik­kona (1985)

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÍ þá tíð...
None