Minni matarsóun og aukin verðmæti með framleiðslu á lambainnmat

Markmið Pure Natura er að nota slátrunarafganga sem annars færu til förgunar til framleiðslu á bætiefnum úr lambainnmat. Betri nýting þýðir á endanum hærra verð fyrir hvert lamb sem bóndi leiðir til slátrunar.

reykjarett_21780318079_o.jpg
Auglýsing

Pure Natura er íslenskt nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki sem sér­hæfir sig í fram­leiðslu á bæti­efnum úr lamba­inn­mat, lamba­kirtlum og jurt­um. Fyr­ir­tækið var stofnað í sept­em­ber 2015 af frum­kvöðl­unum Hildi Þóru Magn­ús­dótt­ur, Rúnu Krist­ínu Sig­urð­ar­dóttur og Sig­ríði Ævars­dóttur og er stað­sett á Sauð­ár­króki.

Pure Natura var stofnað af Hildi Þóru Magnúsdóttur, Rúnu Kristínu Sigurðardóttur og Sigríði Ævarsdóttur á Sauðárkróki.

Hug­mynd­ina má rekja til hug­mynda­fræði sem nú er að ryðja sér til rúms í Banda­ríkj­unum og víðar og snýr að því að betri og nýt­an­legri vítamín og bæti­efni komi úr mat en úr gervi­efnum sem búin eru til á til­rauna­stof­um. Þessi nýja teg­und bæti­efna er því unnin úr raun­veru­legum mat­væl­um, með öllum þeim efnum og sam­virkni sem í þeim finn­ast og sett fram sem heild­ar­pakki en ekki sem ein­stök, ein­angruð efni.

En af hverju inn­mat­ur, hvað gerir hann að ákjós­an­legu hrá­efni?

„Þegar við fórum af stað með að þróa vör­urnar okk­ar, ákváðum við að nota inn­mat sem uppi­stöðu í þeim öllum því þar er van­nýtt auð­lind á ferð. Þrátt fyrir að inn­mat­ur­inn sé ein­hver nær­ing­ar­rík­asta fæða sem völ er á, þá hefur dregið mjög úr neyslu hans á und­an­förnum ára­tug­um. Það má nán­ast segja að hann sé að detta alveg út hjá yngri kyn­slóðum hins vest­ræna heims,“ segir Hildur Þóra einn frum­kvöðl­anna sem standa að þessu verk­efni.

Auglýsing

„Það er eins og hann hafi hrein­lega gleymst í umræð­unni um holl­ustu sem verið hefur í gangi und­an­farna ára­tugi, en það er raun­veru­lega ekk­ert sem kemur þó í stað­inn fyrir nákvæm­lega þennan mat þó margt gott sé til. Lif­ur, hjörtu og fleiri líf­færi eru í raun eins og risa­stór fjölvítamíntafla með öllu til­heyr­andi og inn­matur inni­heldur á bil­inu 10-100 sinnum meira magn nær­ing­ar­efna en vöðvar sama dýrs. Þessi matur var áður mik­il­vægur hluti matar­æðis okk­ar, þeir sem komnir eru af barns­aldri muna það að þeir þurftu að borða lifur reglu­lega þó þeim þætti hún oft vond en mæður okkar og ömmur tóku ekki annað í mál, enda aldar upp við að nýta allt og vissu að þessi matur var hollur þó þær hefðu ekki í höndum rann­sókn­ar­nið­ur­stöður þar um. Auk þess eru efnin á formi sem lík­am­inn þekkir og getur nýtt nær­ing­ar­efnin úr, sem ekki er alltaf raunin með til­búin vítamín.“

„Pure Natura leggur áherslu á að best sé að neyta matar og fá nær­ing­ar­efni úr sem ferskustum mat­vælum og sem minnst unn­um. Hins vegar sé það stað­reynd að allt of margir borði ekki inn­mat og því sé í raun nauð­syn­legt að auka aðgengi og áhuga á slíkri ofur­fæðu með öðrum hætti en hingað til hefur tíðkast. Pure Natura býður því uppá afurð sem hægt er að taka inn sem hylki og gleypa með mat eða vatns­glasi og fá þannig skammt­inn sinn reglu­lega af öllum þeim góðu nær­ing­ar­efnum sem í þessu hrá­efni er að finna.“

Eru ein­hverja sér­stöðu þá að finna í íslenskum inn­mat, sem ekki finnst í inn­mat frá öðrum lönd­um?

