Af hverju er Big Lebowski svona mikið költ?

Kvikmynd Cohen bræðra, The Big Lebowski, kom út árið 1998. Hún er orðin að költskrímsli. En hvers vegna? Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur kynnti Big Lebowski samfélagið.

Kristinn Haukur Guðnason
The Dude
Auglýsing

Hefð­bundin skil­grein­ing á költ-­mynd er sú að aðdáun á henni nái út fyrir „eðli­leg“ mörk. Yfir­leitt eru költ-­myndir söng­leik­ir, hryll­ings­myndir eða vís­inda­skáld­skapur sem byggja á ein­hverju óvenju­legu eða yfir­nátt­úru­legu. Stark Trek og The Rocky Hor­ror Pict­ure Show eru ein­hver bestu dæmin sem til eru um költ. En af hverju er The Big Lebowski, venju­leg gam­an­mynd um let­ingja sem hefur gaman að keilu, ein allra mesta költ-­mynd sem til er?

Rólega af stað

Sjö­unda mynd Coen bræðra,The Big Lebowski, kom út vorið 1998 og fékk til­tölu­lega hóg­værar und­ir­tekt­ir, bæði af gagn­rýnendum og bíó­gest­um. Atburð­ar­rásin þótti skrítin og stefnu­laus, jafn­vel á þeirra mæli­kvarða, og per­són­urnar líka. Flestum fannst myndin vera virki­leg von­brigði eftir þá mynd sem Coen bræður gerðu á und­an, Fargo frá 1996. Hinn frægi kvik­myndarýnir Gene Siskel sagði að King­pin hefði verið mun betri keilu­mynd en The Big Lebowski. 

Í kvik­mynda­húsum náði myndin rétt svo að dekka fram­leiðslu­kostn­að­inn.

Auglýsing

Til­urð mynd­ar­innar nær aftur til árs­ins 1989 þegar bræð­urnir Joel og Ethan hrip­uðu niður fyrstu lín­urn­ar. Hand­ritið var svo gott sem til­búið tveimur árum seinna en þá frestað­ist fram­leiðsla mynd­ar­innar vegna skipu­lags­á­rekstra. Bræð­urnir höfðu skrifað per­són­urnar með ákveðna leik­ara í huga. Sumir af þeim, þ.m.t. Jeff Bridges og Steve Buscemi, voru ekk­ert sér­stak­lega hændir að hand­rit­inu en feng­ust loks til að taka þátt en eftir að þeir höfðu unnið að öðrum verk­efn­um. Bræð­urnir geymdu því hand­ritið og gerðu The Hudsucker Proxy (1994) og Fargo í milli­tíð­inni.

The Big Lebowski ger­ist árið 1991 en atburð­ar­rásin er í stórum dráttum fengin úr film noir bókum og kvik­myndum frá fimmta og sjötta ára­tugn­um. Sér­legan inn­blástur fengu þeir úr verkum um einka­spæj­ar­ann Philip Mar­lowe, sem rit­höf­und­ur­inn Raymond Chandler skóp og leik­arar á borð við Hump­hrey Bog­art, James Garner og Robert Mitchum hafa túlkað í gegnum tíð­ina. Fyr­ir­mynd­irnar af helstu per­sónum mynd­ar­innar voru hins vegar fengnar frá ýmsu fólki sem bræð­urnir höfðu kynnst úr kvik­mynda­brans­an­um. Má þar helst nefna fram­leið­and­ann Jeff Dowd, fyrrum hippa sem kall­aður er Dude og drekkur hvíta rússa, og byssu­óða leik­stjór­ann John Mil­i­us.

