Í þá tíð… Örþrifaráð Rudolfs Hess

Rudolf Hess er ein af forvitnilegustu persónunum í þeim hildarleik sem Síðari heimsstyrjöldin var. Hann var lengi nánasti samstarfsmaður Adolfs Hitler en dag einn flaug hann, óumbeðinn og í leyni, til Bretlands til að semja um frið. Það gekk ekki upp.

Rudolf Hess var einn af fyrstu fylgjendum Adolfs Hitlers og var hans hægri hönd allt fram á stríðsárin.
Rudolf Hess var einn af fyrstu fylgjendum Adolfs Hitlers og var hans hægri hönd allt fram á stríðsárin.
Auglýsing

Þegar komið var fram á árið 1941 var Þýska­land í góðum mál­um, frá sínum eigin bæj­ar­dyrum séð, flestir aðrir íbúar meg­in­lands Evr­ópu, ekki svo mik­ið. Á hálfu öðru ári hafði Þriðja ríkið undir for­ystu Adolfs Hitlers lagt undir sig, inn­limað eða leppað meira eða minna alla álf­una. Þeir sem stóðu utan garðs Nas­ista voru annað hvort stuðn­ings­menn hans; Ítal­ía, Spánn, Slóvakía, Balk­an­löndin og fleiri, eða hlut­lausu ríkin Sví­þjóð og Sviss. 

Þjóð­verjar gátu ein­beitt sér að því að sækja linnu­laust til vest­urs þar eð Hitler hafði samið við Sov­ét­ríkin og Stalín um grið milli ríkj­anna og þau skiptu Pól­landi á milli sín á fyrstu vikum styrj­ald­ar­inn­ar.

Á vor­mán­uðum voru Þjóð­verjar hins vegar komnir á fullt með und­ir­bún­ing fyrir inn­rás í Sov­ét­rík­in. Einn af nán­ustu sam­starfs­mönn­um HitlersRud­olf Hess, hafði áhyggjur af því að Þýska­land gæti ekki staðið í stríði á tvennum víg­stöðvum og lagði því ein­sam­all upp í djarfa ferð. En hver var þessi Rud­olf Hess og hvað gekk honum til?

Auglýsing

Kaup­manns­sonur frá Alex­andríu hitt­ir Hitler

Rud­olf Hess fædd­ist í Alex­andríu í Egypta­landi árið 1894, sonur vel­meg­andi kaup­manns af bæverskum ætt­um, og ól þar mann­inn þar til að hann var sendur til náms í Þýska­landi og Sviss á ung­lings­ár­um.  Hann gegndi her­þjón­ustu fyrir Þýska­land í fyrra stríði og hlaut meðal ann­ars Járn­kross­inn fyrir frammi­stöðu sína þar. 

Hess (annar frá vinstri) og Heinrich Himmler (fyrir miðju, með fána) tóku þátt í Bjórkjallarauppreisninni með Hitler.Eftir stríð skráði hann sig í nám en eftir að hann heyrði Hitler fyrst gaspra úr ræðu­stól árið 1920 heill­að­ist hann strax af hon­um, enda aðhyllt­ust þeir báðir hug­mynda­fræði Rýt­ings­stung­unn­ar, þ.e. að Þýska­land hafi ekki tapað heims­styrj­öld­inni í hern­aði, heldur vegna svika inn­an­lands, aðal­lega af höndum komm­ún­ista og gyð­inga.

Hess gekk strax í Flokk þjóð­ern­issós­í­alista, Nas­ista­flokk­inn, og hóf fljót­lega að vinna að því að skipu­leggja flokks­starfið og fjár­afl­anir á meðan með­limum fjölg­aði ört. Hess var líka við hlið Hitlers í Bjór­kjallaraupp­reisn­inni svoköll­uðu árið 1923 þar sem Nas­istar og aðrir jað­ar­hópar af hægri kant­in­um, reyndu að ná völdum í Bæj­ara­landi og koma á nýrri stjórn undir stjórn Ludend­orffs  hers­höfð­ingja.

Valda­ránstil­raunin rann út í sand­inn eftir hörð átök við lög­reglu í Munchen og Hitler, Hess og fleiri voru dæmdir til fang­els­is­vist­ar.

Eins og alkunna er, reit Hitler bók sína, Mein Kampf, á meðan hann sat inni í Lands­berg­fang­els­inu, en Hess aðstoð­aði hann ötul­lega við skrift­irn­ar. Eftir árs­vist bak við rimla var þeim félögum sleppt og þá hófst upp­gangur þeirra Nas­ista fyrir alvöru.

Næst­ráð­andi For­ingj­ans

Flestum er vel kunn sagan bak við valda­töku Nas­ista, en á árunum fram til 1933 var Hess nán­asti sam­starfs­mað­ur Hitlers, einka­rit­ari og trún­að­ar­vin­ur. Árið 1932 var Hess gerður að stjórn­anda innra starfs flokks­ins. 

