Í þátíð... Fjöldamorðin í My Lai

Bandarískir hermenn drápu hundruð almenna víetnamska borgara í einu alræmdasta grimmdarverki hernaðarsögu landsins.

MyLai
Auglýsing

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti var staddur á fundi Asíu- og Kyrra­hafs­ríkja í Víetnam á dög­unum þar sem hann býsnað­ist meðal ann­ars yfir því hve Banda­ríkin fara hall­oka í alþjóða­við­skipta­kerf­inu (já í alvöru). Allir vita að saga Banda­ríkj­anna og Víetnam flétt­ast saman í hild­ar­leik stríðs­ins sem Banda­ríkin háðu við Norð­ur­-Ví­etnam á árunum 1965 til 1975. Frá sjón­ar­hóli Banda­ríkj­anna, og okkur hinna  Vest­ur­landa­bú­anna sem speglum okkur í þeirra menn­ingu, mark­aði Víetnams­stríðið kafla­skil enda komu þús­undir ungra manna heim úr her­þjón­ustu – þeir sem voru svo heppnir að koma heim yfir höfuð – skemmdir á lík­ama og sál.

Grá­glettin stað­reynd er að Trump sjálfur kom sér undan her­þjón­ustu í Víetnam vegna beinnibbu í fæti, sem lag­að­ast svo til allrar ham­ingju skömmu síð­ar. Löngu seinna sagði Trump í gríni að hans „per­sónu­lega Víetnam“ hafi falist í því að stunda skemmt­ana­lífið í New York á níunda ára­tugnum þar sem allt grass­er­aði í kyn­sjúk­dóm­um.

En að því gamni slepptu, var Víetnam­stríðið and­styggi­legur hild­ar­leik­ur. Einn skelfi­leg­asti atburður stríðs­ins átti sér stað í mars árið 1968 þegar banda­rískir her­menn strá­felldu óvopn­aða borg­ara í hund­raða­tali í þorp­inu My Lai. Í fyrstu var reynt að hylma yfir ódæð­ið, en eftir að það komst í hámæli árið eft­ir, kastaði það rýrð á her­inn og stríðs­rekst­ur­inn í heild sinni.

Auglýsing

Enn einn víg­völlur Kalda stríðs­ins

Víetnam nútím­ans var lengi nýlenda Frakk­lands, kallað Franska Indókína. Í seinni heims­styrj­öld­inni réð­ist Japan inn í landið og komm­ún­ista­leið­tog­inn Ho Chi Minh setti á lagg­irnar skæru­liða­sveitir til að berj­ast gegn Japön­um, sem og franska nýlendu­hern­um. Eftir að Jap­anir yfir­gáfu landið tóku Ho og hans menn völdin í norð­ur­hluta lands­ins.

Á árunum eftir stríð rann upp sá veru­leiki að heim­inum var að miklu leyti skipt ann­ars vegar í áhrifa­svæði Banda­ríkj­anna og hins vegar Sov­ét­ríkj­anna. Banda­ríkja­menn unnu þá eftir Dom­in­o­kenn­ing­unni svoköll­uðu, sem fól í sér að hvergi mætti láta komm­ún­ista og útþenslu þeirra óáreitta. Ann­ars væri boðið heim hætt­unni á að fleiri ríki fylgdu í kjöl­farið og yrðu komm­ún­isma að bráð.

Banda­ríkja­menn hófu því afskipti af mál­efnum Víetnam strax á sjötta ára­tugnum þar sem þeir studdu stjórn­völd í suð­ur­hluta lands­ins með ráðum og dáð í þeirri við­leitni að sam­eina landið og reka komm­ún­ista á brott.

Eins og oft vill vera, fóru átökin síst dvín­andi með afskiptum utan­að­kom­andi velda og árið 1965 fékk Lyndon B. John­son Banda­ríkja­for­seti því fram­gengt að banda­rískt her­lið var flutt til Saigon til að aðstoða stjórn Ngo Dinh Diem við að berja á and­spyrnu­hreyf­ingu Viet Cong í Suð­ur­-Ví­etnam.

Þyrluflugmaðurinn Hugh Thompson Jr. átti ríkan þátt í að stöðva illvirkin  og var sæmdur heiðursmerkjum fyrir að vernda almenna borgara.Skemmst frá að segja varð Banda­ríkja­mönnum lítt ágengt þrátt fyrir ofureflið og linnu­lausar sprengju- og eit­ur­efna­árásir á Viet Cong og Norð­ur­-Ví­etnam, sem naut stuðn­ings hug­mynda­bræðra sinna í Kína og Sov­ét­ríkj­un­um.

Sagan heima við var þó á þá leið að Norð­an­menn væru teknir að lýj­ast og brátt hyllti undir sig­ur. Það var þess vegna mikið áfall þegar her­sveitir Hos gerðu stór­sókn í jan­úar 1968, sem síðar var kölluð Tet-­sókn­in. Tugir þús­unda her­manna réð­ust suður í leift­ur­sókn og náðu að valda miklum usla þó að þeir hafi ekki náð að halda land­svæð­inu.

Þegar grimmdin tekur öll völd

Það er í þessu sam­hengi sem við­fangs­efni þess­arar greinar ger­ist.

Charlie Company, hópur ungra her­manna, hafði komið til Víetnams í árs­lok 1967 og þó að þeir hefðu ekki lent í beinum átökum þegar komið var fram í mars 1968 höfðu þeir misst 40 manns og þar af voru 28 látn­ir, vegna jarð­sprengja og ann­ars konar gildra sem Viet Cong hafði komið fyr­ir.

Mik­ill kurr var í hópnum sem nú taldi rúm­lega 100 menn og marga þyrsti í að ná fram hefndum fyrir fallna félaga sína.

Um það leyti bár­ust Banda­ríkja­mönnum njósnir af því að hópur óvina sem hafði tekið þátt í Tet-­sókn­inni væri nú stað­settur í nágrenni við tvö lítil þorp sem heima­menn köll­uðu saman Son My, en Banda­ríkja­menn köll­uðu My Lai og My Khe. Charlie Company, sem var undir stjórn Ernests Med­ina höf­uðs­manns, var send á svæð­ið. Dag­skip­unin var að upp­ræta alla óvini sem gætu falist á svæð­inu og alla stuðn­ings­menn þeirra. Kenn­ingin var sú að um kl. 7 ættu allir almennir bæj­ar­búar að vera farnir á mark­að­inn og því væru allir í þorp­inu skæru­liðar eða stuðn­ings­menn; skot­mörk.

Við sól­ar­upp­rás hinn 16. mars árið 1968 lentu þyrlur í útjaðri þorp­anna og Charlie Company, sótti í þremur hópum (platoon) að áfanga­stað. Tveir hópanna fóru inn í þorpið um klukkan 8 en á leið­inni hófu þeir umsvifa­laust að skjóta og drepa alla þá sem þeir sáu á hrís­grjóna­ökrunum og skóg­inum í kring.

Hermenn í Charlie Company brenndu öll hús og skutu þá sem flúðu út.

Sam­kvæmt frá­sögn vitna, aðal­lega við­staddra her­manna, var ástandið fyrst yfir­veg­að, eins langt og það nær, en spennu­þrung­ið. Þorps­búum var safnað saman í hóp í miðju þorps­ins en þá allt í einu brast stífl­an.

Einn her­mann­anna stökk til og stakk einn fang­anna með byssu­sting sínum og í kjöl­farið hófust dráp­in. Annar flokks­for­ingj­anna, William Cal­ley, skip­aði þá sínum mönnum að hefja skot­hríð. Margir voru tregir til, en fyrr en varði var gegnd­ar­laust dráp haf­ið.

Menn, kon­ur, börn; eng­inn var óhult­ur.

Her­menn brenndu kofa og myrtu alla þá sem komu hlaup­andi út. Calley og hans menn söfn­uðu saman á milli 70 og 80 þorps­búum og ráku ofan í skurð. Calley byrj­aði að skjóta á hóp­inn og öskr­aði á und­ir­menn sína að gera það sama, sem og þeir og gerðu. Kúl­unum rigndi yfir hóp­inn án afláts og einn her­mann­anna sagð­ist hafa notað fjöl­mörg magasín í M-16 byssu sína.

Á sama tíma fóru her­menn um allt og eirðu engu. Konum og stúlkum var nauðg­að, búpen­ingur drep­inn, mat­ar­geymslur brenndar og eitri hellt í drykkj­ar­brunna.

Einn her­mann­anna bar síðar að Calley hafi til dæm­is, eftir að um hægð­ist við skurð­inn þar sem líkin lágu í hrúg­um, hafi skotið og drepið börnin sem höfðu sloppið úr fyrstu skot­hríð­inni og reyndu nú að flýja.

Þriðji flokk­ur­inn hafði beðið átekta utan við þorpið ásamt Med­ina höf­uðs­manni. Þeir komu síðar á stað­inn og tóku margir þátt í grimmd­inni, jafn­vel Med­ina sjálfur sem sást mis­þyrma konu og svo skjóta hana til bana.