Költ verður til

Kvik­myndir verða ekki költ sam­stundis heldur tekur það yfir­leitt nokkurn tíma. Í til­felli The Big Lebowski gerð­ist það eftir að hún kom út á DVD disk. Salan á mynd­inni jókst stöðugt og fleiri fóru að taka eftir henni. Um þremur árum eftir að hún kom út er hægt að tala um að eig­in­legt æði hafi átt sér stað. Tekjur af DVD sölu voru fimm­faldar á við tekj­urnar úr kvik­mynda­hús­un­um. Myndin vakti sér­staka hrifn­ingu meðal háskóla­nema og hún hefur senni­lega verið til á hverju ein­asta her­bergi á hverri ein­ustu heima­vist í Banda­ríkj­un­um. Aðdá­end­ur, sem nú voru farnir að kalla sig „af­reks­fólk“ (sbr. Little Lebowski Urban Achi­ever­s), voru farnir að tala á ákveð­inn hátt, þ.e. í frösum úr mynd­inni. Þeir urðu fljótir að spotta hvern annan og fóru að átta sig á því að hér var um tölu­vert stórt sam­fé­lag að ræða.  Árið 2002 tóku nokkrir aðdá­endur sig saman og héldu hátíð til heið­urs mynd­inni í borg­inni Lou­is­ville í Kent­ucky fylki. Hátíðin heitir Lebowski Fest og hefur verið haldin á hverju ein­asta ári síð­an. Aðdá­endur í mörgum öðrum borgum Banda­ríkj­anna og í Bret­landi hafa fylgt for­dæmi þeirra og komið á legg sinni eigin Lebowski-há­tíð. Á þessum hátíðum koma gestir klæddir sem per­sónur úr mynd­inni, það er horft á mynd­ina, keppt í keilu, spiluð tón­list úr mynd­inni og með Creedence Cle­arwa­ter Revi­val, haldnar spurn­inga­keppnir og svo eru auð­vitað drukknir ófáir hvítir rúss­ar. Margir af aðal­leik­urum mynd­ar­innar hafa heim­sótt þessar hátíð­ir. Jeff Bridges sem er sér­lega dug­legur við að rækta aðdá­enda­hóp­inn er tíður gestur á þeim.

The Dude leiðbeinir mjúklega. Víkingahjálmur kemur við sögu líka, og keilukúlu náttúrulega.Orðið költ felur í sér trú­ar­lega teng­ingu og í vissum til­vikum getur aðdá­unin leitað inn á þær braut­ir. Það hefur t.a.m. gerst í til­viki Star Wars (Jed­i-­trú­ar­brögð­in) og knatt­spyrnu­manns­ins Diego Mara­dona (Kirkja Mara­dona). Árið 2005 stofn­aði maður að nafni Oli­ver Benja­min trú­ar­reglu sem nefn­ist dudeismi. Starf­semin fer að mestu fram á net­inu og þar er hægt að sækja um að ger­ast vígður prest­ur. Um 350.000 manns um allan heim hafa gert það og í sumum fylkjum Banda­ríkj­anna hafa þeir hjóna­vígslu­rétt­indi. Dudeismi er laus­lega byggður á búdd­isma og taó­isma en kenni­setn­ingar eru fáar og ein­fald­ar. Skipu­lag er ekki það sem þessi trú­ar­brögð snú­ast um. Benja­min seg­ir: „Því afslapp­aðra sem við höfum það, þeimun meira dude verður það.“Í dudeisma er þó eitt­hvað skipu­lag. T.d. er haldið upp á hátíð­ina Kera­batsmas (í höf­uðið á per­són­unni Donny Kera­batsos) þann 13. des­em­ber ár hvert en það er afmæl­is­dagur Steve Buscemi. En eins og á öðrum hátíð­ar­dögum dudeisma þá felst hátíð­ar­haldið aðal­lega í því að slappa af. Jeff Bridges sjálfur hefur einnig kannað and­legu hlið kvik­mynd­ar­inn­ar. Árið 2014 gaf hann ásamt búddíska zen-­meist­ar­anum Bernie Glassman út bók­ina The Dude and the Zen Master þar sem þeir eiga sam­ræðu um eðli per­són­unnar og þann lær­dóm sem hægt er að draga úr mynd­inni. Glassman full­yrðir að ýmsar setn­ingar úr mynd­inni eins og t.d. „The Dude abides“ og „Donny, you´re out of your elem­ent“ séu í raun svokölluð koan-ljóð, sem t.a.m. eru notuð  til að þjálfa búdda­munka. Þetta eru ekki einu dæmin um það hversu aðdá­unin á The Big Lebowski nær langt út fyrir mörk hins eðli­lega. Í hverjum mán­uði kemur út hljóð­varp (podcast) þar sem myndin er krufin til mergj­ar. Hægt er að kaupa The Big Lebowski pakka, sem inni­heldur m.a. afsag­aða plast­tá. Kóngu­ló­ar­teg­undin anelosimus big­le­bowski sem lifir í aust­ur-Afr­íku er nefnd eftir mynd­inni. Einnig Lebowskia grandi­fola sem er útdautt barr­tré sem lifði á perm jarð­sögu­tíma­bil­inu (fyrir um 300-250 milljón árum síð­an). Í New York borg er verslun sem selur ein­göngu vörur tengdar mynd­inni. Hér á Íslandi er meira að segja bar sem helg­aður mynd­inni.

Af hverju þessi mynd?

Það er oft erfitt að skýra af hverju kvik­mynd verður költ. Eitt sem víst er er að það var ekki vegna sög­unnar sem slíkrar því að myndin er í raun hálf stefnu­laus farsi. Flestum sem horfa á mynd­ina er í raun sama um glæpa­málið sem The dude er að reyna að leysa og margir muna ekki einu sinni hvernig eða hvort það leystist, jafn­vel eftir að hafa séð mynd­ina margoft. Joel Coen segir:

Með þess­ari mynd átt­uðum við okkur á því að, ef hlut­irnir verða aðeins og flóknir eða óskýr­ir, þá skiptir það í raun­inni ekki máli. ... Þetta er svipað og hjá [Ra­ymond] Chandler. Sögu­þráð­ur­inn skiptir minna máli en aðrir hlutir sem eru að ger­ast í verk­inu. Ég held að þó að fólk verið svo­lítið ringlað þá eigi það ekki að koma í veg fyrir að það hafi gaman að mynd­inni.

Margar af minni­stæð­ustu per­sónum mynd­ar­inn­ar, eins og t.d. keilu­snill­ing­ur­inn og kyn­ferð­is­af­brota­mað­ur­inn Jesus Quin­tana, hafa nákvæm­lega ekk­ert með sögu­þráð mynd­ar­innar að gera. Það skiptir heldur ekki máli því að áhorf­and­inn er fyrst og fremst að fylgj­ast með per­són­unum sjálf­um, aðstæðum þeirra og sam­töl­un­um. Þar kemur helsti styrk­leiki Coen bræðra fram sem hand­rits­höf­unda, þ.e. að búa til per­sónur og sam­töl sem eru skrítin en jafn­framt sniðug og fyndin og fyrst og fremst eft­ir­minni­leg.

Valið á Jeff Bridges sem the dude var full­kom­ið. Hann naut sín við tök­urnar og per­sónan dró allt það besta fram úr hon­um. The dude er ekki ein­ungis aðal­per­sóna mynd­ar­innar heldur er hann við­staddur í hverju ein­asta atriði mynd­ar­inn­ar. Margar aðrar per­sónur í mynd­inni eru ógleym­an­legar og eiga frá­bærar línur en költ The Big Lebowski snýst fyrst og fremst um The dude. Hann er nokk­urs konar and-hetja, latur og ábyrgð­ar­laus, en honum er ýtt inn í aðstæður sem hann ræður illa við. Hann er eins langt frá því að vera einka­spæj­ari á borð við Philip Mar­lowe sem hugs­ast get­ur. The dude er nautna­seggur sem vill bara slaka á og margir áhorf­endur tengja því ein­stak­lega vel við hann. Coen bræður hafa búið til sæg af eft­ir­minni­legum per­sónum í gegnum tíð­ina, s.s. óléttu lög­reglu­kon­una Marge Gund­er­son úr Far­go, raðmorð­ingj­ann með ljóta hárið Anton Chig­urh úr No Country for Old Men og rit­stíflaða leik­rita­skáldið Barton Fink úr samnefndri mynd. En engin per­sóna er jafn greipt í minni fólks og The dude. Will Russell, stofn­andi Lebowski Fest,  seg­ir:

The dude nær yfir öll mörk. Hann er þessi and-hetju, and-efn­is­hyggju, lág-­metn­að­ar, sátt-­með­-­sjálfa-­sig, ósvikna per­sóna. Fólk bregst við þannig karakt­er. The dude þarf ekki fínan bíl eða stórt hús. Hann er bara ham­ingju­samur ef hann kemst í freyði­bað og í keilu með vinum sín­um. Það er allt sem hann vill.

Í nútíma sam­fé­lagi geta fæstir lifað eins og The dude. Vænt­ingar sam­fé­lags­ins og utan­að­kom­andi þrýst­ingur er ein­fald­lega of mik­ill. Nákvæm­lega þess vegna er hann svona dáð­ur. Hann er það sem við viljum vera.

Sam­töl­in, hinar ein­stöku setn­ingar og aðstæð­urnar sem þær eru skrif­aðar inn í, eiga einnig einn stærsta þátt­inn í vin­sæld­un­um. Það er ógrynni af gullnum línum sem gerir það að verkum að hægt er að horfa á mynd­ina aftur og aftur og aft­ur. Það kemur ekki á óvart að hún hafi selst svona vel á DVD og Blu-ray, hún er hin full­komna mynd til að eiga heima hjá sér. Það er alltaf hægt að setja hana í gang, finna eitt­hvað nýtt eða end­ur­vekja kynnin við fra­sana sem maður þekkir svo vel. Allir eiga sínar upp­á­halds línur úr mynd­inni.

Fram­hald

Vegna þess­arra síð­búnu vin­sælda The Big Lebowski hefur verið þrýst á Coen bræður að gera fram­halds­mynd. Þeir eru aftur á móti alls ekki á þeim bux­unum að verða við því. Joel hefur t.a.m. sagt að hann ein­fald­lega fyr­ir­líti fram­halds­mynd­ir. Bræð­urnir hafa ávallt farið sínar eigin leiðir og samn­ingur þeirra við kvik­mynda­verin tryggir þeim fullt list­rænt frelsi sem er mjög óal­gengt í kvik­mynda­brans­anum í dag. Í mörg ár hefur leik­ar­inn John Turt­urro þrá­beðið þá um að gera sér­staka kvik­mynd (spin-off) um per­són­una sem hann lék í mynd­inni, Jesus Quin­tana. Nýverið gáfu þeir loks leyfi fyrir slíkri mynd en þeir munu þó sjálfir ekki koma nálægt henni heldur mun Turt­urro sjálfur skrifa og leik­stýra mynd­inni sem mun bera tit­il­inn Going Places. Hann mun vita­skuld sjálfur fara með hlut­verk Quin­tana og meðal leik­ara mynd­ar­innar verða Susan Sar­andon og Audrey Tautou sem varð fræg fyrir hlut­verk sitt sem Amelie í sam­nefndri mynd frá árinu 2001. Hand­rit mynd­ar­innar er byggt á Les Val­seu­ses, franskri kvik­mynd frá árinu 1974 sem skartar m.a. Ger­ard Depar­dieu og þótti mjög umdeild á sínum tíma vegna mik­illar nektar og óheflaðs orð­bragðs. Lítið annað er vitað um gerð mynd­ar­innar annað en það að tökur hófust nú í ágúst.

Menn­ing­ar­verð­mæti

Árið 2014 var ákveðið að taka The Big Lebowski inn í Þjóð­ar­kvik­mynda­safn banda­ríska þings­ins. Það þýðir opin­ber­lega að hún þykir hafa menn­ing­ar­legt, sagn­fræði­legt og/eða list­fræði­legt gildi í sjálfu sér og njóti því verndar rík­is­ins. Af um 650 kvik­mynd­um, stutt­myndum og heim­ild­ar­myndum er hún meðal þeirra 5 yngstu á list­an­um. Myndin er því ekki ein­ungis mik­il­væg í hugum aðdá­enda henn­ar, hún er svart á hvítu skil­greind sem menn­ing­ar­verð­mæti.

Það er í raun ekki und­ar­legt því að The Big Lebowski hefur sett sitt mark, þóg hóg­vært sé, á menn­ingu okkar og skapað tákn­myndir sem allir þekkja. Keilu­kúla, hvítur rússi, afskorin tá, vík­inga­hjálm­ur,rauð­leitt pers­neskt teppi og hin óborg­an­lega blanda af sand­öl­um, baðsloppi og sól­gler­aug­um. Allt eru þetta hlutir sem fólk tengir strax við þessa kvik­mynd sem svo ólík­lega til varð að alþjóð­legu fyr­ir­bæri. 

Tíu af þekkt­ustu setn­ingum mynd­ar­inn­ar:"The Dude abides." – Dude

"Shut the fuck up, Donn­y!" – Walter

"I had a rough night and I hate the fuck­in´ Eag­les, man!" – Dude

"You said it man. Nobody fucks with the Jesus." – Jesus

"Over the line! – Walt­er"

"Yeah, well, you know, that´s just, like, your opinon, man." – Dude

"This is what happ­ens when you fuck að stranger in the ass, Larry!" – Walter

"Ca­reful man, ther­e´s a beverage her­e!" – Dude

"Cal­mer than you are." – Walter

"The Knut­sens? Who the fuck are the Knut­sens?" – DudeVið þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None