Eftir valda­tök­una ári seinna var Rud­olf Hess næst­ur Hitler að völdum og sem ráð­herra bar hann ábyrgð á fjöl­mörgum mála­flokk­um. Má segja að allar laga­setn­ingar hafi farið um hans borð, fyrir utan þau mál sem sneru að hern­um, lög­reglu og utan­rík­is­mál­um. 

Hess flaug Messerschmitt Bf 110 frá Agusburg til Skotlands til að hitta Hamilton hertoga.Hess skipu­lagði hóp­fund­ina frægu sem haldnir voru í Nürn­berg og var í raun stað­geng­ill for­ingj­ans í margs konar erind­um, til dæmis í samn­inga­við­ræð­u­m við helstu iðn­jöfra Þýska­lands. 

Hann tók einnig virkan þátt í að setja saman lög sem drógu úr rétt­indum gyð­inga í Þýska­landi og fylgdi for­dæmi Hitlers í einu og öllu. Rétt áður en heims­styrj­öldin síð­ari braust út með inn­rás Þýska­lands í Pól­land haustið 1939 hafði Hitler skipað Hess sem annan í röð arf­taka sinna, á eftir Her­manni Gör­ing.

Upp­gangur Hess innan stjórn­ar­innar og raða flokks­ins hafði fyrst og fremst stafað af elju hans og fölskvalausri tryggð við Hitler, en ekki klækjum eða inn­an­flokkspóli­tík. Á fyrstu árum heims­styrj­ald­ar­innar var aug­ljós­lega lang­mest áhersla á stríðs­rekst­ur­inn í störfum flokks­ins, en þau mál voru, sem fyrr seg­ir, að miklu leyti utan hans verk­sviðs, sem leiddi til þess að hann seig stöðugt neðar í valda­stig­an­um. Meira að segja fyrr­ver­andi aðstoð­ar­maður hans, Martin Bor­mann, skaut honum aftur fyrir sig í gogg­un­ar­röð­inni.

Örþrifa­ráð á örlaga­stundu

Til að sanna sig á ný setti Hess saman ævin­týra­lega og ótrú­lega langsótta áætl­un. Hinn tíunda maí 1941 flaug hann af stað frá Augs­burg áleiðis til Bret­lands þar sem hann ætl­aði að koma á friði milli Bret­lands og Þýska­lands, svo Þriðja Ríkið gæti ein­beitt sér að því að valta yfir Sov­ét­rík­in.

Hess, sem var fær flug­mað­ur, átti nokkrar flug­vélar og var búinn að láta sér­út­búa eina Mess­erschmidt Bf 110 fyrir sig, með stærri elds­neyti­stönkum en venju­lega.

Áætl­unin var að hitta á mann einn, Her­tog­ann af Hamilton, sem Hess skild­ist (rang­lega) að væri for­víg­is­maður eins stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna og andsnú­inn hern­aði við Þýska­land. Í gegnum hann hugð­ist Hess kom­ast í sam­band við stjórn­völd og bjóða Bretum grið gegn því að Þýska­land fengi að athafna sig óáreitt á meg­in­land­inu og end­ur­nýjuð yfir­ráð yfir sumum þeirra nýlenda sem það missti eftir fyrra stríð. 

Hann beið eftir hag­stæðri veð­ur­spá og lét svo til skarar skríða. Hann tók fyrst stefn­una á Bonn en hélt svo áfram í átt að strönd Norð­ur­sjós og sveigði þar austur til að forð­ast rat­sjár Bret­anna. Þegar fór að skyggja tók hann stefnu yfir Norð­ur­sjó í att til Bret­lands og flaug lágt, í um 5.000 fetum lengst af en svo allt niður í 50 fet, um 15 metra, þegar hann kom að aust­ur­strönd Eng­lands. Hann tók svo stefn­una norður til Skotlands þar sem hann ætl­aði að koma að dval­ar­stað Hamiltons. Hess var við það að verða elds­neyt­is­laus um klukkan 23 en þá hækk­aði hann flugið og stökk út í fall­hlíf. 

Hess fannst fljót­lega, skammt suður af Glas­gow, þar sem plóg­maður einn kom að honum þar sem hann var að baks­ast við að kom­ast úr fall­hlíf­inni, nokkuð meiddur á fæti. Hess gaf um rangt nafn og kvaðst vilja hitta Her­tog­ann af Hamilton. Hess var hand­tek­inn og færður á her­stöð þar sem gert var að sárum hans.

Hamilton kom dag­inn eftir til að hitta Hess, sem var glaður með heim­sókn­ina og kynnti sig með réttu nafni og til­kynnti um ástæðu komu sinn­ar.

Hess var fluttur til Lund­úna og svo á herra­garð í Sur­rey. Þar voru aðstæður ekki sem verstar miðað við stríðs­fanga, en Hess undi hag sínum afar illa. Hann kvart­aði undan heilsu­leysi og grun­aði verð­ina um að reyna að eitra fyrir sér. And­legu ástandi hans fór hrak­andi og reyndi hann í tvígang að svipta sig lífi, meðal ann­ars með því að henda sér niður stiga með þeim afleið­ingum að hann lær­brotn­aði. Hann varði síð­ustu þremur árunum í haldi Breta á sjúkra­húsi. Hann fékk aldrei áheyrn hjá breskum ráða­mönn­um, enda var ljóst að hann hefði ekk­ert umboð frá For­ingj­anum til að semja um neitt.

Heima í Þýska­landi þurftu Nas­istar að gæta þess hvernig sagt yrði frá þessu óvænta upp­á­tæki Hess. Von­brigði Hitlers voru gríð­ar­leg og sagði Albert Speer meðal ann­ars frá því í ævi­sögu sinni að þessi per­sónu­legu svik trún­að­ar­vinar hafi verið mikið áfall fyrir For­ingj­ann. 

Að skip­an Hitlers var Hess útmál­aður sem geð­sjúk­lingur sem hafi lagt upp í ferð­ina á eigin veg­um, án vit­undar For­ingj­ans. Það var þó þvert á ráð­legg­ingar manna eins og Göbbels og Gör­ings sem vildu ekki að það spyrð­ist út að slíkir ein­stak­lingar gætu kom­ist til svo hárra met­orða innan Nas­ista­flokks­ins.

Dómur og refs­ing

Hess var fluttur til Þýska­lands í stríðs­lok þar sem hann skildi dreg­inn fyrir dóm ásamt öðrum eft­ir­lif­andi for­svars­mönnum Nas­ista. Við rétt­ar­höldin bar Hess við minnis­leysi, en hann var sak­felldur – þó ekki fyrir glæpi gegn mann­kyni – og dæmdur í lífs­tíð­ar­fang­elsi.

Frá réttarhöldunum í Nürnberg. Þar var Hess dæmdur í ævilangt fangelsi. Hess, SpeerDönitz mar­skálkur og fjórir aðrir nas­istar voru settir til afplán­unar í Spandau fang­els­inu í Vest­ur­-Berlín. Hess kunni afar illa við sig þar og kvart­aði löngum yfir heilsu­leysi og var viss um að verið væri að eitra fyrir sér.

Einn af öðrum fengu sam­fangar Hess frelsi, þeir síð­ustu árið 1966, en ára­löng bar­átta hans til að fá dóm­inn styttan var árang­urs­laus, aðal­lega vegna mót­stöðu Sov­ét­manna.

Þannig sat Hess einn í 600 klefa fang­elsi allt til dauða­dags árið 1987. Hann hafði oft reynt að svipta sig lífi en tókst svo loks áætl­un­ar­verkið á fal­legum sum­ar­deg­i, 93ja ára gam­all. Hann hafði farið út í garð­skála til að lesa, en hengdi sig í raf­magns­snúru sem hann batt við storm­járn í glugga.

Spandau-fang­elsið var rifið eftir dauða Hess til að koma í veg fyrir að það yrði að ein­hvers­konar helgi­stað fyrir nýnas­ista. 

Hess var í haldi í Spandaufangelsinu í Vestur-Berlín þangað til að hann stytti sér aldur 93ja ára gamall, árið 1987.Hess var jarð­aður í fjöl­skyldu­graf­reitnum og, viti menn, hann varð að nokk­urs­konar helgi­stað nýnas­ista, sem féll illa í kramið hjá bæj­ar­yf­ir­völdum í Wunsiedel, þannig að árið 2011, með sam­þykki afkom­enda hans, voru jarð­neskar leifar Hess grafnar upp, brenndar og dreift á ótil­teknum stað.

Hvað gekk honum til?

Sagan af örlaga­för Rud­olfs Hess hefur allt frá upp­hafi vakið upp fjöl­margar kenn­ingar um ástæð­una að baki henni. Vilja margir meina að Hitler hafi sjálfur staðið á bak við ferð­ina og í raun og veru viljað segja Win­ston Churchill frá yfir­vof­andi inn­rás í Sov­ét­ríkin og jafn­vel að kanna jarð­veg­inn fyrir hugs­an­legu and­bol­sé­vísku banda­lagi. Þá segir sagan að Stalín sjálfur hafi lengi vel verið sann­færður um að Hess hafi flúið að und­ir­lagi Breta.

Hvað sem því líður varð víst lítið úr áætlun Hess. Hann slas­að­ist, var hand­tek­inn og eyddi 46 árum á bak við lás og slá, lengst af inni­lega óham­ingju­samur og væni­sjúk­ur, og end­aði á því að takast loks­ins eitt­hvað sem hann ætl­aði sér, sem var að binda enda á sitt eigið líf.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiÍ þá tíð...