30 prósent þingmanna samþykktu 132 milljarða króna búvörusamninga

19 þingmenn samþykktu í gær búvörusamninga sem binda ríkið til að greiða yfir 130 milljarða króna í styrki á næstu tíu árum. Fimm Sjálfstæðismenn sögðu nei eða sátu hjá. Stjórnarandstaðan var að mestu fjarverandi.

Sigurður Ingi  Jóhannsson, þáverandi landbúnaðarráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, undirrituðu búvörusamninganna 19. febrúar síðastliðinn. Þeir voru samþykktir á Alþingi í gær.
Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi landbúnaðarráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, undirrituðu búvörusamninganna 19. febrúar síðastliðinn. Þeir voru samþykktir á Alþingi í gær.
Auglýsing

Nýir og afar umdeildir búvöru­samn­ingar voru sam­þykktir á Alþingi í gær. Þeir munu kosta rík­is­sjóð yfir 130 millj­arða króna á næstu tíu árum hið minnsta. Sú tala gæti hækkað þar sem samn­ing­arnir eru tvö­falt verð­tryggð­ir. Samn­ing­arnir hafa verið harð­lega gagn­rýndir frá því að þeir voru und­ir­rit­aðir í febr­úar af núver­andi leið­togum rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Gagn­rýnin snýr helst að því að hags­munir bænda og þeirra fyr­ir­tækja sem njóta góðs að land­bún­að­ar­kerfi Íslend­inga hafi verið teknir fram yfir hags­muni neyt­enda og skatt­greið­enda við gerð þeirra, sér­stak­lega vegna þess mikla kostn­aðar sem fylgir þeim og að þeir eiga að gilda til tíu ára, eða í tvö og hálft kjör­tíma­bil.

Þrátt fyrir háværa and­stöðu og stór orð sem látin hafa verið falla í ræðu­stólum Alþingis um þá voru samn­ing­arnir sam­þykkt­ir. En ein­ungis 19 þing­menn, eða 30 pró­sent allra þing­manna, greiddu atkvæði með þeim. Sjö sögðu nei en aðrir sátu hjá eða voru ekki við­staddir þessa gríð­ar­lega mik­il­vægu og bind­andi atkvæða­greiðslu sem mun móta eitt af lyk­il­kerfum íslensks sam­fé­lags, hið rík­is­styrkta land­bún­að­ar­kerfi, næsta ára­tug­inn.

Bjarni og Sig­urður Ingi und­ir­rit­uðu samn­ing­anna

Búvöru­samn­ing­arnir eru fjórir samn­ing­ar: Ramma­samn­ingur um almenn starfs­skil­yrði land­bún­að­ar­ins og samn­ingar um starfs­skil­yrði naut­­gripa­­rækt­­­ar, sauð­fjár­­­ræktar og garð­yrkju.

Auglýsing

Nýj­ustu samn­ing­arnir voru und­ir­rit­aðir 19. febr­úar síð­ast­lið­inn af full­trúum bænda ann­ars vegar og full­trúum rík­is­ins. Fyrir hönd rík­is­ins skrif­uðu Sig­urður Ingi Jóhanns­son, þáver­andi land­bún­að­ar­ráð­herra og nú for­sæt­is­ráð­herra, og Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, undir samn­ing­anna.

Frá undirritun búvörusamninganna í febrúar þegar fulltrúar ríkis og bænda skrifuðu undir þá.Það sem vakti mesta athygli við samn­ing­anna var að þeir eiga að gilda til tíu ára. Greiðslur úr rík­is­sjóði vegna samn­ings­ins nema 132 millj­örðum króna á samn­ings­tím­an­um, eða að með­al­tali 13,2 millj­arðar króna á ári. Auk þess eru samn­ing­arnir tvö­falt verð­tryggð­ir. Þ.e. þeir taka árlegum breyt­ingum í sam­ræmi við verð­lags­upp­færslu fjár­laga og eru „leið­rétt­ir“ ef þróun með­al­tals­vísi­tölu neyslu­verðs verður önnur en verð­lags­for­sendur fjár­laga á árinu.  

Í samn­ing­unum er stefnt að því að kvóta­­kerfi í mjólk­­ur­fram­­leiðslu og sauð­fjár­­­rækt verði lagt nið­­ur. Hins vegar hefur verið ákveðið að halda núver­andi stöðu óbreyttri um ein­hvern tíma og setja ákvörðun um afnám kvóta­­kerf­is­ins í atkvæða­greiðslu meðal bænda árið 2019.

Hörð gagn­rýni

Und­ir­ritun samn­ing­anna vakti strax gríð­ar­lega hörð við­brögð. Sú gagn­rýni snéri fyrst og síð­ast að þeim upp­hæðum sem þar eru undir og tíma­lengd samn­ings­ins. Þá var harð­lega gagn­rýnt að hags­munir neyt­enda hefðu verið hunds­aðir við gerð þeirra. Var þar meðal ann­ars vísað í skýrslu sem Hag­fræði­stofnun Háskóla Íslands vann um mjólk­ur­vöru­fram­leiðslu á Íslandi og kom út í júni 2015. Nið­ur­staða hennar var nokkuð skýr: Íslenska kerfið er mein­gallað og afar kostn­að­­ar­­samt fyrir ríkið og neyt­end­­ur.

Kerfið gerir það að verkum að íslenska ríkið og eig­endur þess, íslenskir neyt­end­­ur, þurfa að borga um átta millj­­örðum krónum meira fyrir fram­­leiðslu á henni en ef mjólkin hefði ein­fald­­lega verið flutt inn frá öðru fram­­leiðslu­landi á árunum 2011 til 2013. Ríkið og neyt­endur borg­uðu 15,5 millj­­arða króna fyrir mjólk­ina á tíma­bil­inu en inn­­­flutt mjólk, með flutn­ings­­kostn­aði, hefði kostað 7,5 millj­­arða króna. Reyndar var það svo að á tíma­bil­inu sem um ræðir var fram­­leitt meira af mjólk hér­­­lendis en neytt var af henni. Neysla Íslend­inga hefði ein­ungis kostað tæp­­lega 6,5 millj­­arða króna á ári. Offram­­leiðsla á nið­­ur­greiddri mjólk­inni kost­aði neyt­endur og ríkið því millj­­arð til við­­bót­­ar.

íslenskir neyt­end­ur borguðu um átta millj­örðum krónum meira fyrir fram­leiðslu á mjólk en ef mjólkin hefði ein­fald­lega verið flutt inn frá öðru fram­leiðslu­landi á árunum 2011 til 2013. Félag atvinn­u­rek­enda og Sam­tök versl­unar og þjón­­ustu gagn­rýndu samn­ing­ana harð­­lega. Óljóst væri hvernig almenn­ingur myndi njóta góðs af þeim og með þeim sé verið að við­halda ein­okun á mjólk­­ur­­mark­aði.

Stjórn­ar­and­staðan setti fram marg­hátt­aða gagn­rýni á samn­ing­anna og ýmsir þing­menn og for­ystu­fólk í Sjálf­stæð­is­flokknum gagn­rýndu þá harð­lega, enda telja margir innan þess flokks að samn­ing­arnir séu í and­stöðu við lands­fund­ar­á­lykt­anir hans.

Breyt­ing­ar­til­lögur lagðar fram

Í lok ágúst lagði meiri­hluti atvinnu­vega­nefndar fram breyt­ing­ar­til­lögur á samn­ing­un­um. Þar var lagt til að fella burt ákvæði um verð­lag á land­bún­að­ar­vörum og að heild­ar­at­kvæða­greiðsla um samn­ing­ana yrði meðal bænda árið 2019. Skýrt yrði kveðið á um end­ur­skoð­un­ar­á­kvæði innan þriggja ára. Þar sagði: „Eigi síðar en 18. októ­ber 2016 skal sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra skipa sam­ráðs­hóp um end­ur­skoðun búvöru­samn­inga. Tryggja skal aðkomu afurða­stöðva, atvinnu­lífs, bænda, laun­þega og neyt­enda að end­ur­skoð­un­inni og skal henni lokið eigi síðar en árið 2019. Skulu bændur eiga þess kost að kjósa um nýjan búvöru­samn­ing eða við­bætur við fyrri samn­inga.“ Tíu ára gild­is­tími samn­ing­anna hélt sér hins veg­ar.

Engar frek­ari efn­is­breyt­ingar voru gerðar á samn­ing­unum milli ann­arrar og þriðju umræðu á þingi, þrátt fyrir að stjórn­ar­and­staðan hafi lagt fram breyt­ing­ar­til­lögur utan þess að bætt var við heim­ild til að fella niður greiðslur til bænda sem verða upp­vísir að dýra­níði.

 Fé­lag atvinnu­rek­enda gagn­rýndi breyt­ing­ar­til­lög­urnar og sögðu þær ganga allt og skammt.  

