Í þá tíð… Sunnudagurinn blóðugi 1905

Kröfuganga breytist í blóðbað sem grefur undan tiltrú Rússa á keisara sínum. Reyndist síðar vera forspilið að rússnesku byltingunni 1917.

Svona sá pólski málarinn Woiciech Kossak fyrir sér atburði 22. janúar 1905 við Vetrarhöllina í St. Pétursborg.
Svona sá pólski málarinn Woiciech Kossak fyrir sér atburði 22. janúar 1905 við Vetrarhöllina í St. Pétursborg.
Auglýsing

Á þessum degi fyrir réttum 112 árum, hinn 22. jan­úar 1905, átti sér stað atburður sem átti eftir að hafa djúp áhrif á fram­vindu mála í Rúss­landi og örlög Róma­nov keis­ara­ætt­ar­inn­ar. Dagur sem kall­aður er Sunnu­dag­ur­inn blóð­ugi, en þá skutu her­menn í St. Pét­urs­borg á hóp almennra borg­ara sem stefndi að Vetr­ar­höll Niku­lásar keis­ara til að krefj­ast bættra kjara.

Á þessum árum var að mynd­ast sterk und­ir­alda verka­lýðs og bylt­ing­ar­sinna í Rúss­landi. Til að slá á þá kergju lögðu stjórn­völd, árið 1904, blessun sína yfir stofnun ýmissa verka­lýðs­fé­laga. Eitt af þeim félögum var Sam­band iðn­verka­manna í St. Pét­urs­borg, en leið­togi þess var Georgí Gapon, sem var auk þess klerkur í rétt­trún­að­ar­kirkj­unni. Fljót­lega fór álit stjórn­ar­herr­anna á Gapon að súrna. Hann þótti of rót­tækur – jafn­vel hallur undir lýð­ræð­is­sinna – og eftir að fjórir félagar hans voru reknir frá störfum stóð Gapon fyrir mörgum verk­föllum í St. Pét­urs­borg þar sem allt að 120.000 manns lögðu niður störf.

Gapon brá á það ráð að efna til mót­mæla og beina kröfum verka­lýðs­ins til keis­ar­ans sjálfs. Niku­lás II hafði, þegar þarna var komið við sögu, ríkt í rúman ára­tug, en hann tók við keis­aratign­inni við and­lát föður síns árið 1894, þá 27 ára. Gabon þótti greini­lega affara­sæl­ast að beina kröf­unum per­sónu­lega til keis­ar­ans sem var nú enda lands­fað­ir­inn og var almennt álitið að hann væri ein­fald­lega ekki með­vit­aður um þrautir almúg­ans. Ef hann myndi aðeins hlýða á boð­skap þeirra gæti hann varla horft fram hjá óskum þegna sinna um rétt­læti.

Auglýsing

Safn­ast að frá sex stöðum

Kröfugangan heldur að Vetrarhöllinni 1905Mik­ill mann­fjöldi kom saman þennan dag og gengu frá sex stöðum í kringum Vetr­ar­höll­ina. Sam­koman var frið­sæl og hafði Gapon meira að segja til­kynnt yfir­völdum hvað stæði til. Fólkið bar meðal ann­ars trú­ar­legar helgi­mynd­ir, sem og myndir af keis­ar­anum sjálf­um, auk kröfu­spjalda, og sungu sálma og ætt­jarð­ar­lög.

Frá­sögnum ber ekki saman um fjölda mót­mæl­enda, þar sem lög­reglan sagði þá hafa verið um 3.000 tals­ins, en skipu­leggj­endur göng­unnar héldu því fram að þar hafi verið saman komin allt að 50.000 manns. Hvort sem það var, þá greip fólk í tómt, að því leyti að Niku­lás keis­ari var alls ekki staddur í Vetr­ar­höll­inni til að taka á móti mann­skar­an­um. Þar var hins vegar fjöl­mennt lið keis­ara­varð­ar­ins, kósakka og fót­göngu­lið­ar, sem og föð­ur­bróðir keis­ar­ans, Vla­dimír stór­her­togi, yfir­maður öryggg­is­lög­regl­unn­ar.

Hild­ar­leik­ur­inn hefst

Riddaraliðsmenn bíða átekta.Her­liðið taldi um 10.000 manns, og hafði verið fyr­ir­skipað af Vla­dimír stór­her­toga að hleypa fólki ekki inn að torg­inu framan við Vetr­ar­höll­ina. Aðgerðir her­liðs­ins voru hins vegar fálm­kenndar og án alls sam­ræmis þar sem fólki var ýmist sleppt í gegn, eða stöðvað á ferð sinni. Fljót­lega fóru að heyr­ast skot­hvellir hér og hvar auk þess sem ridd­ara­liðar kósakka réð­ust að fólki með sverð á lofti. Áfram hélt fólk að streyma að og ekk­ert lát var á dráp­un­um.

Þessi hild­ar­leikur fór ekki fram, eins og oft hefur verið dregið upp, að her­menn hafi skotið á stóran hóp, heldur gerð­ust drápin í lot­um, gegn minni hóp­um, enda kom fólk víða að. Sögum ber ekki saman um hversu margir lét­ust þennan örlaga­ríka dag í St. Pét­urs­borg. Stjórn­völd sögðu að 96 hafi látið lífið og á fjórða hund­rað hafi sær­st, en stjórn­ar­and­stæð­ingar sögðu að 4.000 hafi lát­ist. Flestir telja þó að tala lát­inna hafi hlaupið á hund­ruð­um.

Georgi Gapon, klerkur og verkalýðsleiðtogi.Gapon sjálfur komst lífs af en flúði þó fljót­lega land og sam­tök hans voru bönnuð strax þennan sama dag. Heim­ildir herma að hann hafi hrópað upp yfir sig, þegar kúl­unum fór að rigna yfir mót­mæl­end­ur: „Það er eng­inn guð! Það er eng­inn keis­ari!“

Keis­ar­inn rúinn trausti

Keis­ar­inn lýsti því yfir að atburð­irnir hafi verið sorg­leg­ir, en það stillti ekki reiði almenn­ings þar sem óeirðir brut­ust út víða um borg­ina. Ímynd Niku­lásar sem lands­föður beið mikla hnekki þennan dag, bæði vegna hörkunnar sem stjórn­ar­liðar gripu til og ekki síst vegna þess að hann var ekki á staðn­um. Það gróf undan til­trú almenn­ings á vel­vilja keis­ar­ans, sem magn­að­ist svo upp í hat­ur.

Óeirð­irnar undu upp á sig með við­líka mót­mælum og verk­föllum víðar um Rúss­land, sem og óróa innan hers­ins. Upp­reisnin var síðar inn­blástur fyrir kvik­mynda­leisk­stjór­ann Sergei Eisen­stein við gerð mynd­ar­innar „Orr­ustu­skipið Pótem­kin“ þar sem skip­verjar komu almenn­ingi til varnar gegn her­mönnum keis­ar­ans.

Nikulás II Rússakeisari þótti ekki standa sig vel í sinni valdatíð enda var hann sá síðasti til að gegna þessu merka embætti.Ástandið náði slíkum hæðum að talað er um „Rúss­nesku bylt­ing­una 1905“ en til að stemma stigum við óró­anum gekk keisar að ýmsum kröfum stjórn­ar­and­stæð­inga. Meðal ann­ars var sam­þykkt stjórn­ar­skrá fyrir Rúss­land auk þess sem stofnað var til full­trúa­þings, Dúmunn­ar, sem hafði aðeins ráð­gjaf­ar­vald.

Þrátt fyrir að þessir áfanga­sigrar hafi slegið nokkuð á bar­áttu stjórn­ar­and­stæð­inga, var þarna kom­inn vísir að nokkru mun stærra og áhrifa­meira. Bylt­ing­unni í Rúss­landi árið 1917 þar sem keis­ar­anum var velt af stóli og Lenín og Bol­sé­vik­arnir tóku völdin og stofn­uðu Sov­ét­rík­in.

Þessi frið­sama kröfu­ganga klerks­ins Gapons, sem var alls ekki fyr­ir­huguð sem upp­reisn eða bylt­ing, varð sann­ar­lega afdrifa­rík og eft­ir­far­inn var boð­beri og for­smekkur nýrra tíma í Rúss­landi og síðar Sov­ét­ríkj­un­um. Keis­ar­inn, sem sá sér ekki fært að taka á móti mót­mæl­end­um, var myrtur ásamt konu sinni og fimm börnum árið 1918 í Éka­ter­ín­burg.

Gapon sjálfur var drep­inn árið eft­ir, eftir að upp komst að hann lék tveimur skjöldum þar sem hann ann­ars vegar vann fyrir sós­í­alista, en var svo líka í sam­skiptum við inn­an­rík­is­ráðu­neytið í Rúss­landi. Félagar hans í sós­í­alista­flokknum ginntu hann til fundar í útjaðri St. Pét­urs­borgar og hengdu hann þar.

Aðrir mark­verðir atburðir sem gerð­ust 22. jan­ú­ar:

1901

Vikt­oría Breta­drottn­ing deyr eftir 63ja ára setu á valda­stóli.

1957

Ísr­ael dregur lið sitt frá Sina­i-skaga. Það mark­aði lok Súez-­deil­unn­ar.

1973

Hæsti­réttur Banda­ríkj­anna fellir dóm í máli Roe gegn Wade og stað­festir þar með rétt kvenna til að eyða fóstri á fyrstu sex mán­uðum með­göngu.

1979

Opin­berir starfs­menn í Bret­landi fara í alls­herj­ar­verk­fall til að krefj­ast hærri launa.

1980

Sov­éski and­ófs­mað­ur­inn And­rei Sak­harov hand­tek­inn fyrir mót­mæli gegn íhlutum Sov­ét­manna í Afganist­an. Hann var síðar sendur í fanga­búð­ir, en Mik­haíl Gor­bat­sjov gaf honum frelsi árið 1986.

1998

Hryðju­verka­mað­ur­inn Ted Kaczynski játar á sig sprengju­árásir undir dul­nefn­inu „Una­bomber“.

2006

Evo Mora­les sver emb­ætt­is­eið sem for­seti Bólivíu, fyrstur allra af ættum frum­byggja.

2008

Leik­ar­inn Heath Led­ger deyr af of stórum lyfja­skammti.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, á kynningarfundi á uppgjöri félagsins í gær.
Hluthafafundur Síldarvinnslunnar samþykkti kaupin á Vísi
Hlutabréf í Síldarvinnslunni hafa rokið upp á síðustu vikum. Sá hlutur sem systkinin úr Grindavík sem eiga Vísi í dag munu fá fyrir að selja útgerðina til Síldarvinnslunnar hefur hækkað um 3,7 milljarða króna í virði á rúmum mánuði.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir tilkynnti um formannsframboð sitt í Iðnó í dag.
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiÍ þá tíð...
None