Sálarstríð friðarsinnans

„Óumdeilt er að það voru Rússar sem hófu Úkraínustríðið eftir alllangan undirbúning,“ skrifar Þorsteinn Vilhjálmsson, fyrrverandi prófessor. „Þeir hafa síðan farið fram með þvílíkri grimmd og græðgi að við getum ekki setið hjá.“

Auglýsing

Ég fædd­ist árið 1940 og er því á níræð­is­aldri. Um tíu ára aldur fékk ég áhuga á stjórn­málum og hef haldið honum síð­an. Úkra­ínu­stríðið sem nú geisar hefur rifjað upp liðna tíð bæði hjá mér og öðr­um. Margir leggja þar orð í belg með ýmsu móti. Mig langar að lýsa teng­ing­unni við for­tíð­ina eins og hún horfir við mér.

Kalda stríðið gnæfði yfir stjórn­málum Vest­ur­landa allar götur frá því skömmu eftir heims­styrj­öld­ina 1939-1945 og til 1990 eða svo. Eftir styrj­öld­ina skildu leiðir með Banda­mönnum (Banda­ríkja­mönn­um, Bret­um, Frökkum og Sov­ét­mönn­um) sem höfðu áður tekið höndum saman gegn mann­vonsku og útþenslu þýskra nas­ista og haft ótví­ræðan sig­ur. Kjarni deiln­anna í kalda stríð­inu sner­ist um þjóð­skipu­lag. Ríki Vest­ur­landa vildu hafa áhersl­una á einka­fram­tak, auð­valds­skipu­lag (kap­ít­al­isma) og á lýð­ræði. Ríki Aust­ur-­Evr­ópu og að hluta Asíu aðhyllt­ust hins vegar – eða töldu sig aðhyll­ast – þjóð­skipu­lag komm­ún­ism­ans sem byggð­ist meðal ann­ars á ritum leið­tog­anna Marx, Eng­els, Leníns og Maós. Lýð­ræði var fórn­að, meðal ann­ars með vísun í kenn­ing­una um alræði öreig­anna sem væri tíma­bundin nauð­syn á leið­inni til fyr­ir­heitna lands­ins.

Kjarna­vopna­kapp­hlaupið setti mik­inn svip á kalda stríð­ið. Banda­ríkja­menn hófu leik­inn í ágúst­byrjun 1945 með því að varpa tveimur sprengjum á japönsku borg­irnar Hiros­hima og Naga­saki, og báru fyrir sig að þeir vildu stytta stríðið við Jap­ani sem voru þá einir eftir þeim megin í stríð­inu. En Sov­ét­menn flýttu sér í fót­spor Banda­ríkj­anna og fram­leiddu sínar eigin klofn­un­ar­sprengjur (e. fission bombs). Og um 1950 höfðu bæði „risa­veld­in“ bætt við svo­nefndum vetn­is­sprengjum (sam­runa­sprengj­um, e. fusion bombs) sem voru marg­falt öfl­ugri en hin­ar.

Auglýsing

Smám saman rann það upp fyrir skyn­sömu fólki um heim allan að þetta kapp­hlaup gat ekki stig­magn­ast enda­laust, og fyrsti milli­ríkja­samn­ing­ur­inn um tak­mörkun á fram­leiðslu kjarna­vopna var gerður árið 1968. Jafn­framt gerðu menn sér grein fyrir því að öflug kjarna­vopn væru galla­gripir í styrj­öld vegna þess að ein sprengja gæti haft áhrif um allan heim, líka heima hjá árás­ar­að­il­an­um, og fyrstu sprengj­urnar mundu snú­ast í höndum hans eins og bjúg­verp­ill (bú­m­er­ang), dreifa geisla­virku efni um stór svæði og ef til vill valda kjarn­orku­vetri um hálfan heim­inn. – En engu að síður ótt­uð­ust margir á þessum tíma að kalda stríðið kynni að hitna og enda með kjarn­orku­stríði.

Öflug kjarna­vopn eru galla­gripir í styrj­öld, geta valdið veru­legu tjóni hjá árás­ar­að­il­an­um.

Grunn­ur­inn að Sov­ét­ríkj­unum hafði verið lagður árið 1922 undir for­ystu Rúss­lands sem var langstærsta og fjöl­menn­asta Sov­ét­rík­ið, og árið 1940 voru Eystra­salts­ríkin inn­lim­uð. Úkra­ína hóf bar­áttu fyrir algeru sjálf­stæði árið 1918 en varð að lokum sér­stakt ríki innan Sov­ét­ríkj­anna, við hlið Rúss­lands, árið 1922. Eftir stríðslokin 1945 sömdu Banda­menn um skipt­ingu Evr­ópu í áhrifa­svæði og flest ríki Aust­ur-­Evr­ópu komu þá í hlut Sov­ét­ríkj­anna. Ríkin á svæði þeirra stofn­uðu með sér svo­nefnt Var­sjár­banda­lag árið 1955 eftir að Nató hafði verið stofnað árið 1949. Var­sjár­banda­lagið var leyst upp árið 1991 og má segja að þá hafi kalda stríð­inu lok­ið.

Nafnið „kalda stríð­ið“ vísar til þess að aldrei kom til beinna vopna­við­skipta milli stríðs­að­ila, en leið­togar þeirra voru ann­ars vegar Banda­ríkja­menn og hins vegar Sov­ét­rík­in. Þessi ríki voru oft kölluð „risa­veldi“ (e. super­powers) og eld­uðu með sér grátt silfur bæði í hug­mynda­fræði og einnig í fram­leiðslu, lífs­kjörum, geim­ferðum og hvers konar yfir­ráð­um. Þó að ekki kæmi til beinna vopn­aðra átaka milli þeirra urðu óbein átök þar sem annað hvort risa­veldið beitti vopnum sínum gegn til­teknum smá­ríkjum eða hópum víðs vegar um hnött­inn. Fræg­asta dæmið er Víetna­m-­stríðið (1955-1975), þar sem Banda­ríkin voru virkir þátt­tak­endur og börð­ust gegn sam­ein­ingu lands­ins, en Sov­ét­ríkin veittu and­stæð­ingum Banda­ríkj­anna ýmiss konar óbeinan stuðn­ing. Þátt­taka Banda­ríkj­anna í þessu stríði var afar umdeild á Vest­ur­lönd­um, ekki síst í Banda­ríkj­unum sjálf­um. Hún var meðal ann­ars rök­studd með svo­nefndri dómínó-­kenn­ingu, sem sé að „heimskomm­ún­isminn“ eða stuðn­ings­menn Víetnama mundu halda áfram land­vinn­ingum ef þeir hefðu sigur í þessu stríði. Sig­ur­inn náð­ist að lokum og Víetnam sam­ein­að­ist í eitt ríki, en dómínó-­kenn­ingin rætt­ist engan veg­inn því að harla fáir dómínó-kubbar féllu í kjöl­far­ið. Ósigur Banda­ríkja­manna í þessu stríði varð þeim því­líkt áfall að þeir forð­uð­ust í ára­tugi að skipta sér af málum ann­arra með því að senda veru­legt her­lið til fjar­lægra landa. Víetna­m-­stríðið hafði mikil áhrif á vinstrið á Vest­ur­lönd­um, ekki síst hér á Íslandi. And­staðan gegn því flétt­að­ist saman við bar­átt­una gegn banda­rísku her­stöð­inni á Mið­nes­heiði og gegn aðild okkar að Nató, en öfl­ug­ustu Nató­ríkin studdu Banda­ríkja­menn dyggi­lega í stríð­inu. Þessi and­staða náði ekki aðeins til íslenskra sós­í­alista heldur einnig til þjóð­varn­ar­manna og hluta af Fram­sókn­ar- og Alþýðu­flokks­mönn­um. Hún styrkt­ist enn í þorska­stríð­unum gegn Bretum sem voru að sjálf­sögðu í Nató eins og Íslend­ing­ar.

Við sem tókum þátt í þess­ari bar­áttu litum flest á okkur sem frið­ar­sinna. Við börð­umst gegn hern­aði í öllum mynd­um, hvort sem hann var á vegum Banda­ríkja­hers í Víetnam eða sov­éska Rauða hers­ins í Ung­verja­landi 1956, í Tékkóslóvakíu 1968 og síðar í lang­vinnu en árang­urs­lausu stríði í Afganist­an. Við höfðum megna skömm á öllu vopna­skaki þar sem risa­veldin beittu her­valdi til að þjóna lund sinni, valda­græðgi og meintum hags­munum sem tengd­ust yfir­ráðum þeirra.

Heims­mynd kalda stríðs­ins hafði verið að mót­ast í hálfa öld þegar stríð­inu lauk nokkuð skyndi­lega um 1990. Járn­tjaldið féll, Sov­ét­ríkin leyst­ust upp og ein­stök ríki sem höfðu áður verið innan þeirra fengu fullt sjálf­stæði, þar á meðal Rúss­land, Úkra­ína, Bela­rús (áður Hvíta-Rúss­land), Eystra­salts­ríkin þrjú, ríkin í Kákasus og Asíu­ríkin sem gár­ung­arnir kalla einu nafni „Langt­burtist­an.“ Sum fyrrum aðild­ar­ríki Var­sjár­banda­lags­ins gengu síðar í Nató ásamt Eystra­salts­ríkj­unum sem réðu nú slíkum málum sjálf.

Ekki skiptir síður máli að þjóð­skipu­lag og ríkj­andi við­horf flestra þess­ara ríkja ger­breytt­ust og verða nú engan veg­inn kennd við komm­ún­isma eða sós­í­al­isma; auð­jöfr­ar, kap­ít­alistar og ólíg­arkar fitna þar á fjós­bit­anum ekk­ert síður en í for­ystu­ríki kap­ít­al­ism­ans, Banda­ríkjum Norð­ur­-Am­er­íku. Þannig er mér ger­sam­lega ómögu­legt að sjá nokkurn sam­felldan þráð í þjóð­skipu­lagi eða ríkj­andi hug­myndum sem liggi frá Sov­ét­ríkjum Leníns eða kalda stríðs­ins til Rúss­lands undir stjórn Pútíns. Ég get ekki einu sinni tínt það til að sós­í­alistar kalda stríðs­ins og Pútín eigi sam­leið í andúð á Banda­ríkj­unum því að síð­asti for­seti Banda­ríkj­anna, Don­ald Trump, hefur ving­ast við Pútín. Þannig ber að mínu mati allt að einum brunni: Evr­ópska vinstrið á ekk­ert sam­eig­in­legt með Vla­dimir Pútín eða stuðn­ings­mönnum hans. Þvert á móti virð­ist Pútín leggj­ast á árar með hægrisinn­uðum popúlistum víðs vegar í Evr­ópu.

Evr­ópska vinstrið á ekk­ert sam­eig­in­legt með Vla­dimir Pútín.

Þessu var allt öðru vísi farið í kalda stríð­inu. Í byrjun þess litu margir sós­í­alistar á Sov­ét­ríkin sem fyr­ir­heitna landið en það reynd­ist síðar vera tál­sýn ein. Sam­staðan tak­mark­að­ist þá hjá mörgum við það eitt að báðir börð­ust gegn heims­valda­stefnu Banda­ríkj­anna, til dæmis í Víetnam.

Eftir að kalda stríð­inu lauk vorum við mörg í hópi frið­ar­sinna sem héldum að varla yrði aftur hefð­bund­ið, vopnað land­vinn­inga­stríð í Evr­ópu. Vita­skuld mundi þó rísa ágrein­ingur milli ríkja um hitt og þetta, en slíkt yrði leyst með aðferðum sið­aðra manna, sem sé með sam­komu­lagi, ef til vill þó með aðkomu og aðstoð ann­arra ríkja eða alþjóða­stofn­ana. Allar götur síðan fyrri heim­styrj­öld­inni lauk árið 1918 hafa menn ráðið við það til dæmis að draga landa­mæri milli ríkja eftir vand­aða atkvæða­greiðslu íbúa á við­kom­andi svæði. En draum­sýn okkar um frið­sam­lega lausn ágrein­ings­mála hefur Pútín hnekkt með grimmi­legri inn­rás sinni í Úkra­ínu.

Sumir vinstri­menn vilja bera blak af Pútín eða útskýra gerðir hans með vísun í þróun mála í nágranna­löndum Rúss­lands og Úkra­ínu. Tísku­orðið í þessu sam­hengi er „geópóli­tík“ sem á hér að snúa að almennum valda­hlut­föllum á svæð­inu. Svar mitt við þessu er ein­falt: Í augum frið­ar­sinna getur engin geópóli­tík í Evr­ópu 21. aldar rétt­lætt skefja­lausa beit­ingu vopna­valds til að ná ein­hverjum mark­mið­um, til dæmis breyt­ingum á landa­mær­um. Slíkar aðgerðir eru hrátt ofbeldi og auk þess tíma­skekkja á vett­vangi Evr­ópu.

Geópóli­tík getur ekki rétt­lætt grófa beit­ingu vopna­valds gegn sak­lausu fólki.

Nú kem ég að því atriði í hegðun Pútíns sem ég hef ekki botnað neitt í, en get þó ekki látið kyrrt liggja. Mann­kyns­sagan sýnir okkur fjöl­breytt lit­róf í til­högun rík­is­valds. Við höfum séð bæði lýð­veldi, kon­ungs­ríki og keis­ara­dæmi. Þau síð­ast­nefndu verða oft til með þeim hætti að ein þjóð „leggur undir sig“ aðrar þjóðir í kring. Það er ekki til­viljun að keis­ara­dæmum hefur fækkað mjög í heim­inum frá því um 1900 því að þau fólu yfir­leitt í sér að ein þjóð kúg­aði aðra. Margt bendir til að Vla­dimir Pútín gæti vel hugsað sér að end­ur­reisa rúss­neska keis­ara­dæmið í svip­uðum stíl og það var um alda­mótin 1900. Hann hefur líka talað um að eyða Úkra­ínu sem sjálf­stæðu ríki á landa­kort­inu en þyk­ist vilja ving­ast við íbú­ana með valdið að vopni. En það er harla óvenju­leg aðferð að ætla að stofna til sam­starfs og vin­áttu með því að fara fram með grimmum og villi­mann­legum árásum á sama aðila. Slík hegðun verkar nú á dögum sem öfug­mæli miðað við mark­miðið sem látið er í veðri vaka en mun aldrei nást til lengdar vegna óheil­ind­anna sem liggja að baki. Því er óljóst hvernig Pútín ætti að takast að ráða yfir Úkra­ínu og hafa gagn af land­vinn­ingum sín­um, í megnri óþökk lands­manna og gegn vænt­an­legri and­spyrnu þeirra. Til dæmis má líka vel vera að Pútín hafi að lokum fullan sigur í stríð­inu í ein­hverjum þröngum hern­að­ar­tækni­legum skiln­ingi, eftir að hafa lagt stór land­svæði í rúst. Slíkir sigrar eru vel þekktir í mann­kyns­sög­unni og eru kenndir við Pyrr­hos sem var kon­ungur í gríska hér­að­inu Epiros. Sigrar hans á víg­vell­inum voru svo dýr­keyptir að hann kærði sig ekki um fleiri slíka.

Vel má vera að Pútín hafi að lokum „fullan sig­ur“ í her­tækni­legum skiln­ingi en hann verður þá dýr­keyptur eins og hjá Pyrr­hosi í fornöld.

Það var ekki auð­velt að vera frið­ar­sinni í Evr­ópu á tutt­ug­ustu öld. Í byrjun hennar lýstu heilu stjórn­mála­flokk­arnir yfir stuðn­ingi sínum við frið­ar­hyggju. Þeirra á meðal voru ekki síst flokkar sós­í­alde­mókrata í hinum ýmsu lönd­um, en þeir voru þá lengst til vinstri. En þegar fyrri heims­styrj­öldin hófst árið 1914 sner­ist þeim hug­ur, og það voru bara nokkrir sér­vitr­ingar sem stóðu með sjálfum sér, þar á meðal Albert Ein­stein. Þegar síð­ari heims­styrj­öldin braust út end­ur­tók sagan sig og harla fáir predik­uðu frið­ar­hyggju þegar nas­istar Þýska­lands óðu uppi í Evr­ópu. Jafn­vel Ein­stein lét sig hafa það að mæla með því að Banda­ríkja­menn reyndu að smíða atóm­sprengju.

Frið­ar­sinnum er auð­vitað þvert um geð að þurfa að taka afstöðu í stríði en stundum þarf að gera fleira en gott þyk­ir. Óum­deilt er að það voru Rússar sem hófu Úkra­ínu­stríðið eftir all­langan und­ir­bún­ing. Þeir hafa síðan farið fram með því­líkri grimmd og græðgi að við getum ekki setið hjá. Við erum eftir sem áður í góðum félags­skap með frið­ar­sinnum allra tíma sem hafa líka þurft að taka afstöðu þegar þeim ofbauð ofbeldi hern­að­ar­ins.

Höf­undur er fyrrum pró­fessor í vís­inda­sögu og eðl­is­fræði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar