Bændur ráða því hvort búvörusamningar séu til þriggja eða tíu ára

Bændur eru með neitunarvald gagnvart endurskoðun á búvörusamningunum sem á að fara fram árið 2019. Hafni þeir tillögum að endurskoðun gilda samningarnir áfram eins og þeir eru. Búvörusamningar voru gerðir til tíu ára og kosta 13-14 milljarða á ári.

Sigurður Ingi  Jóhannsson, þáverandi landbúnaðarráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, undirrituðu búvörusamninganna 19. febrúar síðastliðinn. Aðrir sem undirrituðu þá voru fulltrúar bænda.
Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi landbúnaðarráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, undirrituðu búvörusamninganna 19. febrúar síðastliðinn. Aðrir sem undirrituðu þá voru fulltrúar bænda.
Auglýsing

Bændur ráða því hvort búvörusamningunum sem samþykktir voru á þriðjudag verði endurskoðaðir eftir þrjú ár. Hafni þeir þeim breytingum sem samráðshópur um endurskoðun á samningunum skilar í atkvæðagreiðslu sem fram á að fara árið 2019 mun engin endurskoðun á samningununum eiga sér stað. Búvörusamningarnir gilda til tíu ára, í tvö og hálft kjörtímabil, og kosta á bilinu 13-14 milljarða króna á ári. Áætlaður heildarkostnaður vegna þeirra á þeim áratug sem gildistími þeirra nær yfir er um 132 milljarðar króna. Samningarnir eru hins vegar tvöfalt verðtryggðir og því mun kostnaður vegna þeirra aukast í samræmi við verðbólgu. 

Ein­ungis 19 þing­menn, eða 30 pró­sent allra þing­manna, greiddu atkvæði með samningunum þegar þeir voru samþykktir á Alþingi á þriðjudag. Sjö sögðu nei en aðrir sátu hjá eða voru ekki við­staddir þessa gríð­ar­lega mik­il­vægu og bind­andi atkvæða­greiðslu sem mun móta eitt af lyk­il­kerfum íslensks sam­fé­lags, hið rík­is­styrkta land­bún­að­ar­kerfi, næsta ára­tug­inn. Enginn þingmaður Pírata, Samfylkingar eða Vinstri grænna greiddu atkvæði gegn samningnum. Þeir sjö þingmenn sem það gerðu voru allir þingmenn Bjartrar framtíðar og Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Auk þess sátu fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokks sem voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna hjá við hana. Aðrir þingmenn stjórnarflokka sem voru viðstaddir samþykktu samninganna.

Kjarninn fjallaði ítarlega um samninganna í fréttaskýringu í gær.

Auglýsing

Bjarni og Sigurður Ingi undirrituðu

Nýj­ustu samn­ing­arnir voru und­ir­rit­aðir 19. febr­úar síð­ast­lið­inn af full­trúum bænda ann­ars vegar og full­trúum rík­is­ins. Fyrir hönd rík­is­ins skrif­uðu Sig­urður Ingi Jóhanns­son, þáver­andi land­bún­að­ar­ráð­herra og nú for­sæt­is­ráð­herra, og Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, undir samn­ing­anna.

Þeir voru afar umdeildir og vöktu upp miklar deilur í samfélaginu. Þrennt skipti þar mestu. Í fyrsta lagi lengd þeirra, en samningarnir binda þrjár næstu ríkisstjórnir. Í öðru lagi feykilega hár kostnaður sem greiddur er úr ríkissjóði til að viðhalda kerfi sem að mati margra hagsmunaaðila er fjandsamlegt neytendum og bændum sjálfum og gagnast fyrst og síðast stórum milliliðsfyrirtækjum eins og Mjólkursamsölunni, Kaupfélagi Skagfirðinga og Sláturfélagi Suðurlands. Í þriðja lagi var gagnrýnt að engir aðrir en bændur og forsvarsmenn ríkisins hafi verið kallaðir að borðinu þegar samningarnir voru undirbúnir. 

Lofuðu endurskoðun eftir þrjú ár

Í lok ágúst lagði meiri­hluti atvinnu­vega­nefndar fram breyt­ing­ar­til­lögur á samn­ing­un­um. Þegar þær voru kynntar var látið að því liggja að í tillögunum væri skýrt kveðið á um end­ur­skoð­un­ar­á­kvæði innan þriggja ára. Engar frekari breytingar voru gerðar á lögum sem gera samninganna gildandi eftir þær breytingatillögur. 

Ákvæðið um endurskoðun samninganna er þó ekki mjög skýrt. Í áliti meirihlutanefndar atvinnuveganefndar sagði: „Meiri hlutinn leggur áherslu á að við samþykkt frumvarpsins nú eru fyrstu þrjú ár samninganna staðfest og mörkuð framtíðarsýn til tíu ára. Meiri hlutinn leggur til ákveðna aðferðafræði fyrir endurskoðun samninganna árið 2019 og skal ráðherra þegar hefjast handa við að endurmeta ákveðin atriði og nýtt fyrirkomulag gæti mögulega tekið gildi í ársbyrjun 2020. Meiri hlutinn leggur til að endurskoðunin byggist á aðferðafræði sem feli í sér víðtæka samstillingu um landbúnaðinn, atkvæðagreiðslu um endurskoðaða samninga meðal bænda og afgreiðslu Alþingis á lagabreytingum sem sú endurskoðun kann að kalla á.“

Í breytingartillögunni sjálfri sagði: „Eigi síðar en 18. október 2016 skal sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipa samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga. Tryggja skal aðkomu afurðastöðva, atvinnulífs, bænda, launþega og neytenda að endurskoðuninni og skal henni lokið eigi síðar en árið 2019. Skulu bændur eiga þess kost að kjósa um nýjan búvörusamning eða viðbætur við fyrri samninga.“

Bændur geta hafnað endurskoðun

Ný búvörulög, sem fjalla um búvörusamninganna, hafa ekki verið birt á vef Alþingis þrátt fyrir að tveir dagar séu frá því að þau voru samþykkt. Kjarninn beindi því fyrirspurn til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins um hvort að það bæri að skilja lögin þannig að bændur myndu alltaf fá að kjósa um þá endurskoðun sem muni eiga sér stað eigi síður en árið 2019. Svar ráðuneytisins var já. 

Þegar spurt var hvað myndi gerast ef bændur myndu hafna þeirri endurskoðun í atkvæðagreiðslu var svarið: „ Ef bændur hafna þeim breytingum sem hugsanlega verða gerðar  við endurskoðunina 2019 verður aftur sest niður og leitað frekari samninga.“

Því er ljóst að Bændasamtökin geta einhliða hafnað öllum þeim breytingum sem lagðar verða til við'endurskoðun búvörusamninga árið 2019 ef aðilar þeirra eru þeim mótfallnir. Hafni þeir öllum endurskoðunartillögum munu samningarnir gilda til þeirra tíu ára sem þeir eru gerðir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lífskjarasamningurinn leiðir launaþróun en ekki opinberir starfsmenn
Kjarninn 6. maí 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None