Glæpurinn við að skutla fólki

Atlögu Uber að Evrópu – og Íslandi – er hvergi nærri lokið. Fyrirtækið hefur snúið rótgrónum atvinnugreinum á hvolf með tækninýjungum, líkt og AirBnB. Hallgrímur Oddsson fjallar um anga deilihagkerfisins í skutli.

Uber og öðrum sambærilegum vefþjónustum um skutl hefur verið mætt af mikilli andstöðu meðal atvinnubílstjóra, bæði á Ísland og í Evrópu.
Uber og öðrum sambærilegum vefþjónustum um skutl hefur verið mætt af mikilli andstöðu meðal atvinnubílstjóra, bæði á Ísland og í Evrópu.
Auglýsing

Tvennt ein­kennir íslenskan leigu­bíla­mark­að:

1) Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa 560 atvinnu­bíl­stjórar leyfi til að keyra leigu­bíl. Það eru jafn margir bíl­stjórar og árið 2003, fyrir 13 árum síð­an. Á sama tíma­bili hefur íbúum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins fjölgað um 30 þús­und og erlendum ferða­mönnum hefur á árs­grund­velli fjölgað frá því að vera 320 þús­und í nærri 1,3 millj­ónir árið 2015. Miklar olíu­verðs­lækk­anir und­an­farin ár hafa engin áhrif haft á leigu­bílafar­gjöld á Íslandi, þrátt fyrir að vera stór útgjalda­liður í rekstri öku­tækja. Far­gjöldin hafa staðið í stað eða hækkað. Start­gjald er nú 660 krón­ur, tíma­gjaldið fyrir hverja klukku­stund er 8132 krónur (390 krónum hærra en um síð­ustu ára­mót) og kíló­metra­gjald er 248 krón­ur.

2) Reykja­vík er eina höf­uð­borg Norð­ur­land­anna þar sem þjón­usta fyr­ir­tæk­is­ins Uber er ekki aðgengi­leg. Þótt sagðar hafi verið fréttir af lík­legri komu Uber til Íslands í des­em­ber 2014, eftir að nægi­lega margar und­ir­skriftir söfn­uð­ust, og yfir­maður alþjóða­starf­semi félags­ins hafi lofað því að Uber myndi koma til Íslands, þá hefur hvorki heyrst né spurst af frek­ari áformum um langt skeið. Uber stendur fremst þeirra fyr­ir­tækja sem ger­breytt hafa leigu­bíla­þjón­ustu með tækninýj­ung­um.  

Þörf­ustu þjónar þjóð­ar­inn­ar?

Ásmundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, hélt í mars síð­ast­liðnum eina áhuga­verð­ustu ræðu yfir­stand­andi þings. Undir liðnum „störf þings­ins“ sagði Ásmundur í pontu að leigu­bíl­stjórar séu þörf­ustu þjónar þjóð­ar­inn­ar, en nú sé sótt að þeim með ólög­legri starf­semi. Á Face­book megi finna hóp­inn „Skutl­ar­ar“ þar sem öku­menn bjóð­ist til að skutla öðrum gegn greiðslu. „Nú er sótt að þeim [leigu­bíl­stjórum, innsk. blm.] með ólög­legri, svartri starf­sem­i,“ sagði Ásmund­ur. Og ekki nóg með að þarna sé kom­inn svartur mark­aður með skutl, þá sé aug­lýstur bjór til sölu, beint úr skott­inu.

Auglýsing

Þing­mað­ur­inn skor­aði á lög­regl­una að gera eitt­hvað í mál­inu. Í sömu ræðu tal­aði hann einnig um Uber. „Eftir því sem ég hef best kynnt mér er mjög lág­skýjað yfir þeirri starf­semi allri hvar sem á hana er lit­ið, svo ekki sé meira sagt. Virðu­legi for­seti. Eigum við að horfa upp á slíka svarta starf­semi fyrir framan nefið á okk­ur? Er ekki nóg að við ætlum að fylla hér allar versl­anir af brenni­víni heldur er boðið upp á heim­send­ing­ar­þjón­ustu allar helgar fyrir fólk? Er það ekki orðið of mikið af því góða? Það vantar þá alla vega klak­ann og kókið ef þetta á að ganga upp,“ sagði hann.

Ásmundur Friðriksson þingmaður.Þótt Ásmundur hafi slegið á létta strengi í lok ræðu sinn­ar, þá var honum fúlasta alvara með inn­tak henn­ar. Einka­fram­tak­inu eru settar skorður í eins litlu sam­fé­lagi og Íslandi, sagði Ásmund­ur, og tal­aði fyrir því að standa vörð um núver­andi leigu­bíla­mark­að.

Ásmundur horfir á vanda­mál hags­muna­að­ila en lítur fram­hjá öllum mögu­legum lausnum, öðrum en boðum og bönn­um. En tækni eins aðgengi­leg og Face­book hefur ger­breytt grund­velli boða og banna. Ætli þing­heimur sér ekki að setja á fót meiri­háttar net­lög­reglu og eft­ir­lits­kerfi, þá er úti­lokað fyrir hann að berj­ast gegn skutlinu. Face­book-grúppan Skutl­arar hefur verið til lengi og henni til­heyra ríf­lega 27 þús­und manns. Hún tengir öku­menn og far­þega saman í gegnum net­ið, alveg eins og Uber nema á óskil­virk­ari hátt og án nokkurar aðkomu atvinnu­bíl­stjóra. Á meðan Uber eða sam­bæri­leg þjón­usta er ekki aðgengi­leg á Íslandi þá mun hóp­ur­inn Skutl­arar áfram vera til, í einu formi eða öðru.

Leigu­bíl­stjórar og stjórn­völd á móti

Aðrir sem talað hafa gegn auknu frjáls­ræði á íslenskum leigu­bíla­mark­aði eru for­svars­menn leigu­bíl­stjóra. Í umfjöllun Við­skipta­blaðs­ins um leigu­bíla­mark­að­inn í októ­ber 2014 sagði Sæmundur Krist­ján Sig­ur­laugs­son, fram­kvæmda­stjóri Hreyf­ils, að eng­inn skortur væri á leigu­bílum á Íslandi og að aukið frjáls­ræði myndi ekki aðeins hækka verð og draga úr gæðum þjón­ustu, heldur skapa kjör­inn vett­vang til að stunda eit­ur­lyfja­sölu og aðra glæpi. 

Þeir sem staðið hafa í leigu­bíla­röð í miðbæ Reykja­víkur að vetri til vita vel að skortur getur auð­veld­lega mynd­ast á íslenskum leigu­bíla­mark­aði. Um önnur ummæli fram­kvæmda­stjóra Hreyf­ils, þess fyr­ir­tækis sem mest á undir óbreyttu kerfi, er óþarfi að ræða frek­ar. Þau eru tóm þvæla og aðrir áhuga­verðri vinklar mik­il­væg­ari.

Afstaða íslenskra leigu­bíl­stjóra er nefni­lega ekki sér­-­ís­lensk. Uber hefur víða valdið usla, sér­stak­lega í Evr­ópu, og mætt mik­illi and­stöðu hefð­bund­inna leigu­bíl­stjóra. Þeir telja Uber veita ósann­gjarna sam­keppni og að fyr­ir­tækið snið­gangi lög og regl­ur. Hefð­bundnu leigu­bíl­stjór­arnir telja að bíl­stjórar Uber, sem eru verk­takar, þurfti ekki að upp­fylla sömu skil­yrði né greiða sömu skatta og gjöld.

Uber hefur mætt gríðarlegri andstöðu víða í Evrópu og hafa leigubílstjórar gripið til mótmælaaðgerða.

Og leigu­bíl­stjór­arnir hafa nokkuð til síns máls. Ákveðnar þjón­ustu­leiðir Uber hafa bein­línis brotið gegn lögum í Evr­ópu­lönd­um. Fyr­ir­tækið býður upp á mis­mun­andi þjón­ustu­leið­ir. Þær kall­ast nöfnum eins og Uber­POP, UberX, Uber­Pool og Uber­Black (þess má geta að UberX í Banda­ríkj­unum svipar mjög til Uber­POP í Evr­ópu). Uber­POP gerir hvaða öku­manni sem er kleift að finna far­þega í gegnum Uber app­ið, sækja hann og skutla á áfanga­stað. Greiðsla og leið­ar­vísun er öll í gegnum app­ið, eins og þeir þekkja sem notað hafa Uber á ferðum erlend­is. 

Uber­POP þjón­ustan hefur mælst illa fyrir hjá stjórn­völdum í Evr­ópu, svo það sé orðað pent, og verið dæmd ólög­leg af dóm­stólum í Þýska­landi, Frakk­landi, Belgíu og víð­ar. Fyr­ir­tækið hefur brugð­ist við og tekið þessa þjón­ustu­leið úr umferð sums staðar í Evr­ópu og jafn­vel látið sig hverfa úr ákveðnum borgum vegna mik­illar and­stöðu. Nið­ur­staða evr­ópsku dóm­stól­anna er sú að bíl­stjórar Uber þurfa til­skilin leyfi eins og hefð­bundnir leigu­bíl­stjór­ar. Hver sem er getur ekki skutlað hverjum sem er. 

Á móti hefur Uber eflt aðrar þjón­ustu­leið­ir. UberX þjón­ust­an, þrátt fyrir að vera nokkuð umdeild einnig, er enn víð­ast hvar aðgengi­leg í þeim rúm­lega 80 borgum Evr­ópu þar sem Uber er starf­rækrækt. UberX gerir enga kröfu um gæði bíl­anna en öku­menn þurfa til­skilin leyfi til atvinnu­rekst­urs og hafa gengið í gegnum skrán­ing­ar­ferli hjá Uber. Uber­Black er síðan nokk­urs konar upp­færsla af UberX. Þá er far­þeg­inn sóttur af snyrti­lega klæddum öku­manni á glæsi­bif­reið, og greiðir fyrir það hærra gjald. Uber­Pool er ódýr­ari útgáfan og leyfir öku­mann­inum að taka aðra far­þega upp í á meðan hann skutlar þeim fyrsta. Þessi þjón­usta hefur enn ekki rutt sér til rúms í sama mæli og UberX, enda nýrri og fram­úr­stefnu­legri, en gegnir lyk­il­hlut­verki í fram­tíð Uber. 

Dóms- og deilu­mál vegna Uber eru efni í langa grein og þótt staða fyr­ir­tæk­is­ins hvað þau varðar sé aðeins reifuð í þess­ari grein, með áherslu á Evr­ópu, þá er ætl­unin ekki að gera lítið úr stöð­unni. Dóms­mál sem Uber teng­ist eru fleiri en 170 tals­ins, sam­kvæmt yfir­lits­síðu á Wikipedia. Eitt grund­vall­ar-­deilu­mál snýr að því hvað Uber raun­veru­lega er. Fyr­ir­tækið telur sig nefni­lega ekki vera leigu­bíla­fyr­ir­tæki eða vinnu­veit­anda öku­manna, heldur tækni­fyr­ir­tæki sem býður upp á lausn þar sem öku­menn og far­þegar eru tengdir sam­an. 

Breyttar ferða­venjur með Uber

Þrátt fyrir erf­iða og kostn­að­ar­sama útrás hins banda­ríska fyr­ir­tækis Uber til Evr­ópu, með til­heyr­andi mót­mælum og lög­sókn­um, þá er atlög­unni í Evr­ópu hvergi nærri töp­uð. Nýlegt álit Fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins, sem gefið var út í júní síð­ast­liðn­um, er jákvætt í garð Uber og fleiri fyr­ir­tækja á borð við Uber og Air­bnb, þ.e. fyr­ir­tæki sem á síð­ustu árum hafa snúið rót­grónum atvinnu­geirum á hvolf með tækninýj­ungum og við­skipta­mód­elum sem lög ná ekki utan um – deili­hag­kerf­ið. Er það skoðun Fram­kvæmda­stjórn­ar­innar að stjórn­völd í Evr­ópu eigi að forð­ast það í lengstu lög að banna starf­semi slíkra fyr­ir­tækja eða setja þeim of þröngar skorður. Slíkt gæti skaðað efna­hag Evr­ópu­ríkja, komið í veg fyrir fram­þróun og komið í veg fyrir að fram­sækin fyr­ir­tæki verði stofnuð innan ESB. Fyr­ir­tækin eigi þó ekki að fá að starfa til hliðar við hið hefð­bundna hag­kerfi, utan laga og reglna, þau verði að lúta reglum um starfs­manna­hald og skatt­greiðsl­ur. Á móti eigi þau heldur ekki endi­lega að falla undir gamla lag­ara­mma ákveð­inna atvinnu­geira, eins og t.d. lög um hót­el­rekstur eða leigu­bíla­starf­semi, nema fyr­ir­tækin eigi eign­irnar (t.d. hótel eða leigu­bíla) eða verð­leggi þjón­ust­una. Taka skal fram að álit Fram­kvæmda­stjórnar ESB er ráð­gef­andi en ekki bind­andi, en var engu að síður kær­komið hjá bæði Uber og Air­bnb.

Það er erfitt fyrir stjórn­völd í Evr­ópu að taka álit Fram­kvæmda­stjórn­ar­innar ekki alvar­lega. Fyr­ir­tækin sem um ræðir skapa gríð­ar­leg verð­mæti, til­komin vegna þess að þjón­ustan sjálf skapar verð­mæti fyrir not­end­urna og eykur hag­kvæmni. Það er ekki að ástæðu­lausu að Uber er í dag metið á 70 millj­arða doll­ara, hæst allra nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækja. Uber er ekki ein­göngu ódýr­ara og þægi­legra fyrir far­þega. Það skapar bíl­stjór­unum tekjur af eigin öku­tækjum og leysir úr læð­ingi efna­hag­s­krafta sem voru áður ekki til stað­ar. 

Uber hefur náð gríðarlegum árangri sem nýsköpunarfyrirtæki og er nú metið á um 70 milljarða dollara.

Virð­is­mat Uber end­ur­speglar ekki aðeins hvað félagið gerir í dag, heldur miklu fremur hvað það getur boðið upp á fram­tíð­inni og hvað það getur leyst úr læð­ingi. Fyr­ir­tækið er leið­andi í breyttri sam­göngu­hegð­un, þar sem bættur hug- og tækni­bún­aður spilar lyk­il­hut­verk. Stærstu tækni­fyr­ir­tæki heims, þar á meðal Google og App­le, og stærstu bíla­fram­leið­end­urnir vinna að og und­ir­búa sig undir breytt umhverfi, þar sem einka­bíla­eign verður ger­breytt, sam­göngu­máti almenn­ings breyt­ist og bílar krefj­ast ekki lengur mennskra öku­manna. Í þess­ari bylt­ingu er Uber leið­andi, eins og sjá má í banda­rísku borg­inni Pitts­burgh. Frá og með 14. sept­em­ber 2016 eru sjálf­keyr­andi Uber leigu­bílar á götum Pitts­burgh. Þrátt fyrir að vera fjarri því full­komn­ir, þá eru bíl­arnir stórt skref í átt að stór­felldri fjölgun sjálf­keyr­andi bíla á næstu árum. 

Heimur Uber

Tíma­ritið the Economist fjall­aði nýlega um sterka stöðu Uber og breyt­ing­arnar framundan. Það er mat tíma­rits­ins að í dag búum við í heimi Uber, eða „Uberworld“. Þótt ekk­ert sé fast í hendi, þá sé fyr­ir­tækið í lyk­il­stöðu, starf­rækt í 425 borgum í 72 lönd­um. Strax í dag ýtir þjón­ustan undir breyttar ferða­venjur og minnk­andi eign­ar­hald á bílum í stórum borg­um. Kostn­aður við að nota Uber er tal­inn vera um 1,5 doll­arar á hverja keyrða mílu í Banda­ríkj­un­um. Kostn­aður við að reka bíl í New York borg er á sama tíma um 3 doll­arar á hverja mílu, eða tvö­falt hærri. Það getur því reynst ódýr­ara að fara allar sínar leiðir með Uber í stað þess að eiga eigin bíl.

Lækk­andi kostn­aður við að taka leigu­bíl, sem helst í hendur við bætta tækni og þjón­ustu á borð við Uber­Pool sam­hliða hag­kvæmni sjálf­keyr­andi bíla, mun að öllum lík­indum hafa veru­leg áhrif á ferða­venjur fólks. Það má spyrja hvers vegna Ísland ætti að standa utan þess­ara breyt­inga, eins og verið hefur til þessa. Þeir sem græða á óbreyttri leigu­bíla­þjón­ustu eru ekki íbúar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins né ferða­menn. Íbúar munu að óbreyttu áfram not­ast við óhag­kvæm­asta ferða­mát­ann sem einka­bíll­inn er og fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu munu í enn frek­ari mæli skutla ferða­mönnum upp að hót­eldyrum eða hvert sem ferð­inni er heit­ið. Ferða­þjón­ust­fyr­ir­tækin sjá hag sinn ekki í að nýta leigu­bíla í Reykja­vík, þeir eru of dýr­ir. Almennir borg­arar hringja í vini og vanda­menn og biðja þá um að skutla sér, áður en þeir hringja á leigu­bíl. Leigu­bif­reiða­leyf­is­haf­arnir 560 græða ekki heldur á slíkri stöðu. Allir tapa á núver­andi ástandi.

Rétt eins og Net­flix hefur bætt þjón­ustu hefð­bund­inna sjón­varps­stöðva, þá hefur Uber bætt þjón­ustu hefð­bund­inna leigu­bíla­fyr­ir­tækja. Hreyf­ill er nú með sér­stakt app til að panta leigu­bíl. En það er ekki nóg, appið er tækni­lega ófull­komn­ara en Uber og tekur ekki á aft­ur­halds­samri lög­gjöf. Stjórn­völd eiga að sjá tæki­færin í sam­göngu­málum en ekki standa í vegi fyrir fram­förum, sem fel­ast í fleiri leyfum og betri tækni með Uber eða sam­bæri­legum fyr­ir­tækj­um. Slíkar breyt­ingar myndu styðja veru­lega við bætt almenn­ings­sam­göngu­kerfi og hag­kvæm­ari ferða­venj­ur.  

Meira eftir höfundinnHallgrímur Oddsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None