Eltir hugmyndir sem geta breytt lífi okkar

Paul Allen er á 65 aldursári en slær ekki slöku við í nýsköpunarfjárfestingum. Magnús Halldórsson kynnti sér ótrúlega sögu hans og hvað það er sem knýr hann áfram í fjárfestingum.

paulallen
Auglýsing

Í frábærri bók fjárfestisins Paul Allen - The Idea Man - sem kom út árið 2011, er rakin saga frumkvöðuls sem átti stóran þátt í því að heimilistölvan varð útbreidd um allan heim og að lokum staðalbúnaður á öllum heimilum.

Hann stofnaði Microsoft ásamt Bill Gates 1975, þá 22 ára, en fór úr stjórnandahlutverki hjá fyrirtækinu átta árum síðar, og varð fyrst og síðast sjálfstæður fjárfestir og frumkvöðull, en áfram í hluthafahópnum. Hann er líkt og Bill búsettur á Seattle svæðinu og eyðir peningum og orku ekki síst innan Washington ríkis.

Saga hans er ekki aðeins merkileg vegna góðs árangurs í viðskiptum, heldur ekki síður vegna þess að hann hefur samtvinnað samfélagslegan áhuga sinn við fjárfestingarnar.

Auglýsing


Miklar eignir

Hann hefur þessa fífldirfsku sem stórhuga fjárfestar þurfa að búa yfir og einnig örugga og óvenju skarpa langtímasýn á verkefni.

Í bókinni fjallar hann um sögu sína og feril, og lýsir á áhugaverðan hátt hvernig hann hefur hrint stefnu sinni í framkvæmd í hinar ýmsu fjárfestingum.

Hann er einn af 50 ríkustu mönnum heims, með eignir upp á 22 milljarða Bandaríkjadala, eða sem nemur um 2.300 milljarða króna. Það eru þó aðeins eignir sem Forbes hefur treyst sér til að verðleggja til fulls, en mikið af eignum hans liggur í óskráðum sjóðum, sem erfitt er að verðleggja. Í Seattle Times hefur því verið haldið fram að eignir Allens séu í það minnsta tvölfalt meiri en gefið hefur verið upp á lista Forbes.

Íslendingar muna kannski eftir snekkju hans, The Octopus, sem siglt var meðfram Íslandsströndum sumarið 2015 þegar hún var notuð við rannsóknarstörf.

Allen hefur einblínt á það allan sinn feril að elta það sem hann kallar góðar hugmyndir. Hljómar einfalt, en að baki þessi liggur dýpri speki.

Stundum virka þær fjarlægar, en í huga hans hafa góðar hugmyndir það einkenni að vandamálin sem er verið að glíma við eru margslungin og óvenjulega flókin, og leiða til grundvallarbreytinga ef það finnst á þeim lausn.

Og það er þessi lausnaleit sem er hans rauði þráður, eins konar leiðarljós.

Hér eru herflugvélar í eigu Paul Allen. Hann heldur úti risavöxnu her og flugsafni á Seattle svæðinu, þar sem flugvélar í hans eigu eru í forgrunni.Fjárfestingar hans í lyfjaþróun og læknisrannsóknum byggja ekki síst á þessu, en hann hefur stutt dyggilega við bakið á rannsóknarstarfi, ekki síst á sviði krabbameinsrannsókna og rannsókna á Alzheimer-sjúkdómnum. Sjálfur hefur hann í þrígang greinst með krabbamein, en náð bata. Fyrst 1982, síðan 1997 og svo 2009. 

Þessi veikindasaga hans hefur eflt áhuga hans á heilbrigðismálum, að því er hann segir í bók sinni.

Allen segist trúa því að það sé hægt að finna lækningu við Alzheimer sjúkdómnum, og hefur fjárfest fyrir meira en 500 milljónir Bandaríkjadala, um 55 milljarða króna, í rannsóknum á sjúkdómnum í gegnum hina ýmsu sjóði og nýsköpunarfyrirtæki. Enginn hefur lagt meiri fjármuni í þessa vinnu en hann, og áhuga hans má rekja til baráttu móður hans við sjúkdóminn. 

