Í þá tíð… Sunnudagurinn blóðugi 1905

Kröfuganga breytist í blóðbað sem grefur undan tiltrú Rússa á keisara sínum. Reyndist síðar vera forspilið að rússnesku byltingunni 1917.

Svona sá pólski málarinn Woiciech Kossak fyrir sér atburði 22. janúar 1905 við Vetrarhöllina í St. Pétursborg.
Svona sá pólski málarinn Woiciech Kossak fyrir sér atburði 22. janúar 1905 við Vetrarhöllina í St. Pétursborg.
Auglýsing

Á þessum degi fyrir réttum 112 árum, hinn 22. jan­úar 1905, átti sér stað atburður sem átti eftir að hafa djúp áhrif á fram­vindu mála í Rúss­landi og örlög Róma­nov keis­ara­ætt­ar­inn­ar. Dagur sem kall­aður er Sunnu­dag­ur­inn blóð­ugi, en þá skutu her­menn í St. Pét­urs­borg á hóp almennra borg­ara sem stefndi að Vetr­ar­höll Niku­lásar keis­ara til að krefj­ast bættra kjara.

Á þessum árum var að mynd­ast sterk und­ir­alda verka­lýðs og bylt­ing­ar­sinna í Rúss­landi. Til að slá á þá kergju lögðu stjórn­völd, árið 1904, blessun sína yfir stofnun ýmissa verka­lýðs­fé­laga. Eitt af þeim félögum var Sam­band iðn­verka­manna í St. Pét­urs­borg, en leið­togi þess var Georgí Gapon, sem var auk þess klerkur í rétt­trún­að­ar­kirkj­unni. Fljót­lega fór álit stjórn­ar­herr­anna á Gapon að súrna. Hann þótti of rót­tækur – jafn­vel hallur undir lýð­ræð­is­sinna – og eftir að fjórir félagar hans voru reknir frá störfum stóð Gapon fyrir mörgum verk­föllum í St. Pét­urs­borg þar sem allt að 120.000 manns lögðu niður störf.

Gapon brá á það ráð að efna til mót­mæla og beina kröfum verka­lýðs­ins til keis­ar­ans sjálfs. Niku­lás II hafði, þegar þarna var komið við sögu, ríkt í rúman ára­tug, en hann tók við keis­aratign­inni við and­lát föður síns árið 1894, þá 27 ára. Gabon þótti greini­lega affara­sæl­ast að beina kröf­unum per­sónu­lega til keis­ar­ans sem var nú enda lands­fað­ir­inn og var almennt álitið að hann væri ein­fald­lega ekki með­vit­aður um þrautir almúg­ans. Ef hann myndi aðeins hlýða á boð­skap þeirra gæti hann varla horft fram hjá óskum þegna sinna um rétt­læti.

Auglýsing

Safn­ast að frá sex stöðum

Kröfugangan heldur að Vetrarhöllinni 1905Mik­ill mann­fjöldi kom saman þennan dag og gengu frá sex stöðum í kringum Vetr­ar­höll­ina. Sam­koman var frið­sæl og hafði Gapon meira að segja til­kynnt yfir­völdum hvað stæði til. Fólkið bar meðal ann­ars trú­ar­legar helgi­mynd­ir, sem og myndir af keis­ar­anum sjálf­um, auk kröfu­spjalda, og sungu sálma og ætt­jarð­ar­lög.

Frá­sögnum ber ekki saman um fjölda mót­mæl­enda, þar sem lög­reglan sagði þá hafa verið um 3.000 tals­ins, en skipu­leggj­endur göng­unnar héldu því fram að þar hafi verið saman komin allt að 50.000 manns. Hvort sem það var, þá greip fólk í tómt, að því leyti að Niku­lás keis­ari var alls ekki staddur í Vetr­ar­höll­inni til að taka á móti mann­skar­an­um. Þar var hins vegar fjöl­mennt lið keis­ara­varð­ar­ins, kósakka og fót­göngu­lið­ar, sem og föð­ur­bróðir keis­ar­ans, Vla­dimír stór­her­togi, yfir­maður öryggg­is­lög­regl­unn­ar.

Hild­ar­leik­ur­inn hefst

Riddaraliðsmenn bíða átekta.Her­liðið taldi um 10.000 manns, og hafði verið fyr­ir­skipað af Vla­dimír stór­her­toga að hleypa fólki ekki inn að torg­inu framan við Vetr­ar­höll­ina. Aðgerðir her­liðs­ins voru hins vegar fálm­kenndar og án alls sam­ræmis þar sem fólki var ýmist sleppt í gegn, eða stöðvað á ferð sinni. Fljót­lega fóru að heyr­ast skot­hvellir hér og hvar auk þess sem ridd­ara­liðar kósakka réð­ust að fólki með sverð á lofti. Áfram hélt fólk að streyma að og ekk­ert lát var á dráp­un­um.

Þessi hild­ar­leikur fór ekki fram, eins og oft hefur verið dregið upp, að her­menn hafi skotið á stóran hóp, heldur gerð­ust drápin í lot­um, gegn minni hóp­um, enda kom fólk víða að. Sögum ber ekki saman um hversu margir lét­ust þennan örlaga­ríka dag í St. Pét­urs­borg. Stjórn­völd sögðu að 96 hafi látið lífið og á fjórða hund­rað hafi sær­st, en stjórn­ar­and­stæð­ingar sögðu að 4.000 hafi lát­ist. Flestir telja þó að tala lát­inna hafi hlaupið á hund­ruð­um.

Georgi Gapon, klerkur og verkalýðsleiðtogi.Gapon sjálfur komst lífs af en flúði þó fljót­lega land og sam­tök hans voru bönnuð strax þennan sama dag. Heim­ildir herma að hann hafi hrópað upp yfir sig, þegar kúl­unum fór að rigna yfir mót­mæl­end­ur: „Það er eng­inn guð! Það er eng­inn keis­ari!“

Keis­ar­inn rúinn trausti

Keis­ar­inn lýsti því yfir að atburð­irnir hafi verið sorg­leg­ir, en það stillti ekki reiði almenn­ings þar sem óeirðir brut­ust út víða um borg­ina. Ímynd Niku­lásar sem lands­föður beið mikla hnekki þennan dag, bæði vegna hörkunnar sem stjórn­ar­liðar gripu til og ekki síst vegna þess að hann var ekki á staðn­um. Það gróf undan til­trú almenn­ings á vel­vilja keis­ar­ans, sem magn­að­ist svo upp í hat­ur.

Óeirð­irnar undu upp á sig með við­líka mót­mælum og verk­föllum víðar um Rúss­land, sem og óróa innan hers­ins. Upp­reisnin var síðar inn­blástur fyrir kvik­mynda­leisk­stjór­ann Sergei Eisen­stein við gerð mynd­ar­innar „Orr­ustu­skipið Pótem­kin“ þar sem skip­verjar komu almenn­ingi til varnar gegn her­mönnum keis­ar­ans.

Nikulás II Rússakeisari þótti ekki standa sig vel í sinni valdatíð enda var hann sá síðasti til að gegna þessu merka embætti.Ástandið náði slíkum hæðum að talað er um „Rúss­nesku bylt­ing­una 1905“ en til að stemma stigum við óró­anum gekk keisar að ýmsum kröfum stjórn­ar­and­stæð­inga. Meðal ann­ars var sam­þykkt stjórn­ar­skrá fyrir Rúss­land auk þess sem stofnað var til full­trúa­þings, Dúmunn­ar, sem hafði aðeins ráð­gjaf­ar­vald.

Þrátt fyrir að þessir áfanga­sigrar hafi slegið nokkuð á bar­áttu stjórn­ar­and­stæð­inga, var þarna kom­inn vísir að nokkru mun stærra og áhrifa­meira. Bylt­ing­unni í Rúss­landi árið 1917 þar sem keis­ar­anum var velt af stóli og Lenín og Bol­sé­vik­arnir tóku völdin og stofn­uðu Sov­ét­rík­in.

Þessi frið­sama kröfu­ganga klerks­ins Gapons, sem var alls ekki fyr­ir­huguð sem upp­reisn eða bylt­ing, varð sann­ar­lega afdrifa­rík og eft­ir­far­inn var boð­beri og for­smekkur nýrra tíma í Rúss­landi og síðar Sov­ét­ríkj­un­um. Keis­ar­inn, sem sá sér ekki fært að taka á móti mót­mæl­end­um, var myrtur ásamt konu sinni og fimm börnum árið 1918 í Éka­ter­ín­burg.

Gapon sjálfur var drep­inn árið eft­ir, eftir að upp komst að hann lék tveimur skjöldum þar sem hann ann­ars vegar vann fyrir sós­í­alista, en var svo líka í sam­skiptum við inn­an­rík­is­ráðu­neytið í Rúss­landi. Félagar hans í sós­í­alista­flokknum ginntu hann til fundar í útjaðri St. Pét­urs­borgar og hengdu hann þar.

Aðrir mark­verðir atburðir sem gerð­ust 22. jan­ú­ar:

1901

Vikt­oría Breta­drottn­ing deyr eftir 63ja ára setu á valda­stóli.

1957

Ísr­ael dregur lið sitt frá Sina­i-skaga. Það mark­aði lok Súez-­deil­unn­ar.

1973

Hæsti­réttur Banda­ríkj­anna fellir dóm í máli Roe gegn Wade og stað­festir þar með rétt kvenna til að eyða fóstri á fyrstu sex mán­uðum með­göngu.

1979

Opin­berir starfs­menn í Bret­landi fara í alls­herj­ar­verk­fall til að krefj­ast hærri launa.

1980

Sov­éski and­ófs­mað­ur­inn And­rei Sak­harov hand­tek­inn fyrir mót­mæli gegn íhlutum Sov­ét­manna í Afganist­an. Hann var síðar sendur í fanga­búð­ir, en Mik­haíl Gor­bat­sjov gaf honum frelsi árið 1986.

1998

Hryðju­verka­mað­ur­inn Ted Kaczynski játar á sig sprengju­árásir undir dul­nefn­inu „Una­bomber“.

2006

Evo Mora­les sver emb­ætt­is­eið sem for­seti Bólivíu, fyrstur allra af ættum frum­byggja.

2008

Leik­ar­inn Heath Led­ger deyr af of stórum lyfja­skammti.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Kristinn Ágúst Friðfinnsson prestur hefur lagt róttæka tillögu fyrir kirkjuþing.
Fulltrúar almennings verði valdir handahófskennt til setu á kirkjuþingi
Prestur og sáttamiðlari hefur lagt fram róttæka tillögu til kirkjuþings þess efnis að fulltrúar almennra meðlima Þjóðkirkjunnar, sem eru í meirihluta á þinginu, verði valdir af handahófi. Hann segir biskupi Íslands þykja hugmynd sín skemmtileg.
Kjarninn 22. október 2021
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiÍ þá tíð...
None