Einn her­mann­anna sem kom að síð­ar, Mich­ael Bern­hardt að nafni, lýsti aðkom­unni sem svo að vopna­bræður hans hafi verið að gera ein­kenni­lega hluti. Þeir hafi meðal ann­ars safnað fólki saman í hópa og hent í þau hand­sprengj­u­m. „Þeir skutu líka konur og börn. Það var engin mót­staða og ég sá bara þrjú vopn sem fund­ust og eng­inn okkar særð­ist.  Þetta var bara venju­legt víetnam­skt þorp. Gamlir „papa-san“, konur og börn. Ég man satt að segja ekki eftir að hafa séð karl­mann þarna á hern­að­ar­aldri. Hvorki lífs né lið­inn.“

Á meðan þetta stóð sem hæst lenti þyrlu­sveit við fyrr­nefndan skurð og bauð flug­mað­ur­inn Hugh Thomp­son Jr. fram aðstoð sína og sinna manna við að koma særðum undir lækn­is­hend­ur. Hann fékk þau svör að eina hjálpin sem fólkið ætti von á væri að þeir ætl­uðu að binda enda á þján­ingar þeirra. Hann spurði Calley hvað væri þarna í gangi, enda voru lík á víð og dreif um allt þorp­ið. Calley sagð­ist ein­fald­lega vera að hlýða skip­un­um.

Bandarískir hermenn í Charlie Company myrtu 504 óvopnaða borgara í þorpinu My Lai í marsmánuði árið 1968. Mannvonskan sem þeir sýndu á meðan þeir lögðu þorpið í rúst var ótrúleg. Þeir myrtu alla sem náðist til, konur, menn og börn. Nauðguðu ótal konum og stúlkum, drápu búfé, skemmdu mat og eitruðu drykkjarbrunna. Eftir það var reynt að þagga niður það sem átti sér stað.

Thomp­son tók þar til sinna ráða og steig meðal ann­ars inn á milli her­manna og þorps­búa sem höfðu falið sig inni í kofa ein­um. Skip­aði hann und­ir­mönnum sínum að skjóta á her­menn ef þeir myndu gera árás á kof­ann á meðan hann væri þar inni. Alls björg­uðu Thomp­son og félagar hátt í tutt­ugu þorps­búum sem þeir fluttu burt í tveimur þyrlu­ferð­um.

Þegar þyrlu­sveitin kom aftur á her­stöð­ina til­kynnti Thomp­son um það sem hann hafði séð og um kl. 11 hafði yfir­stjórn sam­band við Med­ina og fyr­ir­skip­aði að aðgerð­inni yrði hætt.

Þegar yfir lauk lágu senni­lega rúm­lega fimm­hund­ruð óbreyttir og óvopn­aðir borg­arar My Lai í valn­um, þar á meðal 182 kon­ur, 17 með barni, og 173 börn, þar af 56 hvít­voð­ung­ar. Ekki einu ein­asta skoti hafði verið hleypt af gegn Banda­ríkja­mönn­unum og aðeins þrjár byssur fund­ust í þorp­inu.

Til­raun til hvít­þvottar

Sögur um það sem gekk á í My Lai þennan örlaga­ríka dag bár­ust til yfir­stjórnar her­liðs­ins í Víetnam og var skipuð rann­sókn­ar­nefnd til að ganga úr skugga um hvort eitt­hvað hafi gerst þar sem bryti gegn reglum hers­ins.

Skemmst frá að segja var ekk­ert óeðli­legt eða ólög­legt talið hafa átt sér stað þarna. Þvert á móti sögðu frétt­ir, meðal ann­ars í Stars and Stripes, mál­gagni banda­ríska hers­ins,  frá hörðum bar­dögum þar sem 128 skæru­liðar hafi verið drepnir og um 20 almennir borg­arar hafi fall­ið. Aðgerðin hafi verið vel heppn­uð.

Engin stemmn­ing var meðal yfir­manna hers­ins að gera mál úr þessu, enda stóð stríðs­rekst­ur­inn ekki vel, eins og áður sagði.

Það var svo ungur her­mað­ur, Ron­ald L. Riden­ho­ur, sem tók það upp hjá sjálfum sér að hvetja til þess að málið yrði rann­sak­að. Riden­hour var í Víetnam á þessum tíma en tók ekki þátt í aðgerð­inni, heldur frétti af My Lai utan af sér. Þegar heim kom skrif­aði hann bréf til fjöl­margra þing­manna með nöfnum sjón­ar­votta sem voru til­búnir að bera vitni og bað þá um að skoða málið frek­ar.

Ekk­ert varð af því, en um það leyti var blaða­maður að nafni Seymor Hersh líka að púsla saman upp­lýs­ingum um mál­ið. Sá komst í sam­band við marga af pilt­unum sem höfði tekið þátt í fjöldamorð­unum og voru komnir heim. Grein sem hann skrif­aði og birt­ist í nóv­em­ber árið 1969, hálfu öðru árið  varp­aði ljósi á það sem gerð­ist í My Lai og þá varð ekki aftur snú­ið.

Önnur rann­sókn var sett af stað og var í nið­ur­stöðum hennar lagt til að 28 her­menn yrðu sóttir til saka fyrir fjöldamorð­in. Svo fór þó að aðeins fjórtán menn voru ákærðir og af þeim var ein­ungis einn ein­asti maður sak­felld­ur, en það var William Calley liðs­for­ingi, sem gekk manna harð­ast fram í morðum og barði und­ir­menn sína áfram. Hann hélt því þó statt og stöðugt fram að hann hafi aðeins verið að fylgja skip­unum og sann­ast sagna – þó ekk­ert afsaki morð og ill­virki af þeirri sort sem um ræðir – hafði Med­ina höf­uðs­maður gefið giska opnar og óljósar skip­anir fyrir aðgerð­ina. Hann hafði sagt Calley og öðrum for­ingjum að líta á alla í þorp­inu sem óvini, hvort sem þeir flýðu, feldu sig, karla eða kon­ur. Skjóta ætti á allt sem „geng­ur, skríður eða vex.“

Hvað varð svo til þess að menn­irnir hlýddu þessum skip­unum og gengu einnig ennþá lengra, en þarna hefur inn­ræt­ing verið ansi djúp­stæð, sem og ein­skær hræðsla að ógleymdri hefnd­inni, því að sumir þeirra sem tóku þátt í morð­unum litu á þetta sem hefnd fyrir fallna félaga.

Calley var dæmdur í lífs­tíð­ar­fang­elsi fyrir 109 morð, en fyrir ein­hverjar póli­tískar sakir ákvað Ric­hard Nixon for­seti að breyta dómi hans í stofu­fang­elsi og á næstu árum var dómur hans styttur og loks var honum sleppt á skil­orði árið 1974, eftir aðeins rúm þrjú ár í haldi.

Þetta var allt rétt­lætið sem Banda­ríkin deildu út fyrir þær 504 sálir sem létu lífið í My Lai.

Hetjur dags­ins, Thomp­son og und­ir­menn hans tveir í þyrlu­sveit­inni, voru hins vegar sæmdir heið­urs­merkjum fyrir að sker­ast í leik­inn á ögur­stundu.

Thomp­son lýsti því síðar að hann hafi verið útskúf­aður úr hópi her­manna fyrir að hafa til­kynnt um fjöldamorðin og borið vitni um það sem gekk þar á. Bár­ust honum meðal ann­ars líf­láts­hót­an­ir.

Þeir þrír hlutu svo enn frek­ari við­ur­kenn­ingu árið 1998 þegar þeir voru sæmdir æðstu orðu sem her­inn gefur fyrir afrek sem fela ekki í sér bar­daga við óvini á víg­velli, fyrir að vernda líf almennra borg­ara.

Upp­ljóstr­an­irnar urðu til þess að veikja enn frekar bar­áttu­anda her­manna og kyntu ræki­lega undir and­stöð­unni við stríðið heima við. Þannig fór svo að Banda­ríkin hófu brott­flutn­ing her­manna árið 1973 og stríð­inu lauk með því að Saigon féll í apríl 1975 og Viet Cong og her­lið Ho Chi Min náðu undir sig öllu Víetnam.

Harm­ur­inn lifir hins vegar enn meðal eft­ir­lif­enda og afkom­enda ill­virkja Charlie Company, en sann­leik­ur­inn er sá að My Lai fjöldamorðin voru ekki ein­angr­aður atburður heldur áttu álíka glæpir sér stað víðar á sama tíma þó það hafi ekki verið eins mörg fórn­ar­lömb.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Ekki búið að taka ákvörðun um rannsókn á yfirráðum Samherja yfir Síldarvinnslunni
Virði hlutabréfa í Síldarvinnslunni hefur aukist um 50 milljarða króna frá skráningu og um 30 prósent á síðustu vikum. Rúmur helmingur hlutafjár er í eigu Samherja og félaga sem frummat sýndi að færu með sameiginleg yfirráð í Síldarvinnslunni.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiÍ þá tíð...