„Fyr­ir­tækið nýtir eins og áður sagði inn­mat og kirtla úr íslenskum lömbum í sína fram­leiðslu auk þess að nýta einnig íslenskar hand­týndar villi­jurtir eins og fíflarót, æti­hvanna­fræ, birki, vall­humal, burnirót, bald­urs­brá og fl. í blöndur sín­ar. Íslenska lamba­kjötið er í sér­flokki hvað varðar hrein­leika og það sama má segja um villtu jurt­irnar okk­ar. Við höfum hreint vatn, loft og jarð­veg, hér er sýkla­lyfja­notkun og notkun á skor­dýra­eitri lítil sem engin og má því í raun bera því við að íslenska hrá­efnið sé á heimsklassa.“

Hvaða vörur eru þið að vinna úr þessu hrá­efni? Fyrir hverja eru þær hugs­að­ar?

„Fyr­ir­tækið hefur unnið að þróun bæti­efn­anna í rúm tvö ár og eru fjórar vöru­teg­undir afrakstur starfs­ins. Pure Liver sem er hugsað sem blanda af lifur og völdum jurtum til styrk­ingar fyrir lifr­ina, Pure Heart er sams­konar blanda nema fyrir hjart­að, Pure Nut­rition sem hentar vel sem nær­ing­ar­upp­bót fyrir alla og Pure Power sem sér­stak­lega er hugsuð fyrir fólk sem vill meiri orku, er í lík­am­legri erf­ið­is­vinnu, lík­ams­rækt og þess hátt­ar.“



Hvað er það sem drífur ykkur áfram í þessu frum­kvöðla­starfi?

„Við viljum að sjálf­sögðu gefa fólki kost á því að hugsa sem best um sig sjálft og þá sem því þykir vænt um. Það gerum við með því að bjóða upp á hágæða bæti­efni sem inni­halda mikið magn nær­ing­ar­efna í bland við þekktar lækn­inga­jurtir sem eru án allra auka­efna og lyfjaresta. Einnig hefur það skipt okkur máli að í dag eyða slát­ur­hús tölu­verðu fjár­magni árlega í förgun á hrá­efni eins og inn­mat og kirtlum sem Pure Natura vill nýta í vörur sín­ar. Í stað þess að farga þessu hrá­efni er hægt að vinna úr því hágæða fæðu­bót og búa þar með til pen­ing í stað sóun­ar. Við viljum styðja við aukna sjálf­bærni í dilka­slátr­un. Minnka sóun, auka með­vit­und neyt­enda og stuðla að full­nýt­ingu afurð­anna í heima­byggð“ segir Hild­ur.

Einnig bendir hún á að verk­efni sem þetta sé atvinnu­skap­andi og það sé mik­il­vægt að finna lausnir til að fjölga störfum í byggðum sem hafa átt við fólks­fækkun að etja. „Ef sala afurð­anna gengur vel skilar það, og von­andi bónd­an­um, hærri greiðslum fyrir hvert lamb sem hann leggur inn til slátr­un­ar. Hug­myndin er sú að ef allt gengur upp þá græði allir á þessu verk­efn­i,“ segir Hild­ur.

Hver eru svo næstu skref hjá Pure Natura?

„Svona frum­kvöðla­starf kostar heil­mikla vinnu og fjár­muni og nú er farið í fjár­mögn­un­ar­verk­efni á Karol­ina fund til að standa straum af fyrstu fram­leiðslu­lotu fyr­ir­tæk­is­ins. Við höfum fengið vel á annan tug millj­óna í styrki til þess að þróa vör­urnar okk­ar. Auk þess lán­aði Byggða­stofnun félag­inu fyrir upp­setn­ingu á vinnslu­lín­unni, en annar kost­aður eins og laun og rekstur hefur verið greiddur af eig­end­um. Nú eru vör­urnar hins vegar til­búnar og tími til komin að fá fjár­festa að borð­inu með okk­ur, svo hægt sé að leggja út fyrir í mark­aðs­setn­ingu á erlenda mark­aði. Vör­urnar verða að sjálf­sögðu einnig til sölu inn­an­lands þó þær séu ekki komnar í versl­anir enn­þá. Þeir sem vilja nálg­ast þær núna eða styðja við þetta áhuga­verða verk­efni er bent á áheita­söfnun okkar á Karol­ina fund, en þar getur fólk tryggt sér vörur úr fyrstu fram­leiðslu­lot­unni okkar og stutt við bakið á okk­ur.“

Söfn­unin á Karol­ina fund stendur yfir til 10. febr­úar og er hægt að kynna sér hana betur og taka þátt á síðu verk­efn­is­ins hjá Karol­ina fund.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None