Sjálfur hefur hann sagt að hann búist við miklum framförum á næstu árum, og var styrkur nú nýverið úr fjölskyldusjóði hans, Paul G. Allen Family Foundation, upp á 7 milljónir Bandaríkjadala, eða um 800 milljónir króna, liður í aukinni sókn í þessari vinnu. Styrkurinn fór til fimm rannsóknarteyma sem eru að þróa lyf sem tengjast heilasjúkdómum.

Trúir á gott umhverfi

Það er kannski langsótt að tengja Allen, og feril hans, við litla Ísland og það sem það hefur upp á að bjóða, en þó ekki að öllu leyti. Hann er persónulegur vinur Haraldar Sigurðssonar, jarðfræðiprófessors, sem hefur byggt upp hið metnaðarfulla og skemmtilega Eldfjallasafn í heimabæ sínum Stykkishólmi.

Hér sést Paul Allen fagna NFL titlinum þegar Seattle Seahawks unnu hann.Eitt af því sem Allen segir að sé grunnurinn að öllum tækninýjungum er samstarf hins opinbera og frumkvöðla. Hann segir að lausnir á stórum vandamálum séu aldrei leiddar fram af einhverjum einum aðila, heldur séu þær yfirleitt með áratuga „meðgöngu“. 

Ekki aðeins með því að leiða saman fjármagn við spennandi verkefni, heldur líka að hjálpast að við að skapa gott umhverfi fyrir vöxt og tækniframfarir.

Allen trúir því að þetta að sé afar mikilvægt nú á tímum, og hafa fjárfestingar hans í flug- og geimvísindum - þar sem hann hefur meðal annars fjármagnað þróun á byltingarkenndum eldsneytisskiptibúnaði í lofti - byggt meðal annars á þessu. Nú síðast kom fram ein stærsta flugvél heimsins frá nýsköpunarfyrirtæki hans Stratolaunch, en það fyrirtæki var stofnað 2011 og vinnur að því að gera geimferðir þægilegri og áreiðanlegri, til framtíðar litið.

Í góðu ákjósanlegu umhverfi leggja opinberar stofnanir og rannsakendur fram mikilvæga vinnu sína - sem oft hefur verið knúin áfram í gegnum háskólastarf - og á þessu geta síðan frumkvöðlar og fjárfestar byggt. Allen telur að ganga þurfi mun lengra í samstarfi menntastofnanna og frumkvöðla, meðal annars með því að opna rannsóknir meira fyrir fjárfestingu á fyrri stigum. 

Á heildina litið geti þetta leitt til góðra fjárfestingatækifæra sem síðan flýta tækniframförum.

Mikil áhrif á nærsamfélagið

Í verki hefur hann gert þetta á sínu heimasvæði, sem er Seattle svæðið. Hann hefur fjárfest að miklu leyti sínum fjármunum á svæðinu, og á til að mynda landssvæði undir höfuðstöðvum Amazon og starfsstöðum Oracle og Facebook í miðborg Seattle.

Fjárfestingarnar dreifast líka á nýsköpunarverkefni innan háskóla og utan, menningu, fasteignaverkefni, íþróttir (hann á bæði NBA liðið Portland Trailblazers og NFL liðið Seattle Seahawks), heilbrigðisrannsóknir og raunar ýmislegt fleira. Hann er þekktur safnari og hefur gefið Seattle borg 12 bókasöfn og hið metnaðarfulla Experience Music Project, samtímatónlistarsafn. Það var opnað árið 2000 og bera mikil merki arkitektúr Franks Gehry.

Tónlistarsafnið í Seattle.Allen er dæmi um mann sem hefur óvenju mikla stefnufestu þegar kemur að nýsköpunarfjárfestingum. Hann hefur átt mikinn þátt í ótrúlegum uppgangstímum á Seattle svæðinu undanfarna þrjá áratugi, líkt og fleiri frumkvöðlar sem hafa valið að byggja fyrirtæki sín upp á svæðinu. 

Góðar hugmyndir eins og hann sér þær, hafa langan framkvæmdatíma, kalla á flókið samstarf margra - bæði hins opinbera og einkafjárfesta - og hafa samfélagslegt mikilvægi sem leiðarljós. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFólk