KVIKA býður ykkur velkomin til Lava Land

KVIKA mun gefa út hljómplötubókina Welcome to Lava Land síðar á þessu ári. Hljómsveitin safnar nú fyrir útgáfunni á Karolina Fund.

Auglýsing

KVIKA mun gefa út hljómplötubókina Welcome to Lava Land seinna á þessu ári, með góðum vinum og listamönnum. Welcome to Lava Land prýðir glæsilegar teikningar eftir Sævar Jóhannsson og inniheldur hljómdisk með 10 glænýjum, frumsömdum lögum, sem sveitin hefur safnað í sarpinn undanfarin 4 ár. Sena gaf út fyrri plötu KVIKU, Seasons, árið 2014. Guðni Þór Þorsteinsson, söngvari og lagasmiður, og Kolbeinn Tumi Haraldsson, hljómborðsleikari, útsetjari og raddari, sitja fyrir svörum Kjarnans.

Hvað er Lava Land?

Auglýsing

„Nafnið, Welcome to Lava Land, kom til okkar við upptökur í Vestmannaeyjum, nánar tiltekið við upptökur á laginu La La Land. Í raun varð hugmyndin að veruleika á sama tíma. Lagið fjallar um ævintýramanninn/útrásarvíkinginn/listamanninn sem stingur sig í samband við íslenska orku (Lava Land) og leitar svo drauma sinna í draumalandinu (La La Land). Þetta small allt saman, líkt og flís við rass! Auðvitað hefur nafnið KVIKA beina tengingu við lava landið og mótsagnirnar í textunum ríma vel við mótsagnir í la la landinu.“

Hvaða listamenn standa að verkefninu Lava Land?

„Sævar Jóhannsson myndskreytti bókina eftir leiðbeiningum, en nýverið gaf hann sjálfur út teikningabókina Brjálæðislega Róandi. Ásmundur Jóhannsson, trommari KVIKU, framleiddi plötuna og pabbi hans Jóhann Ásmundsson, bassaleikari Mezzofortemasteraði hana. Þeir feðgar sáu um hljóðblöndun. Roland Hartwell, fiðluleikari, sá um alla strengi á plötunni. Snorri Snorrason, jafnan þekktur sem Snorri í Idol átti stóran þátt í útsetningu tveggja laganna. Steinþór Guðjónsson, gítarleikari Jóns Jónssonar, og Einar Valur Sigurjónsson, söngvari og lagasmiður Tildru, voru KVIKU til halds og trausts með raddir o.fl. Kolbeinn Tumi Haraldsson hélt utan um strengjaútsetningar.“


Trausti Haraldsson er meðhöfundur þriggja laganna. Trausti hefur samið mikið fyrir Pál Óskar, þar á meðal lögin „Minn hinsti dans“ og „La Dolce Vita“ svo fátt eitt sé nefnt. 


Welcome to Lava land.Daníel Stefánsson sá um hönnun á bókinni sjálfri. En hugmyndavinna, verkefnastýring og gæðastjórnun var í höndum Guðna Þórs Þorsteinssonar, lagasmiðs og söngvara KVIKU, og Gísla Jóns Gíslasonar.

Verkefnið Lava Land er svo að segja þverfaglegt innan listageirans, er þetta einstakt dæmi eða sjáið þið þessa þróun víðar?

„Hljómplötubók eins og Lava Land er eitthvað, sem að okkar viti, hefur ekki verið gerð áður. Sér í lagi fyrir þær sakir að við bjóðum kaupendum upp í dans með því að hvetja þá til að taka þátt í listsköpuninni. Við sjáum fyrir okkur að bókin verði í senn litabók og jafnvel glósubók. En í bókinni förum við í hringferð um landið með teikningum frá hverjum landshluta, í teikningunum eru persónur og staðhættir sem einkenna landshlutana. Hægt er að styðja verkefnið Welcome to Lava Land í gegnum hópfjármögnun á Karolina Fund, þar er hægt að kaupa verkefnið fyrir fram á góðum kjörum. Öllum þeim sem heita á verkefnið mega búast við að fá eitthvað óvænt og skemmtilegt frá hljómsveitinni.“

Verkefnið er að finna hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFólk