Nýfundin myndbönd í lit sýna útför Stalíns frá sjónarhorninu sem Kreml sýndi aldrei

Stalín er enn þriðji vinsælasti rússneski leiðtoginn í Rússlandi. Einræðisherrann lést 1953 en ímynd hans er nú haldið við í auknum mæli. Nýverið fundust litmyndir af Sovétríkjum Stalíns sem aldrei hafa áður litið dagsins ljós.

Martin Manhoff kvikmyndaði útför Stalíns úr glugga sendiráðs Bandaríkjanna við Rauða torgið í Moskvu árið 1953. Hann tók einni fjölda ljósmynda í Sovétríkjunum, sem eru mikilvægar heimildir um sovéskt samfélag á sjötta áratug síðustu aldar.
Martin Manhoff kvikmyndaði útför Stalíns úr glugga sendiráðs Bandaríkjanna við Rauða torgið í Moskvu árið 1953. Hann tók einni fjölda ljósmynda í Sovétríkjunum, sem eru mikilvægar heimildir um sovéskt samfélag á sjötta áratug síðustu aldar.
Auglýsing

Allir íbúar Sov­ét­ríkj­anna voru í losti í mars 1953. Leið­tog­inn ógur­legi Jósef Stalín hafði fengið heila­blóð­fall og lést svo vegna þess viku síðar 5. mars þetta ár.

Íbú­arnir voru í losti, enda var óvíst hvað myndi taka við. Stalín var 74 ára þegar hann dó en þá hafði hann eytt 31 ári við stjórn­völ­inn í komm­ún­ista­rík­inu Sov­ét­ríkj­un­um, hafði tekið við sem aðal­rit­ari Komm­ún­ista­flokks­ins árið 1922 og staðið fyrir blóð­ug­ustu atburðum í sögu Sov­ét­ríkj­anna fyrr og síð­ar.

Á meðan á hreins­unum Stalíns stóð snéri hann Sov­ét­ríkj­un­um, landi öreiga og verka­fólks, gegn íbúum lands­ins og lét taka meira en 600 þús­und manns af lífi fyrir meinta póli­tíska glæpi. Ógn­ar­stjórn Stalíns varð þess utan vald­andi dauða margra millj­óna manns. Það er varla fjöl­skylda í Rúss­landi sem varð ekki fyrir áhrifum af Stalín.

Auglýsing

Hlut­verk Sov­ét­ríkj­anna í Seinni heims­styrj­öld­inni, þar sem meira en 26 millj­ónir Sov­ét­manna létu­st, og þáttur Sov­ét­manna í að hrinda Þýska­landi nas­ista hlaut fljót­lega goð­sagna­kenndan stað í sögu­legu til­liti. Sig­ur­inn varð til­eink­aður Stalín og hann gat í krafti þess orðið enn valda­meiri.

Höfuðstöðvar fjarskiptastofnunar Sovétríkjanna í Moskvu. Brjóstmyndir af Stalín og Lenín prýða bygginguna.

Árið 1953 var Stalín enn kynntur sem alráður leið­togi, jafn­vel þó heilsu hans hafi tekið að hraka hratt og hann orð­inn mjög hrum­ur. Það kom þess vegna almenn­ingi í Sov­ét­ríkj­unum á óvart að Stalín væri dauð­ur.

Út­för leið­tog­ans var haldin 9. mars 1953. Hún var ofboðs­leg í snið­um, þar sem öll dag­skráin var vand­lega fram­kvæmd. Í Sov­ét­ríkj­unum átti ríkið allar kvik­mynda­vélar sem þar var að finna, í það minnsta þær sem festu útför­ina á filmu. Þannig hefur Kreml getað stjórnað því hvernig útförin kom fyrir sjónir þeirra sem ekki voru við­stadd­ir.

Nýfundin upp­taka af útför­inni

Nú er það hins vegar breytt vegna þess að fyrstu óop­in­beru upp­tök­unni af útför Stalíns hefur verið varpað á alnetið. Martin Man­hoff, ofursti í banda­ríska hern­um, kvik­mynd­aði nefni­lega jarð­ar­för­ina úr glugga banda­ríska sendi­ráðs­ins sem þá var til húsa við Rauða torgið í Moskvu.

Á upp­töku Man­hoffs má sjá annað sjón­ar­horn af útför ein­ræð­is­herr­ans en hingað til hefur sést. Opin­berar upp­tökur hafa allar verið klipptar og upp­tök­unum rit­stýrt þannig að þær sýndu aðeins lík­ræður fyr­ir­menna fyrir Stalín.



Mik­il­vægar heim­ildir um lífið í Sov­ét­ríkj­unum

Óop­in­bera upp­takan er hins vegar hrá – stundum er upp­takan mjög hreyfð – og sýnir aðra hlið við­burð­ar­ins: Langar raðir upp­klæddra her­manna, kistu Stalíns hulda rauðum dúk og gríð­ar­lega langar raðir fólks með kransa.

Það var Dou­glas Smith, sagn­fræð­ingur í Seattle í Banda­ríkj­un­um, sem fann upp­tök­urnar af útför­inni ásamt hund­ruðum mynda og kvik­mynda sem Martin Man­hoff tók í Sov­ét­ríkj­un­um. Man­hoff-skjala­safnið svo­kall­aða er sjald­séður speg­ill á óvana­leg augna­blik í sögu Rúss­lands.

Kona og barn ganga á horni Bolshoi Devyatinsky pereulok og Novinsky bulvar nærri bandaríska sendiráðinu í Moskvu.

Sundkennsla á óskilgreindum stað.

Þrír guttar við Novospassy-klaustrið í Moskvu.

Flóð á götum Kænugarðs í Úkraínu.

End­ur­reisn ímyndar Stalíns

Stalín er enn í hávegum hafður meðal stuðningsmanna Kommúnistaflokksins í Rússlandi. Nú þegar Rússar líta frá vestr­inu á ný hefur ímynd Stalíns verið end­ur­reist í auknum mæli. Á vef The Moscow Times er sagt frá því að ný söfn hafi verið opnuð og minn­is­varðar reistir til heið­urs ein­ræð­is­herr­an­um. Emb­ætt­is­menn hafi oftar vísað til þess sem þeir telja að hafi verið jákvætt við stjórn Stalíns. Þá hafi Komm­ún­ista­flokkur Rúss­lands, hyllt Stalín sem „ímynd von­ar“ árið 2016.

Í könnun sem gerð var í febr­úar af Levada Center, sjálf­stæðum könn­un­ar­að­ila í Rúss­landi, kom fram að 46 pró­sent Rússa tengja Stalín jákvæðum hug­mynd­um. Stalín er einnig þriðji vin­sæl­asti rúss­neski leið­tog­inn, á eftir Vla­dimír Pútín og Leonid Brezhnev.

Komm­ún­istar eru 42 í Dúmunni, neðri deild rúss­neska þings­ins. Alls sitja þar 450 þing­menn, svo komm­ún­istar eiga um það bill níu pró­sent og eru næst stærsti flokk­ur­inn á þing­inu. Lang flestir þing­menn eru úr flokki Vla­dimírs Pútín, Sam­ein­uðu Rúss­landi eða 343.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÍ þá tíð...
None