Fimm þing­menn Sjálf­stæð­is­flokk sögðu nei eða sátu hjá

Búvöru­samn­ing­arnir voru svo sam­þykktir á þingi í gær. 19 þing­menn greiddu atkvæði með þeim en sjö sögðu nei. Alls sátu 16 þing­menn hjá, sjö voru með skráða fjar­vist og 14 voru fjar­ver­andi án skýr­ing­ar.

Þeir þing­menn sem greiddu atkvæði með samn­ingnum eru allir frá Fram­sókn­ar­flokki (12 tals­ins) og Sjálf­stæð­is­flokki (sjö tals­ins). Einn þeirra er Vil­hjálmur Bjarna­son, sem sagði í febr­úar að hann gæti ekki stutt samn­ing­anna eins og þeir voru þá.

Sigríður Andersen var eini þingmaður stjórnarflokkanna sem greiddi atkvæði gegn búvörusamningunum.Þeir þing­menn sem greiddu atkvæði gegn búvöru­samn­ing­unum voru allir þing­menn Bjartrar fram­tíð­ar, sem höfðu lagt til að frum­varpi um samn­ing­anna yrði vísað frá og vinna við þá hafin að nýju með aðkomu fleiri aðila en bara rík­is­ins og bænda. Auk þeirra greiddi einn þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, Sig­ríður Á. And­er­sen, atkvæði gegn samn­ing­un­um. Fjórir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins, þau Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir, Ragn­heiður Rík­harðs­dótt­ir, Birgir Ármanns­son og Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, sátu auk þess hjá við atkvæða­greiðsl­una.

Athygli vakti að þorri stjórn­ar­and­stöð­unnar sat annað hvort hjá við atkvæða­greiðsl­una eða var fjar­ver­andi þegar hún kom fram, sér­stak­lega vegna þess að „kerf­is­breyt­ing­ar“ eru tísku­orðið hjá henni í aðdrag­anda kom­andi kosn­ing­um. Ein þeirra „kerf­is­breyt­inga“ sem mikið hefur verið talað um innan raða þeirra, og úr ræðu­stól Alþing­is, er grund­vall­ar­breyt­ing á land­bún­að­ar­kerf­inu.

Innan Pírata, sem mælst hafa með mest fylgi allra flokka und­an­farin miss­eri, er mikil reiði með þá afstöðu þing­manna flokks­ins að sitja hjá í atkvæða­greiðsl­unni, en það rök­studdu þeir með því að það sé við­mið hjá þeim að sitja hjá í þeim málum sem koma frá nefndum þar sem flokk­ur­inn er ekki með aðal­menn í. Atvinnu­vega­nefnd er ein slík. Því sé hjá­seta í sam­ræmi við við­mið Pírata um upp­lýsta ákvörð­un­ar­töku. Á Pírata­spjall­inu hafa þing­menn­irnir hins vegar verið gagn­rýndir harð­lega. Ein rök­semd­anna sem lögð var fram þar er sú að það hefði falist upp­lýst afstaða í því að hafna samn­ing­unum á grund­velli þess að í þeim væri verið væri að tak­marka frelsi kjós­enda til að hafa áhrif á land­bún­að­ar­kerfið í ára­tug.

Ekki ríki­s­tyrkur heldur nið­ur­greiðsla fyrir almenn­ing

Gunnar Bragi Sveins­son, land­bún­að­ar- og sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, sagði í kvöld­fréttum Stöðvar 2í gær að það hefði komið honum á óvart að fimm þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks hefðu ekki stutt samn­ing­inn, þar sem hann hafi verið und­ir­rit­aður af Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­manni flokks­ins. „En þetta er komið í hús núna og nú verðum við bara að vinna eftir þessum samn­ing­i[...]Þessi samn­ingur þýðir að nú eigum við að geta búið til stöð­ug­leika til nokkuð langs tíma um þetta umhverfi. Bændur eiga nokkurn veg­inn að geta séð hvað bíður þeirra í fram­tíð­inn­i[...]Það er ekk­ert óeðli­legt við það að við notum fjár­muni til þess að tryggja íslenskan land­búnað eins og allir aðr­ir.“

Gunnar Bragi var ósam­mála því að um rík­is­styrktan búskap væri að ræða. „Er þetta ekki frekar nið­ur­greiddar vörur til almenn­ings sem verið er að tryggja þarna? Heil­næmar og góðar vör­ur. Ég held að það sé þannig.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi: Stjórnvöld gerðu mistök með því að opna landið
Prófessor í hagfræði, sem varaði við áhrifum af opnun landamæra Íslands í sumar, segir að stjórnvöld hafi stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu með því að halda þeim til streitu. Hagsmunir fárra hafi verið teknir fram yfir hagsmuni þorra landsmanna.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None